Morgunblaðið - 26.01.1985, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 26.01.1985, Blaðsíða 35
35 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 1985 Minning: Sveinborg Sveins- dóttir frá Melhóli Fædd 26. september 1891 Dáin 20. janúar 1985 Fyrir 80 árum, haustið 1905, stóðu þrjár ungar stúlkur fyrir altarinu í Sandhoitskirkju í Með- allandi til að staðfesta skírnar- sáttmála sinn. Þær voru Sigurlín Sigurðardóttir frá Rofabæ síðar húsfreyja á Hnausum um Iangan aidur, en dvelur nú á Grund, og systkinadæturnar Guðrún Eyj- ólfsdóttir í Botnum og húsfreyja þar í áratugi, nú dáin fyrir nokkr- um árum, og Sveinborg Sveins- dóttir frá Melhól sem hér mun nú lítillega minnst. Þau hafa verið máttug blessun- arorðin sem yfir þeim voru sögð þennan dag því allar náðu þær há- um aldri og skiluðu giftudrjúgu ævistarfi. Sveinborg var fædd 26. sept- ember 1891 að Melhól í Meðal- landi, fyrsta barn hjónanna Guð- rúnar Eyjólfsdóttur frá Gríms- stöðum og Sveins Þorsteinssonar frá Sandseli. Hin börn þeirra voru Sumarliði nú búsettur í Hvera- gerði, Eyjólfína lengi húsfreyja í Moldnúpi undir Eyjafjöllum og Pálína sem dó barn, fjögurra ára, en áður hafði Guðrún eignast dóttur, Margréti Stefánsdóttur sem var húsfreyja á Bakkakoti um langan aldur. Árið 1910 flytur fjölskyidan að Feðgum í sömu sveit og dvelst Borga þar með foreldrum sínum á meðan þau lifðu og Sumarliða bróður sinum og hans fjölskyldu að undanskildum þrem vetrum sem hún dvaidi í Reykjavík og Keflavík sem vinnukona. Árið 1945 flyst fjölskyldan til Hvera- gerðis og þar hafa þau átt heima síðan, en Borga vann á ýmsum stöðum bæði innan þorpsins og utan. Ef ég ætti að velja minni góðu frænku einkunnarorð væri það trúmennska. Hún sýndi foreldrum sínum mikla tryggð, vann þeim og hlúði að þeim í ellinni en móðir hennar átti við langvarandi van- heilsu að stríða og ienti það mjög á Borgu að annast hana. Hún giftist ekki og eignaðist ekki börn en því meiri umhyggju bar hún fyrir systkinabörnum sín- um og fengum við bræður sem uppaldir erum á heimilinu með henni þar að njóta, sem nú skal þakkað. Það var henni metnaðarmál að vera ávallt sjálfri sér nóg enda var hún ætíð veitandi en aldrei þiggj- andi. Fyrir mörgum áratugum sýndi hún mér bankabók, ég spurði af hverju hún væri að leggja í bók? „Jú, þegar ég dey þá ætla ég að eiga fyrir útförinni minni, aðrir skulu ekki þurfa að borga það.“ Við þetta stóð hún með sóma, þrátt fyrir en ekki vegna þess að hún treysti bankanum fyrir að varðveita þetta fé, allir þekkja þá sogarsögu. Hún var frábært snyrtimenni, hafði næmt auga fyrir fallegum fötum og gerði sér far um að ganga vel til fara enda lagin við fatasaum og alla umhirðu fata. Þar var henni mikið áfall er sjónin fór mjög að þverra fyrir nokkrum árum en sínu frábæra minni hélt hún óskertu fram yfir nírætt og var þá sama hvort það var dagur- inn í gær eða hálf öld sem um var að ræða. Það væri freistandi að fjalla nokkuð um lífsmáta bændafólks á fyrripart þessarar aldar sem er Eitt sinn skal hver deyja. I dag er ég kveð góðvin minn og frænda Berg Guðjónsson leitar hugurinn til liðinna ára og ótal minningar rifjast upp um okkar samveru- stundir er ég sem drengur dvaldist hjá honum í sjö sumur á Smiðju- hóli. Bergur var sérlega dagfarsprúð- ur maður, sem öllum þótti vænt um og í návist hans leið öllum vel. Var sérlega gott að leita til hans svo ólíkt nútímanum að vonlítið er að Iýsa því fyrir þeim sem ekki muna þá tíma. Aðalsamkomustað- ur sveitarinnar var kirkjan, trúin var mikið alvörumál, samt var kirkjan öðrum þræði einskonar leikhús þar sem hinir kynlegu kvistir sveitarinnar léku aðalhlut- verkið og hef ég heyrt ófáar lýs- ingar þar um frá henni og öðrum. Þegar litið er til baka yfir hálfa öld sem ég man að nokkru er auð- vitað margs að minnast. Ég minn- ist Borgu á engjum í Skarðsmýri í ingu, buxurnar brettar upp fyrir hné, því ekki þótti tiltökumál að standa blautur í fætur við öflun heyja svo vikum skipti og ekki spurt að launum að kveldi. Éða við kambana og rokkinn á kvöldin, nú eða prjónana og saumavélina allt- af verið að vinna. Ef til vill væri það góður skóli kröfugerðarfólki nútímans að prófa 50—100 ára gömul lífskjör, kannski væri það eitt nokkur kjarabót. Einnig minnist ég hennar á og hann ávallt boðinn og búinn að hjálpa og ráðleggja öðrum. Svo eru ógleymanlegar stundirnar þegar hann sagði frá ýmsu sem á daga hans hafði drifið. Bergur hafði góða kímnigáfu og kom hann mér oft á óvart í þeim efnum. Ég á vini mínum Bergi meira að þakka en þessi fátæklegu orð lýsa. En nú er 92ja ára ævigöngu hans lokið og mun ég minnast hans með þakk- læti og virðingu. Bergur Guðjóns- son - Kveðjuorð gleðistundum því hún naut þess að gleðjast með öðrum, taka þátt í gleði sinna nánustu. Sem betur fer lifði hún góð elli- ár í sambýli með bróður sínum og mágkonu sem enn eru sjálfra sín og öðrum óháð þrátt fyrir háan aldur, uns heilsan fór að bila fyrir um tveimur árum er hún þurfti að fara á spítala. Síðan dvaldist hún að Ási í Hveragerði og nú síðast á Grund í Reykjavík, þar sem hún andaðist þann 20. janúar síðastlið- inn. Að lokum vil ég þakka henni allt sem hún gerði fyrir mig og mína fjölskyldu. Einnig vil ég þakka öll- um sem heimsóttu hana og styttu henni síðustu stundirnar svo og hjúkrunarfólkinu á Grund sem annaðist hana. Sérstakar þakkir færi ég syst- urdætrum hennar frá Moldnúpi fyrir einstaka umhyggju í hennar garð. Blessuð sé minning Sveinborgar Sveinsdóttur. Guðgeir Sumarliðason „Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Sigurður H. Hagnýt hagfræði 40 st. Birgir Bjöm Sigurjónsson Mánud. og fimmtud. kl. 20-21:30 Bókhald fyrir byrjendur 40 st. Örn Guðmundsson Laugardaga kl. 10-13 Fjárreidur og skattaskil heimila 40 st. Mánud. og fimmtud. 17:30-19 Stofnun og rekstur smærri fyrirtækja 20 st. Þórður Vigfússon Mánud. 20-21:30 Ættfræði 40 st. Þorsteinn Jónsson Þriðjud. og fimmtud. 17:30-19 Þjóðháttafræði 40 st. Guðný Gerður Gunnarsdóttir Mjöll Snæsdóttir Mánud. og föstud. 17:30-19 Listasaga og listfræði 40 st. Guðbjörg Kristjánsdóttir Miðvikud. og föstud. kl. 20-21:30 Mannréttindi og siðfræði 40 st. Karl Sigurbjörnsson Mánud. og fimmtud. kl. 17:30-19 Hagnýt sálarfræði 40 st. Gunnar Gunnarsson Þriðjud. og föstud. kl. 17:30-19 Trúfræði20 st. BirgirÁsgeirsson Miðvikud.kl. 20-21:30 Hagnýt lögfræði 40 st. Skúli Thoroddsen Þriðjud. og fimmtud. kl. 17:30-19 Garðrækt 40 st. Hafsteinn Hafliðason Miðvikud. og löstud. kl. 20-21:30 Hönnun og bygging eigin húsnæðis 40 st. Björn Helgason Mánud. og fimmtud. kl. 17:30-19 Skrautritun 20 st. Þorvaldur Jónasson Miðvikud. kl. 17:30-19 Frjáls útsaumur 40 st. Kristín Jónsdóttir Þriðjud. ogföstud. kl. 17:30-19 Kórmennt, nótnalestur og fleira 40 st Smári Ólason Mánud. og fimmtud. kl. 20-21:30 Videótaka og myndbandagerð 40 st. Karl Jeppesen Laugard. kl. 10-13 Fjölmiðlun og blaðamennska 40 st. Guðrún Birgisdóttir Jón Ásgeir Sigurðsson Mánud. og Miðvikud. kl. 20-21:30 Ræðumennska, framsögn og fundarsköp 40 st. Gunnar Rafn Sigurbjörnsson Mánud. og föstud kl. 20-21:30 Ritsmíðar og skapandi skrif 40 st. Sveinbjöm I. Baldvinsson Þriðjud. og föstud. kl. 20-21:30 Myndlist fyrir byrjendur 40 st. Ingiberg Magnússon Þriðjud. og fimmtud. kl. 20-21:30 Modelteiknun 40 st. Ingiberg Magnússon Miðvikud. og föstud. kl. 21 -21:30 Málun 40 st. Ingiberg Magnússon Laugard. kl. 13-16 Leiklist fyrir áhugafólk 40 st. Þórhildur Þorleifsdóttir Arnar Jónsson Miðvikud. og föstud. kl. 17:30-19 Framsögn og upplestur 40 st. Þórhildur Þorleifsdóttir Arnar Jónsson Mánud. og fimmtud. kl. 17:30-19 Leikrit og leikhús 40 st. Þórhildur Þorleifsdóttir Arnar Jónsson Þriðjud. og fimmtud. kl. 20-21:30 Farsæll ferðaundirbúningur. - Land, þjóð og tunga, Danmörk 20 st. Anna S. Ámadóttir Miðvikud. kl. 17:30-19 Þýskaland 20 st. Unnur Úlfarsdóttir Þriðjud. kl. 17:30-19 Spánn 20 st. Fimmtud. kl. 20-21:30 Ítalía Ólafur Gíslason Þriðjud kl. 20-21:30 Holland Miðvikud.kl. 17:30-19 Vorönn: 4. febrúar til 20 apríl Staður: Laufásvegur 7 (Prúðvangur) Innritun: frá 23. til 29. janúar í síma 621488 og að Pósthússtræti 9 (Galleri Borg v./Austurvöll) frá kl. 12:30-19:30. Þátttökugjald: Greiðist við innritun Þátttaka: Minnst 10 þátttakendur þarf til að námskeið haldið en hópar verða ekki stærri en 15 í hverjum. Próf: Þátttakendum verður gefinn kostur á að taka próf í lok anna ef þeir æskja þess. Félagslíf: Að sjálfsögðu. Geymið auglýsinguna TÓMSTUNDA SKOUNN Sími 621488

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.