Morgunblaðið - 31.01.1985, Page 25

Morgunblaðið - 31.01.1985, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 1985 25 Tók á sig krók í umferðinni Þessi mynd var tekin á mesta umferðartíma á Oxford Circus í London í gærmorgun. Slökkviliösmenn og lögregla eru að störfum eftir að tveggja hæða strætisvagni hafði verið ekið inn á gólf hjá skrifstofu Fhigfélags Suður-Afríku. Nokkrir þeirra sem í vagninum voru, þar á meðal bflstjórinn, hlutu minni háttar meiðsl, en öllum hafði víst brugðið nokkuð við óhappið. Friðarráðstefnan á Indlandi: Leiðtogarnir á fund ráða- manna kjarnorkuveldanna Nýju Delhí, Indlandi, 30. janúar. AP. Þjóðarleiðtogarnir sex, sem geng- ust fyrir friðarráðstefnunni í Nýju Delhí, hafa ákveðið að fara á fund ráðamanna kjarnorkuveldanna fimm til að vinna þeirri stefnu fylgi, að hætt verði framleiðslu og dreif- ingu kjarnorkuvopna, að því er Rajiv Gandhi, forsætisráðherra Indlands, sagði í gær, þriðjudag. Eins dags fundur þjóðarleiðtoga Svíþjóðar, Argentínu, Grikklands, Mexíkó, Tanzaníu og Indlands á mánudag samþykkti yfirlýsingu, þar sem stórveldin eru hvött til að koma í veg fyrir „stjörnustríð" og skrifa undir víðtækt samkomulag um að banna allar tilraunir með kjarnorkuvopn. Fundurinn fagnar þeirri ákvörðun stórveldanna að hefja afvopnun- arviðræður á nýjan leik, sagði í yfirlýsingunni. Ennfremur sagði: „Okkur þætti vel farið, ef það mætti ná fram að ganga á árinu 1985, að vonin tæki við af ógninni." Gullránið mikla: Meira gull fundið l/ondon, 30. janúar. AP. LCkxREGLA. hefur fundið meira gull til viðbótar því sem áður hefur fund- ist og talið var stolið f mesta ráni, sem framið hefur verið í Bretlandi, Brinks-Mat ráninu á Heathrow-flug- velli í nóvember 1983. Samtals hafa komið í leitirnar 30 kíló af gulli, og einnig „magn“ af skartgripum. Mestur hluti gullsins hefur verið grafinn úr jörðu við sveitasetur í Dartford í Kent, suður af London. Verðmæti gullsins er um 291 þúsund dollarar, en rænt var gulli að verðmæti 36,1 milljón dollara. Vegna gullfundarins voru 16 manns handteknir i dag og úr- skurðaðir í varðhald um óákveðinn tíma. * * * * ¥r ■* * * y Gömlu dansarnir frá kl. 9—1. Nýtt Nú byrjum viö gömlu dansana afftur. Tríó Þorvaldar og Vordís leikur. Kráarhóll opinn frá kl. 18.00. SPORTBÚÐIN I 5 ára i ■ * 20—40% afmælistilboð í eina viku Okkar afmælistilboð er á efftirfar- andi vörutegundum: Skíöum — Skíöaskóm — Skíöa- samffestingum — Skíöa- stretsbuxum — Gönguskíöagöll- um — Dúnúlpum — Anorökkum — Kuldajökkum — Barnakulda- skóm nr. 22—35 — Barnaúlpum — Leikfimifatnaði Nokkur dæmi: Gönguskíöagallar, áður 1.980,- nú 900,- Unglingaskíöaskór 32—39, áður 1.290,- nú 850,- Skíðasamfestingar 36—44, áður 3.850,- nú 1.950,- Dúnúlpur, áður 3,950,- nú 3.000,- Udis anorakkar, áður 2.150,- nú 950,- Barnakuldaskór, áður 799,- nú 500,- Unglingaskíði áður 2.450,- nú 1.950,- „Látið ekki happ úr hendi sleppa“ Póstsendum SPORTVÖRUBUÐIN ÁRMÚLA 38 — SÍMI 83555. »»»»»>»

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.