Morgunblaðið - 26.01.1985, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 26.01.1985, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 1985 5 Landsvirkjun: 166% raunhækkun raf- mags á sl. 5 árum EF TEKIÐ er mið af vísitölu bygg- ingarkostnaðar, þá hefur raunhækk- un orku frá Landsvirkjun orðið um 166% frá ársbyrjun 1980. Á sama tíma hefur húshitunartaxti RARIK Ágúst Jónsson Ágúst Jónsson ráðinn skrifstofu- stjóri borgar- verkfræðings ÁGÚST Jónsson, lögfræðingur, hefur verið ráðinn skrifstofustjóri borgar- verkfræðings frá og með 1. febrúar næstkomandi. Ágúst Jónsson er fæddur 24. maí 1948 í Reykjavík. Hann lauk prófi frá lagadeild Háskóla Islands árið 1977 og réðst þá til starfa við emb- ætti Sakadóms Reykjavíkur, sem fulltrúi og aðalfulltrúi frá því í mars á síðasta ári. Ágúst er kvænt- ur Eddu Erlendsdóttur og eiga þau fjögur börn. hækkað um 62% en ef niðurgreiðsl- ur, sem hófust í október 1982 eru teknar með í dæmið, er taxtinn nú 3%lægri en í ársbyrjun 1980. Á þess- um tíma hefur raforkuverð Lands- virkjunar til almenningsveitna því sem næst átjánfaldast í krónum tal- ið. Þessar upplýsingar koma fram í fyrsta tölublaði fréttabréfs Raf- magnsveitna ríkisins. í fréttabréf- inu segir einnig um þetta: „Þrátt fyrir að niðurgreidda verðið sé sambærilegt við það sem var í ársbyrjun 1980, þá virðist enn langt í land með það, að óniður- greidd raforka komist niður í það verð. Niðurgreiðslur eru óheppi- legar, en þó ef til vill eina leiðin í þessu tilviki. Niðurgreiðslurnar hafa valdið töluverðu misræmi milli taxta og oft orðið til þess að skapa óánægju meðal notenda. Það virðist eina vonin um úrbæt- ur, að orkuverð Landsvirkjunar til almenningsveitna verði lækkað.“ sýnir orkuverð Landsvirkjunar en þær neðri húshitunartaxta RARIK með og án niðurgreiðslna. Herbert Haraldsson Nýr maður við yfirstjórn Háskóla íslands HERBERT Haraldsson hefur verið ráðinn í nýja stöðu við yfirstjórn Há- skóla íslands, frá 1. desember sl., við starfsmanna- og launamálastjórn. Herbert útskrifaðist frá við- skiptafræðideild Háskóla Íslands í febrúar 1968 og réðist þá til hag- deildar Landsbanka Islands. Á miðju ári 1970 og fram til marz 1974 vann hann hjá Sameinuðu þjóðun- um í New York. Frá apríl 1974 til apríl 1976 var hann hjá hagdeild Landsbanka Islands og í maí 1976 fram til desemberloka 1978 var hann framkvæmdastjóri á Raunvís- indastofnun Háskóía íslands. í ársbyrjun 1979 réðist hann til aðal- stöðva Sameinuðu þjóðanna, en í október 1979 til nóvember 1984 vann hann hjá Þróunarstofnun Samein- uðu þjóðanna. Kona Herberts er Hallfríður Jak- obsdóttir og eiga þau einn son. VILTU SPARA 100 tíl 200 þúsund krónur? Vegna hagstæðra innkaupa okkar, þá er MAZDA 626 GLX miklu ódýrari en sambærilegir bílar í sama gæðaflokki. Eftirfarandi búnaður fylgir MAZDA 626 GLX: Framdrif • 2000cc vél 102 hö DIN • Sjálfskipting • Vökvastýri • Veltistýri • Aflhemlar • Rafknúnar rúður á öllum hurðum • Rafknúnar hurðarlæsingar • Snúningshraðamælir • Ferðamælir • Aðvörunartölva • Viðvörun vegna hurða, Ijósa og ræsislykils • Tölvuklukka • Stillanleg mælaborðslýsing • Bólstrað stýrishjól • Lýsing í vindlakveikjara og öskubakka • Lýsing í hurðarskrá og ræsi • Læst hanskahólf með Ijósi • Inniljós með leslömpum • Hanskahólf við ökumannssæti • Spegill í sólskyggni hægra megin • Handgrip ofan við hurðir • Barnaöryggislæsingar á afturhurðum • Ökumannssæti stillanlegt á 10 vegu • Niðurfellanlegt aftursætisbak 40/60% • Niðurfellanlegur armpúði í aftursæti • Öflug 4 hraða miðstöð • Hitablástur aftur í • Vandað slitsterkt plussáklæði á sætum • Geymslu- vasar á framsætisbökum • Baksýnisspegill með næturstillingu • Útispeglar stillanlegir innan frá beggja vegna • Lokuð geymsluhólf í framhurðum • Öryggisgler í framrúðu • Lit- að gler í rúðum • Rafmagnshituð afturrúða • Ljós í farangursgeymslu • Pakkabönd í far- angursgeymslu • Halogen aðalljós • Rúðuþurrkur með 5 sek. rofa • Rúðusprauta og þurrka á afturrúðu (Hatchback) • Sportrendur á hliðum • Farangursgeymsla opnuð innan frá • Bensínlok opnað innan frá • Þokuljós að aftan • Hjólbarðar 185/70 HR 14 • Heilir hjólkoppar • Aurhlífar við fram- og afturhjól • WAXOYL ryðvörn og 6 ára ryðvarnarábyrgð. Opið laugardaga frá kl. 10—4 MEST FYRIR PENINGANA f BILABORG HF Smiöshöfða 23 sími 812 99

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.