Morgunblaðið - 06.03.1985, Síða 37
37
ritanna, mér liggur við að segja
frá fundi orösins, því að yfirleitt er
um guðsorð að ræða. I leiðinni sjá-
um vér, að ekkert er eðlilegra en
að Gyðingarnir í ísrael fái sín
handrit ekki síður en íslenzka
þjóðin. Þarna er þeirra „heim-
flutningur handrita". En með
þessu hefir prófessorinn „stytt“
timann, „stytt dagana". (Matt 24,
22) Hvaða daga? Fyrir þér er einn
dagur sem þúsund ár! Svo að það
eru þessir 2 dagar, sem hafa verið
styttir, árin 2000.
Hinn 17. júní 1983 sló Þjóðvilj-
inn upp mynd af mér og birti töl-
una 19 með stórum stöfum við hlið
mér, svo sem verðskuldaði talan
ekki minni heiður en ég sjálfur. í
þakkarbréfi frá mér, sem Þjóðvilj-
inn birti hinn 30.6. (Ég er, bls. 33)
benti ég á það, að talan 19 hefði
fylgt mér allt frá fæðingu hinn
19.10. 1910, sem leggja má út sem
töluna 40 (10 10 10 10). Við þessi
orð mín um tölur fæðingardagsins
ætla ég nú að bæta því, að meðan
dýrlingarnir fengu að vera
óáreittir í almanakinu íslenzka, þá
var dagurinn 19. október helgaður
Balthasar, vitringnum, sem kom til
þess að hylla hinn nýfædda Gyð-
ingakonung. Og dagurinn á undan
var helgaður Lúkasi, höfundi jóla-
guðspjallsins, sem boðar og segir
frá fæðingu frelsarans og kon-
ungsins. En þeir fengu ekki að
vera óáreittir. Þeim var úthýst.
En stundum er eins og dýrlingar
séu ekki svo auðveldir viðfangs, að
minnsta kosti er Lúkas fyrir
nokkru aftur kominn inn í alman-
akið. En vísindaleg guðfræði á
ekki að þurfa að missa neinn svip
við þetta. Þessar „tilviljanir"
flokkast auðveldlega sem tilviljan-
ir.
Það væri mjög æskilegt að fá
fréttaauka Þóris Kr. í blöðunum,
helzt aukinn, því að það er óþol-
andi að sjá boðskap bókar þeirra
Dr. Potters og ÁN tekið með þögn-
inni einni saman af hálfu guð-
fræðinganna.
Á þjóðin ekki neinar kröfur á
hendur þeim fyrir ókeypis mennt-
un? Og hvað um þá sem hafa
brauðin og embættin og hafa lofað
að boða sannleikann í trúarefn-
um?
Að lokum kemur svo sama
spurningin alltaf aftur: Var Jesús
frá Guði, eða var hann af sjálfum
sér, ásamt lærdómi og guðstrú
samtíðarinnar, það sem hann var?
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. MARZ1985
Varðandi persónu Jesú er niður-
staða höfundarins þessi: Hann var
undursamlegur, birtist sem „há-
menntaður, ekki einungis í siðum
og menntun Rómverja, Persa,
Aþeninga og Alexandríubúa og
víðförull kennari, heldur einnig
frumlegur, sjálfstæður hugsuður
og einlægur tilvistarspekingur, sí-
leitandi nýrra sanninda með at-
hugunum og reynslu jafnvel allt
fram í andlátið." (10) Þetta er að
sjálfsögðu ekki annað en heila-
spuni höfundarins, fernis á af-
skræmingu hans. Hann er að
reyna að sykra hinn falska boð-
skap sinn og finnst hann hafi ráð
á að smyrja þykkt. Samkvæmt
skoðun höfundarins á Jesús sjálf-
ur að hafa skapað boðskap sinn úr
því bezta í samtíðinni, þvert ofan í
hans eigin orð, sem eru ein löng
fullyrðing um hið gagnstæða.
Hann sagði að sér væri bæði sagt
og sýnt, það gerði Faðirinn. Þeir
eru heldur fáir, sem fullyrða ber-
um orðum að Jesús hafi verið að
ljúga, enda myndi það skammfíl-
era fernisinn.
Væri aðeins hægt að losa um
samband Jesú við Föðurinn, þá
væru engin takmörk fyrir því,
hvað menn væru reiðubúnir til að
láta ímyndunaraflið gera fyrir
hann, jafnvel gera hann að eins-
konar superman, nei superstar!
Þetta er þá ein leiðin til þess að
losna við Jesúm Biblíunnar: að
sykra hann. Önnur leið er sú að
falsa sjálfar frumheimildirnar.
M.R. James, brezkur þýðandi og
útgefandi að The Apocryphal New
Testament (594 bls.), telur upp 4
falsrit af þessu tagi frá síðari tím-
um. Af þeim munu tvö hafa komið
út á íslenzku: Barnæska Jesú
Krists, og rit sem sagt er að hafi
fundizt í Tíbet í búddhaklaustri og
kennt við mann að nafni Notovich.
Þar sem Dr. Potter trúir ekki á
hið „óljósa hugtak ‘guð’“, þá er
auðvitað einfaldast að ráða við
erfiða staði í Biblíunni með því að
lýsa þá falsaða. Fyrir hinn trúaða
er þetta ekki svo auðveld og fyrir-
hafnarlítil aðferð. Hann getur
ekki lýst því yfir að Guð falsi rit.
Höfundur bókarinnar segir að
kenningin um heilaga þrenningu
byggist á fölsunum, kenningin um
Heilagan anda byggi á fölsunum.
Hér eru á ferðinni prestar, sem
leggja ekki mikið upp úr orðum
guðspjallsins um syndina gegn
Heilögum anda. (Mark 3,29) Með
hjálp af kenningum Essenanna
megi fá lykilinn að uppruna krist-
innar kenningar stendur í bókinni.
Það mun ef til vill „leiða til ein-
földunar hennar eða jafnvel út-
rýmingar hennar að lokum." (130.
Lbr. BE.)
Þarna slapp loksins kötturinn
úr sekknum! Þeim Dr. Potter ætti
því ekki að vera neinn vandi á
höndum að mynda eigin þrenn-
ingu, þrenningu útrýmingarpost-
ula. Sá þriðji er þegar fyrir í land-
inu og heitir Halldór Laxness.
Boðskapurinn tileinkast ári Biblí-
unnar.
Guð lætur ekki að sér hæða.
Hann er almáttugur. Ég hefi áður
bent á það, að spádóma sína getur
hann látið kommaforingjana
flytja. Hann getur meira að segja
látið athafnasamasta og stóryrt-
asta guðlastara þjóðarinnar og
fjandmann Jesú flytja innfjálgt
lof um hann í útvarpi flest kvöld
alla föstuna, lof, sem er þrungið
þeirri hreinu trú, sem Biblían boð-
ar. (Opin 3,9.)
Um þýðinguna sjálfa mætti
ýmislegt segja. Stundum er hún á
dálítið uppskrúfuðu máli, svo sem
við mátti búast, stundum dálítið
álappaleg. Það sem hingað til hef-
ir verið kallað innskot er nú sums
staðar kallað „inníbætingar".
(20,65) Annað skrýtið orð er „höf-
undskapur". (86,124) Þá er sagt að
ritin í Biblíunni hafi fengið þar
inni fyrir „sjálfs-áreiðanleik". Til
er að málsgrein sé hafin á „því
að“. (136) Hinir frægu rabbíar
Shammai og Hillel eru kallaðir
„handritaskrifarar".
31. janúar 1985.
P.s. Setningin „- í RAUNINNI
ALVEG VÍST - AГ er með stórri
vélritunarvillu. í handriti er hún
öll með litlum stöfum, eins og
textinn að öðru leyti. í vélritun-
inni hjá mér urðu óvart úr þessu
stórir stafir, án þess að ég tæki
eftir því fyrr en ég hafði tekið
blaðið úr vélinni. Eftir stutta um-
hugsun hætti ég við að leiðrétta
„villuna", og vonast til að lesand-
anum mislíki það ekki um of.
BHJE
Dr. Benjamín H. J. Eiríksson er
fyrrr. bankastjóri Framkræmda-
banka íslands og efnahagsrádu-
nautur ríkisstjórnar um árabil.
Morgunblaðiö/Ól.K.M.
Frá undirritun samningsins. Frá vinstri talið: Sigurður Ragnarsson
framkvæmdastjóri LH, Matthías Kjartansson starfsmaður Urvals og
Karl Sigurhjartarson forstjóri Úrvals.
Úrval skipuleggur ferð-
ir fyrir hestamenn
NÚ FYRIR skömmu var undirritaður samningur milli Ferðaskrifstof-
unnar Úrvals og Landsambands hestamannafélaga um gagnkvæmt
samstarf við skipulagningu á ferðum fyrir hestamenn til og frá íslandi.
Mun LH aðstoða Úrval við kynningu ferðar á Evrópumót Islandshesta-
eigenda sem haldið verður 13. til 19
Á móti mun LH fá þrjá far-
seðla árlega vegna ferða á
stjórnarfundi FEIF (Evrópu-
samband eigenda íslenskra
hesta) og í tengslum við Evrópu-
mótin mun Úrval hlutast til um
að 9—10 keppendur njóti veru-
legs afsláttar á farmiðum.
Þá mun LH tilnefna Úrval
sem fulltrúa sinn varðandi
skipulagingu ferða til íslands á
landsmót 1986. Mun LH leggja
til lista með heimilisföngum er-
lendra aðila. Einnig munu sam-
tökin senda kynningarbækling
með eigin pósti til formanna og
fulltrúa í erlendum hestamanna-
félögum.
í framhaldi af þessu sam-
komulagi gerði Úrval samning
við Landsmótsnefnd og mun Úr-
ágúst nk. í Alingsás í Svíþjóð.
val leggja til einn vinning í
happdrætti mótsins og auk þess
greiða ákveðna upphæð af hverj-
um þeim erlenda ferðamanni
sem kemur hingað til lands sér-
staklega vegna mótsins á vegum
Úrvals.
Á móti fær Úrval einn ís-
lenskra ferðaaðila umboð til að
annast móttöku þeirra ferða-
manna sem hyggjast koma
hingað til lands vegna mótsins
og mun Úrval útbúa „pakka“
fyrir erlenda gesti mótsins.
Myndu slíkir „pakkar“ innihalda
flug, flutning frá flugvelli á
mótssvæðið, aðgangseyri og gist-
ingu.
Samningur þessi gildir fyrir
árin 1985 og '86 og vænta báðir
aðilar góðs af samstarfinu.
raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar
Sauöárkrókur
Almennur stjórnmálafundur verður haldlnn I Saeborg mlövlkudaglnn
6. mars kl. 20.30. Frummælendur: Eyjólfur Konráö Jónsson al-
þingismaóur og Pálmi Jónsson alþingismaöur. Allir velkomnir.
Sjólfstæöístlokkurinn.
Sjálfstæöiskvennafélag
Árnessýslu
heldur almennan félagsfund á Tryggvagöfu
8, Selfossi, föstudaginn 8. mars kl. 8.30.
Fundurinn ber yfirskriftina Ár Æskunnar
1985.
Dagskrá:
Ræöumenn:
1. Formaöur Æskulýösráös rikisins
Erlendur Kristjánsson.
2. Brynleifur Steingrimsson héraöslæknlr
á Selfossi.
3. Kaffihlé.
4. Séra Agnes M. Siguróardóttir æskulýös-
fulltrui Þjóökirkjunnar
5. Séra Siguröur Sigurösson sóknarprestur
Allir velkomnir.
Stjómin.
Sjálfstæöisfélag
Geröahrepps
heldur aöalfund i samkomuhúsinu Garói miövikudaginn 6. mars nk.
kl. 20.30.
Dagskrá: 1. Venjuleg aöalfundarstörf.
2. Kosning fulltrúa á landsfund Sjálfstæöisflokksins.
3. Önnur mál.
Stjórnin.
Laugarneshverfi
Almennur félagsfundur
Félag sjálfstæöismanna i Laugarneshverfi heldur almennan félagsfund
fimmtudaginn 7. mars nk. kl. 18.00 i sjálfstasðishusinu Valhöll viö
Háaleitlsbraut.
Dagskrá: 1. Kosning fulltrúa á landsfund Sjálfstæöisflokksins.
2. Önnur mál.
Stjórnin.
Hvöt — félagsfundur
Hvöt, félag sjálfstæöiskvenna i Reykjavik,
heldur almennan félagsfund miðvikudaginn
6. mars nk. kl. 20.00-22.00 i Valhöll,
kjallarasal.
Dagskrá:1. Kjör fulltrúa á landsfund
Sjálfstæöisflokksins.
2. Dagvistun barna i Reykjavik.
Ingibjörg Rafnar borgarráösmaöur flytur
framsögu.
Almennar umræöur. Fundarstjóri: Maria
Ingvadóttir. Fundarritari: Helga Ölafsdóttlr.
Mætum vel og stundvislega.
Stjórnin.
Garöabær og
Bessastaöahreppur
Aöalfundur fulltrúaráös Garöabæjar og Bessastaöahrepps veröur
haldinn fimmtudaainn 7. mars kl. 18.00 i Lyngási 12.
Dagskrá:
1. Venjuleg aöalfundarstörf.
2. Kosning fulltrúa á landsfund.
Félagar fjölmenniö.
Stjórnin.
Skóga- og Seljahverfi
Almennir félagsfundur
Félag sjálfstæöismanna i Skóga- og Seliahverfi heldur almennan
félagsfund mióvikudaglnn 6. mars kl. 18.00 i Sjálfstæóishúsinu Valhöll
viö Háaleitisbraut.
Dagskrá:
1. Kjör fulltrúa á landsfund Sjálfstæöisflokkslns.
2. Önnur mál.
Stjórnin.
Háaleitishverfi
Almennur félagsfundur
Felag sjálfstæöismanna i Háaleitishverfi heldur almennan félagsfund
miövikudaginn 6. mars kl. 18.15 i sjálfstæöishúsinu Valhöll vlö
Háaleitisbraut.
Dagskrá:
1. Kjör fulltrúa á landsfund Sjálfstæöisflokksins.
2. Önnur mál.
Stjórnin.
Almennur félagsfundur
Félag sjálfstæöismanna i Smáíbúöa-, Bústaöa- og Fossvogshverfi
heldur almennan félagsfund fimmtudaginn 7. mars kl. 18.00 í Sjálf-
stæöishúsinu Valhöll viö Háaleitisbraut.
Dagskrá:
1. Kjör fulltrúa á Landsfund Sjálfstæóisflokksins.
2. Önnur mál.
Stjórnin.
Akranes
Sjálfstæöiskvennafélagiö Bára á Akranesi heldur félagsfund fimmtu-
daginn 7. mars í Sjálfstæöishúsinu viö Heiöargeröi.
Dagskrá:
Kosning fulltrúa á landsfund. Stjórnin
á Selfossi.