Morgunblaðið - 06.03.1985, Qupperneq 1
56 SIÐUR
STOFNAÐ 1913
54. tbl. 72. árg.
MIÐVIKUDAGUR 6. MARZ 1985
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Stórskotaárás
írana á Basra
Bagdad, 5. mars. AP.
ÍRANAR framfylgdu í dag þeirri
hótun sinni, að gera haröa stórskota-
írás á hafnarborgina Basra í suður-
hluta íraks. Segja þeir hana gerða í
hefndarskyni fyrir árás íraskra her-
þota á kjarnorkuver og stáliðjuver i
Iran í gær, en þá bafí 12 manns látið
lífið og 30 særst írakar svöruðu
Hættir
Kanadaí
UNESCO?
Ottawa og París, 5. mars. AP.
HUGSANLEG úrsögn Kanada
úr UNESCO, Menningarmála-
stofnun Sameinuðu þjóðanna,
verður efst á baugi í viðræðum
Brians Mulroney, forsætisráð-
herra Kanada, og Javier Perez
de Cuellar, framkvæmdastjóra
Sameinuðu þjóðanna, sem
kemur til Ottawa á morgun,
miðvikudag. Það var talsmaður
utanríkisráðuneytisins, sem
skýrði frá þessu í dag.
Mulroney mun greina de
Cuellar frá því, að Kanada-
menn hafi lengi barist fyrir
breytingum á skipulagi og
starfsemi UNESCO, og þeir
séu óánægðir með hve lítið til-
lit hefur verið tekið til sjónar-
miða þeirra.
í dag var haft eftir ónafn-
greindum fulltrúa i sendi-
nefnd Svisslendinga í höfuð-
stöðvum UNESCO í París, að
20. mars nk. kæmu háttsettir
fulltrúar 12 iðnríkja saman til
óformlegs fundar í Genf til að
ræða málefni Menningarmála-
stofnunarinnar. Þetta eru full-
trúar Bandaríkjanna, Kanada,
Bretlands, Frakklands, Vest-
ur-Þýskalands, Belgíu, Spán-
ar, Ítalíu, Hollands, Sviss,
Ástraliu og Japans.
Á fundinum í Genf verður
m.a. rætt um niðurstöður síð-
ustu funda framkvæmda-
stjórnar UNESCO í París og
dagskrá næsta þings stofnun-
arinnar, sem haldið verður í
Búlgaríu í október.
árásinni með því að skjóta eldflaug-
um að hernaðarlegum skotmörkum í
íran.
íranar höfðu hvatt íbúa í Basra,
sem eru ein milljón, til að forða
sér á braut áður en stórskotaárás-
in hæfist um fjðgurleytið að ísl.
tíma. Árásin hófst um hálftíma
síðar, án þess að íbúar borgarinn-
ar hefðu farið á brott. Engar
fregnir höfðu borist um mannfall
er Morgunblaðið fór í prentun í
nótt.
Stjórnvöld í írak vísa eindregið
á bug ásökunum írana um árásina
á kjarnorku- og stáliðjuverin i
gær. Segja þau hana hreinan upp-
spuna.
Arthur Scargill, leiðtogi Samtaka kolanámumanna, við námuna í Barrow, sem er skammt frá
hópur verkfalisvarða kom í veg fyrir að hann leiddi um 1.200 námumenn til starfa á ný.
AP/Simamynd
heimili hans, þar sem
Bretland:
Allur þorri námumanna
kominn aftur til starfa
Verkfallsverðir stöðvuðu Scargill
Lundúnura, 5. mars. AP.
HÓPUR verkfallsvarða kom í
morgun í veg fyrir að Arthur
Scargill, leiðtogi Samtaka
breskra kolanámumanna, og
1.200 manna hópur, sem hann
leiddi, kæmist til starfa í kola-
námunni í Barrow í Yorkshire á
Englandi. Scargill lýsti því þá
yfír, að hann mundi aldrei brjót-
ast í gegnum raðir verkfallsvaröa
og sneri burt með mönnum sínum.
Allur þorri kolanámumanna
komst hins vegar til að sinna
störfum sínum í morgun eins
og aukaþing Samtaka námu-
manna, sem haldið var á
sunnudag, hvatti þá til að gera.
Er talið að um 85% námu-
manna, sem samtals eru 186
þúsund, hafi mætt til vinnu.
Áður en verkfallið, sem staðið
hefur í tæpt ár, leystist voru
um 52% námumanna komnir
til starfa.
Margaret Thatcher, for-
sætisráðherra Bretlands, lét í
dag í ljós ánægju með lyktir
verkfallsins. Hún sagði að ekki
kæmi til greina að þeir verk-
fallsmenn, sem gerst hefðu
sekir um alvarleg ofbeldisverk,
s.s. árásir á námumenn sem
unnu í verkfallinu og fjölskyld-
ur þeirra og heimili, og
skemmdarverk í námum, yrðu
endurráðnir.
Endurráðning 700 verkfalls-
manna, sem reknir voru úr
vinnu fyrir ofbeldisverk, er ein
af kröfum Samtaka námu-
manna og hópur námumanna,
þ.á m. stór hluti þeirra, sem
stóð verkfallsvörslu í dag, vill
ekki hefja störf á ný fyrr en
þessum mönnum hefur verið
veitt uppgjöf saka.
Sjá: „Mikill ósigur fyrir róttæku
vinstri öflin“ á bls. 30.
Anatoly Karpov vill
halda einvíginu áfram
Vín. 5. mars. AP.
Vín, 5. mars. AP.
ANATOLY Karpov, heimsmeistari
í skák, sem nú er staddur í Austur-
ríki, sagði á blaðamannafundi í
dag, að Florencio Campomanes,
forseti Aiþjóðaskáksambandsins
(FIDE), hefði brotið reglur sam-
bandsins þegar hann ákvað að
stöðva skákeinvígi Karpovs og
Afganistan:
Hungur og sjúkdómar að kippa
fótum undan frelsissveitunum
Wuhington, 5. mare. AP.
HUNGUR, sjúkdómar og skortur á lyfjum og læknishjálp handa særðum
skæruliðum í Aíganistan gæti leitt til þess að andspyma frelsissveitanna í
landinu gegn stjórnarhernum og sovéska innrásarhernum yrði brotin á bak
aftur á næsta ári. ÞetU kom fram í vitnaleiðslum fyrir bandarískri þing-
nefnd í dag.
. Tveir læknar, dr. Robert Sim-
on frá Bandaríkjunum og dr. Juli-
ette E. Fournot frá Frakklandi,
sem unnið hafa að hjálparstarfi
meðal frelsissveitanna í Afgan-
istan, greindu bandarísku þing-
mönnunum frá því að Sovétmenn
hefðu vitandi vits sent herþotur
til að varpa sprengjum á þau fáu
sjúkrahús og sjúkraskýli, sem eru
fyrir hendi á yfirráðasvæði frels-
isveitanna.
Afganskur læknir, sem kom
fyrir þingnefndina, sagði að
14—16% Afgana væru haldnir
berklum og 60—70% manna þar
hefðu að undanförnu þjáðst af
mýrarköldu. Hann sagði að þrjá-
tíu af hverjum eitt hundrað börn-
um dæu áður en þau næðu fimm
ára aldri vegna næringarskorts
og ýmissa veirusjúkdóma.
Af þeim fimmtán milljónum
manna, sem bjuggu í Afganistan
þegar Sovétmenn réðust inn í
landið 1979, hefur ein milljón
fallið í átökum og fjórar milljónir
flúið land.
Garri Kasparovs í Moskvu 15.
febiúar sl. Karpov sagðist vilja að
heimsmeistaraeinvíginu yrði þegar
framhaldið, í stað þess að efnt yrði
til nýs einvígis 2. september nk.
Þegar einvígið var stöðvað
hafði Karpov hlotið 5 vinninga,
en Kasparov 3. „Ef um nýtt ein-
vígi verður að ræða, hef ég tap-
að forskoti mínu,“ sagði Karpov,
og kvaðst ekki vilja sætta sig við
það.
Austurríkismaðurinn Kurt
Jungwirth, sem er varaforseti
FIDE, hefur lýst sig andvígan
ákvörðun Campomanesar. Hann
lýsti því yfir í dag, að það væri
of seint að ákveða nýjar einvíg-
isreglur á þingi skáksambands-
ins seinni partinn í ágúst eins og
Campomanes hefur í hyggju.
Kvað hann líklegt að 13 manna
framkvæmdastjórn FIDE yrði
að taka ákvörðun um framhald
heimsmeistaraeinvígisins er
hún kemur saman í Túnis 13. til
20. maí nk.