Morgunblaðið - 06.03.1985, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. MARZ 1985
Rjúfum ekki samstöðuna
eftir Jóhönnu
Sigurðardóttur
I tilefni loka kvennaáratugar
Sameinuðu þjóðanna tóku saman
höndum sl. haust 23 félög og sam-
tök stjórnmálaflokka, stéttarfé-
laga og ýmissa kvennasamtaka
um að helga árið 1985 baráttunni
fyrir áframhaldandi vinnu að
jafnrétti kynjanna. Það átti að
gera m.a. með ákveðnum sameig-
inlegum aðgerðum og verkefnum
kvenna á þessu ári.
Gífurlega mikil undirbúnings-
vinna hefur farið fram á vegum
’85-nefndarinnar og ríkt hefur
eindreginn vilji kvenna í öllum 23
aðildarfélögunum til að vinna að
sameiginlegum verkefnum sem
allar konur á Islandi gætu sam-
einast um. Gildi slíkrar samstöðu
á þessu ári felst ekki síst í því að
undirstrika á áhrifaríkan hátt,
það sem konur gætu sameiginlega
barist fyrir, þrátt fyrir mismun-
andi pólitísk viðhorf og lífsskoð-'
anir og á ég þar ekki síst við jafn-
rétti kynjanna.
I slíku samstarfi er það grund-
vallaratriði, ef samstaða kvenna á
þessu ári á að vera jákvæð og skila
árangri í jafnréttisbaráttunni, að
konur, sem að þessu máli vinna
leggi til hliðar það sem að skilur
en vinni að fullri einlægni og vilja
að því sem konur geta sameinast
um.
Slík afstaóa er Ivkillinn að því að
samstaðan skili þeim árangri sem til
er stofnað.
Mikid í húfi
Af mikilvægum verkefnum sem
í undirbúningi eru á þessu ári má
nefna að fyrirhugaður er sá stór-
viðburður í íslensku menningar-
lífi, að konur á Íslandi standi sam-
einaðar að mikilli Listahátíð
kvenna í september nk. Megin-
hugtak hátíðarinnar yrði að sýna
það sem konur hafa gert best í
listum og bókmenntum, e.t.v.
kvikmyndum og tónlist, svo og að
kynna það sem hæst ber í listum
samtímakvenna.
1 öðru lagi má nefna að eitt
meginverkefni samstarfsnefndar-
innar á þessu ári er fyrirhuguð
útgáfa bókar um stöðu kvenna í
upphafi og lokum kvennaáratug-
arins. Hér er um að ræða eins kon-
ar úttekt á kvennaáratugnum.
Hver er árangurinn, — hvað hefur
miðað í jafnréttismálum til að
bæta stöðu kvenna í íslensku þjóð-
félagi á þessum kvennaáratug. Má
þar nefna í löggjöf, menntun, at-
vinnu, launum, forystu, félagslegri
stöðu, heilbrigðismálum, menn-
ingarmálum og fleira. Tilgangur-
inn er ekki síst sá að niðurstaða
þessarar úttektar gæti orðið
grunnur að stefnumótun varðandi
framtíðina og hvar áhersluatriðin
eigi helst að liggja varðandi
stefnumótun og forgangsverkefni
á sviði jafnréttismála á komandi
árum. í þriðja lagi er í undirbún-
ingi söfnun vegna þróunaraðstoð-
ar.
í fjórða lagi má nefna að í byrj-
un samstarfsins var um það rætt
að sérstaklega skyldi beina augum
að þrem dögum á þessu ári til
sameiginlegra aðgerða.
í fyrsta lagi 8. mars, alþióðleg-
um baráttudegi kvenna. I öðru
lagi kvenréttindadeginum 19. júní
og í þriðja lagi 24. október, en þá
eru liðin 10 ár frá þeim stórvið-
burði er íslenskar konur lögðu
niður vinnu á degi Sameinuðu
þjóðanna á kvennaári 1975 til þess
að leggja áherslu á mikilvægi
vinnuframlags kvenna í þjóðfélag-
inu. Á þessum dögum yrði því lögð
áhersla á þau mál, sem sameinað
gætu konur í baráttunni til að
bæta stöðu kvenna.
Víkjum til hliðar
því sem sundrar
Það er ekki vafi í mínum huga,
að tækist samvinna og samstaða
um þau verkefni, sem hér hafa
verið nefnd, þá hefði það ómetan-
legt gildi fyrir allt áframhald í
jafnréttismálum á Islandi á kom-
andi árum. Takist konum á þessu
eina ári með áhrifaríkum hætti að
tala einni röddu og koma fram sam-
einaðar í þeim málum sem sameinar
Jóhanna Sigurðardóttir
„Alvarlegir brestir hafa
komið í þetta samstarf.
Ástæðan er sú að sam-
tök innan ’85-nefndar-
innar hafa kosið í fyrstu
sameiginlegu aðgerðum
kvenna á þessu ári að
virða að vettugi þau
grundvallaratriði sem
eru lykillinn að slíku
samstarfi.“
NU GETA ALLIR
EIGIMAST TEPPI Á
JL-KJÖRUM.
Eigum mikið úrval af Weston gólfteppum á hagstæðu verði,
og hin landsfrægu JL-greiðslukjör gera öllum mögulegt að eignast teppi
á íbúðina sína á viðráðanlegum kjörum.
Þú getur valið um eftirtalda greiðsluskilmála:
1. Staðgreiðsla 5-10% afsláttur eftjr upphæð sem keypt er fynr.
2. Skuldabréf 20% út og afgangur á allt að 6 mánuðum.
3. Mánaðarreikningur.
FTl bygcincabóbSbI
Teppadeild, Hringbraut 120. S. 28603
RENNDU VIÐ EÐA HAFÐU SAMBAND.
konur — kröfunni um jafnrétti
kynjanna, ekki sist í launamálum,
og áherslunni á mikilvægi vinnu-
framlags kvenna í íslensku þjóðfé-
lagi, þá væri það krafa sem erfitt
væri að ganga framhjá.
Um öll þau verkefni, sem hér
hefur verið lýst, hvílir sú ábyrgð á
herðum kvenna í þessu samstarfi
’85-nefndarinnar að sýna þann
þroska að leggja til hliðar það sem
aðskilur, en ganga af hreinskiptni
og einlægni að þeim verkefnum
sem konur geta sameinast um.
Mikið er í húfi, enda hafa margar
konur lagt fram mikla vinnu til að
þau mörgu verkefni, sem undir-
búin hafa verið, geti orðið að veru-
leika.
Afdrifarík
úrslitakrafa
Alvarlegir brestir hafa komið í
þessa samstarf. Ástæðan er sú að
samtök innan ’85-nefndarinnar
hafa kosið í fyrstu sameiginlegu
aðgerðum kvenna á þessu ári að
virða að vettugi þau grundvallar-
atriði sem eru lykillinn að slíku
samstarfi. Þau atriði eru forsend-
an fyrir því að samstarf og sam-
staða kvenna með ólíkar pólitískar
skoðanir og lífsviðhorf takist.
Samtök kvenna á vinnumarkaði
sem hafa það að markmiði að
berjast fyrir bættum hag kvenna
og höfða til samstöðu kvenna um
það mál, hafa kosið að draga fram
það sem sundrar en ekki það sem
konur geta sameinast um — bætt-
an hag og jafnrétti kynjanna. Þær
konur í hópi samtaka kvenna á
vinnumarkaðinum sem að um-
deildri úrslitakröfu stóðu hljóta
að gera það upp við sína eigin
samvisku og 500 félaga í sínum
samtökum hvernig að henni var
staðið, og þær hljóta að meta þá
ábyrgð sem á þeim hvílir með því
að stefna í tvísýnu áframhaldandi
samstarfi og samstöðu kvenna á
þessu ári. En hvað sem líður, þá er
eitt víst, að þessa stundina hafa
flestar konur innan og utan
’85-nefndarinnar af því þungar
áhyggjur, að sá ágreiningur sem
nú er stofnað til að frumkvæði
einna af 23 samtökum innan
’85-nefndarinnar verði til þess að
hafa áhrif á áframhaldandi sam-
starf og gera að engu önnur verk-
efni, sem fyrirhuguð eru á árinu.
Þar væri miklu fórnað fyrir lítið. í
því efni reynir ekki síst á konur,
sem skilja eðli þverpólitísks sam-
starfs, að leggja sitt af mörkum og
kappkosta um að þessi ágrein-
ingur hafi ekki alvarlegri afleið-
ingar en þegar er orðið.
Allt eda ekkert?
En um hvað er deilt? Eftir að
undirbúningur var hafinn.af hálfu
framkvæmdahóps ’85-nefndarinn-
ar um aðgerðir 8. mars á alþjóð-
legum baráttudegi kvenna í sam-
ræmi við það að 8. mars skyldi
verða einn af þeim dögum, sem
aðildarfélög ’85-nefndarinnar
sameinuðust um, þá kom í ljós að
ein samtök af 23 innan ’85-nefnd-
arinnar — samtök kvenna á
vinnumarkaði — höfðu einnig hug
á að halda fund þennan sama dag.
Þessi afstaða var rædd á sameig-
inlegum fundi allra 23 aðildarfé-
taganna, þar sem ákveðið var að
reyna til þrautar að ná samkomu-
lagi.
Þær konur sem fengu það verk-
efni af hálfu ’85-nefndarinnar
gerðu sitt ítrasta til að ná sam-
stöðu og samþykktu fyrir sitt leyti
4 af 5 tillögum samtaka kvenna á
vinnumarkaði um breytingar á
dagskrá, m.a. þá að fulltrúi þeirra
flytti ávarp á fundinum.
Þessi niðurstaða, sem ákveðið
var að leggja fyrir fund 23 aðild-
arfélaganna, var áður kynnt sam-
tökum kvenna á vinnumarkaði.
Svo bregður þá við, að á þeim
fundi tilkynna samtök kvenna á
vinnumarkaðinum að sú eina til-
laga af fimm, sem eftir stóð af
þeirra tillögum, og ekki hafi verið
gengið að, yrði nú sett fram sem
úrslitakrafa til að þær gætu staðið
að sameiginlegum fundi með
’85-nefndinni 8. mars nk. Úrslita-
krafa var að Gladys Baez frá Nic-
aragua sem er stödd hér á landi
þessa daga fyrir tilstilli E1 Salva-
dor-nefndarinnar flytti ávarp á
fundi ’85-nefndarinnar. Á það skal
bent að tækifæri gefast á öðrum
vettvangi að hlýða á mál þessarar
konu, sem vissulega getur verið
áhugavert sem og annarra merkra
erlendra kvenna sem staddar eru
hér á landi þessa dagana.
Hver fyrir sig getur metið
sanngirni þessarar úrslitakröfu —
sem í raun er krafa um neitunar-
vald einna samtaka af 23 innan
’85-nefndarinnar. Ekki síst er hún
óskiljanleg í ljósi þeirrar stað-
reyndar, að þegar hún er sett fram
hefur þegar verið gengið að fjór-
um af fimm tillögum þessara
sömu aðila um dagskrárbreyt-
ingar. Þegar 22 öðrum samstarfs-
aðilum er með slíkum hætti stillt
upp við vegg, og í reynd sagt við
viljum allt eða ekkert, vekur það
upp áleitna spurningu. Var mein-
ing frá upphafi af hálfu samtaka
kvenna á vinnumarkaði að láta á
brjóta hvað sem það kostaði — var
yfirleitt nokkurn tíma vilji af
þeirra hálfu til samkomulags?
Höldum áfram
Vegna þeirra úrslitakosta sem
hér hefur verið lýst ganga konur
ekki sameinaðar til baráttu á
þessum degi. Hvaða mynd sem að
öðru leyti verður reynt að draga
upp af þeim tveimur fundum sem
haldnir verða vegna þessarar
óbilgjörnu úrslitakröfu, þá snýst
málið raunverulega um eina
spurningu.
Spurningin 8. mars snýst um að
rjúfa ekki samstöðuna. Hún snýst
um það hvort konur geti vegna mik-
ilvægis jafnréttisbaráttu kvenna vik-
ið ágreiningismálum til hliðar og
sameinast í kröfunni á þessu ári um
bættan hag kvenna og jafnrétti kynj-
anna.
Fjölmennum því á fund
’85-nefndarinnar í Háskóiabíói til
að sýna vilja kvenna til samstöðu
um þau verkefni, sem sameina
konur en ekki sundra. Það yrðu
skilaboð íslenskra kvenna til að-
ildarfélaga ’85-nefndarinnar um
að halda áfram að vinna sameig-
inlega að þeim verkefnum sem
undirbúin hafa verið á þessu ári,
þrátt fyrir þann stundarágreining
sem nú er uppi.
llöldum áfram — Rjúfum ekki
samstöðuna.
Jóhanna Sigurdardótlir er þing-
maður Alþýðuflokksins í Reykja-
rík.
mídas