Morgunblaðið - 26.01.1985, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 26.01.1985, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 1985 9 STEINOLÍUOFNAR FYRIRLIGGJANDI AFAR HAGSTÆTT VERÐ Skeljungsbúðin < SíÖumúla33 simar 81722 og 38125 Sviöasulta kr. kg kr. kg- kr. kg. 165,00 Lambasulta 225,00 Pressuö ný sviö og 'h form 278,00 Pressuö sviö sneiö 328,00 Lundabakkl 197,00 Svinasulta 175,00 Hrútspungar 265,00 Súrt hvalrengi 156,00:; Súrsaöur hvalsporöur, sulta 125,00 Lifrarpylsa 115,00 Blóömör 97,00 kr. kg. kr. kg. kr. kg. kr. kg- kr. kg kr. kg. kr. kg Bringukollar 245,00 Síld marineruð flakiö 16,50‘ Hangikjöt soöiö, sneiðar 498,00: Haröfiskur (ýsa sérvalin) 784,00 Smjör 0,15 grömm 4,60 Hákarl (skyr) 350,00 Hákarl (gler) 300,00 kr. kg. kr. kg. kr. kg ítalskt salat 130,00 kr. kg. Rúgbrauö sneidd 15,20« Reykt sild 19,40« Þorrabakkinn 200 kr. Ca.700 grömm og súrmatsfat kr. 100,00. OPIÐ TIL KL. 20 FÖSTUDAGA. OPIÐ TIL KL. 4 LAUGARDAGA. VfSA KJÖTMIÐSTÖÐIN Laugalæk 2. s. 686511 Framsókn og varnarmálin Framsóknarmenn efna til ráöstefnu um utan- ríkismál í dag og bjóöa til hennar mörgum raeðumönnum. Ummæli Haraldar Ólafssonar og Steingríms Hermannssonar í Morgunblaö- inu síöustu daga benda til þess, aö framsókn- armenn eigi sitthvað órætt innbyröis um varn- armál og er á það drepiö í Staksteinum í dag. Helguvík og framsókn Þegar litið er yfir fram- kvæmdasögu varnarliðsins á fslandi eru þar margvís- leg jiáttaskil og kafiaskipti. Því verður ekki á móti mælt með haldbærum rök- um, að mannvirkjagerð í þágu liðsins var um langt árabil næsta Iftil. Fyrir fimm til sex árum varð breyting í þessu efni. Fram kom áhugi á því að endur- nýja bæði tæki og mann- virki. Stærstu framkvæmd- irnar voru í þágu ioftvarn- anna, smíði nýrra fiugskýla fyrir orrustuþotur og gerð nýrrar olíustöðvar. Frum- kvæði að því að hrófia við ob'utönkunum á Kefiavík- urfiugvelli kom frá forvíg- ismönnum nágrannasveit- arfélaga sem óttuðust mengun og töldu gömlu tankana standa í vegi fyrir eðblegri skipulagsfram- vindu. Þegar þriggja (lokka stjórn Ólafs Jóhannesson- ar, Framsóknarfiokki, var mynduð í ágústlok 1978 og Benedikt Gröndal, Alþýðu- fiokki, varð utanríkisráð- herra, settu alþýðubanda- lagsmenn það sem skilyrði, að hver stjórnarflokkanna hefði neitunarvald um meiriháttar framkvæmdir í þágu varna landsins. Þegar stjórn Gunnars Thorodd- sen var mynduð í febrúar 1980 og Ólafur Jóhannes- son varð utanríkisráðherra, settu alþyðubandalags- menn það sem skilyrði af sinni hálfu, að ekki yrði ráðist f smíði nýrrar flug- stöðvar á Keflavíkurflug- velli nema með samþykki allra aðila að stjórnar- samstarfinu. Þetta ákvæði skyldi Ólafur Jóhannesson réttilega á þann veg, að það væri á sínu valdi sem utanríkisráðherra að taka ákvarðanir um fram- kvæmdir í þágu varnarliðs- ins. Skrifa mætti langa rit- gerð um reiptogið um nýju flugskýlin og Helguvíkur- stöðina í ríkisstjórn Gunn- ars Thoroddsen. Alþýðu- bandalagsmenn léku tveimur skjöldum. Út á við sögðust þeir vera á móti því, þegar Olafur Jóhann- esson samþykkti að ráðist skyldi í þessar fram- kvæmdir, en inn á við breytti það engu um stjórn- arsamstarfið. I reynd sam- þykktu ráðherrar Alþýðu- bandalagsins og þingflokk- ur stefnu Ólafs Jóhannes- sonar og Framsóknar- flokksins í þessu efni. Sfð- ar kom fram, meðal annars í forystugrein Morgun- blaðsins, að aldrei hefði eins mikið framkvæmdafé streymt til varnarliðsins á einu ári, frá því á fyrstu árum þess hér, og í tíð rík- isstjórnar Gunnars Thor- oddsen. Deilur Haralds og Steingríms Hin sögulega upprifjun hér að framan er nauðsyn- leg til aö menn átti sig á því, hve merkilegar deil- urnar á síðum Morgun- blaðsins milli Haralds Olafssonar, sem tók við þingsæti Ólafs Jóhannes- sonar í Reykjavík, og Steingríms Hermannsson- ar, forsætisráðherra og formanns Framsóknar- flokksins, um framkvæmd- irnar í Helguvik og annað eni. Hér skal ekki tekin af- staða til einstakra fram- kvæmda. Enda eru þeir Haraldur og Steingrfmur sammála um að hver þeirra um sig eigi rétt á sér og eru nauðsynlegar til að verja land og þjóð. En Har- aldur segir þegar hann lít- ur yfir málið í heild: „Nú hefur komið í Ijós, að það eru uppi áætlanir að því er mér virðist að stórauknu mikilvægi íslands í hernað- arkerfinu, en ég vil taka fram að ég er hér ekki að tala fyrir hönd flokkstns.“ Eftir Steingrími Her- mannssyni er haft, af þessu tilefni, í Morgun- blaðinu í gær: „Hann svar- aði því til, að Haraldur væri frjáls að sínum skoð- unum og að þvi miður yrði því ekki á móti mælt, að Island yrði stöðugt mikil- vægara f hernaðarkerfi heimsins en það væri ekki fvrir okkar tilstuðlan held- ur fyrir hhiti sem við réð- um ekki við, sérstaklega stóraukin umsvif stórveld- anna á Norður-Atlants- hafi.“ Þetta er í raun kjarninn f deilu Haralds og Stein- gríms: Er veríð að stórauka mikilvægi íslands í hernað- arkerfinu? Eða verður ís- land stöðugt mikilvægara í hernaðarkerfi heimsins sem kallar á öflugri varnir? Hér er tekist á um grund- vallarspurningar sem æski- legt væri að framsóknar- menn svöruðu skýrt og af- dráttarlausL Sjónarmið Haralds Ólafssonar eru svipuð þeim sjónarmiðum herstöðvar- andstæðinga, aö það séu varnarmannvirkin, sem séu hættuleg, en ekki víg- búnaður andstæðinganna. Annað viðhorf kemur fram í svari Steingríms Hermannssonar, sem sé að hernaðarleg umsvif í kring um landið skapi þörfina fyrir varnir. Þessi sjónar- mið forsætisráðherra eru hin sömu og stuðnings- menn aðildar að Atlants- hafsbandalaginu og varnarsamstarfsins við Bandaríkin leggja að jafn- aöi til grundvallar í umræð- um um öryggishagsmuni þjóðarinnar. J_-/esiö af meginþorra þjóðarinnar daglega! Auglýsinga- síminn er224 80 Með pálmann i fjnum r Viö í ^^Grænu hendinni bjóöum nú glæsilegt úrval af fallegum pálmum. Okkar pálmar eru í öruggum vexti og eru fáanlegir á öllum vaxtarskeiöum. Veröið ætti þó ekki aö vera þór ofvaxiö, því nú um helgina bjóöum við pálmana á sérlega hagstæðu verði í dag og á morgun, sunnudag. LÍTIO INN OG LEITIÐ RAÐA HJA SÉR- FRÆÐINGUM OKKAR. Gróðrarstöö við Hagkaup, sími 82895.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.