Morgunblaðið - 06.03.1985, Side 27

Morgunblaðið - 06.03.1985, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 6. MARZ 1985 27 TREHOLT-RÉTTARMÖLDIN Tékkneskur flóttamaður varaði Treholt við: „Ef Rússarnir ná tang- arhaldi á litla fingrinumu — munu þeir brátt gleypa þig allan Ösló, 5. mars. AP. BRITT Groen, fyrri eiginkona Arne Treholts, bar vitni í réttarhöldunum i dag og skýröi frá því, að sovéskur sendimaður, sem síðar var rekinn úr landi, hefði verið tíður gestur á heimili þeirra. Annað vitni, landflótta, tékkneskur iistmálari, kvaðst hafa varað Treholt við og ráðlagt honum að hætta að umgangast þennan sama mann. Sagði hann við Treholt, að hann væri viss um, að allir Sovétmenn í þessari stöðu væru KGB-njósnarar. Á morgun verða réttarhöldin lokuð og er óvíst hvort eða að hve miklu leyti þau verða opin hér eftir. Britt Groen, sem var gift Tre- holt í sex ár, frá 1967—’73, skýrði frá því, að sovéski sendi- maðurinn Evgeny A. Beljayev hefði verið tíður gestur á heimili þeirra og spurði þá saksóknar- inn, Lars Quigstad, hvort þau hjónin og nánustu vinir þeirra hefðu oft rætt um KGB í sínum hóp. „Við vorum öll viss um, að þessu fylgdi nokkur hætta,“ sagði Groen, „og við ræddum oft um að við þyrftum að fara var- lega í samskiptum okkar við sov- éska borgara." Þegar Arne Treholt var kvæntur Britt Groen var hann framarlega í röðum róttækra vinstrimanna og blaðamaður að atvinnu. Hefur hann viðurkennt, að „óreglulegt" samband hans við Sovétmenn hafi byrjað með kunningsskap við Beljayev. Groen sagði, að Beljayev hefði heimsótt þau hjónin „mjög oft“ en hins vegar hefði hún aldrei séð hann afhenda nein skjöl. Þegar Quigstad spurði um hvað þeir hefðu rætt, sagði hún það aðallega hafa verið ýmis pólitísk málefni, Atlantshafsbandalagið, herstjórnin í Grikklandi og ým- islegt, sem kom fram í blöðun- um. Fram hefur komið áður, að Treholt tók við 1000 n.kr. af Beljayev til að kaupa fyrir bók um grísku herstjórnina og senda ákveðnum mönnum en um það kvaðst Groen ekki hafa vitað. Tékkneski flóttamaðurinn og listmálarinn Jan Kristofori, sem einu sinni var vinur Treholts og leigði hjá þeim hjónunum, Groen og honum, sagði í vitnisburði sínum, að hann hefði varað Tre- holt við vinskapnum við Belja- yev. „Láttu þér nægja vodkað og kavíarinn," kvaðst hann hafa sagt við Treholt. „Ef Rússarnir ná tangarhaidi á litla fingrinum munu þeir brátt gleypa þig allan. Ég er ekki í neinum vafa um, að þessir menn eru allir KGB- njósnarar." „Hvernig brást Treholt við orðum þínum?" spurði Quigstad. „Hann sinnti því í engu, sagði bara, að þetta væri allt í lagi,“ svaraði Kristofori. Ákæruvaldið og verjendur Treholts greinir enn mikið á um að hve miklu leyti réttarhöldin eigi að vera opin það sem eftir er og var ekki ráðið fram úr þvi á tveggja tíma löngum fundi í dag. Ulf Underland, oddviti verjend- anna, sagði í viðtali við norska útvarpið, að samkomulag væri hinsvegar um, að þau vitnanna, sem skipuðu háar stöður í her og lögreglu, skyldu vitna fyrir lok- uðum dyrum. í viðtali við NTB-fréttastof- una sagði Jon Lyng, einn verj- endanna, að hann teldi, að nokkrir fyrrum embættismenn ríkisins ættu að vitna fyrir opnum tjöldum. Meðal þeirra væru t.d. Jens Evensen, fyrrum hafréttarráðherra og yfirmaður Treholts frá 1973—79, fyrrum utanríkisráðherra, Knud Fryd- enlund, og aðstoðarvarnarmála- ráðherra, Johan Jörgen Holst. Evensen er nú dómari við Al- þjóðadómstólinn í Haag. * Astralía: Ekki nýjar tillögur um varnarsáttmála ^ Kuala Lumpur, Malaysíu, 5. mars. AP. ÁSTRALÍUMENN ætla ekki að hafa frumkvæði að nýjum varnar- sáttmála við Bandaríkjamenn í stað þess fyrri milli Bandaríkjamanna, Astrala og Ný-Sjálendinga, ANZUS- bandalagsins, sem nú má heita í fjörbrotunum. Kom þetta í dag fram hjá Bill Hayden, utanríkisráðherra Ástralíu. „Við höfum engar tillögur um nýjan sáttmála," sagði Hayden á blaðamannafundi í Kuala Lumpur í Malaysíu, þegar hann var inntur eftir klofningnum í ANZUS- bandalaginu í kjölfar þeirrar ákvörðunar Ný-Sjálendinga að banna kjarnorkuvopnabúnum herskipum að koma þar í höfn. Búist er við, að David Lange, forsætisráðherra Ný-Sjálendinga, komi til Kuala Lumpur á föstudag til að skýra út fyrir Mahathir Mo- hamad, forsætisráðherra Malay- síu, hvers vegna hann ákvað að banna komu bandarískra herskipa til nýsjálenskra hafna. Malayískir embættismenn fara ekkert í felur með, að þeim líkar illa ákvörðun Langes vegna sívaxandi umsvifa Sovétmanna í þessum heimshluta. „Blómakarfa“ Gauguins komin í leitirnar Hanau, 5. febrúar. AP. MÁLVERK Pauls Gauguin, Blóma- karfan, sem stolið var frá Listasafn- inu í Osló 1982, ásamt sjö öðrum mjög verðmætum listaverkum, hefur komið í leitirnar í járnbrautarstöð í Innsbriick í Austurríki. Málverkið, sem lögregla fann í töskugeymslu á stöðinni, hafði skemmst verulega vegna þeirrar meðhöndlunar, sem það hlaut í höndum þjófanna. Það hefur verið metið á 176 þúsund bandaríkjadali (jafnvirði hálfrar áttundu milljón- ar ísl. króna). Hin málverkin sjö fundust í bif- reið í borginni Hanau i Vestur- Þýskalandi í júní f fyrra. Maður, sem ekki hefur verið nafngreindur, var þá handtekinn, en hann hafði reynt að fá lögfræðing til að hafa milligöngu um greiðslur fyrir verkin frá Listasafninu í Osló. Fleiri menn voru handteknir síðar í sambandi við rannsókn málsins. Lögfræðingurinn skýrði síðan frá því 25. febrúar sl. að hann vissi hvar áttunda málverkið, Blóma- karfa Gauguins, væri niður komið og var það samdægurs tekið í vörslu lögreglunnar. Frá fundinum var hins vegar ekki greint fyrr en í dag. Lögreglan segir að þjófarnir til- heyri indverskum sértrúarsöfnuði, sem starfar í Frankfurt og Osló. Veður víða um heim Lægst Hæst Akureyri +1 léttskýjað Amsterdam 2 8 skýjaö Aþena 8 16 skýjað Bracelona 12 skýjaö Berlín 3 7 skýjaö Chicago 0 11 skýjað Dublín 2 8 bjart Feneyjar 10 skýjaö Frankfurt 4 11 rigning Genf +1 5 snjókoma Helsínki +« +4 bjart Hong Kong 13 17 bjart Jerúsalem 5 14 skýjaö Kaupm.höfn 1 1 skýjaö Lissabon 6 14 rigning London 3 12 bjart Los Angeles 5 18 rigning Luxemborg 7 skýjaö Malaga 14 léttskýjað Mallorka 14 léttskýjað Miamí 23 25 skýjaö Montreal +14 +2 snjók. Moskva +12 +5 bjart New York +3 2 skýjaö Osló +3 +3 snjók. París 4 10 skýjaö Peking +8 0 skýjaö Reykjavík 3 útk.í gr. Rio de Janeiro 20 30 skýjað Rómaborg 2 17 bjart Stokkhólmur +« +3 skýjaö Sydney 15 25 bjart Tókýó 5 7 bjart Vinarborg 0 3 skýjaö Þórshöfn 8 skýjaö Frekari verkföll vofa yfir Pan Am New York, 5. mars. AP. Verkalýðsfélag flugþjóna, sem er fulltrúi 6.000 starfsmanna hjá flug- félaginu Pan American, hefur boðað verkfall frá og með 1. aprfl næst- komandi vegna þess að yfirmenn flugfélagsins hafa vísað frá kröfum um kauphækkanir. Verkfallsboðunin kemur sér illa fyrir hið illa fjárhagslega stadda flugfélag, því þegar hefur verkfall 5.700 vélvirkja og fleiri flugvallar- starfsmanna Pan Am allt að því lamað innanlandsflug fyrirtækis- ins í Bandaríkjunum. TWU, verkalýðsfélagið, sem hefur innan vébanda sinna þá starfsmenn sem nú eru í verkfalli, hafði hafnað tilboði um 20 prósent kauphækkun, sem hefði komið til framkvæmda á 2 ára tímabili, m.a. vegna þess að félagið telur að 14 prósent kauphækkun sem sam- ið var um árið 1982 hafi aldrei komið til framkvæmda. John Kerrigan, talsmaður verkalýðsfé- lagsins sagði, að fátt virtist geta komið í veg fyrir að verkfallið dragist á langinn, því „þeir vilja ekkert við okkur tala og við þar af leiðandi ekki við þá“. Talsmenn Pan Am hafa snúið þessari yfir- lýsingu við. LITGREINING MED CROSFIELD 540 LASER Klassískt kvöld í Arnarhóli í kvöld Marakvartettinn leikur kammertónlist undir borðhaldi. NÝR, STÓRKOSTLEGUR SÉRRÉTTASEÐILL. NÝJUNG í KONÍAKSSTOFUNNI Eftir Ijúffengan kvöldverft er notalegt aö setjast í koníaksstofuna og hlusta á klassíska músík. Sigríður Elliðadóttir sópransöng- kona syngur fyrir gesti okkar. Sigríður hóf söngnám við Tónskóla Sigursveins D. Krist- inssonar og naut þar tilsagnar John Speight. Sl. þrjá vetur hefur Sigríður stundað nám við Nýja tónlistarskól- ann með Sigurð Demetz Franson sem aðalkennara. Undirleikari er skólastjóri Nýja tónlistarskólans Ragnar Björnsson. Vinsamlegast pantið borð timanlega. Me<) ósk um a<) þi<) eigid ánægjulega kvöldstund. ARNARHÓLL A horni Hverfisgötu og Ingólfsstrætis. Boróapantanir í síma 18833. LYKILLINN AD VANDAÐRI LITPRENTUN

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.