Morgunblaðið - 26.01.1985, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 26.01.1985, Blaðsíða 48
EURQCABD V-----------J Tli DAGLEGRA NOTA Fyrr € óing en þig grunar! Tímapantanir í síma 11630 LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 1985 VERÐ í LAUSASÖLU 25 KR. MacDonalds til íslands? - SAMNINGAVIÐRÆÐUR standa yfir milli handaríska hamborgarafyrirtaekis- ins MacDonalds annars vegar og aðila, sem standa að fyrirhugaðri verslunarm- iðstöð Hagkaups í nýja miðbænum við Kringlumýri hins vegar um að setja þar á stofn fyrsta MacDonalds-hamborgarastaðinn á fslandi. Ragnar Atli Guðmundsson, sem annast yfirumsjón með fram- kvæmdum við nýju verslunarmið- stöðina, sagði í samtali við Morg- unblaðið, að málið væri enn á við- ræðustigi, en þó komið á þann rekspöl að búið væri að ganga frá teikningum að húsnæðinu að inn- an. Ýmis atriði væru þó enn ófrá- gengin en Ragnar Atli kvað ekki ástæðu til að ætla annað en að af samningum gæti orðið. MacDon- alds-fyrirtækið er eitt stærsta sinnar tegundar i heiminum og rekur hamborgarastaði víða um heim, en staðirnir eru allir hannað- ir samkvæmt ákveðinni formúlu, þar sem lögð er áhersla á skjóta og góða þjónustu, auk þess sem fyrir- tækið gerir mjög strangar kröfur til hráefnis. Fyrirhugað er að hin nýja verslunarmiðstöð Hagkaups verði komin í gagnið um mitt ár 1987. ^ Lánveitingar Fiskveiðasjóðs: Ekki lánað til við- haldsframkvæmda „ÞÓ MENN fái lán hjá Fiskveiða- sjóói til breytinga, fylgir því ekki lán til viðhalds. Við lánum til dæmis ekki úl á klössun miðað við gildandi lög. Ég get ekki séð annað, fari þeir út í verulegar breytingar á skipunum, að það verði ekki um leið kannað, athug að og metið frá, allt sem beitir við- hald.“ sagði Már Elísson, fram kvæmdastjóri Fiskveiðasjóðs, er Morgunblaðið innti hann eftir því, hvernig lánveitingum úr sjóðnum vegna breytinga á skipum væri háttað. Eins og áður hefur komið fram í Morgunblaðinu hafa eigendur jap- anskra skuttogara hér á landi kom- izt að þeirri niðurstöðu, að þeim sé sú leið ein fær, að breyta skipum sínum talsvert, eigi þeir að geta haldið útgerð þeirra áfram. Þeir eigi ekki fé fyrir klössun, sem fyrir dyrum stendur og kostar rúmar 20 milljónir króna, en hins vegar fái þeir lán úr opinberum sjóðum vegna breytinga á skipunum. „Okkur hafa borizt lánsumsóknir frá nokkrum útgerðum vegna þess- ara fyrirhuguðu breytinga á jap- önsku togurunum, þar sem gert er ráð fyrir vélarskiptum, orkuspar- and' skrúfubúnaði og í sumum til- fellum lengingu. Engar umsóknir verða hins vegar afgreiddar fyrr en lánsfjáráætlun liggur fyrir og við vitum hvað við hreppum. Við erum með skýrslu frá Félagi eigenda jap- anskra skuttogara, þar sem Loðnuveiði rökstudd er hagkvæmni þess að breyta skipunum. Sumt orkar þar kannski tvimælis, annað ekki,“ sagði Már Elísson. Morgunblaðið/Bjarni. Umferðardagur í Hjallaskóla Þessir krakkar voru að undirbúa leikrit um umferðina, sem þau ætla að leika fyrir skólasystkin sín í Hjallaskóla í Kópavogi, þegar Morgunblaðsfólk leit inn í skólann á sérstökum umferðardegi, sem haldinn var b»r í gær. sjá nánar á bls. 26. Útgerðarmenn og sjómenn vilja fá frjálsa olíuverzlun UMRÆÐUR eru nú um það meðal samtaka sjómanna og útgerðarmanna, að beita þrýstingi til þess, að olíuinnflutning- ur á kostnaðarverði til fískiskipa verði gefínn frjáls. Fulltrúar sjómanna hafa ennfremur hreyft þessu máli við forsætisráð- herra, Steingrím Hermannsson, og reiknað er með samvinnu fískvinnslunnar í þessu máli. Guðjón A. Kristjánsson, forseti Farmanna- og fiskimannasam- bandsins, sagði i samtali við Morgunblaðið, að mjög mikilvægt væri að fá fram lagabreytingu, sem heimilaði frjálsan innflutning olíu til fiskiskipa. Aðilar í sjávar- útvegi sættu sig ekki lengur við það, að arðurinn af atvinnugrein- inni færi alltaf til olíufélaganna. Menn væri tilbúnir til þess að nýta eitthvað af sjóðakerfum sjáv- arútvegsins til að fjármagna þennan innflutning ef á þyrfti að halda. Miðað við olíuverð hér á landi í dag, gæti olían fengizt 30 til 40% odýrari með frjálsum innflutn- ingi. Það væri búið að kanna það, að hægt væri að leigja skip, borga leigu og mannakaup og fá þannig að minnsta kosti 30% ódýrari olíu en hér væri fáanleg, að vísu með að selja hana úr skipi til skips. Munurinn yrði síðan enn meiri, ef hækkunarbeiðni olíufélaganna yrði að veruleika. Sjómenn stæðu algjörlega með útgerðarmönnum í því, að svona olíuokur gengi ekki. Bfldudalur: glæðist LOÐNUVEIDIN er nú aðeins farin aí giæðasi og síðdegis í gær höfðu U skip tilkynnl um afla, samtals 8.280 lestir. Um 20 skip hafa nú lok- ið kvóta sínum, en aflinn frá áramót- um er orðinn um 80.000 lestir. Drengur fyrir bíl SEX ára gamall drengur varð fyrir bif- reið á ísarirði síðdegis í gær. Drengur- inn var í gærkvöldi ekki talinn í h'fs- hættu en var þó fluttur í sjúkraflugi til Keykjavíkur til nánari skoðunar á sjúkrahúsi þar vegna höfuðmeisla sem hann hlaut. Ðrengurinn var að leik á snjó- þotu við Holtsbraut þegar slysið átti sér stað um klukkan 18 í gær. Renndi hann sér niður snjóhaug og út á götuna í veg fyrir bifreið sem þar fór um. Samkomulag um hörpudiskinn í GÆRKVÖLDI tókst samkomulag í deilu sjómanna á Bfldudal og Rækjuvers hf. um mat á hörpudiski í vetur. Sjómennirnar hættu rækjuveiðum í mótmæla- skyni og hafa ekki róið undanfarna daga en nú er ákveðið að þeir fari á sjóinn á mánudag. Fyrir milligöngu Stefáns Skarp- héðinssonar, sýslumanns Barða- strandarsýslu, náðist síðan sam- komulag sem skrifað var undir í gærkvöldi. Rækjuver mun greiða sjómönnunum 7,8% af aflaverð- mæti til viðbótar fyrri greiðslum. Fyrirtækið mun halda eftir tæpum 6% en með uppgjör þess fer eftir niðurstöðum athugunum á nýjum sjóprufum sem teknar verða við upphaf næstu hörpudiskvertíðar. Margunblaðið/ Július Sterkasti pabbi heims Jón Páll Sigmarsson ásamt eiginkonu sinni, Ragnheiði Jónínu Sverris- dóttur, og syni þeirra, Sigmari Frey, sem á sterkasta pabba í heimi. Eftir heimkomuna í gærkvöldi. — Sji myndir af einu lyflingaafreka Jóns Páls á bls. 2. Frestun Landsvirkjunar á framkvæmdum: Fækkar störfum í sumar um 250 VEGNA frestunar Landsvirkjunar á framkvæmdum við 5. áfanga Kvíslaveitu og Þórisvatnsstíflu, sem fyrirhugaðar voru á þessu ári, fækkar þeim mönnum um 250 sem fá vinnu við virkjunarframkvæmd- irnar í sumar. Verða um 100 manns við vinnu í sagði í samtali við Mbl. að þessi sumar við 4. áfanga Kvíslaveitu en frestun framkvæmda bitnaði aðal- hefðu orðið 350 ef vinnu við 5. lega á verktökum, en niðurskurður áfanga hefði ekki verið frestað. rannsókna dregur úr aðkeyptri Halldór Jónatansson, fram- vinnu hjá Orkustofnun og verk- kvæmdastjóri Landsvirkjunar, fræðilegum ráðgjöfum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.