Morgunblaðið - 06.03.1985, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. MARZ 1985
31
BMW 630 CS
Til sýnis og sölu einn
fallegasti sportbíll landsins.
Einn með öllu.
Bílatorg Nóatúni 2.
Sími 13630, 19514.
Skipadeild Sambandsins:
Nýtt húsnæði fyrir starfsmenn við Holtabakka
SKIPADEILD Sambandsins tók
formlega í notkun húsnæði fyrir
starfsmenn á hafnarsvæðinu við
Holtabakka sl. þriðjudag.
Byggingin sem húsnæðið er í er
750 fm að grunnfleti. Aðstaða
fyrir starfsmenn er á efri hæð
hússins. Þar verður mötuneyti
fyrir 138 manns, búningsklefar,
hvíldar- og hreinlætisaðstaða. Á
neðri hæðinni verður verkstæði.
Axel Gíslason framkvæmda-
stjóri Skipadeildar SÍS ávarpaði
gesti við athöfnina og sagði m.a.
að mikil áhersla hefði verið lögð á
að gera aðbúnað fyrir starfsmenn
sem best úr garði. Húsnæði þetta
verður jafnframt nýtt til að halda
námskeið og skipuleggja aðra
endurmenntum sem er nauðsynleg
til að fylgjast með nýjungum í
búnaði og bættum starfsháttum.
Erlendur Einarsson forstjóri
Sambandsins afhenti Ingibergi
Gunnlaugssyni verkstjóra mál-
verkið „Ur álögum hvítra manna"
eftir Gísla Sigurðsson.
Teiknistofa Sambandsins sá um
útlits- og lagnateikningar auk
þess sem hún hafði eftirlit með
framkvæmdum. Verkfræðistofa
Braga og Eyvindar sá um burðar-
þolsútreikninga og teikningar. Að
framkvæmdum hússins stóðu
einnig Byggðaverk hf., Hitaver
hf., Jötunn hf., Viðar og Þórarinn,
Blikksmiðjan hf., Páll Wium og
ólafur ólafsson.
Athafnasvæði Skipadeildar við
Holtabakka er nú um 9000 fer-
metrar að stærð.
Steinar hf.:
Alþjóðleg viðurkenn-
ing fyrir Mezzoforte
STEINAR HF. hafa hlotið verðlaun sem kallast International
Trophy of Quality sem verða afhent í Madrid á Spáni þann 11. mars
nk. Verðlaun þessi eru nú veitt í 13. sinn og er það „Trade Leaders
Club“ sem veitir verðlaunin.
„Trade Leaders Club“ eru al-
þjóðleg samtök leiðandi manna
og fyrirtækja úr viðskipta-
heiminum, sem staðsett eru á
Spáni. Árlega veita forráða-
menn „Trade Leaders Club“
nokkrum ólíkum fyrirtækjum
á flestum sviðum viðskipta- og
iðnaðar viðurkenningar sínar.
Eru þessi verðlaun hugsuð til
að vekja enn frekari athygli á
þeim sem skarað hafa framúr á
sínu sviði á alþjóðlegum vett-
vangi. Verða verðlaunin afhent
þann 11. mars við hátíðlega at-
höfn í Melia Castilla hótelinu í
Madrid að viðstöddu miklu
fjölmenni.
Meðal gesta verða nokkrir
helstu stjórnmála- og embætt-
ismenn Spánar, leiðandi menn
úr spænsku efnahagslífi og
menningarlífi, sem og erlendir
sendiherrar og fulltrúar al-
þjóðlegra fyrirtækja.
Verðlaunaafhending þessi
vekur jafnan mikla eftirtekt og
senda allir fjölmiðlar Spánar
og alþjóða fréttastofur fulltrúa
sína til að fylgjast með henni.
Auk þess fjallar spænska sjón-
varpið og útvarpið jafnan ítar-
lega um afhendingu þessa og
þá sem viðurkenningar hljóta
hverju sinni.
Að sögn Péturs Kristjáns-
sonar hjá Steinum hf. leikur
lítill vafi á því að þessi verð-
laun eru fyrst og fremst veitt
fyrirtækinu einmitt nú vegna
þess mikla árangurs sem náðst
hefur í að koma tónlist hljóm-
sveitarinnar Mezzoforte á
framfæri erlendis. Steinar hf.
hafa undanfarin tvö ár rekið
skrifstofu í Lundúnum, en þar
hefur Steinar Berg ísleifsson
verið staðsettur og annast
hann alþjóðleg viðskipti fyrir-
tækisins. Hann mun fara til
Spánar og taka við verðlaunun-
um fyrir hönd Steina hf. Pétur
Kristjánsson sagði ennfremur,
að tónlist Mezzoforte væri nú
fáanleg í allri Vestur-Evrópu,
Kanada, Ástralíu, ísrael, Jap-
an, Singapore, Hong Kong,
Thailandi, Filippseyjum og víð-
ar. Sagði Pétur að tónlist
hljómsveitarinnar hefði hvar-
vetna hlotið lofsamlega dóma
og verið mikið leikin í útvarps-
og sjónvarpsstöðvum víða um
heim.
Skeifan 3h - Sími 82670
Hljómsveitin Mezzoforte hefur gert það gott að undanförnu.
Úttak á rafmagni;
3x380 V/1x220 V
LEITIÐ UPPLÝSINGA.
Annar mælikvarði á mynd
bönd en kvikmyndahús?
„Hugmyndin góðra gjalda verð,“ segir
forstöðumaöur Kvikmyndaeftirlitsins
„ÉG GET tekið undir allt það sem kemur fram í grein Árna l>órarinssonar,
enda sýnist mér hún skrifuð af mikilli skynsemi,“ sagði Níels Árni Lund,
forstöðumaður Kvikmyndaeftirlits ríkisins, þegar blm. Mbl. ræddi við hann í
gær.
I Morgunblaðinu á sunnudag
ritar Árni Þórarinsson grein, þar
sem hann furðar sig m.a. á því
hvaða myndir er að finna á bann-
lista kvikmyndaeftirlitsins. Nefn-
ir Árni tvær myndir á listanum,
Scanners og Visiting Hours, sem
hann segir eiga lítt erindi á list-
ann. Árni viðrar þá hugmynd að
tveir mælikvarðar verði notaðir á
kvikmyndir, annar fyrir mynd-
bandaleigur og hinn fyrir
kvikmyndahús. Yrði þá leyft að
sýna svokallaðar klám- og ofbeld-
ismyndir í kvikmyndahúsum, þar
sem börn og aðrir sem minna
mega sín geta ekki séð þær. Einn-
ig furðar Árni sig á því að myndir,
sem sýndar voru í kvikmyndahús-
um séu á listanum.
„Kvikmyndaeftirlitið mat það
svo, að þessar tvær myndir sem
Árni nefnir skyldu vera á listan-
um,“ sagði Níels Árni. „Að vísu
urðu nokkrar umræður um mynd-
ina Scanners, en niðurstaðan varð
MORGUNBLAÐINU barst eftirfar-
andi fréttatilkynning frá Félagi
ráðgjafarverkfræðinga:
I tilefni af fréttum um umræður
á alþingi vegna sjóefnavinnslu á
Reykjanesi ályktaði stjórn Félags
ráðgjafarverkfræðinga á fundi
sínum 4. mars 1985:
Stjórnin harmar að ósmekkleg
ummæli iðnaðarráðherra um
nafngreinda verkfræðinga á Al-
þingi skuli hafa verið gerð að
fréttaefni og rangtúlkuð af fjöl-
miðlum sem rógur um stétt verk-
fræðinga. Ráðherrann byggir
málflutning sinn á niðurstöðum
verkfræðinga, og því hlýtur hann
að hafa tiltrú á stéttinni. Stjórnin
sem sé sú að hún skyldi bönnuð.
Um allar aðrar myndir á listanum
var algjör einhugur hjá eftirlits-
fólki.“
Níels Árni sagði fulla þörf á að
setja nánari reglur um klám- og
ofbeldismyndir, því lögin sem
kvikmyndaeftirlitið hefði nú til
hliðsjónar væru mjög óljós.
„Framleiðendum og myndbanda-
leigum er líka full þörf á fyllri
lögum, svo þeir geti varast slíkar
myndir og lendi ekki í eftirmál-
um,“ sagði Níels Árni. „Mér finnst
hugmynd Árna um tvenns konar
mælikvarða á myndir, eftir því
hvort kvikmyndahús eða mynd-
bandaleigur eiga í hlut, allra
góðra gjalda verð, enda get ég tek-
ið undir það með honum að kvik-
myndahúsin hafa yfirleitt séð um
að skilja sorann frá , þau hafa
ekki farið fram úr sínum tak-
mörkunum í vali á efni. Þegar
Árni furðar sig á því að myndir,
sem voru sýndar í kvikmyndahús-
unum skuli vera á listanum, vil ég
væntir þess að ráðherranum ber-
ist sem fyrst þau svör sem hann
hefur óskað eftir um störf verk-
fræðinga, þannig að málin skýrist
fyrir honum.
benda honum á að þær voru sýnd-
ar á meðan engin lög voru í gildi
um þessi mál. Kvikmyndaeftirlitið
gat ekki bannað slíkar myndir,
heldur einungis sett aldurstak-
mark þar á. Ánnað var hreinlega
ekki hægt að gera. Það er hins
vegar óskaplega erfitt að draga
mörkin á meðan lögin eru jafn
óljós og nú er, en ég er sannfærður
um að þessi miðill er það áhrifa-
mikill að þörf er á að grisja mark-
aðinn. Hvort við í eftirlitinu erum
rétta fólkið til þess má síðan alltaf
deila um,“ sagði Níels Árni Lund,
forstöðumaður kvikmyndaeftirlits
ríkisins, að lokum.
Kettirnir
eru engin
óargadýr
ÍBÚI, sem býr í húsi í nágrenni við
hitaveitustokkinn við Réttarholts-
veg, séra Andrés ólafsson, hefur
komið að máli við Morgunblaðið
og kvað hann frétt blaðsins um
villikettina í hitaveitustokknum
mjög orðum aukna. Hann kvað
fólkið í nágrenninu gefa köttun-
um, sem væru mjög gæfir og
hændir að fólki og alrangt væri að
tala um þá sem einhver óargadýr.
Andrés kvað barnabörn sín ung
iðulega fara og gefa köttunum,
sem gerðu þeim ekki mein. Hann
kvað krakkana í hverfinu ekki
mönnum sinnandi vegna þess að
nú ætti að drepa vini þeirra, kett-
ina, en í fyrradag var meindýra-
eyðir að störfum við hitaveitu-
stokkinn.
A r . MÓTORDRIFNAR
uenbet rafsuðuvélar.
TIL
AFGREIÐSLU
Gon/Set 5/170 CK
170 AMP DC
90 V kveikispenna
Gen/Set 3/200 CK
200 AMP DC
65 V kvelkltpenna
Félag ráðgjafarverkfræðinga
harmar ummæli iðnaðarráðherra