Morgunblaðið - 31.01.1985, Síða 19

Morgunblaðið - 31.01.1985, Síða 19
19 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 1985 standa undir öllum kostnaði olíu- félaganna við innflutning, birgða- hald, sölustöðvar hvar sem er á landinu og alla afhendingu og annan kostnað. Aðeins flutnings- kostnaður með skipum út á land og bílum er greiddur af verðjöfn- unarsjóði. Flutningsgjöld eru ákveðin af verðlagsráði. Dreif- ingarkostnaður í bensínverði er 9,57% og í svartolíuverði 5,75%. Hver maður getur svo reiknað fyrir sig, hvaða svigrúm er til verðlækkana innan þeirra talna, sem hér hafa verið tilfærðar. í upphafi þessa máls var gerð grein fyrir innflutningi á olíuvör- um á sl. ári. Allt bendir nú til þess að gasolíusala aukist á næsta ári. Er áætlað að innflutningur þurfi að nema um 240 þús. tonnum. Þar af er samið við Rússland um helm- ing eða 120 þús. tonn, við Portúgal um 10 þús. tonn og gera má ráð fyrir að kaupa þurfi um 20 þús. tonn með flugsteinolíu til þess að fylla skip. Þá er enn óráðstafað 90 þús. tonna innflutningi. Hér að framan hefur verið bent á, að olíufélögin leiti gjarnan til- boða í þá olíu sem flytja þarf inn umfram fasta samninga. Er þá ekki aðeins leitað til fastra við- skiptasambanda olíufélaganna heldur einnig margra olíuumboðs- aðila. Slík útboð ættu því að taka af allan vafa um hvaða verðum er hægt að ná á markaði hverju sinni. Að undanförnu hefur verið vitnað til kaupa íslenskra fiski- skipa á olíu sérstaklega í Bret- landi og Danmörku. Vitað er að danskar fiskimjölsverksmiðjur greiða niður olíu fyrir viðskipta- skip sin. f Bretlandi er sérstakt verð fyrir innlend fiskiskip. Ekki er vitað hvernig það er byggt upp, en það er ákveðið í sterlingspund- um og hafa íslensk fiskiskip kom- ist inn í þessi viðskipti. Þá hefur gengisfall pundsins haft hér áhrif. Gæði þessarar olíu eru einnig dregin í efa og munu skip hafa komist í vandræði af þeim sökum. Við erum nú með gasolíu, sem kostar fob. um eða innan við 8,00 krónur hver lítri. Það er ekkert óeðlilegt þótt sölu- aðili, sem fær siika olíu um leiðslu frá olíuhreinsunarstöð, geti selt hana gegn staðgreiðslu á um eða innan við 9,00 krónur. Skráð verð á svartolíu (fuelolíu) hækkaði á sl. ári gagnstætt skráðu verði á gas- olíu og bensíni. Þetta háa verð á svartolíu er talið stafa af verkföll- um kolanámumanna i Bretlandi svo kannski fer þetta að breytast ef verkfallið hættir. Að lokum er rétt að minna á, að í olíukaupum eins og á öðrum svið- um erum við ákaflega litlir. Ef miðað er við þá tankskipastærð sem hagkvæmust er að nota fyrir innflutning til landsins, myndum við þurfa á ári 12 farma af gasoliu, 7 farma af svartolíu og 4—5 af bílabensíni. Ef skipulag á þessum kaupum og innflutningi er brotið niður og margir aðilar, hver fyrir sig, fara að annast innflutning, er það trú mín að fljótt komi í ljós að þar sé ekki um spor fram á við að ræða. Yilhjálwur Jónsson er forstjórí Olíufélagsins hf. Þessir ungu menn sátu alvarlegir í snjónum og vildu ekkert láta uppi um lífsskoðanir sínar. í snjónum á Egilsstöðum EgilsNtödum, 27. janúar. UNDANFARNA viku hefur hið fegursta vetrarveöur ríkt hér um slóöin. Einstaka sinnum hefur gengið á með smáéljum — en annars hefur verið stillt og bjart veður með allt að 15 stiga frosti. Ahangendur skíðaíþróttarinn- ar hafa kunnað að notfæra sér snjóinn og nú um helgina hefur víða mátt sjá skíðaiðkendur á ferli. Þeir hafa ekki þurft að leita langt að skíðafæri — því snjórinn er hvað mestur innan þorpsmarka eða í næsta ná- grenni. Að sögn er lítill snjór á Uthéraði og vegir innan við Setberg í Fellum nær auðir að Vnlla Fyrsta dag í þorra komu Eg- ilsstaðabúar saman til þorra- blóts í Valaskjálf venju sam- kvæmt. Góður rómur var þar gerður að mat og skemmtiatrið- um — en nærri lætur að 350 manns hafi sótt blótið að þessu sinni. Fleiri hreppar á Héraði fögnuðu þorra nú um helgina — og svo mun verða næstu helgar. — Ólafur Skíðaáhugamenn kunna að meta snjóinn. Morgunblaftið/óWur Tveir listamenn á höfundar- samning hjá Þjóðleikhúsinu Þjóðleikhúsráð samþykkti nýlega að ráða þá Leif Þórarinsson, tón- skáld og Olaf Hauk Símonarson, rit- höfund, á höfundarsamninga við Þjóðleikhúsið fyrir árið 1985 og eru þeir ráðnir til sex mánaða hvor. Leif- ur mun semja tónlist við ballett, en Ólafur mun semja leikrit. Leifur hefur stundað tónlistar- nám við Tónlistarskólann í Reykjavík og framhaldsnám er- lendis. Jafnframt tónsmiðum hef- ur hann starfað sem hljóðfæra- leikari, tónlistarkennari og gagn- rýnandi. Frumsamin tónverk eftir hann eru orðin hátt á annað hundrað talsins og hafa verið flutt hér heima og víðar erlendis. Þjóðleikhúsið hefur sýnt söng- leik hans og Odds Björnssonar, Hornakóralinn, auk þess sem tón- listin við sýningu leikhússins á Tyrkja-Guddu eftir Jakob Jónsson var samin af Leifi. Ennfremur hefur Nanna Ólafsdóttir samið ballett við kammerverk eftir Leif. ólafur Haukur Símonarson hef- ur sent frá sér ljóðabækur, smá- sagnasöfn, ljóðsögu, skáldsögur og leikrit. 1 vetur sýndi Þjóðleikhúsið leikrit hans Milli skins og hörunds og á næstunni mun Leikfélag Húsavíkur frumsýna nýtt gamanleikrit eftir hann. ólafur hefur samið sjónvarpsleikrit og gert sjónvarpskvikmyndir, samið lög og texta og sungið sjálfur inn á hljómplötur. (fjr frétUtilkynniiigu.) V^terkurog kJ hagkvæmur auglýsingamióill!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.