Morgunblaðið - 06.03.1985, Qupperneq 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 6. MARZ 1985
33. þing Norðurlandaráðs í Reykjavík
Grænlendingarnir
deila um þjóðfána
Til snarpra oröahnippinga kom í gær á þingi Noröurlandaráðs milli þeirra
Grænlendinganna Jonathans Motzfeldt formanns landsstjórnarinnar og
þingmannsins Ottos Steenholdt. Sá síðarnefndi áminnti Motzfeldt höstug-
lega um, aö samstarf Norðurlanda hefði það ekki bara í lor með sér, að gera
ætti kröfur á hendur Norðurlöndum. Með þeirri aðferð hefði Motzfeldt
tckizt að eyðileggja samvinnuna við Evrópubandalagið og vonandi færi hann
ekki eins að gagnvart Norðurlandaráði.
Þá skoraði Steenholdt á Motz- fara að efna til kosningabaráttu á
feldt að taka meira tillit til þeirra
mörgu víðs vegar um Grænland,
sem óanægðir væru með hinn nýja
fána Grænlendinga. Sagði Steen-
holdt, að nu væri hafin undir-
skriftasöfnun á Grænlandi gegn
þessum ónorræna fána, sem draga
ætti að húni 21. júní næstkom-
andi. Bað hann Motzfeldt að muna
það, að þetta fólk vildi gjarnan fá
tfma og tækifæri til þess að láta í
ljós andstöðu sína.
Motzfeldt snerist öndverður
gegn þessari ádrepu Steenholdts
og sagði, að þeir tveir ættu ekki að
Greenpeace-
menn skráðir
semblaðamenn
Friðunarsamtökin Green-
peace boðuðu til blaða-
mannafundar á þingi Norður-
landaráðs I Þjóðleikhúsinu í
gær. Fyrir fundinum stóðu tveir
danskir forystumenn samtak-
anna, sem skráðir eru á þingið
sem blaðamenn.
Mennirnir heita Michael
Gylling, sem stjórnað hefur
skrifstofu Greenpeace í Kaup-
mannahöfn, og Janus Hill-
garard. 1 dagskrárriti Norður-
landaþings eru þessir tveir
menn kallaðir blaðafulltrúar
við blaðið Nyhetsbladet.
Á blaðamannafundinum í
gær höfðu Danimir uppi mót-
mæli gegn hvalveiðum og sel-
veiðum þjóða á norðurhveli.
Var málflutningur þeirra í
svipuðum dúr og áður hefur
verið hjá talsmönnum
Greenpeace.
þingi Norðurlandaráðs milli
flokka þeirra, Atassut og Siumut.
Sagði Motzfeldt, að munurinn á
Steenholdt og öðrum Grænlend-
ingum væri sá, að þeir síðar-
nefndu vildu hafa frelsi sitt og
sjálfsákvörðunarrétt heima á
Grænlandi. Það væri einnig
ástæðan fyrir því, að þeir hefðu
viljað hætta samvinnunni við Evr-
ópubandalagið í þeirri mynd, sem
það var í. Þess í stað hefði verið
gerður nýr samingur um efna-
hagssamvinnu við Evrópubanda-
lagið, sem hentaði Grænlending-
um betur.
Norðurlöndin:
Morgunblaðið/Ól.K.Mag.
Jonathan Motzfeldt, formaður landstjórnar Grænlands, og Poul Schliiter, forsætisráðherra Danmerkur, stinga
saman nefjum á þinginu í gær.
Um 1,8 miUj. manns fengu
atvinnuleysisbætur í fyrra
segir Gunnar Nilsson formaður efnahagsmálanefndarinnar
HORFIIR í efnahags- og atvinnumálum voru ofarlega á baugi í umræðunum á
þingi Norðurlandaráðs í gær. Poul Schliiter, forsætisráðherra Danmerkur og
leiðtogi íhaldsflokksins þar í landi, sagði, að þess hefði mátt sjá glögg merki er
síðasta þing Norðurlandaráðs var haldið í Stokkhólmi í fyrra, að efnahagsbati
væri tekinn við af þeirri lægð, sem einkennt hefði efnahagsbTið svo víða um
heim. Þar sem tekizt hefði að ná valdi á verðbólgunni hefði fjárfesting aukizt
og þannig fengizt grundvöllur fyrir nýjum vexti í efnahagslífinu, sem haft hefði
í för með sér mun betra atvinnuástand.
Þessi þróun heföi haldið áfram.
Þegar á heildina væri litið, ein-
kenndi vöxtur efnahagslífið á
Norðurlöndunum nú. Þessi vöxtur
væri meiri og öflugri en í þeim
löndum, sem Norðurlönd væru vön
að bera sig saman við. Ár stöðnun-
arinnar hefðu verið mikil lexía.
Ekki væri unnt að lifa af því einu
saman að skella skuldinni á útlönd
eða bíða þess með hendur í skauti,
að hjálpin bærist þaðan. Á herðum
okkar sjálfra hvíldi mikil ábyrgð.
Norræn bjartsýni og sjálfstraust
mun móta þetta þing Norðurlanda-
ráðs, sagði frú Gro Harlem
Brundtland, formaður norska
verkamannaflokksins. Kvaðst hún
vona, að efnahagssamvinna Norð-
urlanda tæki senn stórt skref fram
Þátttaka í Tele-X ræðst af
því að Svíar lækki verðið
- segir Lars Roar Langslet, menningarmálaráöherra Noregs
„ÞÁTTTAKA okkar Norðmanna f
Tele-X gervihnettinum, ræðst af því
hvort Svíar eru reiðubúnir til þess
að lækka verulega það verð sem
þeir setja upp fyrir afnot af hnettin-
um, en það er þrefalt hærra en við
þurfum að greiða fyrir rásir í evr-
ópskum gervihnetti," sagði Lars
Roar Langslet menningarmálaráð-
herra Noregs er Morgunblaðið
spurði hann hvort samningar við
Svía, vegna afnota af Tele-X gervi-
hnettinum, sem á að skjóta á loft
um mitt ár 1987, væru í farvatninu,
en Svíar og Norðmenn hafa enn
ekki komist að samkomulagi um
hve mikil kostnaðarhlutdeild Norð-
manna eigi að vera í þessu sænska
verki.
Langslet sagði að boltinn væri
hjá Svíum nú, og sagðist hann
vera hóflega bjartsýnn á að Svíar
lækkuðu verð sitt, því annars
kæmi þátttaka Norðmanna ekki
til greina.
„Þessa stundina horfir ekki
vænlega með Nordsat. Ég óttast
að hugmyndin um þessa miklu
norrænu samvinnu á sviði fjar-
skipta, útvarps- og sjónvarps-
sendinga um gervihnött, geti ekki
orðið að veruleika í bráð,“ sagði
Lars Roar Langslet er hann var
spurður hvort hugmyndin um
Nordsat væri úr sögunni, en
Langslet hefur mjög látið þetta
mál til sín taka.
Langslet sagði að farið hefði að
halla undan fæti fyrir Nordsat-
hugmyndinni, þegar Danir, undir
forsæti Ankers Jörgensen, afhug-
uðust hugmyndinni, og enn frek-
ar þegar stjórnarskipti urðu í
Svíþjóð og stjórn Olofs Palme tók
við, en hún lýsti sig andvíga sam-
starfi um Nordsat.
Eiður Guðnason formaður
menningarmálanefndar Norður-
landaráðs sagði í samtali við
Morgunblaðið að geisli Tele-X
myndi ekki nást hér á landi, þeg-
ar hann væri kominn á loft,
þannig að íslendingar yrðu að
taka á móti efni frá norrænu
sjónvarpsstöðvunum í gegnum
fjarskiptahnött, ef þeir ætluðu að
verða aðilar að Tele-X. Sagði Eið-
ur að líklegt væri að byggja
þyrfti hér aðra jarðstöð, til að svo
mætti verða.
Eiður sagði að ágreiningur
Norðmanna og Finna við Svía um
kostnaðarhlutdeild I Tele-X tefði
framgang þessa máls eitthvað, en
hann sagðist þó bjartsýnn á að
ríkisstjórnir landanna gætu náð
samningum fyrir sumarið 1985,
þannig að á næsta þingi Norður-
landaráðs yrði hægt að ganga frá
málinu.
Eiður sagðist telja að hugmynd
sú sem vakið var máls á á þingi
Norðurlandaráðs í fyrra, að fá
einvörðungu sendingar norska
sjónvarpsins hingað, í gegnum
evrópska gervihnöttinn ECS,
væri úr sögunni.
á við. „Ef okkur tekst ekki að vinna
saman, tekst okkur ekki að koma
neinu frarn," sagði hún.
Við annan tón kvað í ræðu Gunn-
ars Nilssons, flokksbróður hennar
frá Svíþjóð, en hann er formaður
efnahagsmálanefndar Norður-
landaráðs. Sagði hann, að sú stað-
reynd blasti við, að yfir 630.000
manns væru atvinnulausir á Norð-
urlóndum. Efnahagsþróunin á
Norðurlöndum undanfarin tvö ár
hefði hins vegar vakið hóflega
bjartsýni og dregið úr þeim örðug-
leikum, sem einkennt hefðu efna-
hagslíf þeirra fyrir aðeins tveimur
árum. f stórum dráttum hefði þó
ekki orðið veruleg breyting í at-
vinnumálum. Vissulega hefði at-
vinna aukizt, en það væri þó mjög
takmarkað með tilliti til þess, hve
umfangsmikið atvinnuleysið væri
Að baki opinberum tölum leynd-
ist önnur og dapurlegri mynd af
veruleikanum. Nær 1,8 millj.
manna á Norðurlöndum hefðu ver-
ið atvinnulausar á árinu 1984 í ein-
hvern tíma. Þetta þýddi að um
15%, eða nær sjöundi hver maður,
hefðu fengið að reyna það, hvað
það væri að vera atvinnulaus.
Kalevi Sorsa, forsætisráðherra
Finnlands, sagði, að svo virtist sem
fjöldaatvinnuleysi og hægur efna-
hagsvöxtur væri að verða að
grundvallarvandamáli í efnahags-
lífi iðnaðarlandanna. Þetta væri
einkum áberandi í Vestur-Evrópu,
vöggu iðnþróunarinnar í heimin-
um. Þar væri ástandið sums staðar
orðið mjög erfitt, þar sem atvinnu-
leysi væri orðið yfir 11%. Með til-
liti til þessa fengju áform Norður-
landaráðs í efnahags- og atvinnu-
málum aukna þýðingu.
RUNTAL OFNARNIR FRÁ ONA ERU SMÍÐAÐIR
ÚR 1,5-2,0 MM STÁLI.
OFNASMÐJA NORÐURLANDS
FUNAHÖFÐA 17-v/ÁRTÚNSHÖFÐA
SÍMI 82477 - 82980 -110 REYKJAVÍK