Morgunblaðið - 06.03.1985, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 06.03.1985, Blaðsíða 56
áeiía. Oft& 10.00-00.30 MIÐVIKUDAGUR 6. MARZ 1985 VERÐ í LAUSASÖLU 25 KR. „Látum ekki staðar EIMSKIP. Álafoss á ytri höfninni í Reykjavík Kjarasamningur Sjómanna- sambands íslands við Landssamband útgerðarmanna og Félag íslenzkra botnvörpuskipaeigenda var felldur í almennri atkvæðagreiðslu SSÍ með talsverðum meirihluta. Talningu at- kvcða lauk um miðnætti í nótt og féllu þau þannig, að bátakjara- samningurinn var felldur með 655 at- kvæðum gegn 348 og kjarasamning- urinn vegna stórtogaranna með 50 at- kvæðum gegn 15. Verkfall undir- manna hófst því að nýju um miðnætt- ið þar sem því hafði verið frestað. Oskar Vigfússon, formaður SSÍ, sagði í samtali við Morgunblaðið, að nú lægi ekkert annað fyrir en að hlíta dómi umbjóðenda sinna og taka upp þráðinn að nýju. „Þetta er dómurinn og verkfall heldur áfram. Mér eru þetta vonbrigði á þann veg, að við héldum að okkar mönnum væri ljóst, að eitthvað sérstakt þyrfti til að fá meira út úr Niðurstöður skoðanakönnunar Hagvangs: Sjálfstæðisf lokkur 40,4 % — Alþýðuflokkur 20,5 % — Kvennalistinn í þriðja sæti ALÞÝÐUFLOKKURINN hefur nú næstmest fylgi íslenskra stjórnmála- flokka, næstur á eftir Sjálfstæðisflokknum, samkvæmt nýrri skoðana- könnun, sem Hagvangur hf. hefur látið gera á fylgi stjórnmálaflokkanna. Ef miðað er við síðustu könnun Hagvangs, sem gerð var í september og október á síðasta ári hefur Alþýðuflokkurinn aukið fylgi sitt úr 7.0% í 20,5% og Kvennalisti hefur aukið fylgi sitt úr 8,9% frá síðustu Hag- vangskönnun í 11,2% nú. Samkvæmt könnuninni hefur Sjálfstæðisflokk- ur nú 40,4% fylgi kjósenda en var með 45,7 % í síðustu könnun Hagvangs. Alþýðubandalag hefur sam- kvæmt þessari kðnnun 10,8% fylgi, en var með 16,1% í síðustu könnun, Framsóknarflokkur er með 9,9% en var með 14,6% og Bandalag jafnaðarmanna er nú með 6,0% fylgi en var með 6,2% í síðustu Hagvangskönnun.Til samanburðar má geta þess að úrslit siðustu alþingiskosninga voru eftirfarandi: Alþýðubanda- og tölvunefndar. Spurt var: „Ef efnt yrði til Alþingiskosninga á næstu dögum, hvaða stjórnmála- flokki eða samtökum er lfklegast að þú myndir greiða atkvæði?“ Niðurstaðan varð eftirfarandi: Alþýðubandalag 6,6%, Alþýðu- flokkur 12,6%, Bandalag jafnað- armanna 3,7%, Framsóknar- flokkur 6,1%, Kvennalisti 6,9%, greiða atkvæði, 6,6% skila auðu, 21,6% óákveðnir og 6,9% neituðu að svara. Ef einungis er teknir þeir sem afstöðu tóku, 61,5% þeirra sem spurðir voru, er niðurstaðan samkvæmt meðfylgjandi töflu. Til samanburðar eru niðurstðður úr þremur skoðanakönnunum lag 17,3%, Alþýðuflokkur 11,7%, Bandalag jafnaðarmanna 7,3%, Framsóknarflokkur 18,5%, Kvennalisti 5,5% og Sjálfstæðis- flokkur 38,7%. Könnunin náði til alls landsins og voru 1000 þáttakendur á aldr- inum 18 ára og eldri valdir af handahófi úr þjóðskrá af Reikni- stofnun Háskóla íslands að und- angengnu leyfi Hagstofu íslands Sjálfstæðisflokkur 24,8%, annað frá því í fyrra og úrslit síðustu 0,8%, 3,4% kváðust ekki myndu þmgkosnmga. Febrúar Sept/ Úrslit 1 okL’84 Júlí’84 Aprfl '84 kosnimra Alþýðubandalag 10,8 16,1 14,9 9,3 17,3 Alþýðuflokkur 20,5 7,0 6,4 6,8 11,7 Bandal. jafnaðarmanna 6,0 6,2 6,2 3,7 7,3 Framsóknarflokkur 9,9 14,6 14,7 17,1 18,5 Samt. um kvennalista 11,2 8,9 8,1 9,2 5,5 Sjálfstæðisflok ku r 40,4 45,7 48,8 52,1 38,7 Annað 1,2 1,5 0,9 1,8 1,0 þessum samningum. Þeir eru kannski að fá útrás á sinni inni- byrgðu reiði. Ég hef verið að vara menn við því. Eg mun biðja sátta- semjara að taka þráðinn upp að nýju. Ég á ekki annarra kosta völ. Þetta er allt í hers höndum núna. Það verður að efla umbjóðendur okkar í því að gæta réttar síns og hafa uppi öfluga verkfallsvörzlu," sagði Óskar Vigfússon. Kristján Ragnarsson, fram- kvæmdastjóri LIÚ, sagði í samtali við Morgunblaðið, að sér kæmu þessi úrslit mjög á óvart, sérstak- lega eftir atkvæðagreiðslu yfir- manna, þar sem hér væri um hliðstæöa samninga að ræða og snertu sömu atriði. „Því hlýtur maður að álykta, að ekki hafi kom- izt nægilega vel til skila hvað í þessum samningi felst. Ég tel, að hann hafi verið sjómönnum mjög hagstæður miðað við ríkjandi að- stæður. Manni er það nær óskilj- anlegt hvernig menn geta gert ráð fyrir því, að halda áfram verkföll- um um hábjargræðistímann. Ég sé ekki leið út úr þeim ógöngum, sem þessi mál eru nú komin í,“ sagði Kristján Ragnarsson. Sjómannafélögin á Austfjörðum tóku ekki þátt í atkvæðagreiðslu SSÍ, heldur greiddu atkvæði um samningana hvert fyrir sig. Þeir voru samþykktir á Reyðarfirði og Stöðvarfirði en felldir á Vopna- firði, Seyðisfirði, Neskaupstað, Eskifirði, Fáskrúðsfirði og Breiðdalsvík. Nokkuð var um verkfallsbrot í gær. Frystitogarinn Siglfirðingur hélt til veiða í gærmorgun með að- eins þrjá undirmenn, en tók auk þess einhverja undirmenn um borð á Dalvík. Sjá nánar fréttir og viðtöl á blaðsíðu 4. numið fyrr en leit er lokið í öllu skipinuu segir Kristinn Ólafsson, tollgæslustjóri Smygl fannst í togaranum Gylli frá Flateyri „VIÐ HÖFUM vissu fyrir því, að tollskyldur varningur, sem nemur hundruð- um þúsunda króna í aöflutningsgjöldum til ríkisins, fór um borð í Alafoss í höfnum erlendis og ekki var gerð grein fyrir þessum varningi við komuna til Reykjavíkur. Við látum ekki staðar numið fyrr en leit er lokið í öllu skipinu," sagði Kristinn Ólafsson, tollgæslustjóri, í samtali við Mbl. í gærkvöldi. Alafoss kom á ytri höfnina Reykjavík um klukkan 18 á mánu- dag. Tollverðir fóru þá um borð og hófu venjubundna leit. Klukkan átta í gærmorgun hófst svo enn nákvæmari leit. „Svarta gengið", sérþjálfuð sveit tollvarða, hóf skipulega leit í skipinu ásamt fleiri tollvörðum. Átta tollverðir voru við leit í allan gærdag. Aðeins eitt myndbandstæki fannst viö leitina, sem var hætt um klukkan 20 í gærkvöldi. Fyrirhugað er að hefja leit að nýju árdegis í dag. Leitin beinist einkum að áfengi og ýmsum hátollavarningi. „Auðvitað er aldrei að vita fyrir- fram hvort leit ber árangur eða ekki. Tollleit í stórum skipum er miklum erfiðleikum bundin. Skip eru þiljuð, ranghalar margir og iðulega erfitt að komast að þeim. Itarleg tollleit kostar mikla vinnu og tilfæringar. Þá ber að hafa í huga að um borð eru 150 gámar og ekki er hægt að útiloka þann mögu- leika, að smyglvarningur sé í þeim. En hingað til höfum við einbeitt okkur að sjálfu skipinu," sagði Kristinn. „Samkvæmt lögum þarf leyfi tollgæslu til þess að skip fái heim- ild til aö leggjast aö bryggju og áhöfn landgönguleyfi. Við getum hafnað slíkri beiðni og höfum gert það nú. Við teljum rétt að gera það, þar sem vitað er, að mikið magn af tollskyldum varningi var fluttur um borð,“ sagði Kristinn Ólafsson. Smygl í Gylli frá Flateyri Við tollleit um borð í togaranum Gylli frá Flateyri í fyrrinótt fund- ust 14 myndbandstæki, auk fleiri heimilistækja. Um borð fundust ís- skápur, uppþvottavél, sjónvarp og myndavélar. Níu skipverjar hafa viðurkennt að eiga varninginn. Tveir tollverðir frá Reykjavík flugu vestur til að taka þátt í leitinni. Þeir höfðu með sér hasshund, þar sem grunur lék á að fíkniefni kynnu að vera um borð í togaran- um. Svo reyndist ekki vera. Smygl- ið fannst í lest og á milliþilfari. Morgunblaðið/Friðþjófur Vertíð ætti nú að vera að komast í fullan gang, væri ekki yfirstandandi verkfall sjómanna. Bátar undir 12 tonnum að stærð geta róið þrátt fyrir vinnustöðvunina og komu Sandgerðisbátar inn meö 2Vz—5 tonn úr tveimur trossum í gær. Myndin er tekin er verið var að landa úr Guðmundi Arnari í Sandgerði. Samningar felldir yerkfall áfram
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.