Morgunblaðið - 06.03.1985, Síða 41
MORGUNBLAÐID, MIÐVIKUDAGUR 6. MARZ 1985
41
Minning:
Björg Guðmunds-
dóttir, Hellissandi
Fædd 24. mars 1890
Dáin 25. febrúar 1985
Þann 25. febrúar síðastliðinn
lést á Hrafnistu í Reykjavík
amma mín Björg Guðmundsdótt-
ir, en þar hafði hún dvalið undan-
farin þrjú ár.
Amma fæddist á Hellissandi
1890 og hefði því orðið 95 ára 24.
mars næstkomandi ef hún hefði
lifað. Því má segja að svefninn
væri henni kærkominn því hún
var búin að vera veik síðustu árin.
Maður ömmu var ólafur Kristó-
fer Jóhannesson, fæddur 1889.
Fyrstu hjúskaparár sín bjuggu
þau á Hellissandi, en fluttust síð-
an til Reykjavíkur og áttu þar
heimili að Framnesvegi 32. Þaðan
á ég margar góðar minningar. Þar
byrjuðu foreldrar mínir sinn
búskap eins og fleiri systkini
pabba eða meðan þau voru að
byggja sér hús og þar bjuggum við
tvær elstu systurnar fyrstu árin. í
lok ársins 1954 var hús foreldra
minna fullgert og fluttum við
þangað en oft áttum við systurnar
erindi til ömmu og afa á Fram-
nesveginn. f desember 1955 deyr
afi, eftir það heldur amma hús
ásamt Guðmundi syni sínum og
konu hans Kristinu, en þau bjuggu
á neðri hæð hússins.
Ég á margar góðar minningar
tengdar Framnesvegi 32 og mér
ásamt fleiri barnabörnum þótti
eftirsóknarvert að fá að vera hjá
ömmu, hún tók alltaf vel á móti
manni og hafði undirbúið komuna
vel, átti jafnan í ísskápnum það
sem krökkunum þótti fengur í að
fá á þessum árum, eins og flösku
af appelsíni eða einhverju ámóta.
Slíkt þótti ekki jafn sjálfsagt og í
dag, í þá daga var svoleiðis aðeins
til hátíðarbrigða.
Á kvöldin var síðan setið í ró-
legheitum, hlustað á útvarp eða
myndaalbúmum ömmu flett og
hún rifjaði upp ýmislegt frá því í
gamla daga. Einnig á ég margar
góðar minningar tengdar dvöl I
sumarbústaðnum hennar, en
þangað vorum við barnabörnin
alltaf velkomin.
Ég leit alltaf upp til ömmu, hún
hafði sínar fastmótuðu skoðanir
sem hún fylgdi og þar höfðu utan-
aðkomandi engin áhrif á.
Börn ömmu og afa urðu sex að
tölu. Þar af komust fimm þeirra
til fullorðinsára. Þau eru: Guð-
mundur, dáinn 1979, kona hans
var Kristín Davíðsdóttir, dáin
1972, Magdalena gift Árna Jóns-
syni, Jóhannes kvæntur Ingveldi
Valdimarsdóttur, Ingólfur, dáinn
1974, eftirlifandi kona hans Reg-
ína Helgadóttir, og Anna gift
Ólafi Þ. Jónssyni.
Ég vil að leiðarlokum kveðja
ömmu með þessari bæn sem hún
kenndi mér í æsku:
Nú legg ég augun aftur,
ó, guð, þinn náðarkraftur
mín veri vöm í nótt.
Æ, virst mig að þér taka
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
Hafi amma þökk fyrir það sem
hún var okkur systrunum.
Birna
Björg fæddist að Stórheilu við
Hellissand 24. mars 1890, hún var
dóttir þeirra merkishjóna Guð-
mundar Hákonarsonar formanns
þar og Önnu Margrétar Jónsdótt-
ur. Anna, móðir Bjargar, var ætt- ■
uð úr Húnavatnssýslu, en fluttist
að Saxhóli undir Jökli. Hún var
talin einstök gæðakona, ákaflega
dugleg, stjórnsöm og gjafmild.
Það var sagt að Anna á Stórhellu
gæfi til beggja handa til fátæks
tómthúsfólks sem þá var margt á
Sandi, en svo var það fólk nefnt er
hafði engar grasnitjar en lifði af
því er sjórinn gaf. Það hefur því
fallið í góðan jarðveg þegar sagt
var að Anna skipti oft heilli kýrnit
milli fátækra daglega, en samtím-
is jukust þeim efni meðan Önnu
naut við. Hún dó af barnsförum,
þegar Björg var níu ára gömul.
Guðmundur, faðir Bjargar, var
ættaður úr Breiðafjarðareyjum,
stundaði jöfnum höndum búskap
og útgerð áraskips er hann var
formaður á. Hann var talinn af-
burða formaður, sóknharður, afla-
sæll og orðlagður stjórnandi á
skipi sínu, Rauðseyingi, í hinni
hættulegu brimlendingu í Kefla-
vík við Sand. Honum mistókst
aldrei lending hversu mikið brim
sem var. Þau urðu þó örlög hans
að farast i þeirri lendingu, ekki á
eigin skipi, heldur aðeins þennan
eina dag sem háseti með Lofti
Loftssyni formanni er fórst með
allri áhöfn, níu mönnum. Þar fórst
einnig tengdasonur Guðmundar,
þá var Björg 18 ára.
Áður hafði systir Bjargar, Lár-
ensína, einnig dáið af barnsförum,
frá tveimur börnum, og þegar fað-
ir barnanna, Dagóbert, fórst með
Lofti formanni í Keflavíkurlend-
ingu urðu börnin föður- og móð-
urlaus. Það sýnir best áræði og
dugnað Bjargar, þá er hún aðeins
18 ára tekur systurdóttur sína,
ósk Dagóbertsdóttur, til uppfóst-
urs. Það var enginn leikur á þeim
Fríða Ólafs-
dóttir - Minning
í dag verður til moldar borin
Fríða Olafsdóttir, Austurbrún 31.
Hún fæddist 15. desember 1903 að
Hraungerði í Flóa.
Foreldrar hennar voru séra
ólafur Sæmundsson prófastur þar
og kona hans, Sigurbjörg Matthí-
asdóttir. Séra ólafur var sonur
séra Sæmundar Jónssonar, sem
einnig þjónaði Hraungerði, en
bróðir séra ólafs var Geir vigslu-
biskup á Akureyri.
Fríða ólst upp í föðurhúsum og
nam það, sem títt var að kenna
ungum stúlkun í þann tíma. Fríða
var músíkölsk, lærði ung á orgel
og var farin að spila og syngja í
kirkjunni hjá föður sinum um tólf
ára aldur.
Rúmlega tvítug flyst Fríða til
Reykjavíkur og fer að vinna hjá
Landsímanum. Á Alþingishátíð-
inni á Þingvöllum 1930 var hún við
símavörslu í Valhöll.
Nokkru síðar heldur Fríða til
Þýskalands og hefur nám í ljós-
myndasmíði í Dresden. 1938 að
loknu námi í iðn sinni fer Fríða til
Kaupmannahafnar, þar sem hún
fer að vinna hjá Kodak. Þegar hér
er komið sögu kynnist Fríða eftir-
lifandi manni sínum, Pétri Símon-
arsyni rafvélavirkja frá Vatnskoti
í Þingvallasveit. Þau gengu í
hjónaband í Kaupmannahöfn 1942
en þar bjuggu þau og störfuðu út
allt stríðið. Að heimsstyrjöldinni
lokinni komu þau hjón heim með
Esjuferðinni 1945, en skipið hafði
verið sent gagngert til Kaup-
mannahafnar af íslenskum yfir-
völdum til þess að ná í landa, sem
biðu þess með óþreyju að komast
heim til ættjarðarinnar. Síðan
hafa Fríða og Pétur búið lengst af
að Austurbrún 31 hér í borg.
Þau hjón hafa víða ferðast, utan
lands og innan, vetur og sumar.
Fríða hafði yndi af ferðalögum,
náttúruskoðun og dýralifi. Hún
var lagin við ljósmyndun, enda
lærð í faginu. TJm helgar eða bara
árum að komast áfram með barn á
framfæri.
Fjórum árum seinna giftist hún
miklum atorku- og myndarmanni,
ólafi Jóhannessyni, er varð ungur
formaður á Sandi. Þar byggðu þau
sér vandað hús og eignuðust sex
börn, þeim búnaðist mjög vel.
ólafur var mikill framkvæmda-
maður, Björg stjórnsöm, góð móð-
ir barna sinna og fetaði í fótspor
önnu, móður sinnar, þar sem hún
lét gott af sér leiða fyrir fátæka,
þá þar mest þurftu aðstoðar við,
og þegar önnur systir hennar,
María, missti mann sinn frá
þremur börnum, naut hún stuðn-
ings þeirra hjóna, ólafs og Bjarg-
ar, þau innrættu börnum sinum
hinar fornu dyggðir, iðjusemi,
reglusemi og sparsemi, og hefur
þeim öllum reynst það farsæll föð-
ur- og móðurarfur; öll hafa þau
reynst dugmikil og vönduð í starfi.
Elstur þeirra var Guðmundur Pét-
ur, giftur Kristínu Davíðsdóttur,
Guðmundur starfaði lengi við
timburverslun Völundar, hann var
einstakt prúðmenni. Eðalrein
Magðalena, gift Árna Jónssyni,
verslunarmanni í Keflavík. Björg-
ólf misstu þau ungan. Jóhannes,
giftur Ingveldi Valdimarsdóttur,
forstjóri Dósagerðarinnar hf. Ing-
ólfur, giftur Regínu Helgadóttur,
þau voru eigendur Ingólfsprents.
Anna Margrét, gift ólafi Þ. Jóns-
syni vélstjóra.
ólafur og Björg fluttust til
Reykjavíkur, keyptu íbúð á Fram-
nesvegi 32, þar stundaði Ólafur út-
gerð og var um leið vinsæll fisk-
sali á Brekkustíg 6. Oft var æði
gestkvæmt á heimili þeirra, þang-
að leituðu vinir að vestan, því á
Sandi nutu þau almennrar virð-
ingar og þar var þeirra sárt sakn-
að. Bæði voru þau hjón trúuð,
ákaflega trygglynd og vinföst.
Frá ósk Dagóbertsdóttur og
fjölskyldu flyt ég fósturmóður
hennar, Björgu, hjartans þakklæti
fyrir að hafa reynst henni sem
sönn móðir frá bernsku. Ég, sem
þessar línur rita, færi Björgu og
fjölsyldu hjartans þakkir fyrir
þegar veðrið var gott skaust hún
með Pétri á Þingvöll eða austur
fyrir fjall með myndavél og mal-
poka og alltaf gat Fríða fundið
eitthvað í náttúrunni, sem hún
hafði gaman af og vakti áhuga
hennar.
Við skíðafélagar Péturs sendum
honum innilegar samúðarkveðjur
vegna fráfalls Fríðu.
Ríkharður Pálsson
alla þá hlýju og ástúð er ég naut
frá þeim á unglingsárum mínum á
Sandi.
Það fylgir háum aldri að sjá á
bak mörgum ástvinum. ólafur
andaðist 13. desember 1955. Ing-
ólfur dó 4. maí 1974. Kristín Dav-
íðsdóttir, kona Guðmundar, dó 8.
apríl 1972 og Guðmundur andaðist
24. júlí 1979. Þessum ástvinamissi
og veikindum tók Björg með sál-
arró sjómannskonunnar, sem býr
sig undir það að morgni, þá sjó-
maður kveður, að sjá hann ekki að
kveldi, en vera reiðubúin að taka á
grundvelli barnatrúar sinnar,
hverju sem að höndum ber. Því
meðan hún hafði fullt ráð og
rænu, horfði hún sínum sálrænu
trúaraugum yfir landamæri lífs
og dauða þar sem ástvinir mætast
á ný á æðri lífssviðum hins eilífa
lífs. Síðustu ár ævi sinnar dvaldist
Björg á Hrafnistu, þar leið henni
vel, hún var vafin ástúð barna
sinna, tengdabarna og annarra
náinna ástvina. Hún andaðist 25.
febrúar á nítugasta og fimmta
aldursári.
Karvel Ögmundsson
Mannfræðirannsóknir á Grænhöfðaeyjum:
Tilraunir með togara-
útgerð og makrílveið-
ar bera góðan árangur
KÍÐASTLIÐIÐ sumar var gerð mannfræðirannsókn á Grænhöfðaeyjum á
vegum félagsvísindadeildar Háskóla íslands. Gísli Pálsson og Sigríður Dúna
Kristmundsdóttir önnuðust rannsóknina og var um að ræða sjálfstæða rann-
sókn, sem styrkt var af Norrænu Afríkustofnuninni. Einnig veittu utanríkis-
ráðunevtið og fleiri aðilar ýmsa fyrirgreiðslu.
Rannsóknin fjallaði fyrst og
fremst um fiskveiðar og umbóta-
tilraunir á því sviði, einkum
þróunarverkefni Þróunarsam-
vinnustofnunar íslands.
Gefin hefur verið út skýrsla, þar
sem gerð er grein fyrir forsendum
þróunarstarfs í sjávarútvegi á
Grænhöfðaeyjum og auk þess lagt
mat á áhrif ákveðinna aðgerða í
þróunarmálum. í skýrslunni er
einnig að finna ýmsar almennar
upplýsingar um sögu og samfélag
eyjaskeggja.
í niðurstöðum skýrslunnar segir
m.a. að framkvæmd íslenska verk-
efnisins í Mindelo sé árangursrík
og áhersla lögð á þörf á góðum
samskiptum milli yfirvalda á ís-
landi og Grænhöfðaeyjum. Auk
þess segir aö tilraunir með togara-
útgerð beri góðan árangur, svo og
makrílveiðar. Túnfiskveiðar tog-
arans Fengs þykja ekki efla þróun
fiskveiða á Grænhöfðaeyjum. En
tekið er fram að tími til tilrauna
hafi verið stuttur og ennfremur að
rökin fyrir því að stunda þessa
tegund veiða virðast vera ófull-
nægjandi.
í niðurstöðunum kemur einnig
fram að frekari árangur íslenska
verkefnisins og áframhaldandi
þróun togaraútgerðar á Græn-
höfðaeyjum byggist á því að vand-
ræði við að koma afla Fengs á
markað verði leyst. Aukin kunn-
átta íslendinganna í tungumálum
þjóðarinnar myndi m.a. stuðla að
betri kennslu um borð í Feng.
Þróunarsamvinnustofnun Islands
og íslendingarnir í Mindelo gætu
boðið upp á fjölbreyttari aðstoð og
þar með aukið umfang Þróunar-
samvinnnustofnunarinnar. Þau
Gísli og Sigríður Dúna telja að
það myndi ekki brjóta í bága við
núverandi samkomulag landanna.
í lok skýrslunnar er bent á ýms-
ar úrbætur t.d. að auka mætti
árangur íslenska verkefnisins t.d.
með því að koma á betri samskipt-
um milli yfirvalda og þeirra sem
stjórna verkefninu bæði á Græn-
höfðaeyjum og á íslandi, að leggja
meiri áherslu á tilraunir með tog-
araútgerð á öllum árstímum, að
minnka eða hætta alveg túnfisk-
veiðum, þar sem tslendingarnir
auki ekki á kunnáttu íbúa Græn-
höfðaeyja á þessum vettvangi, svo
eitthvað sé nefnt.
Þór Guðmundsson hjá Þróun-
arsamvinnustofnun fslands sagði i
samtali við Morgunblaðið að þessi
skýrsla hefði borist þeim, en að
enn hefði ekki verið fjallað um
hana. Hann sagði að farið væri
eftir ákveðinni verkefnisáætlun í
samvinnu við yfirvöld á Græn-
höfðaeyjum og væri hún gerð
langt fram í tímann. Hann sagði
að skýrslan yrði lesin með athygli
og það nýtt úr henni sem ástæða
þykir til að nýta. Þór sagði að all-
ar hugmyndir væfu vel þegnar,
hvaðan sem þær kæmu.
Heimsmót æskunn-
ar í Moskvu í sumar
FIMMTUDAGINN 7. mars nk.
verður haldinn undirbúningsfund-
ur vegna Heimsmóts æskunnar ’85
að Skólavörðustíg 19, 2. hæð, kl.
20.00, segir í frétt frá Æskulýðs-
sambandi íslands.
Heimsmót æskunnar verður
haldið í Moskvu dagana 27. júlí til
3. ágúst 1985. Á Heimsmótinu
verða m.a. umræður um ýmis mál
er varða ungt fólk, íþróttir, hljóm-
leikar o.fl. Þau félög eða einstakl-
ingar er áhuga hafa á að standa að
undirbúningi fyrir mótið, þar á
meðal fjáröflun, eru hvattir til að
mæta á stofnfund undirbúnings-
nefndar mótsins, þar verður kom-
ið á skipulagi til undirbúnings
Heimsmótinu.
Birting afmælis- og
minningargreina
ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minn-
ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum
fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið-
vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á
mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. í minn-
ingargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess
skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort
ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíð-
um Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð
og með góðu línubili.