Morgunblaðið - 06.03.1985, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 06.03.1985, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. MARZ 1985 MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 6. MARZ 1985 29 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að- alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 330 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 25 kr. eintakiö. Búvörur hækka meira en launin Eins og á var bent hér í blaðinu í gær hafa laun hækkað innan við helmingi minna en verð á landbúnaðar- vörum síðustu 12 mánuði. Vísi- tala kauptaxta hefur hækkað um tæp 23% frá 1. mars 1984 en búvörur hafa hækkað á bil- inu 40—63%. Þessar hækkanir á búvörum má einkum rekja til lægri niðurgreiðslna en áður og meiri hækkunar á vinnslu- kostnaði og álagningu en nem- ur hækkun á búvöruverði til bænda. Morgunblaðið dregur ekki í efa, að þeir sem að því standa að reikna út verðlag á búvörum geti fótað sig á skýringum á þessari þróun. Ljóst er að stjórnvöld hafa fylgt þeirri stefnu að draga úr niður- greiðslum. Það hefur lengi ver- ið markmið allra stjórnmála- flokka að skera þær millifærsl- ur á skattpeningum niður. Um hækkun á vinnslukostnaði og álagningu gegnir öðru máli við þær aðstæður sem nú ríkja. Breytingar á landbúnaðar- stefnunni hafa verið lengi á döfinni. Á milli Framsóknar- flokksins og Sjálfstæðisflokks- ins fara nú fram viðræður sem miða að því að breyta verðlagn- ingarkerfi landbúnaðarins í grundvallaratriðum. Ætlunin er að bændur og neytendur semji um það verð, sem bænd- ur fá í sinn hlut og fái bændur fulla greiðslu sem næst við af- hendingu vörunnar. Vinnslu- stöðvar eiga að standa á eigin fótum og almenn verðlags- ákvæði gildi um verð í heil- dsölu og smásölu, verðlag verði sem sé frjálst þar sem sam- keppni ríkir, en annars ákveði verðlagsráð verðið. Þá verði séð til þess, að vinnslufyrirtæki taki á sig fúlla ábyrgð og hafi ekki heimild til að bakfæra á bændur eins og nú er gert. Af þeim hugmyndum um breytingar sem hér hafa verið raktar sjá menn best inn í það úrelta kerfi sem nú ræður við verðákvörðun á búvörum. Þungamiðjan í þessu kerfi er ekki að tryggja bændum skjóta greiðslu fyrir afurðirnar heid- ur að sjá til þess að milliliðirn- ir og þá einkum vinnslustöðv- arnar fái örugglega allt sitt, jafnvel með því að bakfæra á bændur ef svo ber undir. Verðmyndunarkerfið í land- búnaði er eitt af þeim úreltu kerfum sem allir segjast vilja breyta en aldrei reynist unnt að hrófla við þegar til á að taka. Bæði fulltrúar bænda og neytenda segjast vilja breyt- ingar. Stjórnmálamennirnir segjast vilja breyta. Þær miklu hækkanir sem orðið hafa á bú- vörum á liðnu ári, hækkanir langt umfram launahækkanir, sýna að ekki er vanþörf á að taka tafarlaust til hendi í þess- um málum og skapa nýjar regl- ur og nýtt verðmyndunarkerfi. Takist þeim flokkum sem nú eiga aðild að ríkisstjórn að sameinast um skynsamlega stefnu í þessum málum yrði miklum áfanga náð, sem í hug- um margra réttlætti það að ríkisstjórnin sæti áfram. Stundaglas hennar er að tæm- ast, þannig að þeir sem vilja styrkja stöðu stjórnarinnar með umbótum í landbúnað- armálum verða að grípa til skjótra ráðstafana eigi þær að koma ríkisstjórninni að notum. Kommúnístar í feluleik að bar til tíðinda á fundi Norðurlanda á mánudag- inn, að Guðrún Helgadóttir, þingfulltrúi Alþýðubandalags- ins, var kynnt af Páli Péturs- syni, þingforseta, sem talsmað- ur norrænna vinstri sósíalista og kommúnistaflokka í al- mennu umræðunum. í Morgun- blaðsviðtali í gær segir Guðrún Helgadóttir hins vegar að hún eigi í „erfiðleikum með að henda reiður á hvaða eða hvers konar flokkar þetta eru“ sem hún var fulltrúi fyrir í ræðu- stólnum. Og Svavar Gestsson gefur til kynna að Páll Péturs- son hafi hlaupið á sig. Þeim sem þekkja til ís- lenskra stjórnmála kemur ekki á óvart að alþýðubandalags- menn fari í feluleik þegar minnst er á kommúnista eða kommúnistaflokka. Það hefur verið eitt helsta markmið kommúnista á íslandi í áratugi að sigla undir fölsku flaggi. Vissulega væri æskilegt að Guðrún Helgadóttir kynnti sér rækilega fyrir hverra hönd hún talaði á þingi Norðurlandaráðs á mánudaginn. Þá kæmist hún að raun um, að í þeim hópi eru menn sem líta ekki á það sem neitt feimnismál að vera kommúnisti og telja það sína æðstu pólitísku skyldu að ganga erinda heimskommún- ismans. Slíka menn er einnig að finna í Alþýðubandalaginu, þótt pólitísk hentistefna ráði því að þeir séu í feluleik með skoðanir sínar. Eyjólfur Konráð Jónsson „íslendingar hafa und- anfarin ár hvatt Dani og Færeyinga til að taka mál þessi föstum tök- um. Viðbrögð hafa því miður verið takmörk- uð. Nú hefur hins veg- ar það ánægjulega gerst, að þagnarmúr- inn verður rofinn, þar sem ákveðnar hafa verið sameiginlegar viðræður um málið.“ inga og öll sú vitneskja látin í té sem þeir höfðu yfir að ráða. Fund- inn sátu m.a. Atli P. Dam, lögmað- ur, og Ólafur Ggilsson ambassa- dor. Þótt íslendingar telji sig eiga mest réttindi til Hatton-Rockall- svæðisins hafa þeir, eins og að framan er gerð grein fyrir, alla tíð viðurkennt hagsmuni Færeyinga. Á umliðnum árum hafa Islend- ingar aflað sér margháttaðrar vitneskju um réttindi Islands og m.a. ráðið í þjónustu sína einn hæfasta sérfræðing heims á sviði hafsbotnsmála, dr. Talwani, fv. forstöðumann hinnar víðkunnu Lamont-Doherty jarðfræðistofn- unar Columbia-háskólans banda- ríska (L-D Geological Observatory of Columbia University). Hefur hann ásamt Hans G. Andersen sendiherra stöðugt rennt fleiri stoðum undir réttmæti krafna ís- lendinga og skoðana. íslensk sjón- armið í málinu voru fyrst sett fram í heild í grein í víðlesnasta blaði íslands, Morgunblaðinu 12. mars 1982. Greinina hafa kunáttu- menn Dana, Færeyinga, Breta og íra haft undir höndum í enskri þýðingu í hartnær þrjú ár án efn- islegra athugasemda. Rökin af fs- lands hálfu voru þá og eru enn í meginatriðum þessi: Þótt reglur 76. greinar Hafrétt- arsáttmálans varðandi hafs- botnsréttindi séu mjög flóknar, þar sem m.a. er miðað við þykkt setlaga, 2500 m dýptarlínu, 350 mílna víðáttu frá grunnlínu o.s.frv. er megináhersla lögð á það sem kallað er eðlileg framlenging landsins eða „natural prolonga- tion“. Nákvæma skilgreiningu þess hugtaks er þó hvergi að finna en almennt viðurkennt að þar geti bæði verið um að ræða lögun hafs- botnsins, „landslagið", og eigin- lega jarðfræði, þ.e.a.s. að uppruni og efni botnsins séu sömu gerðar og landsins. Gr þá talað um tvær megingerðir, þ.e.a.s. úthafsbotn, eða basalt, og meginlandsgerð gamals bergs og setlaga. í greininni er sagt að framleng- Rockalltrogs, utan 200 mílna þeirra, þ.á m. á Hattonbanka, erda mæla jarðfræðileg og önnur rök eindregið gegn slíku og þarna um að ræða svæði sem íslendingar og Færeying telja tilheyra sér. Alþingi lýsir yfir, að það telur fyrir sitt leyti unnt að leysa mál varðandi yfirráðarétt þessa hafs- botnssvæðis milli íslendinga og Færeyja, annaðhvort með sameig- inlegum yfirráðum eða skiptingu svæðisins. Gr ríkisstjórninni heimilað að semja um, að gerðardómur ákveði skiptingu svæðisins milli íslend- inga og Færeyinga, ef Færeyingar æskja þess.“ Væntanlega þarf ekki að skýra þessa ályktun Alþingis íslendinga, en alltof hljótt hefur verið um hana með Dönum og Færeyingum öll þessi dýrmætu ár og að mati höfundar þessarar greinar ekki lögð sú rækt við málið af þeirra hálfu sem hagsmunir Færeyinga — og þar með dönsku ríkisheildar- innar — og íslendinga gefa tilefni til. Gn í ályktuninni er mótuð drengileg afstaða gagnvart nor- rænum frændum. Gins og áður greinir tóku ís- lendingar hafsbotnsmálin upp við Dani og Færeyinga í tengslum við alla fundi hafréttarráðstefnunnar eftir að þau komust í brennidepil. Fundargerðir þeirra funda verða hér ekki raktar. Gn hinn 2. mars 1980 var fundur haldinn að ósk ís- lendinga í Þórshöfn í Færeyjum, þar sem ítarleg grein var gerð fyrir öllum sjónarmiðum íslend- FÆREYJAR * 200 mifur Srland 100 200sjomilur -i----1 l Á kortinu eru ytri mörk landgrunns íslands lauslega dregin bæói á Reykja- neshrygg og Hatton-Rockall-hásléttu eins og þau voru tilkynnt Ilönum, Færeyingum, Bretum og írum meó orðsendingum 5. júlí 1984 í samræmi viö rökstuðning ráógjafa íslensku ríkisstjórnarinnar. Þingsályktun um hafsbotnsréttindi Islands og samvinnu við Færeyinga. Alþingi ályktar að fela rikisstjórninni a6 fylgja fast eftir, á grundvelli tillögu þeirrar seni afgreidd var á Alþingi hinn 22. desember 1978, kröfum uni hafsbotns- réttindi sunnan 200 mílna efnahagslögsögu íslands, aÖ því marki sem þjóCréttar- reglur frekast leyfa, og efna i þvi sambandi hið allra fyrsta til viðræCna við aðrar þjóðir sem gert hafa kröfur á þessu svæði. Jafnframt er mótinælt hvers kyns tilraunum Breta og lra til að taka sér réttindi vestan svonefnds Rockall-trogs, utan 200 mflna þeirra, þ. á m. á Hattonbanka, enda mæla jarðfræðileg og önnur rök eindregið gegn sliku og þarna um að ræða svæði sem íslendingar og Færeyingar telja tilheyra sér. Alþingi lýsir yfir, að það telur fvrir sitt leyti unnt að leysa inál varðandi yfir- ráðarétt þessa hafsbotnssvæðis milli lslendinga og Færeyinga, annaðhvort með sam- eiginlegum yfirráðum eða skiptingu svæðisins. Er rikisstjórninni heimilað að semja um, að gerðardómur ákveði skiptingu svæðisins milli fslendinga og Færeyinga, ef Færeyingar æskja þess. Samþijkkt á Alþinyi 19. maí 1980. 1978, þar sem hann dregur mjög í efa að Bretar og írar eigi nokkurt tilkall til Rockall-svæðisins, eink- um þó írar. Hins vegar sé réttur Færeyinga meiri, en á ísland minnist hann ekki enda höfðum við þá ekkert tilkall gert til áhrifa á svæðinu." Gnda þótt enn sé margt á huldu varðandi framangreind sjónarmið Færeyinga höfum við íslendingar ætíð haldið þeim á loft og reynt að afla sem gleggstra upplýsinga, ekki síst um jarðfræði hafsbotns- ins, en þar hefur ýmislegt nýtt verið að koma f ljós. Bretar hafa sem kunnugt er reynt að eigna sér Rockallklettinn. Rétt er því að benda á að eignar- hald á klettinum hefur hér enga þýðingu, því að afdráttarlaust er kveðið á um það í 3. mgr. 121 gr. Hafréttarsáttmálans, að klettar á borð við Rokkinn hafi enga efna- hagslögsögu eða hafs- botnsréttindi, þ.e.a.s. aðeins 12 mílna landhelgi. Þar að auki hafa bæði íslendingar og Danir fyrir hönd Færeyinga mótmælt öllum tilraunum Breta til að slá eign- arhaldi á klettinn. Gnn segir í áð- urnefndri grein orðrétt: „Þótt við Islendingar mótmæl- um harðlega einhliða rétti Breta og íra til að teygja hafsbotnsrétt- indi sín út fyrir 200 mílurnar höf- um við ekki mótmælt því að Fær- eyingar hefðu réttindi á þessu svæði, heldur þvert á móti óskað margsinnis eftir nánu samstarfi við þá og Dani fyrir þeirra hönd, en það verður að segja þá sögu eins og hún er, að þeir eru furðu- lega svifaseinir." Margháttuð víðtæk rök má færa fyrir þeirri skoðun íslendinga að BERLINGSKE TIDENDE Grein þessi birtist jafnframt í Berlingske Tidende í Kaupmannahöfn og Dimmalætting í Þórshöfn í Færeyjum. ing botnsins þurfi að vera sam- felld frá landhelgismörkum, þ.e.a.s. 12 mílum. Sú framlenging þarf að vera óslitin eða „through- out the natural prolongation". Þetta meginatriði sker úr um það að réttindi Breta og íra til Hatt- on-Rockall-hásléttu eru lítil, ef þá nokkur, því að Rockalltrog, sem er allt að 3500 m djúpt, skilur há- sléttuna algerlega frá írlandi og Bretlandi. I Rockalltrogi er auk þess úthafsbotn en ekki botn meg- inlandsgerðar, eins og Hatton- Rockall-hásléttan er að mestu leyti, en þetta er hin upphaflega gliðnun þegar Atlantshaf byrjaði að myndast fyrir um 200 milljón- um ára. Á þessu meginatriði hljóta ís- lendingar og Færeyingar að byggja kröfur sínar og í framan- nefndri Morgunblaðsgrein er málstaður Færeyinga settur fram með eftirfarandi orðum: „Færeyingar gera sér auk þess vonir um að geta fært sönnur á að þetta sokkna land teygi sig djúpt í jörðu inn undir Færeyjar og við bendum m.a. á þær staðreyndir að sömu jarðfræðilegu umbrotin hafa sett einkenni sitt á jarðsögu alls svæðisins vestan Rockalltrogs síðustu 100 milljón ár að minnsta kosti og þar sé ekki um nein jarð- fræðileg tengsl á þeim tíma við Bretland að ræða. Styðjumst við þar m.a. við gagnmerka og langa ritgerð, sem prófessor G.D. Brown, sérfræðingur í alþjóðalög- um við háskólann í Wales, ritaði íslendingar hafa frá upphafi gætt danskra og færeyskra hagsmuna á Hatton-Rockall-hásléttunni réttur þeirra sé mestur á þessu umrædda svæði, enda hafa þau rök áður verið dregin fram og ekki ástæða til endurtekninga nú. Vegna seinagangs af hálfu Dana og Færeyinga, takmarkaðra svara af Breta hálfu, sem þó tóku upp formlegar viðræður þegar í ágúst 1981, og þumbaraskapar lra, sem einungis hafa fallist á óformlegar viðræður, ákváðu Islendingar 5. júlí 1984 samkvæmt tillögu Geirs Hallgrímssonar utanriksráðherra að helga sér réttindi þau sem þeir telja að sér beri, með tilkynningu til Sameinuðu þjóðanna. Orðsend- ingar voru þann dag sendar Dön- um, Færeyingum, Bretum og írum og þeim öllum gefið færi á að tjá sig um kröfur Islendinga um 350 sjómílna hafsbotnsréttindi á Reykjaneshrygg og út frá hlíðum hans og hafsbotnsréttindi á Hatt- on-Rockall-hásléttu að 200 mílna efnahagslögsögu Breta og Ira, en auk þess að færeysku 200 milna mörkunum ef Danir og Færey- ingar aðhafast ekkert til samning- aumleitana og samkomulags. Sið- an hefur verið beðið, en nú er mál að biðinni ljúki enda ætti i þeim viðræðum sem í hönd fara að geta skapast frekari grunvöllur farsæls samstarfs að sameiginlegum rétt- indamálum íslendinga, Færeyinga og Dana. Eyjólfur Konríd Jónsson er nlþing- ismadur Sjilfstæðisflokks tyrir Norðurlandskjördæmi restra og formaður utanríkismilanefndar Af þingis. ítVfts — eftir Eyjólf Konráð Jónsson Framundan eru viðræður Dana, Færeyinga og íslendinga um rétt- indi þjóðanna, sem kunna að vera gifurlega mikilvæg, á Hatton- Rockall-hásléttu, sokknu landi suður af íslandi og Færeyjum, en vestur af Bretlandseyjum. Þessi réttindi byggjast á 76. gr. Haf- réttarsáttmála Sameinuðu þjóð- anna og hafa gengið í gegnum hreinsunareld margra funda haf- réttarráðstefnunnar án þess að þvi meginefni yrði haggað sem að réttum lögum ætti að leiða til þess að ísland og Færeyjar ættu þessi réttindi, ef um eitt ríki væri að ræða. — Nái þessi frændlönd að sameinast um réttargæslu sina á svæðinu ætti það að leiða til sömu niðurstöðu, en auk þeirra gera Bretland og írland tilkall til rétt- inda þar. Islendingar hafa undanfarin ár hvatt Dani og Færeyinga til að taka mál þessi föstum tökum. Viðbrögð hafa því miður verið takmörkuð. Nú hefur hins vegar það ánægjulega gerst, að þagn- armúrinn verður rofinn, þar sem ákveðnar hafa verið sameiginleg- ar viðræður um málið. Rétt er því að skýra sjónarmiðin í málinu á víðfeðmum vettvangi sem almenn- ingur í Danmörku og Færeyjum á aðj ang að. Örlftið brot langrar sögu verður hér rakið. Þrjú fyrstu mál Alþingis haust- ið 1978 voru um hafrétt. I fyrsta lagi var hagsmunagæsla á Jan Mayen-svæðinu og samningar við Norðmenn. Því máli lauk á skömmum tíma með merku sam- komulagi um sameign og samnýt- ingu þjóðanna á geysivíðáttu- miklu hafsvæði um aldur og ævi. Og þar myndaðist ný þjóðréttar- regla byggð á anda Hafréttar- sáttmálans. I annan stað fjallaði Alþingi um rannsókn landgrunns Islands. Síðast en ekki sist voru mótmæli við ásælni Breta og íra á Hatton-Rockall-svæðinu og ákvörð- un um að rétta út hönd til sam- vinnu við Færeyinga. Ályktun um þetta efni var afgreidd 22. des. 1978 í fyrsta sinni en síðan fylgt eftir á öllum þingum og með við- ræðum á hverjum einasta fundi Hafréttarráðstefnunnar. Hér verður aðeins getið einnar þingsályktunar Alþingis, sem samþykkt var 19. maí, 1980, um leið og Danir og Færeyingar eru hvattir til að gefa hagsmunamáli þessu fyllsta gaum og taka upp heilsteypta samvinnu við Islend- inga til að gæta eigin hagsmuna og tryggja sameiginleg réttindi þjóðanna. Ályktunin hljóðaði svo: „Þingsályktun um hafsbotnsréttindi íslands og samvinnu við Fsreyinga. Alþingi ályktar að fela ríkis- stjórninni að fylgja fast eftir, á grundvelli tillögu þeirrar sem af- greidd var á Alþingi hinn 22. des- ember 1978, kröfum um hafs- botnsréttindi sunnan 200 mílna efnahagslögsögu Islands, að því marki sem þjóðréttarreglur frek- ast leyfa, og efna í því sambandi hið allra fyrsta til viðræðna við aðrar þjóðir, sem gert hafa kröfur á þessu svæði. Jafnframt er mótmælt hvers kyns tilraunum Breta og íra til að taka sér réttindi vestan svonefnds
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.