Morgunblaðið - 06.03.1985, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 6. MARZ 1985
Sjómannaverkfall
Sjómenn á Akureyri:
„Samningar yfirmanna voru
reiðarslag fyrir okkur sjómenn“
Jón Hjaltason matsvcinn, Davíð Hauksson háseti og Árni Sigurðsson bátsmaður. Morgunblaðift/GBerg
Akureyri, 5. mars.
Á FUNDI sjómanna á Akureyri í
gsrkvöldi var samþykkt einróma að
fresta ekki verkfalli frá sl. miðnætti,
eins og samninganefnd sjómanna
hafði lagt til. Fréttamaður Mbl. hitti
að máli þrjá sjómenn í dag, þar sem
þeir voru til skrafs og ráðagerða í
skrifstofu Sjómannafélags Eyja-
fjarðar. Þeir voru Jón Hjaltason,
matsveinn á togaranum Kaldbak,
Davíð Hauksson, háseti á Súlunni,
og Árni Sigurðsson, bátsmaður á
togskipinu Björgúlfi frá Dalvík.
„Þú mátt hafa það eftir okkur
að við greiddum allir atkvæði
gegn þessu samkomulagi, það nær
einfaldlega ekki nógu langt til
móts við okkar kröfur. Því fannst
okkur fráleitt að samþykkja frest-
un á verkfallinu, missa þannig
togarana út í allt að 14 daga veiði-
ferð, sérstaklega þar sem ljóst var
eftir að yfirmenn höfðu brugðist í
þessum átökum og samþykkt
samninga, sem vitað var að við
gátum ekki sætt okkur við, að þeir
myndu ekki sigla þeim til hafnar
nú eins og þeir gerðu á dögunum.
Okkar menn hefðu því verið úti á
sjó í allt að 14 daga eftir að samn-
ingar hefðu verið felldir, eins og
okkar trú er að verði raunin. Við
erum sérstaklega sárir við yfir-
menn, þar sem þetta er í fyrsta
skipti sem þeir taka þátt í verk-
falli með okkur. Fram til þessa
hafa þeir haft allt sitt á þurru í
verkföllum, verið á launum meðan
við börðumst fyrir auknum laun-
um og réttindum og þeir síðan
fengið þau á silfurfati eftir að
samningar náðust við okkur.
Samningar yfirmanna voru reið-
arslag fyrir okkur sjómenn nú,“
sögðu Jón, Davíð og Árni að lok-
um.
GBer*
Magnús Guðnason, háseti á Hólma-
nesi, kvað þessar sérkröfur sem sjó-
menn gera í viðbót við aðalkjara-
samning, í samræmi við fyrri samn-
inga, en þá hefðu einnig verið gerðir
samningar hér á Austurlandi á sama
hátt. Magnús sagði, að andstaða við
aðalsamningana væri talsverð og tók
hann lífeyrissjóðamálið sem dæmi.
Hann kvað ekki gott að segja hvernig
færi ef reynt yrði að ná því fram, sem
farið væri fram á.
Jónas Guðmundsson, háseti á
Hólmatindi, sagðist eiga verst með að
sætta sig við lífcyrissjóðamálin og að
lífeyrisréttindin skuli ekki hafa verið
gerð afturvirk. Þá væri líf sjómanns-
ins ekki hátt metið, eða á um rúm-
lega 500 þúsund krónur. Einnig
fannst honum of lítið koma til baka
af kostnaðarhlutdeildinni, sem hann
taldi mikið rangiætismál. Ekki vildi
hann spá um framhald málsins, en
vonaði að það gengi saman sem fyrst.
Heitt í kolunum á Eskifirði
Þó nokkur harka hljóp í verkfallið hér á Eskifirði á þriðjudag, eftir að sjómenn
höfðu fellt aðalkjarasamninginn sem gerður var á mánudaginn. Verkfallsverðir
stöðvuðu í morgun skipverja á vélskipinu Vetti, sem ætluðu að fara að láta
netin um borð. Þá urðu ýfingar við togarann Hólmanes er verið var að færa
hann á milli bryggja. Síðan hefur verið stöðug fjölmenn varsla við loðnuskipið
Sæberg, en verkfallsverðir töldu að sigla ætti skipinu til veiða. Ekkert hafði þó
gerst undir kvöldið á þriðjudag.
Akranes:
Verkfalli ekki frestað
— óánægja með frestun verkfalls áður úrslit atkvæðagreiðslu
samningana liggja fyrir
Akranesi, 5. marz.
SJÓMANNADEILD Verkalýðsfélags Akraness samþykkti á fundi sínum á
mánudagskvöld að fresta verkfalli sjómanna á fiskiskipum og héldu þá tveir
loðnubátar til veiða. í hádeginu í dag boðaði deildin skyndiiega til fundar að
nýju og á honum samþykktu sjómenn að hætta við frestun.
Guðmundur M. Jónsson, formað-
ur deildarinnar, var spurður að því
að loknum fundinum af hverju
hætt hefði verið við frestun. „Við
samþykktum að hætta við frestun
verkfallsins fram yfir talningu at-
kvæða og ástæðan er sú, að á mörg-
um stöðum á okkar svæði hafa ver-
ið framin verkfallsbrot. Okkar
svæði er nánast allt landið nema
Aust- og Vestfirðir, því annars
staðar á landinu standa sjómanna-
félögin saman að atkvæðagreiðslu.
Á þessum fundi okkar voru mættir
um 70 manns og ákvörðun okkar
var samþykkt með öllum greiddum
atkvæðum nema einu. Þess má geta
að skipverjar á Rauðsey AK, sem
var annað skipið, sem fór til veiða
frá Akranesi í nótt, sendu fundin-
um skeyti og hétu fullum stuðningi
við að hefja ekki störf fyrr en að
atkvæðagreiðslu lokinni. Ég veit
ekki til þess að nein verkfallsbrot
hafi verið hér á Akranesi," sagði
Guðmundur.
„Ég held að það, sem helzt skap-
ar urg í sjómönnum, sé að þeir eru
andvígir því, að samninganefndir í
Reykjavík hafi gefið leyfi til frest-
unar verkfalls áður en úrslit at-
kvæðagreiðslunnar liggja fyrir,"
sagði Stefán Lárus Pálsson, skip-
verji á skuttogaranum Höfðavík
AK 200, er fréttaritari Mbl. ræddi
við hann í dag. „Ég greiddi nú
reyndar atkvæði sem yfirmaður, þó
ég teljist til hins hópsins í dag, en á
undanförnum árum hef ég verið
stýrimaður og skipstjori á bátun-
um.“ Aðspurður um það hvernig
Guðmundur M. Jónsson, formaður
sjómannadeildar Verkalýðsfélags
Akraness.
honum fyndust samningarnir,
sagði hann: „Mér finnst þeir að
mörgu leyti góðir þó maður sé aldr-
ei fyllilega ánægður. Við fáum
þrjár af fjórum helztu kröfunum að
Stefán Lárus Pálsson, skipverji á
Höfðavík AK 200.
Morgunblaðið/Jón Gunnlaugsson
mestu í gegn. Lífeyrissjóðurinn
kemur svo að segja að fullu eftir
skamman tíma, góð útkoma fékkst
varðandi slysa- og dánarbætur og
kauptryggingin hækkaði verulega."
Samningarnir hefðu verið felldir
— segja sjómenn í Keflavík og Sandgerði
ÞAÐ VAR ekki margan undirmanninn að finna í höfnunum í Keflavík, Njarð-
víkum og Sandgerði er Morgunblaðsmenn voru þar á ferðinni um hádegisbilið
í gær, enda varla von þar eð fundir í sjómannafélögum þessara staða kvöldið
áður höfðu ákveðið að aflýsa ekki vinnustöðvun sjómanna fyrr en þeir bátar
sem þjófstörtuðu og fóru á veiðar áður en vinnustöðvun var aflýst, hefðu dregið
net sín úr sjó og komið að landi aftur. Gífurleg samkeppni er um bestu staðina
til að leggja netin og gripu fundirnir til þessa ráðs vegna þeirra sem virtu ekki
vinnustöðvunina, eftir að fréttist að samkomulag hefði tekist með samninga-
nefndum sjómanna og útvegsmanna.
Erlingur KE 45, sem er loðnubát-
ur, var þó að leggja að í höfninni í
Njarðvíkum. Skipverjar sögðust
hafa farið frá Vestmannaeyjum
klukkan eitt um nóttina, en þegar
fréttist að verkfallinu hefði ekki
verið aflýst fram yfir talningu at-
kvæða, hefði verið ákveðið að fara
inn til Keflavíkur. Undirmenn um
borð kváðust lítið hafa frétt af efn-
isatriðum samningsins, enda ekki
haft tækifæri til að sitja félags-
fundinn kvöldið áður, þar sem
samningurinn var kynntur. Þeir
sögðust ekki vilja fara á veiðar úr
því að verkfallinu hefði ekki verið
frestað. „Það er bara að fara f bæ-
inn aftur," sagði einn þeirra.
„Ég man aldrei eftir öðrum eins
fjölda samankomnum á fundi hér
eins og var í gærkveldi. Það kom
fram mikil óánægja með samning-
ana, mönnum fannst að ekkert
hefði komið út úr þessu,“ sagði
Þorsteinn Tyrfingsson, sjómaður,
sem við hittum að máli í húsnæði
Verkalýðs- og sjómannafélags
Keflavíkur.
Þorsteinn Tyrfingsson sjómaður.
„Það var samþykkt að skila ekki
atkvæðum um samningana inn fyrr
en þeir bátar sem þjófstörtuðu eru
búnir að draga upp net sín. Það er
Jón Pálsson sjómaður.
um að ræða tvo báta frá Keflavík
og fjóra frá Sandgerði eftir því sem
ég best veit. Annar báturinn héðan
fór út strax á miðnætti í nótt og er
kominn aftur með draslið. Ég veit
ekki hvað verður með hinn bátinn
hér, hann er ekki enn farinn út, en
mér skilst að þeir séu einnig að
draga upp í Sandgerði,“ sagði
Þorsteinn ennfremur.
„Ef það hefði verið talið hér sér,
þá tel ég víst að þessir samningar
hefðu verið felldir og ég á alveg
eins von á því að samningarnir
verði felldir í heildaratkvæða-
greiðslunni. Samningarnir voru til
dæmis felldir fyrir austan. Fæstir
eru ánægðir með samningana og
það hefði átt að halda áfram og
sýna hörku til að fá eitthvað fram,
úr því það var komið út I verkfall á
annað borð. Það eina sem við feng-
um í þessum samningum er dálítil
hækkun á kauptryggingu og svo
eru líftryggingamálin einnig í góðu
lagi,“ sagði Þorsteinn að lokum.
„Þetta var fjörugur fundur. Ef
talið hefði verið sér hér þá er vafa-
samt að samningarnir hefðu verið
samþykktir. Það eru fæstir ánægð-
ir með það sem náðst hefur, en
sumir vilja samþykkja vegna þess
að þeir telja að það fáist ekki meira
og vilja komast á sjö sem fyrst,"
sagði Jón Pálsson, sjómaður, sem