Morgunblaðið - 26.01.1985, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 26.01.1985, Blaðsíða 46
•46 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. JANtJAR 1986 Moraunblaðið/Júlíus • I NETIÐ SKAL’ANNI Þorbergur Aðal»t**;n88on stekkur upp fyrír framan vörn Crvenka í gærkvöldi einbeittur é svip. Hann skoraöi sex mörk í leiknum en gekk ekki allt of vel ( stööum sem þessarí. HáKnað er Víkingar eiga alla möguleika á sæti FIMM MARKA sigur er Víkingum gott veganesti í síöari leikinn gegn júgoslavneska liöinu Crvenka í átta liöa úrslitum Evr- ópukeppni bikarhafa í hand- knattleik sem fram fer í Laugar- dalshöll annaö kvöld. Víkingar sigruöu í fyrri leiknum í g»r- kvöldi, í Höllinni, 20:15, í mjög fjörugum, og miklum baráttuleik. Víkingar sýndu enn einu sinni og sönnuöu að þeir standa sig aldrei eins vel og undir pressu. Þessir reyndu leikmenn sem skipa Vík- ingsliöíð brugðust hvorki íslensk- um handknattleiksunnendum né sjálfum sér í gærkvöldi. Þaö er ekki á hverjum degi sem íslenskt lið vinnur liö frá austantjaldslandi meö fimm marka mun, og þaö á útivelli! Minnumst þess aö leikur- inn í gær var „heimaleikur" Crvenka, en Víkingar keyptu báöa leikina hingað til lands sem kunnugt er. Útisigur er mikið at- riði. Þaö er mikiö afrek Víkinga aö sigra júgóslavneska liöiö meó fimm marka mun og ætti aö fleyta þeim langleiðina í fjögurra lióa úr- slit. En Víkingar veróa aó gera sér grein fyrir, og þaö gera þeir, að nú sr aóeins hálfleikur í viöureign þeirra vió Crvenka. Síðari hálfleik- ur veröur leikinn annaó kvöld og þá er að duga eóa drepast. Já, þaó er gott hjá Víkingum aó sigra júgósiavneska lióið þegar tillit er tekiö til þess aó Víkingar eiga aó geta leikiö enn betur en þeir geröu i gærkvöldi. Varnarleikur þeirra var góöur, markvarslan frábær, en sóknarleikurinn var langtimum saman allt annað en sannfærandi. Þaö kom í Ijós aö aðalskyttum Vík- ings, Þorbergi og Viggó, gekk illa aö skjóta utan af velli. Þeir eru of litlir til aö ógna verulega meö upp- stökkum og þaö kom fyrir hvaö eftir annaö aö vörn Júkkanna varöi skot þeirra auöveldlega. Þá er aö geta markvaröarins júgóslavn- eska, Roland Pusnik. Frammistaöa hans var stórglæsileg. Hann sýndi markvörslu á heimsmælikvarða, varöi 24 skot, og var besti maöur leiksins. Um tíma var sama hvaöan á mark hans var skotiö, utan af velli eöa úr dauöafæri. Hann varöi bókstaflega allt. En Kristján Sig- mundsson Víkingsmarkvöröur var ekki mikill eftirbátur hans. Kristján hreinlega lokaöi markinu langtím- um saman, varöi 19 skot og til merkis um þaö skoruöu Júgóslav- arnir ekki mark fyrr en eftir tólf mínútur. „Lok, lok og læs,“ sagöi Kristján einfaldlega, og þaó kunnu áhorfendur vel aö meta. Komust strax í mikinn ham og hvöttu Vík- inga dyggilega. Sóknarleikur Víkings var sem áöur sagöi ekki nógu góöur. Sum leikkerfi liðsins virtust ekki nægi- lega slipuö, og um tíma voru sókn- araögeröir Víkinga ráöleysislegir. Sérstaklega er Þorbergur var tek- inn úr umferö í síöari hálfleik. Guömundur Guömundsson skoraöi fyrsta mark leiksins eftir fímm mínútur. Þorbergur skoraöi síöan annaö markiö áöur en mark Crvenka Víkingur 20 kom frá Júkkunum, eftir tólf mín. eins og áöur sagöi. Crvenka komst þrisvar yfir í fyrri hálfleiknum, 4:3, 7:6 og 8:7. Staöan í leikhléi var 9:8 fyrir Víking og í byrjun síöari hálf- leiksins náóu Víkingar frábærum kafla. Skoruöu þrjú mörk í röö og staðan þá oröin 12:8. Staöan varö síöan 13:9 — fjögur mörk aðskildu liöin. Leikmenn Crvenka náöu sér aftur á strik og minnkuðu muninn niöur í eitt mark, 13:12. En Vík- ingar voru ekki á því aö falla í þá gryfju sem íslensk liö hafa allt of oft fallió í, aö missa unninn leik úr höndum sér. Þeir neituöu aó gef- ast upp og með miklum baráttu- krafti róttu þeir úr kútnum. Þeir böröu hver annan áfram og upp- skáru eftir því. Þeir bættu viö forskotið. Er tæpar fjórar mín. voru eftir skoraói Viggó Sigurösson 18. markiö. Staöan þá 18:15. Stuttu síðar var Steinar Birgisson rekinn af velli í tvær mínútur en engu aö síöur skoruðu Víkingar næsta mark. Júkkarnir misstu boltann klaufa- lega útaf og Viggó skoraöi aftur. Staöan þá 19:15 og stemmningin frábær í Höllinni. Þegar ein og hálf verk...! í undanúrslitunum mín. var eftir fókk Crvenka víta- kast. Kristján Sigmundsson skrapp þá útaf í skamma stund og Ellert félagi hans Vigfússon kom í markiö í hans staó. Holpert tók vítakastiö sem fyrr, en Ellert geröi sér lítiö fyrir og varöi meö tilþrif- um. Frábært! Víkingar náöu því síöustu sókninni og nú varö aö spila upp á mark. Sjö sek. fyrir leikslok fékk Viggó knöttinn, skaut á markiö en Pusnik varöi þrumu- skot hans. Knötturinn hrökk út í teiginn þar sem Guömundur fyrir- liöi Guömundsson kom svífandi og þrumaði boltanum meö glæsibrag í markhornið í þann mund er flaut- an gall. Leikurinn búinn, markið dæmt gilt og Víkingar dönsuöu af gleöi. Þeir máttu þaó líka. Glæsi- legum áfanga náö — eöa hluta úr áfanga. Hálfnaö er verk þá hafió er, sagöi einhvers staöar og Vík- ingar hafa gert gott betur. Þeir eru hálfnaöir meö ætlunarverk sitt og gefa eflaust ekkert eftir í Höllinni annað kvöld. Þá munu þeir leggja allt í sölurnar til aö halda fengnum hlut og komast í fjögurra liöa úr- slitin. „Þaó er gott aö viö leikum á sunnudag en ekki á morgun. Ég notaöi aöeins sjö menn í kvöld en þeir tólf. Viö fáum góöan tíma til aö hvíla okkur og veitir ekki af honum,“ sagöi Bogdan Víkings- þjálfari eftir leikinn. Liö Crvenka er gott. Þó leik- menn þess séu ungir aö árum ber leikur liösins þess ekki merki. Þeir „hanga" lengi á boltanum. Sóknir liösins eru langar og þaö er gulls ígildi í leikjum sem þessum. En áhorfendur náöu þó aó slá þá út af laginu; ekki í fyrsta skipti sem slíkt hendir hér á landi. Sóknarleikur liösins fór úr skorðum, leikmenn uröu taugaóstyrkir. En áhorfendur áttu þar ekki stærstan þátt aö mínu mati. Vörn Víkings var geysi- lega góö og skv. skipun þjálfara síns, Bogdans Kowalzcyk, lék Ein- ar Jóhannesson framarlega og truflaói sóknarleik andstæö- inganna ótrúlega mikió. Ekki bar alltaf mikið á Einari í þessu hlut- verki en þaö skilaöi vissulega góö- um árangri. Hann „dekkaöi" miðju- manninn í sóknarleiknum oft vel og geröi sóknarleikinn vió þaö óvirkan. Vörn Víkings var yfirleitt góö. Þorbergur, Steinar og Hilmar á miöjunni og Guömundur og Karl í hornunum. Karli gekk aö vísu illa um tíma aö ráöa viö besta mann Crvenka, hornamanninn Holpert. MÖRK Víkings: Viggó Sigurösson 6, Þorbergur Aöalsteinsson 6 (3 víti), Guömundur Guðmundsson 5 og Karl Þráinsson 3. MÖRK Crvenka: Holpert 5 (2 víti), Calic 3, Beker 3, Valic 2, Trbojevic 1 og Grakovec 1. Dómarar voru sænskir, Broman og Blademo, og þurfa Víkingar ekki aö kvarta undan dómgæslu þeirra. — SH.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.