Morgunblaðið - 06.03.1985, Page 55
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. MARZ 1985
55
Morgunblaöið/Július
• Páll Björgvinsson, þjálfari og leikmaöur KR, skorar hér eitt af fjórum mörkum sínum í gærkvöldi.
Úrslita-
keppnin
FYRSTI leikurinn í úrslitakeppni
körfuknattleikssambands is-
lands veröur í kvöld, þaö er viö-
ureign Hauka og Vals í meist-
araflokki karla, leikið veröur í
Hafnarfiröi og hefst leikurinn kl.
20.30.
Þessi liö léku í úrvalsdeildinni
um síöustu helgi og þá sigruöu
Haukar í jöfnum og stórskemmti-
legum leik, 83:81. Þvi má búast
viö spennandi viöureign í kvöld.
Næsti leikur úrslitakeppninnar
er á föstudag, leika þá UMFN og • Hart barist í leik Hauka og
KR í Njarövík. Vals um síöustu helgi.
KR-ingar í
efri hlutann
KR burstaöi Þór, Vestmannaeyj-
um, í 1. deildinni í handknattleik
karla í Laugardalshöll í gærkvöldi
með 23:14. Staöan í hálfleik var
12:7 fyrir KR.
KR-ingar byrjuöu vel og komust
í 3:0 eftir 5 mínútur. Um miöjan
fyrri hálfleik var staöan 7:3 fyrir
KR, en Þórurum tókst aö laga
stööuna í 7:5 og var þaö minnsti
munurinn í leiknum.
KR-ingar voru meö fimm marka
forystu í hálfleik, 12:7, og höföu
þeir gert síöustu tvö mörk hálf-
leiksins.
í síöari hálfleik áttu Eyjamenn
erfitt uppdráttar, þar sem Jens
Einarsson varöi eins og berserkur
í marki KR og útileikmenn sáu um
aö salla mörkum í gegnum lélega
vörn Þórara. KR skoraöi átta fyrstu
mörkin í hálfleiknum og var staöan
20:7 þegar 17 mínútur voru búnar
af hálfleiknum. Þá tókst Eyja-
mönnum loks aö skora áttunda
mark sitt.
Eftir þetta slökuöu KR-ingar á
og geröu sig seka um margar vit-
leysur á lokamínútunum og Þórur-
um tókst aö laga stööuna áöur en
yfir lauk. Leiknum lauk eins og áö-
ur segir með yfirburöasigri KR,
23:14, sem heföi getað oröiö enn
stærri, ef leikmenn KR heföu ekki
slakaö á.
Fyrri hálfleikur var þokkalega
vel leikinn af beggja hálfu, en siö-
ari hálfleikur var martröö fyrir Þór-
ara, sem greinilega höföu ekkert
aö gera í KR-inga, þegar vörn
þeirra og markvarsla var eins og
best getur oröiö, fyrstu 17 mínútur
seinni hálfleiks.
Bestir í liði KR voru Haukur
Geirmundsson, Páll Björgvinsson
og Jóhannes Stefánsson í vörn-
inni. Jens var líka betri en enginn í
markinu, varöi alls 14 skot í leikn-
um.
í liði Þórs var enginn sem bar af,
þar var meöalmennskan allsráö-
andi í frekar slökum leik.
MÖRK KR: Haukur Geirmundsson
8 (3 v), Páll Björgvinsson 4, Jakob
Jónsson 4 (1 v), Haukur Ottesen 4
og Jóhannes Stefánsson, Höröur
Harðarson og Bjarni Ólafsson 1
mark hver.
MÖRK Þórs: Gylfi Birgisson 4,
Óskar F. Brynjarsson 3, Sigbjörn
Óskarsson 3 (1 v), Böövar Berg-
þórsson 1 og sömuleiöis geröu
þeir Siguröur Friöriksson og al-
nafni hans eitt mark hvor.
DÓMARAR: Ólafur Steingrímsson
og Gunnar Kjartansson og var
dómgæsla þeirra oft ekki sannfær-
andi. — VJ
Fáránlegt
„FÁRÁNLEGT hvernig þetta ís-
landsmót hefur veriö skipulagt
aö hálfu HSÍ,“ sagöi Páll Björg-
vinsson, þjálfari KR og leikmaður,
eftir leikinn í gærkvöldi.
„Meö þessum sigri okkar í kvöld
erum viö komnir í efri hluta úrslita-
keppninnar og erum þar af leið-
andi meö eitt af fjórum sterkustu
liöunum í deildinni i ár. islands-
mótiö er búiö aö vera nokkuö
jafnt, þó hafa FH-ingar veriö meö
sterkasta liöiö, en hafa samt þurft
aö hafa fyrir sínum stigum," sagöi
Páll. Ennfremur sagöi hann, aö úr-
slitakeppnin legöist vel í sig, þaö
væri margt sem byggi í KR-liöinu
og ætti þaö eftir aö koma í Ijós á
næstu árum.
LTO1 B,e"í,ndl
- M S— ^ eirt- o,
heldur PCIXTIAT, ATLA
i háöui séI^c VIICBO et •Sölu- og paUt*VeiS>óKbató
Mallorka
3. aprfl
15 daga Páskaferð
Verð frá kr. 'JA QAA
(pr. mann 2 í stúdíó)
50% Bamaafsláttur
[jflPÍlUS! Flogið frá Keflavík til Palma kl. 10 að morgni.
® ® Þar sem gist verður á íbúðarhótelunum
Royal Playa de Palma, Royal Torrenova og Royal Jardin del Mar, ____
sem fjölda íslendinga er að góðu kunn. ^
FERÐASKRIFSTOFA, IÐNAÐARHÚSINU HALLVEIGARSTÍG 1, SÍMAR 28388 - 28580