Morgunblaðið - 06.03.1985, Side 24
24
MORGUNBLADIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. MARZ 1985
Bólivía:
Tugþúsundir
mótmæltu verö-
hækkunum
Paz, Bólivíu, 5. febrúar. AP.
TUGIR þúsunda tóku þátt í aðgerð-
um í La Pas, höfuðborg Bólivíu, í
gær, mánudag, til þess að mótmæla
hækkunum á vöruverði, og var dína-
mítsprengjum varpað í átt að
forsetahöllinni. Brotnuðu nokkrar
giuggarúður í byggingunni, en engar
uratalsverðar skemmdir hlutust af.
Lögreglan var með öfluga ör-
yggisvörslu, en ekki kom til átaka.
Mótmælafólk hrópaði vígorð
gegn forsetanum, Hernan Siles
Zuazo, og efnahagsstefnu hans og
krafðist þess, að hann segði af sér.
Hinn 9. febrúar sl. fyrirskipuðu
stjórnvöld lækkun á gengi gjald-
miðils landsins, pesósins, um 81%
og hækkuðu verð á eldsneyti, far-
gjöldum og matvöru um 450% að
meðaltali.
Bólivía er eitt af fátækustu ríkj-
um heims og á við sligandi verð-
bólguvandamál að etja. Efna-
hagssérfræðingar telja, að verð-
bólgan þar hafi verið um 2.700% á
árinu 1984. Stafar þetta kreppu-
ástand m.a. af miklu verðfalli á
aðalútflutningsvöru landsins, tini.
Hitapokinn bjargaði uglunni
Uglan Olly braggast nú vel í vistinni hjá bjargvætti sínum, frú
Christine Taylor í Hesketh Bank, nálægt Preston. Frú Taylor fann
ugluna um miðjan síðasta mánuð í garði sínum, kalda, mjög veik-
burða og uppgefna. Tók hún ugluna inn í húsið, vafði hana í
handklæði og setti á hitapoka. Hefur uglan Olly tekið framförum
með hverjum degi, enda m.a. stríðalin á kaníukjöti, sem hún kann
vel að meta. Fljótlega verður Olly sleppt á ný, þegar kuldum í
Bretlandi linnir.
SPRENGING I NAMU
Mikil sprenging varð í kolanámu skammt frá Forbach í Austur-Frakklandi fyrir skömmu. Hér er lík eins 22
námumanna sem biðu bana borið burt. Rúmlega 100 námumenn slösuðust í sprengingunni.
Volcker varar við
fjárlagahallanum
Washington, 5. febrúmr. AP.
PAUL A. Volcker, seðlabanka-
stjóri Bandaríkjanna, sagði í gær
að fjárlagahalli stjórnarinnar væri
bættur með fjárfestingum útlend-
inga og fjárstreymi frá þeim. Sagði
hann, að þetta ástand bæri í sér
„hið illa sæði, sína eigin tórtím-
ingu“.
I ræðu, sem Volcker flutti á
þingi bandarískra banka og spari-
sjóða, bað hann þingfulltrúa að
gleyma því ekki, að fyrir heil-
brigða bankastarfsemi og banda-
rískt efnahagslíf skipti öllu máli
að draga úr fjárlagahallanum.
Minnti hann á, að síðasta hálfa
annað árið hefði hann hvatt til, að
úr fjárlagahallanum yrði dregið
um 50 milljarða dollara til að
byrja með og að nú væri nauðsyn-
legt að hækka þá tölu. Hann ítrek-
aði þá skoðun sína, að hallann yrði
að minnka með niðurskurði og
hærri sköttum ef hann dygði ekki
til.
Volcker sagði, að hvorki
fjárlagahallinn né hallinn á versl-
uninni við útlönd gætu gengið í
langan tíma og að þessi „tvöfaldi
ófögnuður" bæri í sér „hið illa
sæði, sína eigin tortímingu".
Gagnrýni á Tass
í kínversku riti
Rithöfundar í verkfalli
New York, 5. febrúar. AP.
Rithöfundar á austurströnd
Bandaríkjanna samþykktu á félags-
fundi í gærkvöldi að slást í hóp fé-
laga sinna í Kaliforníu, sem gert
hafa verkfall hjá kvikmyndafélögum
og sjónvarpsstöðvum.
Vinnustöðvunin mun valda því,
að öll handritsgerð fyrir kvik-
myndir og sjónvarp liggur niðri,
svo og skrif fyrir skemmtiþætti í
hljóðvarpi.
Talsmenn rithöfunda sögðu, að
verkfallið hæfist á miðnætti á
mánudagskvöld.
Rithöfundar á austurströndinni
höfnuðu boði um 6% launahækk-
un á ári næstu þrjú árin, en rit-
höfundafélagið hafði farið fram á
7% árlega hækkun.
Síðasti samningafundur milli
aðila var haldinn á föstudags-
morgun og hafa frekari fundir
ekki verið boðaðir. Síðasta verk-
fall rithöfunda, sem gert var árið
1981, stóð í 13 vikur.
Peking, 4.marz. AP.
KÍNVERJAR sökuðu í dag sovézku
fréttastofuna Tass um hræsni og róg
um Kínverja í flutningi frétta af
stríðinu í Afganistan og sagði að
hernaðarfhlutun Rússa þar hefði
brotið niður efnahag og menningu
Afgana.
Gagnrýni Kínverja kom fram í
tímaritinu „Peking Review" í
grein með fyrirsögninni „Hvers
vegna ræðst Tass á Peking-
stjórnina?“.
Þetta er síðasta svar Kínverja
við sovézkum blaðafréttum, þar
sem þeir og Bandaríkjamenn eru
sakaðir um að veita afgönskum
skæruliðum aðstoð á laun.
I janúar kallaði Tass Kína „aðra
miðstöð" stuðnings við skæruliða,
á eftir Bandaríkjunum, og ítrekaði
þá afstöðu Rússa að þeir hefðu
beðið um aðstoð.
Ný ævisaga Mountbattens lávarðar:
Ýtti undir innilegt ástar-
samband eiginkonu sinnar
og Jawaharlal Nehru
London, 4. mars. AP.
Mountbatten lávardur, breski ad-
alsmaðurinn sem hafði tilsjón með
sjálfstæðistöku Indlands árið
1947, ýtti undir „innilegt ástarsam-
band“ eiginkonu sinnar og Jawa-
harlal Nehru, fyrsta forsætisráð-
herra Indlands, samkvæmt því
sem fram kemur í nýrri ævisögu
lávarðarins.
í bréfum, sem sögð eru hafa
verið trúnaðarbréf og kaflar
birtust úr á sunnudag, segir
Mountbatten, að kona hans,
Edwina Ashley, og Nehru hafi
verið „svo sæl saman" og hann
hafi ávallt auðveldað þeim að
hittast.
Útdráttur úr bréfunum birtist
í breska blaðinu The Sunday
Times í London, þar sem ævisag-
an, sem er eftir Philip Ziegler,
mun birtast sem framhaldssaga.
Samkvæmt frásögn blaðsins
er Ziegler fyrsti ævisöguritar-
inn, sem fær aðgang að einka-
bréfum Mountbattens, síðasta
landstjóra Breta á Indlandi.
Mountbatten lávarður, sem
var systkinabarn Elizabethar
drottningar II og frændi eigin-
manns hennar, Pilips prins, var
ráðinn af dögum af hermdar-
verkasveitum IRA, írska lýð-
veldishersins, árið 1979.
Ziegler skrifar um 38 ára
hjónaband þeirra Mountbattens
og Edwinu og segir þau hafa
staðið í ótal ástarsamböndum
utan hjónabandsins.
Mountbatten lávarður
„Við Edwina vorum allt hjóna-
band okkar að reyna að komast
upp í rúm hjá öðru fólki," hefur
Ziegler eftir Mountbatten.
Hryðjuverk
í Aþenu
Aþenu, 4. marz. AP.
SENDIBÍLSTJÓRI, sem varð fyrir
skotárásum hryðjuverkamann-
anna í miðborg Aþenu fyrir 10
dögum, lézt í dag og var aldrei
hugað líf. Hann komst stutta hríð
til meðvitundar og gat þá skýrt
lögreglu frá því að hann héldi að
byssumennirnir hefðu verið þrír.
Maðurinn var að aka útgefanda
blaðs nokkurs, sem er talið
íhaldssamt. Bílstjórinn sagði að
mennirnir hefðu haft uppi hróp
um að þeir væru handbendi CIA.
Japanir og
Sovétmenn
ræðast við um
fiskveiðimál
l ókýó, 5. febrúar. AP.
JAPAN og Sovétríkin hafa orðið
ásátt um að hefja á ný viðræður um
fiskveiðimál, og verður fyrsti
viðræðufundurinn í Moskvu 13.
mars nk.
Þetta verður sjötta viðræðulota
ríkjanna frá því í júnímánuði til
þess að komast að nýju samkomu-
lagi í stað þess sem gert var 1978
og rann út um áramótin.