Morgunblaðið - 26.01.1985, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 26.01.1985, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 1985 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 330 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 25 kr. eintakiö. Menntun: auðlind - mannréttindi Rekstrarhalli 743 milljónir k Afborganir af lánum nema rúmum milljarði króna Morgunblaðið fjallar í forystugrein í gær um grósku í hugbúnaðar-fyrir- tækjum, sem hazlað hafa sér völl hér á landi. Það leiðir okkur að þeirri niðurstöðu að menntun á upplýsingaöld er í senn mannréttindi og auðlind, sem sköpum skiptir um fram- tíð þjóðarinnar. Það er mjög mikilvægt að efla alhliða og sérhæfða menntun og sam- hæfa þörfum og líklegri fram- vindu atvinnulífsins. Lánasjóður íslenzkra námsmanna hefur talsvert verið í fréttum að undanförnu í tengslum við fjárlög. Fjallað var fréttalega um stöðu hans hér í blaðinu sl. fimmtudag og m.a. byggt á upplýsingum frá framkvæmdastjóra sjóðsins. Þar kemur fram: • LÍN lánar nú í fyrsta sinn að fullu í samræmi við láns- fjárþörf, eins og hún er metin eftir þar til settum reglum. Fjárþörf námsmanns er fram- færslukostnaður hans að frá- dregnum tekjum. Lánshlutfall var 95% á sl. ári en 85% á áttunda áratugnum. • Að auki geta námsmenn fengið lán vegna bóka-, tækja- og efniskostnaðar. • Lán eru einnig veitt til greiðslu skólagjalda. • Námsmenn fá óendurkræf- an styrk vegna ferða til og frá námsstað, stundi þeir nám fjarri heimli, og jafnframt lán vegna maka og barna, sé um slíkt að ræða. • Námsmenn geta sótt um aukalán vegna meðlags- greiðslna, ef þeim er til að dreifa. • Frá síðustu áramótum geta námsmenn orðið aðilar að Söfnunarsjóði lífeyrisréttinda. Bætast þá 6% við lán til þeirra og greiðist til sjóðsins, ásamt 4% frá viðkomandi námsmanni, er dragast frá heildarláni hans. • Námslán eru verðtryggð samkvæmt lánskjaravísitölu en vaxtalaus. Þau skulu endurgreidd, eftir þar til sett- um reglum, að námi loknu. • Námslánasjóðurinn fær fjármagn að meginhluta á fjárlögum. Svo verður enn um árabil. Að því er hinsvegar stefnt, að byggja sjóðinn upp, þann veg að hann geti í vax- andi mæli búið að sínu. Endurgreiðslur skila sér þó ekki í umtalsverðum mæli fyrr en eftir 1990. Þjóðartekjur hafa dregizt saman sl. þrjú ár, fyrst og fremst vegna alfasamdráttar og verðfalls á hluta sjávar- vöruframleiðslu erlendis. Þessi samdráttur hefur, ásamt erlendri skuidabyrði og nokkr- um fjárfestingarskekkjum, rýrt skiptahlut okkar, kaup- mátt launa og lífskjör í land- inu. Þjóðin hefur neyðst til að draga saman segl í eyðslu, einnig i ríkisbúskapnum; þó þar megi enn betur gera, sam- anber versnandi skuldastöðu erlendis. Þessi niðurskurður hefur að sjálfsögðu komið víða við og gefið stjórnarandstöðu tilefni til að nýta erfiðleikana áróð- urslega, ala á óánægju. í því efni hefur stjórnarandstaðan verið iðin við kolann, án þess að hafa neinar úrlausnir í handraða. Umræða um Lána- sjóð íslenzkra námsmanna hefur ekki farið varhluta af þessu áróðurslega viðhorfi. Miðað við allar aðstæður hefur engu að síður verið hald- ið vel á málum lánasjóðsins. Ragnhildur Helgadóttir, menntamálaráðherra, hefur staðið vel í erfiðu hlutverki annarsvegar óhjákvæmilegs útgjaldaaðhalds í ráðuneyti sínu vegna fjárlagaákvæða, en hinsvegar varnarstöðu um hlutverk fræðslu og mennta í landinu. Sigurjón Valdimarsson, framkvæmdastjóri LÍN, sagði í viðtali við Morgunblaðið í fyrradag: „Við erum til þess að gera bjartsýn á árið í ár miðað við til dæmis árið í fyrra, fjár- hagsstaða sjóðsins ér ólíkt betri og fari þróun verðlags ekki fram úr því sem við reiknum með í dag... er staða sjóðsins betri en mörg undan- farin ár.“ Menntun og þekking eru ekki einvörðungu hluti af mannréttindum og lífsham- ingju fólks, heldur nauðsynleg vopn í atvinnulífi og lífsbar- áttu þjóðarinnar í samtíð og framtíð. Sjálfsagt má koma við ein- hverri hagræðingu í fræðslu- kerfi þjóðarinnar og víst verð- ur að viðhafa útgjaldaaðhald þar, engu síður en annars staðar í ríkisbúskapnum. Þetta kerfi þarf þó fremur að styrkja en veikja. Það þarf að laga að þörfum og framvindu atvinnulífsins. Það þarf að vera samstiga örri framvindu tækni og þekkingar á upplýs- ingaöld, sem nú gengur í garð. Mennt er máttur sem við get- um ekki án verið, ef við viljum ekki dragast aftur úr öðrum hagsældarríkjum í fyrirsjáan- legri framtíð. HEILDARTEKJUR ríkissjóðs eni áætlaðar 25,3 milljarðar króna á ár- inu 1985 og hækka um 15,3% frá því sem fram kemur í fjárlagafrumvarpi. Heildargjöld ríkissjóós eru áætluð 26 milljarðar eða 15,8% hærri en samsvarandi tala er í fjárlagafrum- varpi. Þessar upplýsingar komu m.a. fram á fundi sem Albert Guðmunds- son fjármálaráðherra hélt með fréttamönnum þar sem kynnt voru fjárlög fyrir árið 1985. í desembermánuði sl. voru fjár- lög fyrir árið 1985 afgreidd frá Al- þingi. 1 meðförum þingsins áttu sér stað nokkrar breytingar frá fjárlagafrumvarpi, en þar ber hæst endurskoðun verðlags- og gengisforsendna í kjölfar breyttra verðlagshorfa frá þeim sem giltu í fjárlagafrumvarpi. Verðlagsfor- sendur fjárlaga fyrir árið 1985 gera ráð fyrir að meðalhækkun rekstrarútgjalda milli áranna 1984 og 1985 verði 24—25% og á gengi erlendra gjaldmiðla um 22—23%. Launaútgjöld eru miðuð við þá kjarasamninga sem nú eru í gildi. Aðalstefnubreyting á tekjuhlið fjárlaga er að tekjur af beinum sköttum eru 600 m.kr. lægri en ella vegna ákvörðunar um afnám tekjuskatts á launatekjur í áföng- um. Sú breyting er ákveðin að söluskattur hækkar um 'k % stig og er það áætlað auka tekjur ríkis- sjóðs um 250 m.kr. Tekjur af sölu- vörum ÁTVR eru áætlaðar hækka umfram almenna verðlagsbreyt- ingu en í megindráttum fylgja tekjur af öðrum óbeinum sköttum verðlagsbreytingum. Þeir útgjaldaþættir sem vega hvað þyngst í útgjaldaaukningu ríkissjóðs á árinu 1985 eru eftir- taldir: 1) Framlag til húsbyggingasjóða hækkar úr 400 m.kr. 1984 í 904 m.kr. 1985. 2.) Endurgreiðsla söluskatts í f MorgunbU&ið/Júllua. Frá blaðamannafundi Kaupþings. Talið frá vinstri: María Sigurðardóttir, Eggert Ágúst Sverrisson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Sambandsins, Sig- urður B. Stefánsson og Pétur Blöndal, framkvæmdastjóri Kaupþings. kaupa bréfin á hærra verði en sem svarar til 11% ávöxtunar umfram hækkun lánskjaravísitölu á hverj- um tíma. Bréfin eru að nafnvirði 10.000 kr. og 100.000 kr. en seljast eftir reiknuðu gengi þannig að verð- ið til kaupenda í lok janúar 1985 er um kr. 7.900 og kr. 79.000 og hækkar það daglega vegna ávöxtunarkröf- unnar og hækkunar iánskjaravísi- tölu. Pétur Blöndal framkvæmdastjóri Kaupþings sagði að helsti kostur bréfanna væri sá að fólk er ekki bundið við að festa peninga sína í langan tíma. Það er vegna þess að lántakinn er skuldbundinn til þess frá ársbyrjun 1986 að kaupa á hverjum ársfjórðungi umtalsvert magn bréfa til baka og ætti því að verða mjög auðvelt að seija þessi bréf. Fyrir bréf sem keypt er í dag þarf að borga 7.713 kr. Eftir 5 ár er upphæðin komin upp í krónur Fyrsta lánsfjárútboð fyrirtækis á íslandi Ávöxtun umfram hækkun lánskjaravísitölu allt að 11 % KAUPÞING hf. hefur tekið að sér að sjá um fyrsta almenna lánsfjárútboð íslcnsks fyrirtækis á innlendum lánamarkaði. Er hér um nýjung að ræða bæði hvað varðar fjármögnun atvinnuuppbyggingar hjá íslensku fyrirtæki og einnig vegna þcss að mörkuð er ný leið í íslenskum verðbréfaviðskiptum með því að bjóða innlendum sparifjáreigendum svipaða ávöxtun og greidd er crlendis. Nú hefur Samband íslenskra sparnaði sínum beint inn í atvinnu- samvinnufélaga gefið út skulda- bréfaflokk til sölu á almennum verðbréfamarkaði. Skuldabréfin eru gefin út í tveimur verðgildum, 10.000 kr. og 100.000 kr., og nemur heildarupphæðin 50 milljónum króna á nafnverði. Skuldabréfin eru til 5 ára, verðtryggð miðað við verð- gildi lánskjaravísitölu á hverjum tíma. Þar sem íslensk lög mæla svo fyrir að einstakir aðilar geti ekki selt skuldabréf á frjálsum markaði með hærri ávöxtun en hæstu lög- leyfðum vöxtum hefur Sambandið unnið að þessu skuldabréfaútboði í samvinnu við Samvinnusjóð ís- lands. Samvinnusjóður Islands er frumkröfuhafi sem framselur skuldabréfin til sölu á almennum markaði. Tilgangur með þessu innlenda skuldabréfaútboði er þríþættur. í fyrsta lagi að fjármögnun til at- vinnuuppbyggingar verði gerð með innlendu lánsfé sem skapast við sparnað þjóðarinnar í stað þess að auka enn við erlendar skuldir þjóð- arinnar. 1 öðru lagi er tilgangurinn sá að stuðla að nýjum inniendum sparnaði með því að auka valkosti sparifjáreigenda við sparnað og einnig að gefa þeim kost á að beina lífið. í þriðja lagi að efla innlendan verðbréfamarkað með því að bjóða upp á hentugar einingar verðbréfa með góðri ávöxtun. í skulda- bréfaflokki Sambandsins felst sú nýjung að allt að 11% ávöxtun er í boði fyrir skuldabréf að nafnvirði aðeins kr. 10.000. Þetta ætti að tryggja góða ávöxtun og auðvelda sölu bréfanna þegar eigendum hentar best. Þessi nýjung var kynnt á blaða- mannafundi sem Kaupþing hf. hélt fyrir helgina. Þar kom m.a. fram að verðbréfin eru til fimm ára með einni greiðslu höfuðstóls, vaxta og vaxtavaxta auk verðbóta í lok láns- tímans þann 31. mars 1990. Vextir eru 5% umfram breytingar láns- kjaravísitölu, fastir allan lánstím- ann. Bréfin eru seld á gengi sem er reiknað þannig að ávöxtun verði allt að 11% umfram hækkun láns- kjaravísitölu til greiðsludags. Sú ávöxtun er föst allan lánstímann. í útboðinu er farið inn á nýjar braut- ir með því að lántakinn er skuld- bundinn til þess frá ársbyrjun 1986 að kaupa í hverjum ársfjórðungi 1/17 af skuldabréfunum til baka á verðbréfamarkaði og ógilda þau undir eftirliti óháðs aðila. Þó er hann ekki skuldbundinn til þess að 12.877 með vöxtum og vaxtavöxtum. En þá á hækkun vísitölu eftir að bætast við upphæðina. En þar sem ávöxtunarkrafan, allt að 11% umfram verðtryggingu, er tryggð allan lánstímann, eða í 5 ár, eru bréf þessi afar næm fyrir breyt- ingu markaðsvaxta. Þau munu hækka um 4,5% fyrir hvert prósent, sem markaðsvextir lækka. En þau geta líka fallið í verði ef markaðs- vextir hækkuðu enn frekar frá því sem nú er. En hvernig sem mark- aðsvextir þróast er tryggt að eig- andinn fær vextina umfram verð- bólgu. Pétur taldi það einnig mik- inn kost að hægt er að fá bréfin í minni einingum en tíðkast hefur á verðbréfamarkaðnum, eða fyrir 10.000 kr. sem er svipað og ný ryk- suga myndi kosta. Hann sagði að fólk gerði sér ekki grein fyrir því að í dag væri hægt að spara. íslend- ingar hafa lifað svo lengi við verð- bólgu og þyrftu því tíma til að átta sig á þessu. Pétur sagði að ef fólk vildi ávaxta fé sitt ætti það að kaupa verðbréf, t.d. þegar það fengi kauphækkun og einnig fyrir geng- isfellingu í stað þess að eyða pen- ingunum. Hann sagði að það hefði komið glöggt fram fyrir síðustu gengisfellingu að til væru peningar í landinu. Á fundinum kom einnig fram að innlend lánsfjáröflun helstu fyrir- tækja þjóðarinnar sé meginfor- senda þess að draga úr erlendri skuldasöfnun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.