Morgunblaðið - 26.01.1985, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 26.01.1985, Blaðsíða 22
22_____ Eþíópía: MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 1985 Svíþjód: Verða raforku- fyrirtækin seld? Slokkhólmi, 25. janúar. Frá fréttaritara Mbl. EF borgaraflokkarnir bera sigur úr býtum í næstu kosningum í Sríþjóð kann svo að fara, ad rafmagnsfram- leiðslan í landinu verði látin í hend- ur einkafyrirtækja. Hægriflokkurinn (Moderata Samlingspartiet) og Miðflokkur- inn hafa báðir lagt til á þingi, að ríkisreknu raforkufyrirtækin, sem framleiða mestalla raforku í land- inu, verði endurskipulögð og hlutabréf í þeim seld á frjálsum markaði. Fyrir flokkunum vakir tvennt. í fyrsta lagi þær tekjur, sem ríkið hefði af sölunni, rúm- lega 1000 milljónir sænskra króna, og í öðru lagi að minnka umsvif ríkisins í atvinnurekstrinum. Hægriflokkurinn vill raunar, að skipulega verði unnið að sölu ríkisfyrirtækja en það gæti aukið árlegar tekjur ríkissjóðs um 3000 milljónir skr. um nokkurn tíma. Ef raforkufyrirtækin sænsku yrðu seld einkaaðilum myndi raf- orkuverðið hækka nokkuð í fyrstu England: Dauðadómi yfir hundin- um breytt St. Albuu, EnKlandi, 25. janúnr. AP. JOHN Blofeld, dómari og mikill hundavinur, breytti í dag dauðadómi yfir hundinum Toby og ákvað, að hann mætti lifa þótt hann hefði gerst sekur um að ráðast á þrjú börn. Blofeld dómari, sem kveðst hafa átt hund af sama kyni frá því hann var fimm ára, ákvað „með nokkrum semingi“ að leyfa Toby að lifa þegar eigandi hans lofaði að senda hann í þjálfunarbúðir og láta vana hann að auki. Hundurinn Toby vann það sér til óhelgi að ráðast á og meiða níu ára gamla stúlku, bita aðra jafn gamla og elta uppi og fella fimm ára gamlan dreng. í desember var eiganda hans skipað að láta skjóta hann en Blofeld vill gefa honum eitt tækifæri enn. Ef hann ræðst aftur á barn verður hann skotinn. vegna þess, að þá yrðu niður- greiðslur ríkisins felldar burt. Bitnaði sú verðhækkun einnig á Dönum, sem Svíar selja mikla raf- orku. Stjórn jafnaðarmanna hefur tekið illa í þessar tillögur og telur þær óábyrgar og óaðgengilegar með öllu. Sharon gegn Time: Bardot skorin við brjóstakrabba Franska kvikmyndaleikkonan Brigitte Bardot gekkst undir aðgerö skömmu fyrir jól vegna þess að fundist hafði krabbamein í brjósti. Að aðgerðinni lokinni var hún meðhöndluð með geislum en vegna þess að hún á ekki að koma til skoðunar aftur fyrr en eftir hálft ár þykir líklegt að læknarnir telji hana hólpna. Bardot lifir nú orðið mjög fábrotnu lífi og einmanalegu, að sögn sumra. Time-greinin yar röng en skrifuð í góðri trú — og Sharon missti af miskabótunum New York, 25. jaoúar. AP. BANDARÍSKA tímaritið Time birti ekki með vitund og vilja ranga frás- ögn af fjöldamorðunum í flóttamannabúðum Palestínumanna í Beirút árið 1982 þar sem komist var að þeirri niðurstöðu, að Ariel Sharon, fyrrum varnarmálaráðherra ísraels, bæri á þeim nokkra ábyrgð. Alríkisdómstóll í New York kvað upp þennan úrskurð í gær og varð Sharon þar með af miskabótunum, sem hann hafði krafíst, 50 millj. dollara, en vann málið að öðru leyti. Meiðyrðamálið, sem Sharon höfðaði gegn Time, hefur vakið mikla athygli í Bandaríkjunum og víðar en það tók kviðdóminn, sem var skipaður fjórum konum og tveimur karlmönnum, ellefu daga að komast að endanlegri niðurstöðu að málflutningi lokn- um. Fyrst úrskurðaði hann, að greinin í Time væri efnislega röng en hinsvegar var blaðamað- urinn, sem greinina skrifaði, sýknaður af því að hafa vitað betur. í febrúar fyrir ári birti Time grein þar sem sagði, að Sharon hefði „rætt um“ það daginn fyrir fjöldamorðin í Beirút, að rétt væri að hefna morðsins á Bashir Gemayel, kjörnum forseta í Líb- anon og leiðtoga falangista. Hélt lögfræðingur Sharons þvi fram, að lesendur gætu ekki dregið aðra ályktun af því en þá, að Sharon hefði „hvatt til og lagt blessun sína“ yfir fjöldamorðin. Báðir málsaðiljar hrósuðu í dag sigri i málinu. „Málaferli eru eins og stríð,“ sagði lögfræðingur Time, Thomas D. Barr, „og þar skipa vopnaviðskiptin ekki öllu máli, heldur leikslokin og þau voru okkur í vil.“ „Ég kom til að sanna, að Time hefði farið með rangt mál og það hefur mér tek- ist,“ sagði Sharon um dóminn. Lögfræðingur Sharons sagði í dag, að annað meiðyrðamál yrði höfðað gegn Time og að þessu sinni fyrir ísraelskum dómstóli. Verður það formlega höfðað gegn dóttur- og dreifingarfyrirtæki Time í Evrópu, sem sér einnig um ísraelska markaðinn. I ísrael eru lögin nokkuð öðru vísi en í Bandaríkjunum og þar þarf Sharon eða lögfræðingur hans ekki að sýna fram á, að Time hafi vísvitandi birt rangt mál um Sharon í þeim tilgangi að sverta hann í annarra augum. ERLENT Stríðsglæpamaður frjáls Vfn OA iinnir AP - “ Vín, 24. jnnúar. AP. STRÍÐSGLÆPAMAÐURINN Walter Reder fékk í dag að fara með fíugvél til Austurríkis frá ftalíu, þar sem hann hefur setið í rúm 30 ár í fangelsi fyrir að stjórna morðum á tæplega 2.000 ítölskum þorpsbúum. Flugvélin með Reder innan- Friedhelm Frischenschlager borðs lenti á herflugvellinum landvarnaráðherra var í fylgd við Graz og þaöan var hann fluttur í þyrlu til Martinek- herbúðanna i Baden, um 20 km suður af Vín. Reder, sem er 69 ára og mun vera veikur, á að mæta í lækn- isskoðun og mun líklega dvelj- ast í nokkra daga i Martinek að eigin ósk að sögn embættis- manna. með Reder þegar hann fór frá Graz. „Við lítum á Reder sem stríðsfanga," sagði ónefndur embættismaður. Hann sagði að austurríski herinn hefði boðizt til að flytja Reder, veita honum húsaskjól og láta hann fara i læknisskoð- un af „mannúðarástæðum". Reder var majór í SS og ítalskur dómstóll dæmdi hann í ævilangt fangelsi 1954 fyrir að stjórna árás, sem var gerð á þorp á Norður-Ítalíu til að hefna aðgerða skæruliða gegn Þjóðverjum. Árið 1980 stytti ítalskur dómstóll dóminn og sagði að láta mætti Reder lausan 15. júlí 1985. Vitað er að ítalska stjórnin hefur hugleitt að sleppa Reder úr haldi fyrir þann tíma, þar sem austurríska stjórnin og embættismenn kaþólsku kirkj- unnar á Ítalíu hafa nokkrum sinnum farið fram á náðun. Embættismenn segja að Red- er sé frjálst að fara hvert á land sem er, en að hann hafi verið beðinn um halda kyrru fyrir í herbúðunum í ótiltekinn tíma Reder neitar að ræða við fréttamenn og hefur beðið her- inn að sjá um að hann fái að vera í friði. Sovésk vopn hafa forgang Ass»b, Eþfópfu, 25. janúar. AP. VOPNUM og skotfærum var í gær skipað upp úr sovésku skipi í eþíópsku höfninni Assab við Rauðahaf en úti fyrir bíður enn skip með áströlsku hveiti. Hefur Eþíópíustjórn komið í veg fyrir, að því verði skipað upp. Vestrænir sendimenn og starfsmenn hjálparstofnana hafa af þessum sökum innt yfir- völd eftir því hvort eigi að hafa forgang í höfninni, vopnaflutningar eða matarsendingar til deyjandi fólks. í höfninni í Assab er nú verið að skipa upp vopnum og skotfærum úr sovésku flutningaskipi en úti fyrir höfninni bíður enn skipið „Baltic Skau“ með 16.000 tonn af áströlsku hveiti. Hefur það beðið í 10 daga eftir að fá að leggjast upp að. Vestrænir sendimenn og starfsmenn hjálparstofnana hafa leitað skýringar á þessu en fengið þau svör ein, að hjálpargögnum væri ávallt skipað upp á undan öðrum farmi. Á hafnarbakkanum gegnt sov- éska skipinu eru þúsundir hveiti- sekkja með áletrununum: „Gjöf frá Áströlum til hjálparstarfsins i Tigre“ og „Gjöf frá Áströlum til hjálparstarfsins í Eritreu". Eru sekkirnir hluti af 6.000 tonnum, sem Eþíópíustjórn lagði hald á i „Baltic Skau“ vegna þess, að þau voru merkt hjálparstarfinu á þeim svæðum þar sem skæruliðar berj- ast gegn stjórnvöldum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.