Morgunblaðið - 26.01.1985, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 26.01.1985, Blaðsíða 31
MORGUNBLADIÐ, LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 1985 31 Sigurlaug Gunnars- dóttir — Minning Þegar við vorum að alast upp í Vík á 7. áratugnum og byrjun þess áttunda var hún nafli alheimsins i okkar augum. Skólinn, hinir krakkarnir, ferðir niður í fjöru og út i Bolabás, allt hafði á sér ævin- týralegan blæ og í „skóginum" við sýslumannsbústaðinn endurlifð- um við sögurnar sem Sigurlaug hafði lesið fyrir okkur í skólanum daginn áður. Nonni og Manni, Grímur grallari, Keli, Laxdæla og síðast en ekki síst Hjalti litli, en sú bók er okkur öllum ógleyman- leg, ekki síst vegna þess hve Sigur- laug las sérstaklega vel. Með lestri sínum náði hún þvílíkum tökum á okkur að hinir óstýrilátustu piltar héldu sig á mottunni í lestímun- um. Eftir á að hyggja teljum við að þarna hafi mörg okkar kynnst góðum bókum i fyrsta skipti á ævinni. Sigurlaug kenndi okkur frá fjór- um upp í níu vetur hin ýmsu fög, en það var ekki síst fyrir utan kennsluna sem hún hafði áhrif á okkur. Minnisstæðar eru okkur ferðir i litla húsið vesturfrá til að skoða hannyrðir hjá henni, en hún saumaði mikið út. Einnig hafði hún sérlega fallega rithönd sem hún reyndi að temja okkur. Þegar við vorum á aidrinum 7—11 ára fengum við gönguæði og þá var svo upplagt að ganga yfir Reyn- isfjall og koma við að Fossi hjá Sigurlaugu, hún tók alltaf vel á móti okkur, gekk jafnvel með okkur einhvern spöl eða keyrði okkur heim þegar við vorum úr- vinda af þreytu eftir að hafa hreppt vond veður. Eftir því sem árin liðu og skóla- göngunni í Vík löngu lokið var það einmitt í gegnum útivist sem við kynntumst enn betur, við töluðum um yndislegar gönguferðir um Mýrdalinn, hún fór í þær. Ekki vitum við hvort henni fannst þröngt um sig í Víkinni, en við vorum allar sammála um að eftirfarandi erindi úr ljóði Einars Benediktssonar, Fákar, ætti sér- lega vel við um hana: Ef inni er þröngt tak hnakk þinn og hest og hleyptu á burt undir loftsins þök. Hýstu aldrei þinn harm. Það er best. Að heiman, út, ef þú berst í vök. Það finnst ekki mein, sem ei breytist og bætist, ei böl, sem ei þaggast, ei lund, sem ei kætist við fjörgammsins stoltu og sterku tök. Lát hann stökkva, svo draumar þíns hjarta rætist. Við kveðjum og þökkum Sigur- laugu fyrir samfylgdina. Dússa, Magga, Dæda, Steina H., Stína Ella, Ása, Sigrún og Strí Sigurlaug Auður Gunnarsdótt- ir, eins og hún hét fullu nafni, lést á Borgarspitalanum aðfaranótt 19. janúar sl. úr heilablæðingu, er svipti hana meðvitund mitt í önn dagsins um hádegisbil laugardag- ínn 12. þessa mánaðar. Sigurlaug var réttra 45 ára er hún lést svo skyndilega, fædd í Neðri-Prestshúsum þann 8. nóv- ember 1939, dóttir hjónanna Sig- ríðar Finnbogadóttur frá Neðri- Prestshúsum og Gunnars Magn- ússonar frá Reynisdal. Sigurlaug 0 ólst upp hjá foreldrum í Reynisdal til fermingaraldurs, er þau þurftu að bregða búi vegna sjúkleika Gunnars, og var Sigurlaug síðan ásamt systkinum sínum með móð- ur sinni hjá afabræðrum sínum á Suður-Fossi. Sigurlaug lauk stúd- entsprófi frá Menntaskólanum á Laugarvatni og síðar kennaraprófi og stundaði alla tíð kennslu, lengstum við grunnskólann í Vík. Sigurlaug var sérstæð mann- eskja. Hún hafði hlotið þá vöggu- gjöf að framhandleggsvöðvarnir þroskuðust lítt eða ekki, sem aftur olli því að úlnliðir og hendur af- löguðust og krepptust. Fylgdi þessu fötlun, sem að einhverju leyti tókst að bæta með aðgerðum, en duldist engum sem sá Sigur- laugu, en gleymdist flestum sem umgengust hana; því Sigurlaug lét þetta í engu aftra sér og var jafn- Oddný G. Guðmunds- dóttir — Kveðjuorð Sigurlaug var mikil hestamann- eskja og átti margar góðar stundir með tveimur okkar þar, ógleym- anleg er ferð í Þórsmörk þar sem Sigurlaug söng með okkur ætt- jarðarlög sem hún hafði kennt okkur fyrr og ný kvæði sem ekki voru í skólaljóðunum en gerðu lukku samt. Þetta var á kvennaár- inu og við sungum grimmt lögin af Áfram stelpur-plötunni og voru hestamenn ekki allir jafn hrifnir af tónleikunum í eldhúsinu í Hólmahjáleigu þar sem vinsæl- asta lagið var „í augsýn er nú frelsið, og fyrr það mátti vera“. Þar sameinaðist ung stúlka sem var uppfull af draumum og mikl- um fyrirætlunum og þroskuð kona sem þorði að fara sínar eigin leiðir og gerði það, ekki með hrópum og köllum heldur hægt og rólega. Sigurlaug las mikið og nutum við góðs af því. Hún benti okkur á margar góðar bækur sem flokkast undir kvennabókmenntir, lánaði okkur sumar og ræddi um þær við okkur á eftir. Sigurlaug var sjálfri sér nóg, hún giftist ekki, en eignaðist barn „á eigin vegum", hún hafði mjög gaman af piparmeyjasambandi okkar hinna þó hún sækti aldrei um inngöngu. Fædd 15. febrúar 1908 Dáin 2. janúar 1985 Hinn lO.þessa mánaðar var til moldar borin Oddný Gunnhildur Guðmundsdóttir kennari og rit- höfundur. Hún var fædd að Hóli á Langanesi og ólst þar upp í for- eldrahúsum ásamt bræðrum sín- um, Gísla og Gunnari. Oddný tók gagnfræðapróf á Ak- ureyri árið 1929 og stundaði síðar nám við Fornby Folkhögskola í Svíþjóð árið 1933, Norræna lýð- háskólann í Genf árið 1936 og Int- ernational Höjskole í Danmörku árið 1937. Árið 1940, að loknu námi, hóf Oddný lífsstarf sitt, kennarastarf- ið. Hún stundaði farkennslu víða um land og valdi þá oft afskekkta staði, t.d. kenndi hún viða á Vest- fjörðum og á Ströndum. Mér þykir trúlegt að hún hafi verið síðasti farkennari á íslandi. Á sumrin vann hún ýmis störf, oftast til sveita, og ferðaðist þá um landið á hjóli. Má með sanni segja að hún hafi farið um nær alla akvegi landsins á hjóli. Oddný var alltaf sískrifandi og var meðal annars fréttaritari ís- lenska Ríkisútvarpsins meðan hún var við nám í Svíþjóð. Árið 1943 kom út eftir hana fyrsta skáldsag- an, „Svo skal böl bæta". Síðar komu út eftir hana skáldsögurnar „Veltiár", „Tveir júnídagar", „Á því herrans ári“ og „Skuld“. Einn- ig skrifaði Oddný smásögur og greinar í blöð og tímarit. Nokkur leikrit samdi hún og voru sum þeirra flutt í útvarpinu, t.d. „Vel- lýgni Bjarni", „Hraði" og Fóstur- landsins freyja. Einnig fékkst Oddný við þýðingar. Árið 1982 kom út eftir hana unglingabók, „Haustnætur í Berjadal" og sama ár kom út ljóðabók, „Kvæði og kviðlingar“. Kynni okkar Oddnýjar hófust þegar hún var kennarinn minn veturinn 1948—49 á Skógarströnd. Vinátta okkar hefur haldist síðan. Það voru alltaf fagnaðarfundir þegar Oddný kom á hjólinu sínu á sumrin og dvaldi þá oft um lengri eða skemmri tíma hjá foreldrum mínum. Oddný var fræðabrunnur og veitti okkur krökkunum óspart af þeim brunni. Oddný var einstaklega trygg- lynd og góður vinur vina sinna. Heyrt hef ég að hún hafi á ferðum víg á fínasta bróderingssaum og að girða hnakk eða moka skít og iðkaði allt jöfnum höndum. Hún var náttúruunnandi og náttúru- skoðari og var líklega flestum kunnugri á austurafrétti Mýrdæl- inga öðrum en þeim sem hann smala árlega, en þar lagði hún gjarnan leið sína, ýmist gangandi eða ríðandi og oft ein síns liðs. Sigurlaug lét sér fátt mannlegt óviðkomandi, las mikið og var víða vel heima og hafði ánægju af sam- ræðum um hin ólíkustu efni. Hún valdi ekki vini eftir kyni eða aldri. Dönsk menntakona, sem kynntist Sigurlaugu síðastliðið vor, taldi hana lífslistamann (en livskunstn- er) og var nærri sanni. Sigurlaug skoraðist ekki undan viðfangsefn- um, sem lífið færði henni á hendur og lagði rækt við allt sem hún tók að sér, einsog meðal annars sást á áhuga hennar á að viðhalda menntun sinni. Félagar hennar i hestamannafélaginu Sindra kusu hana sér að formanni fyrir þrem árum og gegndi hún því embætti síðan. Kynni mín af Sigurlaugu voru löngum tengd hestum og útreið- um. Fórum við margar ferðir sam- an, bæði lengri og skemmri. Það var Sigurlaug sem opnaði okkur afréttinn og henni á ég meðal ann- ars að þakka ógleymanlega ferð að Gæsavatni, á Gæsatind og Norð- urgilsbrúnina gegnt Gvendarfelli síðla á liðnu sumri. Ferðin sem við ráðgerðum í Stórhöfða næsta sumar verður vonandi farin í minningu hennar. Sigurlaug sameinaði náttúru- skoðarann og hestamanninn. Hún var áræðin í besta iagi, með ólík- indum dugleg á hesti og fór marg- ar skoðunarferðir einsömul ríð- sínum um landið oft staldrað við á barnmörgum heimilum og saumað alklæðnað á allan hópinn ef þess þurfti með. I gegnum árin höfum við Oddný oft átt góðar stundir saman þegar við ræddum sameiginleg áhuga- mál. Oddný hafði brennandi áhuga á þjóðmálum og óbugandi trú á landi og þjóð. Friðarmál og mannréttindi voru henni ofarlega í huga og alltaf var hún trúr málsvari þeirra sem minna mega sín í lífinu. Einnig hafði hún unun af að ræða um bókmenntir og list- ir. Eitt áhugaefni held ég þó að hafi verið ofar flestu öðru hjá Oddnýju en það var ritun og með- ferð á islensku máli. Hún ritaði margar greinar f blöð um þetta efni og gaf út bókina „Orðaleppar og aðrar ljótar syrpur" Síðustu árin, eftir að Oddný hætti kennslu, dvaldist hún á Langanesi í grennd við æskustöðv- ar sínar, á Þórshöfn, Bakkafirði og Raufarhöfn, og hélt áfram að stunda ritstörf, og á Raufarhöfn var hún búsett er hún lést. Með Oddnýju er horfin merkileg kona og einn besti útvörður ís- lenskrar tungu en verk hennar munu lifa og bera henni vitni um ókomin ár. Ég þakka Oddnýju fyrir allar ánægjustundir sem við áttum saman og sendi ættingjum hennar og vinum samúðarkveðjur. Ég vil andi og kannaði þá iðulega nýjar reiðleiðir til að geta síðar leitt aðra um sömu slóðir. Hún átti hesta, sem flestir voru ættaðir eða fengnir frá frændum hennar á Fossi, þar sem hún lengstum hafði hesthúsnot eða þar til hún eignað- ist hesthúspláss í Vík fyrir nokkr- •»* um árum, en síðan hafði hún hest- ana þar hjá sér um innistöðutím- ann. Henni þótti vænt um hestana sina. Kærastir hygg ég hafi verið henni síðast þeir Draumur og Eld- ur, ungi folinn sem hún byrjaði með í fyrra og kom svo skemmti- lega fyrir. Hún var stolt af Eldi sínum, hafði enda tamið hann al- geriega sjálf. Á honum og Draum hefði hún orðið flestum betur ferðafær. Sigurlaug giftist ekki, en son lætur hún eftir sig, Njörð, sem nú stendur a tvítugu. Sigurlaug hafði "* búið þeim mæðginum heimili þar sem vinir nutu gestrisni. Hún var stolt af syni sínum og lét þess oft getið að nú hefði hún komið sér upp járningamanni og hver munur væri að þurfa ekki að vera upp á aðra komin með járningar. Ékki veit ég, hvort Njörður tekur upp merki móður sinnar varðandi hesta, en efnismaður er hann og til góðs líklegur. Daginn áður en Sigurlaug veikt- ist höfðu þau Njörður einmitt járnað og við hesthúsið fannst hún síðan meðvitundarlaus, þar sem hún hafði lokið við að moka út. Sigurlaug mun ekki njóta þeirrar járningar, en vel fellur mér að sjá í hugsýn hvar hún rið- ur Gamla-Jarp um Gjallarbrú. Við Fanney vottum Nirði og Sigriði, vandamönnum og vinum samúð. Vigfús Magnússon svo ljúka þessum línum með síð- asta ljóðinu í ljóðabók Oddnýjar. Ekki var stormurinn alltaf hlýr utan við gamla bæinn. Eldarnir brunnu allir þrír, til ösku handan við sæinn. Forlögin verða flestum dýr. Og fjarri er, að é kveini. Eldarnir brunnu, allir þrír, engri skepnu að meini. Emilía Guðmundsdóttir Birting afmælis- og minningar- greina ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hlið- stætt með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu til- efni, að frumort Ijóð um hinn látna eru ekki birt á minningar- orðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. HURÐIR á nýjar og gamlar innréttingar Veist þú hvað massífu fulningahuröirnar frá Lerki hf. geta gert eldhúsinnréttinguna þína glæsilega? — líka þá gömlu og þá opnaniegar í staó rennihuröa. Huröir, for- stykki o.fl. sem til þarf, smíðaö eftir máli. Efni: eik, beyki og fura. Litað, lakkað eöa hvítt. Lerkihf. Skeifan 13,108 Reykjavik sími 82877 — 82468

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.