Morgunblaðið - 06.03.1985, Page 9
MORGUNBLAÐID, MIDVIKUDAGUR 6. MARZ 1985
Eigum til allar tegundir af hinum þekktu
Fiskarsskærum
Stór sníöaskæri, heimilisskæri, hægri og
vinstri handa, eldhússkæri, takkaskæri og
saumaskæri, Fiskars-eldhúshnífar í miklu úr-
vali.
Einnig v-þýzk barnaskæri fyrir föndur og i
skólann. Naglaskæri og hárskæri.
BökamarkaÓur
Máls og Mcnnir^ar
Út og suður- 20 ferðaþættir
eftir 20 íslendinga
á aðeins kr. 298.-
Stuðningur úr óvæntri átt
Þegar staöa ríkisstjórnarinnar er rædd, sem flestir eru sammála
um aö sé veikari nú en var í upphafi ferils hennar, aö ekki sé
fastar að oröi kveðið, er þó jafnan eitt tínt til, sem stuöningur við
bak hennar: léleg stjórnarandstaða. Þjóöviljinn, sem stöku sinn-
um hittir í mark, leiöir þessa staðreynd einkar vel í Ijós í viðtölum
viö þingfréttamenn, sem gerst þekkja til, í síöasta sunnudags-
blaöi. Staksteinar staldra viö þetta efni í dag.
„Stjórnar-
andstaðan
er slöpp“
l>jóðviljinn birtir sl.
sunnudag stutt viðtöl við
þingfréttamenn um stöðu
stjórnarinnar og líklega
lífdaga. I‘ar kcmur sitthvað
fram. Máske er þó merki-
legra, hvað hjóðviljinn hef-
ur eftir þingfréttamönnum
um stjórnarandstöðuna,
stöðu hennar og styrk.
Cluggum lítillega í þrjú
dsmi:
• 1‘ómnn Gestsdóltir,
þingfréttamaður DV, segin
„Stjórnarandstaðan er
slöpp og hún verður ekki
þessari ríkisstjórn að falli.“
• Helgi Pétursson, þing-
fréttamaður hljóðvarps,
segir „Stjórnarandstaðan
mun ekki fella hana (ríkis-
stjórnina). I>ó að ég hallist
að því að ríkisstjórnin sé
eins konar pólitískur minn-
isvarði um fyrri ásetning,
eru stjórnarandstæðingar
ekki líklegir til að fella
hana."
• Páll Magnússon, þing-
fréttamaður sjónvarps, seg-
ir „l>að er ekkert sem
bendir til þess nákvæm-
lega núna, að kosningar
séu f nánd, sízt af öllu
frammistaða stjórnarand-
stöðunnar. Hins vegar gæti
óánægja margra sjálfstæð-
ismanna með stjórnar-
samstarfíð brotizt fram
með þvílíkum krafti á
landsfundi í vor, að Sjálf-
stæðisflokknum verði ekki
lengur sætt í ríkisstjórn-
inni, og aö kosningar yrðu
þá í haust."
Setningar sem
segja sögu
l*essar fáu setningar,
sem Þjóðviljinn hefur eftir
þingfréttamönnum, segja
athyglisverða sögu. I>eir,
sem gerst fylgjast með
þingstörfum, halda í viss-
um skilningi um púls
stjórnmálanna, telja stöðu
stjórnarinnar ekki sterka.
Hún hafi þó einn bakhjarl:
slappa stjórnarandstöðu.
Sitthvað gctur fellt ríkis-
stjórnina að þeirra dómi en
þó örugglega ekki stjórnar-
andstaðan. Kall ríkisstjórn-
arinnar, ef til þess kemur,
„kemur innan frá“, ekki
frá stjórnarandstööunni,
sem er slöpp, sundurþykk
og ekki til stórræða líkleg.
Alþýðubandalagið sendi
nýlega bónorðsbréf til
stjórnarandstöðuflokka um
viðræður, er fjalla áttu um
„nýtt landsstjórnarafl“.
Bandalag jafnaðarmanna
og Kvennalisti höfnuðu
slíkum viðra*ðum strax.
I>au hræddust fátt meira
en að eiga samleið með
„helzta" stjórnarandstöðu-
flokknum, sem situr rúinn
fylgi, samkvæmt skoðana-
könnunum, í harðari inn-
anflokksátökum en dæmi
eru um áður, og er þá mik-
ið sagt
l>að hljómar ótrúlega en
stjórnarandstaðan er staf-
ur scm stjórnin styðst við.
Hlutverk
stjórnar-
andstöðu
í lýðræðis- og þingræðis-
þjóðfélagi vegur hlutur
stjórnarandstöðu, ábyrgð
hennar og þjóðfélagslegar
skyldur, þungt, ekkert síð-
ur en kvaðir ríkisstjórnar
og stjórnarflokka. Stjórn-
arandstaða kemur til dóms
í kosningum, jafnt og ríkis-
stjórn. Málefnaleg staða
núverandi stjórnarand-
stöðu er ekki beysin og
sýnu lökust hjá „stærsta"
stjórnarandstöðuflokkn-
um, Alþýðubandalaginu.
Hann sat í ríkisstjórn
1978—1983, með þessum
afleiðingum:
• Verðbólga óx eins og
hraðsprottið illgresi.
• Gengi nýkrónu, sem
upp var tekin, hrapaði
stanzlaust.
• Viðskiplahalli við út-
lönd jókst óðfluga og hæt-
tulega.
• Erlendar skuldir jukust
og taka nú fjórðung út-
flutningstekna í greiðslu-
byrði.
• Kaupmáttur launa rýrn-
aði jafnt og þétt; fjórtán
sinnum var krukkað í verð-
bætur á umsamin laun.
• Kaupmáttarlækkun frá
1978 var að meginhluta
komin fram meðan Al-
þýðubandalagið var enn í
ríkisstjórn.
• Afrek Alþýðubandalags
í stjórnarandstöðu rúmast
innan eins núlls.
Kyrir utan oröskrúó er
aðeins einn punktur, sem
stjórnarandstaðan stendur
á: útgjaldatillögur, sem í
framkvæmd þýða aðeins
eitt: skattahækkanir.
Stjórnarandstaöa af svodd-
an gerð á ekkert erindi
„upp á dekk“ þjóðarskút-
unnar, hvað þá í brúna.
Dalakofinn tízkuverslun
auglýsir verð á vor- og sumarvöru
Vor- og sumarkjólar á kr. 600
Kvöldkjólar, margar geröir á kr. 1.800 tii: 2.400
Síöir kjólar og buxnakjólar á kr. 1.800
Samkvæmisbuxur á kr. 1.260
Pils í Ijósum litum á kr. 600
Kápur, loðfóöraöar meö hettu á kr. 2.500
Kápur, alull á kr. 3.500
Jakkar, sumarlitir á kr. 1.800 og 3.600
Dragtir í sumarlitum á kr. 3.000 og 3.500
Regnkápur meö trefli á kr. 2.500
Kuldaúlpur meö hettu,
loöfóöraöar á kr. 1.800
Töskur, ítalskar, fjölbreytt úrval.
Vor- og sumarhattar. Margar geröir. Verö frá kr. 600.
ítalskar ullarhúfur á kr. 550.
Hálsfestar og eyrnalokkar í fjölbreyttu úrvali.
Dalakofinn, tízkuversl.,
Linnetsstíg 1, Hafnarfirði.
Ðókaveisla fjölskyldunnar
i—tö—i
Bókabúð
LMALS&MENNNGAR J
LAUGAVEG118-101 REYKJAVÍK SÍMAR: 24240 - 24242
G()dan daginn!