Morgunblaðið - 13.01.1985, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 13.01.1985, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. JANÚAR 1985 Jeg elsker Carmen Carmen elsker mig Vi er forloved, Carmen og jeg, var einu sinni sungið á fslandi og þótti bara ágætur texti við fræga óperuaríu. Nú erum við orðin svo forfrömuð í menning- unni að við getum ekki aðeins hlustað á alla þessa frægu frönsku óperu um spænsku tat- arastúlkuna hana Carmen á góðri íslensku, heldur eigum við líka okkar eigin frábæru Carmen í Sigríði Ellu Magnúsdóttur. Bulltextar á dönsku við frægar aríur fyrir bí. Fyrir ódrepandi dugnað framtakssams söngfólks og tillegg duglegs athafnamanns höfum við meira að segja eignast óperuhús, sem gerir fært að flytja okkur slíka gimsteina óperanna sem Carmen er. Er það ekki í rauninni ótrúlegt ævin- týri? Yfir hátíðirnar gerði gáru- höfundur sér þann dagamun að njóta sýningar á Carmen. Það var góð hátíð. Reyndar var þetta fjórða Carmenin, sem stofnað var til kynna við á þessu ári. Obbolítið truflaði þó að rembast árang- urslaust við að reyna að koma auga á hvernig Carmen hin ís- lenska væri í túlkun alveg ný- stárleg Carmen, eins og leik- stjóri hafði verið að leiðbeina okkur með. Af hverju líka nýja Carmen? Er ekki þessi frábæra, sígilda Carmen eins og hún kem- ur fyrir í sögu Mérimées og dill- andi frjáls i takt við músíkina hjá Bizet nógu góð? Af hinum útlendu má kannski segja að Carmen í kvikmynd Saurats sé svolítið frábrugðin hinum í framsetningu, enda verkið ekki heldur hefðbundin ópera. Carm- en sú franska í óperunni í Paris, sem Peter Brook setti víst upp- haflega á svið, reyndist þeirra lökust, enda franska óperan ekk- ert stjörnuhús. Mest heillaði af útlendu Carmenunum ameríska sópransöngkonan Julia Migen- es-Johnson í kvikmyndagerð Francescos Rosis. 1 rödd og látbragði þessarar ungu konu með stóra munúðarfulla munn- inn og freknótta fésið var ein- hver djöfull, þar sem hún þyrl- aðist um í íburðarmiklum götu- senum í Sevilla. Ekki sakaði að hafa heimstenórinn Placido Dominco á móti henni i hlut- verki Don Jose, þótt hann sé nú æði „placido" á sviðinu. Kvik- myndin er víst væntanleg hingað. Og raunar er nú að koma alveg nýtt lið i íslensku óperuna með nýrri íslenskri Carmen, Önnu Júliönu Sveinsdóttur. Fjórar Carmenar á hálfu ári! Er manneskjan komin með Carmenaræði? hugsar sjálfsagt einhver. Gáruhöfundur er raun- ar ekki svona galinn á hverju ári, hefur kannski verið að bæta sér upp langt Carmenarbindindi. Þóttist fyrir áratugum hafa eignast i hugskotið hina einu sönnu Carmen fyrir ævina. Carmen var nefnilega fyrsta óperan sem undirrituð fékk að upplifa, Carmen hennar Ricé Stevens i frægri sýningu i Metropolitan-óperunni i New York. Hún var hin fullkomna Carmen þeirra ára og lítt heims- vanur stelpugopi utan af óperu- lausu íslandi varð svo heillaður að ár og dagar liðu áður en til mála kom að skipta í huganum á henni og nýrri Carmen. Ricé Stevens var á sínum tíma þar vestra í vinfengi við aðra óperu- söngkonu íslenska, Maríu Mark- an, og voru þó ekki allir söngvar- ar þar henni vinsamlegir á þeim árum. En María Markan er eini óperusöngvarinn íslenski sem ráðinn hefur verið og sungið við hina frægu Metropolitan-óperu. Ekki þó Carmen. Nú mun okkar „óperugengi' úr Carmen, þau Sigríður Ella, Ólöf Kolbrún Harðardóttir, Garðar Cortes og Kristinn Sigmundsson í vor spreyta sig vestra og verður spennandi að fylgjast með hvað úr verður hjá þessu frábæra liði. Vissulega er ekki við því að búast að ramminn um hana Carmen geti orðið jafn mikil- fenglegur á sviði sem i kvik- mynd, hvað þá á þrönga sviðinu f Gamla bíói. En hvað gerir það til. Alltaf einhver stíll yfir Gamla bíói með þessum ágæta hljómburði! Þar virðist ópera geta vel þrifist. óþægindin koma öll niður á flytjendunum, enda vantar bara aftan á húsið svo- litla viðbyggingu fyrir búnings- aðstöðu, innkomur og tilfærslur á tjöldum. Ætli sé nokkuð stór- virki að bæta úr því svo að þetta notalega 500 gesta hús megi lengi nýtast? Auk samastaðar fyrir íslenska óperu hefur nú á skömmum tíma geysimikið ræst úr fyrir hljómleikahaldi í okkar litla landi. Langholtskirkja kom- in í gagnið með 500—600 manna sal með frábærum hljómburði svo sem gestir hafa fengið að heyra. Rétt hjá er hin nýja Ás- kirkja með ljómandi hljómburði þar sem njóta hefur mátt kamm- ertónleika nú eftir jólin. Einnig í Bústaðakirkju. Og áform eru um að ljúka á tveimur árum hinni stóru og miklu Hallgrimskirkju með sal fyrir a.m.k. ÍOOO manns í sæti, þar sem ekkert á að spara til að gera hljómburð sem best úr garði. Að vísu er aldrei á vísan að róa með hljómburð fyrr en á reynir. En sama gildir um öll ný hús inn- lend og eriend, svo sem dæmin sanna. Viðtekið er að í guðshús- um nútímans sé veglegur sama- staður fyrir tónlistarflutning og farið að gera ráð fyrir því frá upphafi. Góð lausn í fámennu og fátæku landi að gera ráð fyrir svo góðri samnýtingu stórra, dýrra bygginga. Við erum stórhuga íslend- ingar. En menningarhúsin okkar vilja verða lengur i byggingu en hugur stendur til áður en farið er að huga að þessum andstyggi- legu peningum. Reykjavíkur- borg, sem hefur um langan aldur haft þann góða sið að vera með eitt menningarhús í takinu I einu og þoka því stöðugt áleiðis, kom þannig Kjarvalsstöðum i gagnið, og sést með sama lagi fyrir endann á nýja Borgarleik- húsinu í Kringlunni, svo að röðin er að koma að næstu yfirlýstu menningarbyggingunni, aðal- byggingu Borgarbókasafns, sem áratugi hefur beðið síns tíma. En hvað gerir það til ef vel er vandað og miðar markvisst í átt- ina. Farsælast að ljúka einni stórbyggingunni i einu átaki og svo næstu. Hafa það eins og flugfreyjan á hæfinisprófi, sem spurð var hvorri hún mundi hjálpa ef að flugvélinni kæmu I einu kona með ungbarn í fanginu og gömul kona og hún svaraði: „Hjálpa fyrst annarri og svo hinni og vera fljót að því!“ Raunar ekki seinna vænna en að „bókaþjóðin“ komi skrifuðu orði einhvers staðar fyrir i menningarröðinni eða hvað? Ríkinu gengur fyrir sitt leyti hægt að þoka Þjóðarbókhlöðunni miklu á Melunum áfram og i gagnið. Binst eflaust obbinn af uppbyggingarfé tii menningar- bygginga á næstunni í að ljúka henni. Þegar á dagskrá æði stór- ir bitar fyrir okkur fáa skatt- greiðendur á litlu landi. Á frjálsa markaðinum hugsa áhugamenn til músíkhallar. Að vísu má kannski i ljósi allra nýju hljómleikasalanna i kirkjunum og óperunnar í Gamla biói segja að ekki brenni allra mest á að fá með hraði 1500 manna nýjan hljómleikasal. En þegar áhuginn er nægur treysta menn sér sýni- lega til að leggja sitt af mörkum í verkefni að eigin vali, að auki við það sem greitt er með skött- um í hin opinberu menningarhús sem komin eru af stað. Það er hið frjálsa framtal. Maður flýgur af þvi að maður heldur að maður geti flogið, sagði Jónatan mávur. Það gildir um margt i okkar litla landi. FRAM TÖLVUSKÓLI Tölvunámskeið Grunnnámskeiö um tölvur og tölvuvinnslu Markmiö námskeiösins er aö veita haldgóöa grunnþekkingu um tölvur og tölvuvinnslu, uppbyggingu tölva, helstu geröir og notkunarmöguleikar þeirra. Farið er m.a. í eftirfarandi atriði: ★ Saga, þróun og uppbygging tölva. * Grundvallarhugtök tölvunarfræöinnar. ★ Notkunarmöguleikar og notkunarsvíð tölva. * Kynning á notendaforritum til ritvinnslu og skrárvinnslu. ★ Forritunarmál, forritun og uppbygging forrita. * Framtíðarhorfur í tölvumálum. Engra inntökuskilyröa er krafist á námskeiö þessi og sækir þau fólk á öllum aldri, úr öllum starfsstéttum, meö mismunandi menntun aö baki og alls staöar aö af landinu. Enda er þaö markmiö Tölvuskólans FRAMSÝN aö aöstoöa alla þá er áhuga hafa á aö auka eigin þekkingu og undirbúa framtíö sína á öld tæknivæðingar og tölvuvinnslu. Ný námskeið að hefjast. Innritun og nánari upplýsingar fást í síma 91-39566, frá kl. 10:00 til 12:00 og 13:00 til 18:00. Hinir fjölmörgu nemendur okkar eru okkar bestu meömælendur. Tölvunám er fjárfesting í framtíö þinni. Tölvuskólinn FRAMSYN, Síðumúli 27,108 Rvík., S: 91-39566. p lm®m. U [sbtð 8 £ Gódan daginn! Útsala Allt að 85% afsláttur. Plaköt á 14—20 kr. Út- sala á smellurömmum, álrömmum, myndum, kortum og fleiru. Atvinnurekendur, húsráöendur, frá- bært úrval mynda á vinnustaði, stigaganga og til hvers konar hús- prýöi. Notið þetta einstaka tækifæri. Opnunartími: Mánudaga til fimmtudaga kl. 9-18. Föstudaga kl. 9—19. Laugardaga kl. 10—17. Sunnudaga kl. 13—17. Myndin Dalshrauni 13, Hafnarfirðl. Sími 54171.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.