Morgunblaðið - 31.01.1985, Page 51

Morgunblaðið - 31.01.1985, Page 51
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 1985 51 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 11-12 FRÁ MÁNUDEGI ^ TIL FÖSTUDAGS '« \ t* Bréfritari telur ad alltof margir grunnskólanemendur séu í hverjum bekk, sem skapi mikið álag á kennarana. Nemendafjölda innan skynsamlegra marka Heimilisfaðir í Reykjavík skrifar: Hildur friðriksdóttir, húsmóðir í Reykjavík, skrifaði grein, er birt- ist í Morgunblaðinu 26. janúar sl. Það hlýtur að vera bæði kennur- um og foreldrum barna á grunn- skólastiginu vel ljóst, að í grein Hildar eru orð í tíma töluð og lík- legt er, að þeir séu margir sem vildu gera orð hennar að sínum. Það er lítill kraftur eða lifandi starf í þeim foreldra- og kennara- félögum, sem ekki taka áskorun þessari, en sofa vært áfram þess í stað. yfirskriftinni Jólagjöfin sem aldr- ei barst. Við hjá Norðurpólnum biðjumst afsökunar á því hve jólagjöfin frá danska jólasveininum hefur tafist en það staðfestist hér með að hún er væntanleg innan tíðar. Við er- um í sambandi við danska fyrir- tækið Seriforlaget sem sér um að koma dönsku jólagjöfinni til ís- lenskra barna. Okkur hefur verið tjáð að þeim hafi eitthvað seinkað með sendinguna vegna þess að miklu fleiri óskir bárust en fyrir- tækið hafði gert ráð fyrir. Ég vil taka það fram að við höf- um aldrei orðið fyrir slíku áður og vonumst til að þeir, sem von eiga á pökkum, sýni biðlund, þar til sendingin berst. Norðurpóllinn sf. hefur staðið vel að öllu því sem hann hefur tekið sér fyrir hendur og viðskiptavinir okkar hafa ætíð fengið óskir sínar uppfylltar. Aðalstarfsvettvangur okkar hefur verð sá að senda gjafir til barna erlendis frá „íslenska jóla- sveininum" og höfum við sent börnum um heim allan gjafir með góðum árangri. Stiklur fyrr á kvöldin H.K. hringdi: Furðu gegnir hvað Stiklur Ómars Ragnarssonar eru sýndar seint á kvöldin. Þetta eru ekki síð- ur áhugaverðir þættir fyrir börn en þau þurfa að fara snemma í háttinn því skólinn kallar. Margar myndanna eru meira að segja endursýndar og því ekki að sýna þær myndir fyrir fréttir á kvöldin? Sonur minn er einn af mörgum óánægðum, hann þarf að fara í skólann á morgnana en vill alls ekki missa af Stiklunum. For- ráðamenn sjónvarps taki þetta til athugunar. Það vill nú svo til, að konan mín er starfandi kennari á grunn- skólastiginu hér í Reykjavík og þar að auki höfum við átt og eig- um nú börn á þessum aldri. Þess vegna hefur gefist nægur tími til þess að fylgjast með og íhuga ástandið, eins og það er a.m.k. þar sem ég þekki til. Nemendafjöldi í mörgum bekkjadeildum er og hefur verið hátt í 30 og þennan fjölda verður einn kennari að hafa og bera ábyrgð á að allir njóti sín. Þó eru í sumum skólum tveir kennarar í svona fjölmennum bekkjardeild- um, en alls ekki alls staðar. Eftir að blönduðu bekkjardeild- irnar, þar sem framúrskarandi nemendur, meðal nemendur og tregir nemendur eru af handahófi settir saman í eina bekkjardeild gefur auga leið að vinnuálag sam- vizkusams kennara verður óhóf- legt og raunar ótrúlegt fyrir þá sem ekki þekkja til eða skilja. Aðeins með vinnu, brennandi áhuga og samvizkusemi kennar- ans, sem utan skólatíma undirbýr, skipuleggur og vinnur sjálfur verkefni fyrir nemendur sína, get- ur þetta gengið, þannig að allir nemendurnir f hópnum hljóti gagn af. Mörg eru þau kvöldin og margir frídagarnir um helgar, þar sem mín góða og samvizkusama kona hefur setið klukkutímunum sam- an við skrifborðið heima hjá okkur og unnið upp og gert verk- efni fyrir einstaklingana í stóra hópnum sínum. Það er nefnilega rétt, það sem Hildur segir í grein sinni að gera verði, ef vit á að vera í svona kennsluháttum í stórum bekkjardeildum. Það sem kannski er gremju- legast við þetta allt saman, er að svona vinna er oftast lítils eða einskis metin út á við. Aðeins Kvöldvaka orlofs húsmæðra í Reykjavík aö Hótel Sögu, Súlnasal í kvöld 31. janúar kl. 20.00. Húsið opnar kl. 19.00. Fjölbreytt skemmtiatriði. Mikill almennur söngur. Orlofskonur eru hvattar til að mæta. Öllum er heimill aögangur. Miðar seldir við innganginn á kr. 220,- Innifalið kaffi og meðlæti hugsandi foreldrar sem fylgjast með börnunum sínum og námi þeirra og samkennararnir skilja hvað um er að ræða. Ekki er nú líklegt, að það séu launin, eða efnaleg umbun sem örvar til þessarar kvöld- og helgarvinnu, ellegar freistar fólks til þess að taka að sér starf kenn- ara. Ég get að vísu aðeins gefið dæmi, sem ég þekki og er mér nærtækt. Mín ágæta kona, sem hefur langan starfsaldur í kennslu, fékk nú í janúar mánaðarlaun fyrir hálft starf sitt sem barnakennari, heilar 11.119 kr. og fyrir heima- vinnuna fékk hún samningsbundið tæplega 500 kr. fyrir mánuðinn. Að auki vinnur hún svo að sjálfsögðu fullt starf sem húsmóðir á heimili okkar, en það er nú önnur saga. Sem belur fer þarf hún ekki ein að sjá fyrir heimilinu. Guð hjálpi þeim barnakennurum, sem með þessi laun verða að framfleyta sér og fjölskyldu sinni. Á sama tíma og þessi vitleysa viðgengst í sjálfu menntakerfinu, er verið að þenja það út, niðurávið, og setja á stofn 5 ára forskóla- bekki hér í Reykjavík, með þeim óhjákvæmilega kostnaði, sem því hlýtur að fylgja, svo sem ráðningu nýrra kennara og viðbótar hús- næði í skólunum t.d. Væri nú ekki gáfulegra, að halda nemendafjöldanum innan skynsamlegra marka, til dæmis láta fjölda í einni deild hjá einum kennara ekki fara yfir 24 og helst ekki yfir 20, í bekkjardeildum, a.m.k. í 6—9 ára bekkjunum, þar sem nemendurnir þurfa sárlega á einstaklingskennslunni að halda? Kennurum og nemendum hlyti að líða betur, árangur kennslunn- ar yrði meiri og betri og svo verða skólarnir ekki gerðir að leikskól- um eða dagheimilum. Blaðburöarfólk óskast! Vesturbær Granaskiól Faxaskjól Úthverfi Sæviöarsund 2—48 Austurbær Bragagata Sóleyjargata Miöbær I Komið inn til Grindavíkur í Ijósaskiptunum í gœr 53? S\GGA V/ÖGA £ uLVtRAU

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.