Morgunblaðið - 06.03.1985, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. MARZ 1985
5
Vestmannaeyjar:
Minnti á gömlu
góðu dagana
— þegar Eyjaflotinn
lét úr höfn
Yestmannaeyjum, 5. rcars.
ÞAÐ VAR heldur betur hamagangur
við höfnina hér um miðnæturleytið í
nótt þegar frestun á verkfalli sjó-
manna tók gildi og allur Eyjaflotinn
hélt til veiða, svo að segja á sömu
mínútunni. Minnti þetta ástand í
mörgu á þá gömlu góðu daga þegar
það var til siðs að gefa „blússið“,
sem svo var kallað. Ákveðið merki
var gefið í landi og bátaflotinn háði
harða kappsiglingu á fiskimiðin.
Enginn mátti halda í róður áður en
merkið var gefið.
Netabátar, trollbátar, loðnubát-
ar og togarar þustu úr höfn í nótt
og fyrstu netabátarnir voru að
koma aftur í höfn í morgunsárið
eftir að hafa lagt netin. Þeir munu
draga á morgun. Nú um hádegis-
bilið sigldi fyrsti loðnubáturinn
inn um hafnarkjaftinn, Gullberg
VE, með 180 tonn, en Gullbergið
er einn þriggja báta sem veiða
loðnu til frystingar fyrir frysti-
húsin hér. Síðan hefur Bergur
komið að landi með 120 tonn og
bátar eru farnir að landa í bræðsl-
urnar.
Loðnuna fengu skipin hér
skammt vestur af Eyjum. Ilmur-
inn af ferskri loðnu berst nú um
allt hafnarsvæðið. Loðnan úr
Gullberginu er frekar smá og því
erfið til frystingar, 55 til 60 stykki
fara í kílóið. Hrognafylling er hins
vegar 20%, svo það er í góðu lagi.
Hjól atvinnulífsins eru því aftur
farin að snúast eftir bakslag síð-
ustu vikna.
- H.KJ.
Er mikið um verkfallsbrot? „Já,
það virðist mér. Á bryggjunni er til
dæmis verið að steina niður
þorskanet í tveimur bátum. Mér
finnst það mjög kúnstugt að menn
geti verið að vinna í bátunum í
verkfallinu, jafnvel sömu mennirn-
ir, sem voru á fundi hér áðan að
samþykkja að halda verkfalli
áfram. Á togurunum er hins vegar
algjör samstaða um að vinna ekki.
Einnig skilst mér að á Suðurnesj-
um hafi þeir farið strax á sjó. Skip-
in, sem fóru héðan í nótt, höfðu
heimild til að róa og sennilega
koma þau inn aftur strax í dag.“
Heldur þú að samningarnir verði
samþykktir í félögunum? „Ég er
frekar svartsýnn á það eins og mál-
in hafa þróazt. Ef þú hefðir spurt
þessarar spurningar í gær hefði ég
verið mun bjartsýnni. Nei, ég hef
trú á því að þetta verði fellt. Það
græðir enginn launþegi á því, að
vera í verkfalli. Útvegsmenn eru
sjálfsagt í sjöunda himni, þeir fara
ekki ílla út úr þessum samningum,"
sagði Stefán Lárus Pálsson. — J.G.
Morgunblaðsmenn hittu að máli í
höfninni í Sandgerði, aðspurður
um fundinn kvöldið áður.
„Það skiptir gífurlegu máli að ná
bestu plássunum og það er áreið-
anlega þess vegna sem þessir fjórir
bátar þjófstörtuðu. Við viljum að
allir hafi sömu möguleika og þess
vegna samþykktum við að aflýsa
ekki verkfalli, fyrr en þeir hefðu
tekið netin úr sjó og væru komnir
inn,“ segir Jón ennfremur.
„Ég held að mesta óánægjan sé
með það að kostnaðarhlutdeildinni
var ekki breytt sem neinu nemur.
Almennt eru menn ekki óánægðir
með kauptrygginguna eins og hún
er núna, en þessi samningur er til
langs tíma og litlar hækkanir
tryggðar á samningstimanum. Það
er búið að fella samningana á
nokkrum stöðum og ekki gott að
segja hver verður niðurstaða heild-
aratkvæðagreiðslunnar. Mér skilst
að mikill meirihluti hafi verið fyrir
því í Keflavík að fella samningana,
en ekki er gott að segja hvernig
hljóðið hefur verið annars staðar,
til dæmis í Reykjavík og Hafnar-
firði. Þetta getur því farið á hvorn
veginn sem er,“ sagði Jón að lokum.
Birgir Björn Sigurjónsson, hagfræðingur BHM, og Stefán Ólafsson, for-
maður Launamálaráðs BHM.
Launamálaráð BHM um tilboð ríkisins:
greiðslum til ríkisstarfsmanna
annars vegar og starfsmanna
með sömu eða sambærilega
menntun á almennum markaði
hins vegar. „í könnun þessari
kemur fram að háskólamenntaðir
starfsmenn á almennum markaði
höfðu frá 1—18% hærri laun en
starfsmenn ríkisins, en meðaltal-
ið var 14%,“ sagði Indriði. „Með
tilliti til starfskjara, sem ríkis-
starfsmenn hafa óneitanlega um-
fram aðra, t.d. varðandi lífeyr-
ismál, veikindarétt, námsleyfi og
fleira þá teljum við að þetta til-
boð okkar geri kjör þeirra fylli-
lega sambærileg við starfsmenn á
almennum markaði. Við höfnum
hins vegar þeim talnaleik Laun-
anburðarnefndarinnar, en margir
félagar í BHMR þyrðu ekki að
treysta því að þau gögn yrðu tek-
in til greina. Kennarar hefðu t.d.
gripið til uppsagna til að forðast
það að þeir þyrftu að bíða eftir
Kjaradómi. Éf kemur til kasta
dómsins á næstunni á hann að
kveða upp úrskurð sinn í lok
mánaðarins, en gæti frestað því
um einn mánuð, enda væri mikið
verk að fara yfir greinargerðir
allra félaga og ríkisins, auk þess
sem málflutningur væri tíma-
frekur.
Það kom einnig fram á fundin-
um að nokkur félög eru þegar far-
in að safna uppsögnum félags-
manna sinna. Gísli Ólafur Pét-
„Felur í sér lækkun fyrir suma hópa“
- „Leiðrétting til jafns við aðra starfsmenn
með sömu menntun á almennum markaði“
segir formaður samninganefndar ríkisins
„TILBOÐ samninganefndar ríkisins felur í sér launalækkun fyrir suma
hópa vegna útfærslu nefndarinar á röðun í launaflokka," sagði Stefán
Ólafsson, formaður launamálaráðs BHM, á blaðamannafundi í gær. Indriði
H. Þorláksson, formaður samninganefndar ríkisins, sagði þetta alrangt,
tilboðið hefði aðeins hljóðaö upp á 5% meöalhækkun og ætlast væri til að
félög leggðu fram hugmyndir sínar um dreifingu starfsheita. Samninga-
nefnd ríkisins hefði ekki stungið upp á neinum breytingum nema þessari
launahækkun.
Launamálaráðið hélt fundinn
til að kynna sín sjónarmið í
kjarabaráttu félagsins við ríkið.
Stefán sagði tilboð samning-
anefndarinnar á mánudag hljóða
upp á um 5% hækkun launa, en
hjá sumum yrði í raun lækkun á
launum, því tilboðið fæli í sér
aðra röðun í launaflokka en áður
var.
„Tilboðið er í engu samræmi
við niðurstöður nefndar, sem
vann að samanburði á kjörum há-
skólamanna hjá ríkinu annars
vegar og á almennum markaði
hins vegar,“ sagði Stefán. „Það er
ótrúlegt að ekkert tillit er tekið
til niðurstöðu þeirrar nefndar,
sem fulltrúi fjármálaráðuneytis-
ins átti sæti í. Þessi sami maður
er nú formaður samninganefndar
ríkisins og þrætir fyrir að vinnu-
brögð nefndarinnar hafi verið
rétt. Þó hafði hann ekkert við þau
að athuga þegar könnunin var
gerð. Það mætti ætla að þessi
könnun hafi aðeins verið fram-
kvæmd til að draga mál á lang-
inn, en ekki til að reyna að sam-
ræma kjör háskólamenntaðra
manna hjá ríkinu og á almennum
markaði."
Indriði H. Þorláksson sagði að
samninganefnd ríkisins hefði
miðað sitt tilboð við könnun Hag-
stofu íslands á heildarlauna-
amálaráðs og fulltrúa félaganna
að taka gjörsamlega ósambæri-
legar staðreyndir og bera þær
saman.“
Stefán ólafsson sagði fulltrúa
ríkisins hafa staðfest það með til-
boðinu í gær að þeir teldu ekki
ástæðu til leiðréttingar á kjörum
þessa hóps. „Við höfum óskað eft-
ir tilboði frá samninganefndinni,
sem byggir á þeim gögnum sem
samanburðarnefndin vann,“
sagði Stefán. „Það er bæði bundið
í lög og eru ákvæði um það í aðal-
kjarasamningi, að ríkisstarfs-
menn eigi að njóta sömu kjara og
sambærilegir hópar á almennum
markaði og við viljum ekki trúa
því að fjármálaráðuneytið reyni
ekki að semja við okkur. Það er
ekki hægt að varpa af sér allri
ábyrgð á þennan hátt.“
Ef ekki nást samningar í kjara-
deilunni mun koma til kasta
Kjaradóms. Það kom fram í máli
fulltrúa Launamálaráðs að slíkt
væri þeim lítt að skapi, því
Kjaradómur hefði ætíð dæmt
þeim í óhag. Nú hefði Kjaradóm-
ur þó í höndum betri gögn en áð-
ur, þar sem eru niðurstöður sam-
ursson, sem sæti á í samninga-
nefnd HÍK, sagði, að rætt yrði við
samninganefnd ríkisins um sér-
kröfur kennara og mun sá fundur
verða í dag kl. 13.30. Hann sagði
að af þeim sjö sem sæti eiga í
samninganefnd kennaranna
myndi einn hækka um 900 krónur
á mánuði ef tilboði ríkisins yrði
tekið en sagði einnig, að grunn-
skólakennarar, sem eru með tæp-
ar 20 þúsund krónur í mánaðar-
laun myndu lækka í 18.500 krón-
ur. Að lokum sagði einn fulltrúi í
Launamálaráði að samninga-
nefndarmaður ríkisins hefði sagt
á fundi með BHMR að samninga-
nefnd ríkisins hefði ekki pólitískt
umboð til að semja við félögin á
þeim grunni er þau óska eftir.
Indriði H. Þorláksson sagði það
rétt að samninganefnd ríkisins
hefði ekki umboð til að semja við
félögin samkvæmt þeirra óskum.
„Það er alls ekki vilji stjórnvalda
að semja við þessi félög um
80—100% hækkun til háskóla-
menntaðra starfsmanna umfram
það sem samið hefur verið um við
aðra ríkisstarfsmenn og starfs-
menn á almennum markaði."
Tveir starfs-
menn úr gæslu-
varðhaldi
TVEIMUR starfsmönnum GT-hús-
gagna hefur verið sleppt úr gæzlu-
varðhaldi, en þeir vóru úrskurðaöir í
gæzlu vegna rannsóknar Rannsókn-
arlögreglu ríkisins á meintum sölu-
skatts- og bókhaldssvikum forráða-
manna fyrirtækisins.
Bú GT-húsgagna var tekið til
gjaldþrotaskipta þann 29. nóv-
ember síðastliðinn og i framhaldi
af því vísaði skiptaráðandi málinu
til ríkissaksóknara með beiðni um
opinbera rannsókn.
V estur landsvegur:
Kona fyrir
sendibifreið
LIÐLEGA fertug kona varð fyrir
sendibifreið á Vesturlandsvegi í
gærdag. Konan fór út úr áætlunar-
bifreið til móts við afleggjarann að
vistheimilinu að Skálatúni. Hún
gekk aftur með bifreiðinni og hugð-
ist fara yfir götuna þegar hún varð
fyrir bifreið á leið til Reykjavíkur.
Konan lenti á framrúðu bifreið-
arinnar og hlaut áverka í andliti
og á líkama, en meiðsli hennar
munu ekki talin alvarleg.
Innbrot í
Breið-
holtsskóla
í FYRRINÓTT var brotist inn í
Breiðholtsskóla og skúffur í skrif-
borði skólastjóra brotnar upp, auk
þess sem brotnar voru upp skúffur á
skrifstofu. Ekkert fémætt var og
tjón sem unnið var er allnokkurt.
1 vetur hefur verið brotist inn í
fjölmarga skóla i Reykjavík og
nágrenni og mikil skemmdarverk
unnin.
Flugleiðir kynna
tónleika meö rokkstjörnunni
Thomas Ledin
á ECCAOWAT
dagana 15. og 16. mars
Undanfarin ár hefur Thomas Ledin átt mikilli velgengni aö fagna í
poppheiminum. Hingaö til hefur okkur aöeins gefist tækifæri til aö
fylgjast með Tómasi í sjónvarpinu og meö klifri hans á vinsælda-
listum. Fyrir tilstuölan Flugleiöa, Broadway og Skífunnar, heldur
kappinn tvenna tónleika, föstudaginn 15. og laugardaginn 16.
mars. Einnig kemur fram okkar „heimsfræga“ Ríó Tríó. Tryggöu
þér miöa strax í síma 77500 milli kl. 11.00 og 19.00.
FLUGLEIDIR