Morgunblaðið - 31.01.1985, Page 32

Morgunblaðið - 31.01.1985, Page 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 1985 Rannsóknarnefnd kanni innflutningsverslunina ÞINGMENN Alþýðubandalagsins hafa lagt fram tillögu til þingsálykt- unar um rannsókn á innflutnings- versluninni. Fyrsti flutningsmaður er Svavar Gestsson. Lagt er til að Alþingi kjósi níu þingmenn í hlut- fallskosningu til að rannsaka mál- efni innflutningsverslunarinnar og til að gera tillögur til úrbóta. Nefnd- in á að skila skýrslu til Alþingis haustið 1985. Rannsókn nefndarinnar á að beinast að eftirtöldum atriðum: 1- Til hvaða ráðstafana er unnt að gripa í því skyni að tryggja að innflutningur til landsins verði hagkvæmari en nú er um að ræða? 2. Hvaða ráðstafanir er unnt að gera til þess að koma í veg fyrir misnotkun gjaldeyris í inn- flutningsverslun? STUTTAR MNGFRÉTTIR Kennslukostnaður Geir Gunnarsson, Alþýðubanda- lagi, hefur lagt fram fyrirspurn til menntamálaráðherra um kennslukostnað. Fyrirspurnin hljóðar svo: Hver er heildarkostnaður (þar með talinn stjórnkerfiskostnað- ur) ríkissjóðs árin 1983, 1984 og 1985 (skv. fjárlögum): 1. Af hverjum bóknámsnem- anda í fullu námi a. á grunnskólastigi, b. á öðrum skólastigum? 2. Af hverjum verknámsnem- anda í fullu námi? Sala á fiski erlendis Lögð hefur verið fram fyrir- spurn frá Geir Gunnarssyni til sjávarútvegsráðherra um sölu á fiski erlendis. Spurst er fyrir um hve mikið af ferskum fiski var flutt út í gámum til sölu erlendis frá einstökum verstöðvum og hversu hátt verð fékkst fyrir þennan útflutnng. Þá er einnig beðið um upplýsingar um meðal- söluverð hverrar fisktegundar að frádregnum sölukostnaði. Ullariðnaður Þórður Skúiason, Alþýðu- bandalagi, hefur lagt fram fyrir- spurn til iðnaðarráðherra um af- komu og verðmætishlutdeild fyrirtækja í ullariðnaði. Fyrir- spurnin er í fjórum liðum og er ráðherra meðal annars inntur eftir hvort iðnaðarráðuneytið hafi tekið til athugunar skýrslu Þjóðhagsstofnunar o.fl. sem gerð var síðastliðið haust um afkomu og verðmætishlutdeild einstakra greina ullariðnaðarins. Einnig er spurst fyrir hvort ráðuneytið hyggist láta þessi mál til sína taka þannig að þessi atvinnuveg- ur leggist ekki niður á lands- byggðinni. Kostnaðarhlutdeild sveitarfélaga Menntamálaráðherra hefur fengið fyrirspurn frá Þórði Skúlasyni sem tekið hefur sæti á Alþingi í fjarveru Ragnars Arn- alds, um kostnaðarhlutdeild sveitarfélaga í byggingu og rekstri framhaldsskóla og inn- heimtu námsvistargjalda. Þing- maðurinn spyr hvort þess megi vænta að menntamálaráðuneyt- ið beiti sér fyrir samræmingu laga um kostnaðarhlutdeild sveitarfélaga í byggingu og rekstri menntaskóla annars veg- ar og fjölbrautaskóla hins vegar. Þá er einnig spurst fyrir um af- stöðu ráðuneytisins til inn- heimtu námsvistargjalds. Jóhanna Sigurðardóttir: 3. Hvað má ætla að stór hluti þjóðartekna tapist vegna óhagkvæmrar innflutnings- verslunar? 4. Hvaða ráðstafanir er unnt að gera til þess að koma í veg fyrir að þeir, sem brotið hafa reglur um innflutnings- og gjaldeyr- ismál, fái verslunarleyfi á ný? 5. Hvernig er unnt að koma í veg fyrir að innflutningsverslun skipti við milliliði, heildsala, erlendis sem taka álagningu og umboðslaun af vörum sem seld- ar eru til íslands? 6. Hvernig háttar innflutnings- verði til annarra norrænna landa, þó einkum til Færeyja sem ætla má að séu á margan hátt sambærilegar við ísland? SVIPMYND FRÁ ALÞINGI Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra og Albert Guðmundsson fjár- málaráðherra stinga saman nefjum. Virðisaukaskattur: Ráðstafanir í tryggingamálum til mótvægis við verðhækkun á matvöru FJÁRMÁLARÁÐHERRA, Albert Guðmundsson, mælti fyrir frum- varpi til laga um viröisaukaskatt á fundi efri deildar síðastliðinn miðvikudag. í ræðu sinni gat ráðherra þess að almennur skattur á neysluvörur hafi um árabil verið langstærsti tekjustofn ríkissjóðs og því skipti miklu bæði fyrir ríkissjóð og almenning hvernig þessari skattheimtu er háttað. Söluskattskerfið hér á landi hefur marga galla og benti fjár- málaráðherra á uppsöfnunaráhrif skattsins, sem veikir mjög sam- keppnisaðstöðu atvinnuveganna bæði á innlendum markaði og er- lendum. Þá benti hann einnig á að hinar margvíslegu undanþágur frá söluskatti valdi ýmsum vand- kvæðum. Til að hægt sé að taka upp virðisaukaskatt verður að víkka verulega út skattskyldusvið- ið, en það þýðir meðal annars að skattur Ieggst á matvöru. Áætlað er að af þessum sökum hækki Hækkun á greiðslum makabóta JÓHANNA Sigurðardóttir, Alþýöu- flokki, hefur lagt fram frumvarp í neðri deild Alþingis um breytingu á lögum um almannatryggingar. Markmið frumvarpsins er, eins og segir í greinargerð þess, að „hækka greiðslur makabóta til þeirra sem bundnir eru heima við vegna örorku eða langvinns sjúk- dóms maka og geta ekki af þeim sökum aflað sér tekna." í frumvarpinu er lagt til að makabætur geti numið allt að 80% af samanlögðum grunnlífeyri og tekjutryggingu eða 8154 krón- um í stað 3394 króna. Gert er ráð fyrir að útgjöld ríkissjóðs vegna þessa verði um 5 milljónir króna. matvörur að meðaltali um 18,9%, en þó kann það að vera ofáætlun þar sem framleiðslukostnaður mun lækka þar sem fyrirtæki fá endurgreiddan skatt af aðföngum. í umræðu um frumvarpið lýstu nokkrir þingmenn yfir áhyggjum sínum vegna verðhækkana á mat- vörum sem upptaka virðisauka- skattsins hefur í för með sér og bentu á að matvæli eru stærsti hluti útgjalda þeirra sem verst hafa kjörin. Albert Guðmundsson, fjármála- ráðherra, lagði hins vegar á það áherslu að ríkisstjórnin muni gera sérstakar hliðarráðstafanir i tryggingamálum til mótvægis við umræddar hækkanir, og verða þær kynntar síðar. Með tilkomu virðisaukaskatts- ins mun samkeppnisaðstaða ís- lenskra fyrirtækja stórbatna, bæði innanlands og á erlendum mörkuðum. Verði frumvarpið að lögum verður virðisaukaskattur að nema 21% til að hann skili því sama í ríkissjóð og söluskatturinn. Um 19.500 aðilar verða skatt- skyldir eða rúmlega tvöfalt fleiri en nú. Helgi Seljan, Alþýðubandalagi, sagði að frumvarpið væri eitt stærsta mál þessa þings. Sagðist hann fljótt á litið sjá ýmsa ann- marka á virðisaukaskatti. Benti Helgi Seljan á að hinar marg- ræddu undanþágur frá söluskatti væru af hinu góða í flestum tilfell- um, enda kæmu þær fyrst og fremst til góða fyrir lágtekjufólk. Sigríður Dúna Kristmundsdótt- ir, Kvennalista, gagnrýndi að leggja ætti skatt á matvöru og taldi óverjandi að gera slíkt. I svipaðan streng tók Jón Krist- jánsson, Framsóknarflokki, en hann sagðist líta til þeirra hlið- arráðstafana sem ríkisstjórnin hefði á prjónunum. Karl Steinar Guðnason, Alþýðu- flokki, sagðist vera fylgjandi því að taka upp virðisaukaskatt og hægt væri að sníða annmarkana af með ýmsum ráðstöfunum. Þá tóku einnig til máls þingmennirn- ir Kolbrún Jónsdóttir, Bandalagi jafnaðarmanna, og Haraldur ólafsson, Framsóknarflokki. Frumvarpið var afgreitt til ann- arrar umræðu og til fjárhags- og viðskiptanefndar. MISSIÐ EKKIAF TÆKIFÆRINUI ÖRFÁAR SÝNINGAR EFTIR Á STÓRMYNDINNI Dómsorðið Stórmynd frá 20th Century Fox. Sýnd kl. 5, 7.30 og 10. Hægt að nýta lífríki Breiða- fjarðarins mun betur en gert er — segir Ólafur Einarsson fiskifræðingur í Ólafsvík „ÞAÐ er auðugt líf í Breiöafirðin- um og fjölbreytt allt fri fiski og niður í þörunga, sem eru undir- stöðufæða ýmissa skeldýra. Ég tel að það sé hægt að nýta fjörðinn mun betur, til dæmis með ýmiss konar ræktun í honum. Það er því nauðsynlegt að kanna svæðið og þá möguleika, sem það gefur, almenni- lega. Síðan er það kúnstin að skipu- leggja nýtinguna og koma afurðun- um í verð,“ sagði Olafur Einarsson, fiskifræðingur í Ólafsvík. „Mér sýnist á öllu að hörpu- skelfiskstofninn í Breiðafiröinum sé fullnýtt ur eins og sakir standa á núverandi veiðisvæðum enda benda rannsóknir Hrafnkels Ei- ríkssonar fiskifræðings til þess. Sjómenn og skelverkendur segja, að það verði sífellt minna um stóru skelina, sem mest gefur af sér. Það er ekkert óeðlilegt þó skelin smækki, það er meðal- stærðin, en óvarlegt er að sækja um of í hana. Þó er varla hætta á hruni stofnsins vegna þess hve Ólafur Einarsson fiskifræðingur margir árgangar eru í veiðinni. Undanfarin þrjú ár hafa verið tekin 11.000 tonn úr firðinum og það getur verið að eitthvað sé af ófundnum miðum, en ekki svo að það gæti skipt sköpum. Menn sækja gjarnan í stærstu skelina til dæmis við Hempilinn og Eyr- arplássið og virðist nú of mikið sótt I hana enda hef ég heyrt það frá sjómönnum að hún fari minnkandi. Við Oddbjarnarsker er smá skel og uppi eru hugmynd- ir um að það þurfi að „grisja" hana, en óvíst er hvort svo er. Það kemur ýmislegt upp í skelplógana, sem vert er að skoða nánar, til dæmis trjónukrabbi. Annars er mjög fjölbreytt skel- dýralíf í firðinum, meðal annars aða (rauðskel), ígulker, krækling- ur, kúske), kuðungar ýmiss konar og sæbjúgu. Þetta er allt saman étið og því hljóta að felast ein- hverjir möguleikar í veiðum og vinnslu og ennfremur ræktun þessara tegunda. Innst í firðinum er mjög fjölbreytt þörungalíf, sem er undirstaða fæðuöflunar skeldýranna og því kemur fylli- lega til greina að reyna ræktun ýmissa tegunda á því svæði. Ég held því að hægt sé að nýta fjörð- inn mun betur."

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.