Morgunblaðið - 06.03.1985, Blaðsíða 54
54
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. MARZ 1985
Evrópukc ppnin í knattspyrnu aftur af stað í kvöld:
Liverpool án Dalglish
Rob-
son hugsanlega meö United
EFTIR hiö heföbundna vetrarfrí
fara Evrópumótin þrjú í knatt-
spyrnunni aftur af staö í kvöld.
Mikiö er um spennandi leiki í átta
liöa úrslitunum, sem nú eru á
dagskrá — og þess má geta aö
fjögur af efstu liðum ensku 1.
deildarinnar eru eftur í keppn-
inni, eitt ( keppni meistaraliöa,
eitt í keppni bikarhafa og tvö í
UEFA-keppninni.
Evrópumeistarar Liverpool
mæta í kvöld Austria Wien frá
Austurríki og fer fyrri leikur liðanna
fram í Austurríki. Eftir hræöilega
byrjun í deildarkeppninni í haust
hefur Liverpool gengiö mjög vel aö
undanförnu og er nú komiö í 4.
sæti. Þjálfari Vínarliösins, Tommy
Parits, hefur sagt aö lið sitt sé taiiö
slakara en „leikmenn mínir munu
gefa allt sem þeir eiga og meira
til,“ til aö standa sig gegn Liver-
pool.
Kenny Dalglish, skoski lands-
liösmaöurinn kunni, leikur ekki
meö Liverpool; er í leikbanni. Á
siöasta keppnistímabili var Austria
Wien slegið út úr UEFA-keppninni
af Tottenham og í vikunni var haft
eftir Tybor Nyilasi, ungverska
framherjanum þekkta í liöi Wien:
„Mér er illa viö aö ieika gegn ensk-
um liöum. Maöur fær aldrei neinn
friö inni í vítateig þeirra, leikmenn
þeirra eru sterkir líkamlega og
berjast um hvern einasta bolta.“
Búist er viö aö aöalmótherji Liv-
erpool í baráttunni um Evrópubik-
arinn í vetur veröi ítalska stórliöiö
Juventus. Liöiö á litlar sem engar
líkur á aö endurheimta ítalska
meistaratitilinn þannig aö mikil
áhersla er lögö á aö vinna Evrópu-
keppnina. Liöiö veröur fullskipaö i
kvöld er þaö mætir Sparta Prag
frá Tékkóslóvakíu á heimavelli í
kvöld.
Frönsku meistararnir, Borde-
aux, mæta sovéska liöinu Dnepr-
opetrovsk á heimavelli sínum í
kvöld. Engu er hægt aö spá um
viöureign liöanna. Lítiö er vitaö um
sovéska liöiö, en eftir aö hafa
skoöaö myndbandsupptökur af
leikjum liðsins, sagöi þjálfari
Bordeaux, Aime Jacquet, aö Sov-
étmennirnir væru „mjög sterklegir
og leikur þeirra er vel skipulagöur.
Þaö er ekki hægt aö segja aö þeir
virki mjög „blíðlegir“ á leikvelli,”
sagöi franski þjálfarinn.
Menn búast viö grófum leik.
Frönsk liö hafa brotnaö niöur þeg-
ar hart er tekið á móti þeim, en
Bordeaux hefur þegar slegiö tvö
lið, sem leika þannig, út úr keppn-
inni: Athletico Bilbao og Dinamo
Búkarest.
Meöal leikmanna Bordeaux eru
Jean Tigana, Patríck Battiston, Al-
ain Giresse og Bernard Lancombe,
allt margreyndir landsliösmenn.
„Viö fáum aldrei betri möguleika á
aö vinna Evrópukeppnina en núna.
Okkur þyrstir bókstaflega í sigur
— meira en nokkru sinni,“ sagöi
Jean Tigana í gærdag í samtali viö
AP-fréttastofuna.
Fjóröi leikurinn í meistara-
keppninni er viöureign IFK Gauta-
borg og gríska liösins Panathana-
ikos.
I keppni bikarhafa mætir Ever-
ton hollenska liöinu Fortuna Sitt-
ard, Bayern Múnchen leikur gegn
Roma frá italíu, Larissa frá Grikk-
landi mætir Dynamo Moskvu frá
Sovétríkjunum og Rapid Vín í
Austurríki fær Dynamo Dresden
frá Austur-Þýskalandi í heimsókn.
Hollendingurinn Franz Thijssen,
sem lék í nokkur ár í Englandi með
• Bryan Robaon veröur hugsan-
lega í eldlínunni að nýju í kvöld.
Ipswich og síöar Nottingham For-
est, leikur nú meö Sittard, mót-
herjum Everton. Hann sagöi í gær
aö liö sitt væri sennilega „allt of
léttleikandi" til aö eiga nokkurn
möguleika gegn Everton. Þess má
geta aö Brasilíumaðurinn Paolo
Roberto Falcao og italski lands-
liösmaðurinn Bruno Conti munu
ekki leika meö Roma í leiknum í
kvöld — þeir eru báöir meiddir.
í UEFA-keppninni er aöalleikur-
inn viöureign Tottenham, núver-
andi UEFA-meistara, og Real
Madrid, gamla stórliösins frá
Spáni. Nafn Madrid-liösins er stórt
á spjöldum knattspyrnusögunnar
en liöinu hefur gengiö illa í vetur.
Bæöi innan og utan vallar. Liöið er
nú mjög skuldugt og því nauösyn-
iegt aö því gangi vel í UEFA-
keppninni. Sem kunnugt er tapaöi
liöiö fyrri leiknum í síöustu umferö,
0:3, gegn Anderlecht í Belgíu en
vann síöan heimaleikinn, 6:1,
mnig aö liöiö er til alls líklegt.
Tottenham hefur ekki tapaö leik
á heimavelli í Evrópukeppni, en í
kvöld leikur liöiö án Graham Rob-
erts, varnarmannsins sterka, og
veikir þaö liöið vissulega.
Inter Milan og Köln leika á italíu
í kvöld í UEFA-keppninni. Karl
Heinz Rummenigge mætir þar fé-
lögum sínum í þýska landsliöinu —
m.a. markveröinum frábæra, Toni
Schumacher. Liam Brady leikur
ekki meö Mílanó-liöinu í kvöld,
hann er meiddur.
Manchester United leikur gegn
Videoton frá Ungverjalandi á Old
Trafford. Líkur eru á því aö enski
landsliösfyrirliöinn Bryan Robson
geti veriö meö í leiknum. Hann hef-
ur ekki leikiö meö United síðan um
miöjan janúar vegna meiðsla.
Gillespie
vill fara
GARY Gillespie, varnarmaöur-
inn sterki hjá Liverpool, fór fram
á sölu frá meisturunum í gær.
„Ég var mjög svekktur er ég var
svekktur út úr liöinu gegn Nott-
ingham Forest á laugardag,“ sagöi
Gillespie. Hann hefur leikiö mjög
vel aö undanförnu eftir aö hann
tók sæti Marks Lawrenson, sem
meiddist. Lawrenson lék síðan aö
nýju á laugardag.
Gillespie ræddi í gær viö Joe
Fagan, stjóra Liverpool, og sagði
Fagan aö Gillespie gæti fariö — en
ekki strax. „Ekki meðan viö berj-
umst á mörgum vigstöövum,"
sagöi Fagan, en Liverpool er enn í
bikarkeppninni, Evrópukeppninni
og er ofarlega í 1. deildinni.
„Vitleysa“
„ÞETTA er tóm vitleysa í mannin-
um. Þaö hefur enginn frá Víkingi
talaö viö Lars Faxe, enda kaupum
viö Víkingar ekki leíkmenn,"
sagði Hallur Hallsson, stjórnar-
maóur ( handknattleiksdeild í
gær, er hann var spuröur um frótt
í DV, þar sem sagt var frá frétt í
sænsku blaöi og vitnað í ummæli
sænska landsliösmannsins Lars
Faxe þess efnis aó Víkingar
heföu gert honum tilboö um aö
leíka hér á landi. „Ég veit ekkert
um kaupiö, aöeins það aö þeir
eru reióubúnir aö borga mér fyrir
aö leika meö Víkingi," segir hann.
Stigin ekki með liðunum í úrslitakeppni 3. deildar:
„Furðulega að þessu staðið“
— segir Kjartan Másson þjálfari Týs í Vestmannaeyjum
MIKIL reiói er ríkjandi hjá leik-
mönnum og forráöamönnum Týs
í Vestmannaeyium vegna þeirrar
ákvörðunar HSI aó innbyrðis stig
liöanna sem komust í úrslita-
keppni þriöju deildar fylgja liðun-
um ekki heldur byrja öll liðin á
núlli. í 1. og 2. deild fylgja stigin
liðunum hins vegar úr innbyrðis-
leikjunum. Hvers vegna gilda
ekki sömu reglur í öllum deildun-
um? spyrja Týrarar.
„Mér finnst furóulega aö þessu
staöiö. Viö höföum fengiö þær
upplýsingar frá HSÍ, aó innbyröis-
leikir þeirra liöa sem kæmust úr
riölunum í úrslitakeppnina fylgdu
þeim, en svo er allt í einu fyrirskip-
aö aó stigin falli niöur og allir byrji
á núllinu,“ sagöi Kjartan Másson,
þjálfari Týs í samtali viö Mbl.
Týs-liöinu hefur gengiö vel í 3.
deildinni í vetur, og vann sinn riöil
án þess aö tapa leik. Fer í úrslita-
keppnina ásamt ÍR og hefur Týr
þrjú stig úr innbyrðisleikjum liö-
anna en ÍR-ingar eitt. Ásamt þess-
um tveimur liðum leika í úrslitunum
Akranes og Afturelding.
Kjartan sagöi ennfremur að sér
þætti þaö vægast sagt furöulegt
aö ekki skuli gilda sama fyrirkomu-
lag i úrsiitakeppnum allra deild-
anna. „Þaö viröist engin fastmótuö
reglugerö til um þessa keppni,
a.m.k. hefur okkur ekki borist neitt
skriflegt um þaö. Hélt maður aö
sömu reglur ættu aö gilda fyrir all-
ar deildirnar. Svona geöþótta-
„Kominn til að gera mitt besta“
— segir Gordon Lee þjálfari meistaraflokks KR í knattspyrnu
GORDON Lee er kominn til íe-
landa til aö þjálfa meistaraflokk
KR í knattspyrnu. Lee getur
atátaö af löngum og aiguraæl-
um ferli sem leikmaöur og
framkvæmdastjóri ( enaku
knattspyrnunni.
„Ég er hingaö kominn til aö
gera mitt besta, lofa engu en
vonast til aö ná árangri, ég er
ánægöur meö allar aöstæöur hjá
KR og andinn er góóur hér hjá
félaginu, sem er mikiö atriöi ef
árangur á aö nást,“ sagöi
Gordon Lee er hann var mættur
á fyrstu æfinguna hjá meistara-
flokk KR á mánudag.
Sem leikmaöur var Gordon
Lee lengst af hjá Aston Villa og
lék yfir 300 leiki fyrir félagiö. Eftir
aö þeim ferli lauk sneri hann sér
aö þjálfun og tók sumariö 1969
viö stööu framkvæmdastjóra hjá
smáliðinu Port Vale, sem var þá
nærri botni 4. deildar. Gordon
náöi strax góöum árangri og aö
ári var Port Vale komiö í hóp 3.
deildarliöa. Þar var Port Vale
• Gordon Lee (t.h.) ásamt Steindóri Guóbjartssyni, framkvæmda-
stjóra knattapyrnudeildar KR, sem veröur aöstoöarþjálfari Lee í
sumar.
vaxandi liö og komiö í topp-
baráttuna veturinn 1972—73.
Ekki vannst sæti í 2. deild, en aö
ári var Lee kjörinn besti fram-
kvæmdastjóri 3. deildar eftir aö
hiö forna stórliö, Blackburn Rov-
ers, haföi unniö 3. deildartitilinn í
fyrstu atrennu undir stjórn hans.
Lee tók viö stjórnartaumunum
hjá Newcastle United 1974 sem
var þá nærri botni 1. deildar.
Veturinn eftir, 1975—76, var
mjög góöur hjá félaginu. Það
komst í úrslit í deildarbikarnum í
fyrsta og eina skiptiö en tapaöi
naumlega fyrir Manchester City.
1977 geröist hann fram-
kvæmdastjóri hjá einu ríkasta fé-
lagi Englands, Everton, sem
haföi veriö um miöbik 1. deildar
árin á undan, og komst upp í 3.
sæti strax fyrsta áriö sem Lee
hélt um stjórnvölinn og var það
besti árangur í fjölmörg ár.
Næsta vetur hreppti félagið 4.
sætið i 1. deild og lék tíl úrslita á
Wembley í deildarbikarnum gegn
Aston Villa en tapaöi eftir tvo
aukaleiki. Veturinn 1979—80 var
liöiö í neöri hluta deildar og fyrir
þaö varö framkvæmdastjórinn
aö gjalda meö starfi sínu.
Síðan hefur Gordon Lee veriö
viöloóandi nokkur félög og var
m.a. hjá Preston siösta ár án
þess aö ná aö setja mark sitt þar.
KR-ingar vænta mikils af Lee
og vonast þeir til aö hann veröi
sú vítamínsprauta sem meistara-
flokkurinn hefur þurft til aö ná
toppárangri.
V.J.
ákvaröanir einhverra manna eru
vafasamar og geta boöiö heim
grunsemdum og tortryggni,“ sagöi
Kjartan.
Þaö kom fram í máli Kjartans aö
dregiö heföi verið um þaö hvar úr-
slitakeppnin færi fram en hún
veröur leikin í tvennu lagi. „Viö
óskuöum eftir því meö góöum
fyrirvara aö fá aö vera viöstaddir
þegar dregiö var um leikstaöi, en í
gær var okkur svo tjáö aö þaö
væri búiö aö draga, án þess aö viö
værum látnir vita. ÍR og Akranes
fengu leikina, enÍR á ekkert hús
svo ætli leikirnir veröi þá ekki í
Mosfellssveitinni auk Akraness,"
sagöi Kjartan Másson aö lokum.
- hkj.
VALSI >LADID
1984
Valsblaðið
VALSBLAÐIÐ 1984 er komiö út,
og er þaö 36. árgangur blaösins.
Þar kennir margra grasa — þar er
sagt frá öllu því helsta í starfi fé-
lagsins á árunum 1983 og 1984.
Blaðiö er mjög glæsilegt, í því er
mikiö af myndum og fróðleik.
Umsjón meö útgáfu blaösins
hafði Höróur Hilmarsson.