Morgunblaðið - 14.03.1985, Page 64

Morgunblaðið - 14.03.1985, Page 64
EUROCAPD y TIL DAGLEGRA NOTA áeiía Ofiig 10.C0-CQ.30 FIMMTUDAGUR 14. MARZ 1985 VERÐ í LAUSASÖLU 25 KR. Sprett úr spori Á ísilögAu Vatnshlíðarvatni á Vatnsskarði í A-Húnavatnssýslu. Morgunbladið/Snorri Snorrason Kennarar felldu að snúa aftur til vinnu Á ALMENNUM félagsfundi HÍK í gærkveldi var samþykkt tillaga stjórnar þess efnis, að kennarar, sem sagt hafa upp störfum, skuli ekki snúa til starfa nú, þrátt fyrir Jean Luc Godard tekur við gull- Ijóninu á kvikmyndahátíðinni í Cannes fyrir mynd sína Prénom Carmen, sem sýnd verður á kvikmyndahátíð. J.L. Godard gestur á kvik- myndahátíð EINN þekktasti leikstjóri Frakka, J.L Godard, kemur á kvikmyndahátíð Listahátíðar sem haldin verður 18.—28. maí. Godard er ásamt Truffaut einn helsti höfundur frönsku nýbylgj- unnar. Margar af kvikmyndum Godard hafa notið mikilla vin- sælda og hefur hann valdið meira umróti en flestir aðrir leik- stjórar á síðustu áratugum. Nýjasta mynd hans „Ég heilsa þér María“ hefur valdið mikilli hneykslun meðal trú- manna í Frakklandi og hefur sums staðar verið bannað að sýna myndina. Godard mun væntanlega koma með þessa mynd með sér og verður hún sýnd á kvikmyndahátíðinni ásamt fleiri myndum eftir hann. áskorun ríkisstjórnarinnar í fyrra- dag. Tillagan var samþykkt með 187 atkvæðum gegn 102, en 6 kennarar skiluðu auðu. 1 samþykkt fundarins segir meðal annars, að það sé ekki á færi annarra en stjórnvalda nú að koma i veg fyrir frekari skaða hvað nemendur varðar. Siðan seg- ir: „Eina lausnin sem nú dugar í þessu máli verður að vera til frambúðar, ella stefnir í enn meira óefni í skólamálum þjóðar- innar í upphafi næsta skólaárs.“ Þegar úrslit atkvæðagreiðslu voru ljós hvatti Kristján Thorlaci- us, formaður HlK, kennara til að standa saman nú sem fyrr og bað þá, sem samþykkt fundarins væru mótfallnir, að hlíta vilja meiri- hlutans. Ef einhverjir væru hins vegar ákveðnir i að snúa aftur til starfa, þá sagði Kristján það ósk sína að þeir biðu með það i nokkra daga. „Ég vona að ríkisvaldið reyni nú að semja við kennara fyrir al- vöru,“ sagði Kristján. Sjómaður og kaupmaður teknir fyrir hasssmygl TVEIR menn, liðlega tvítugur skip- verji á Urriðafossi og fertugur verzl- unareigandi í Reykjavík, hafa verið úrskurðaðir í gæzluvarðhald vegna rannsóknar fíkniefnadeildar lögregl- unnar í Reykjavík á smygli á 2 kfl- óum af hassi. Skipverjinn var handtekinn í Hafnarfirði eftir komu Urriðafoss til landsins. I fórum hans fundust 260 grömm af hassi. Síðar um nóttina var hinn maðurinn hand- tekinn og fundust tæplega 1800 grömm af hassi i fórum hans. Verzlunareigandinn var úrskurð- aður í 15 daga gæzluvarðhald, en skipverjinn í 5 daga gæzluvarö- hald. Skipverjinn er grunaður um að hafa tekið að sér að smygla hassinu inn í landið fyrir verzlun- areigandann, sem er grunaður um að hafa fjármagnað fíkniefna- kaupin. ísfirskir sjómenn boða verkfall Slitnaði upp úr samningaviðræðum við útgerðarmenn SJÓMENN á ísafirði hafa boðað verkfall á togurum og úthafsveiði- skipum frá og með næsta fímmtu- degi, 21. mars, og á öðrum bátum yfír 30 tonnum frá og með 31. mars hafí ekki tekist samningar fyrir þann tíma. I fyrrakvöld slitnaði upp úr samningaviðræðum Sjómannafé- lags ísafjarðar og viðsemjenda þeirra, Útvegsmannafélags Vest- fjarða og smábátaeigendafélags- ins Hugins. Vísuðu útgerðarmenn deilunni til ríkissáttasemjara, sem hefur boðað fund á ísafirði á laugardaginn kl. 16, að því er Sig- urður Ólafsson, formaður Sjó- mannafélagsins, sagði i samtali við blaðamann Mbl. í gærkvöld. Viðræðurnar munu hafa strand- að á einarðri kröfu sjómanna um að fá sérstakar hækkanir til sjó- manna með lengri starfsreynslu. „Það er hreint mannréttindamál," sagði Sigurður Ólafsson. „Sjó- menn einir stétta í landinu njóta engra starfsaldurshækkana. Mönnum er borgað sama kaup hvort heldur þeir eru viðvaningar eða sjómenn með áratuga reynslu. Við viljum fá þessu breytt.“ Ástæða þess að verkfallsboðun- in er tvískipt er sú, að sögn Sig- urðar Ólafssonar, að með því móti lendir ekki allur þungi hugsanlegs verkfalls á línu- og netasjó- mönnum, sem hafa í verkfallsað- gerðum undanfarinna vikna orðið að hætta veiðum þegar i stað á meðan togarar og stærri skip hafa getað haldið áfram allt upp í einn mánuð. I Sjómannafélagi ísafjarðar eru um 150 félagar. Shultz á * Islandi GEORGE Shuitz, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, var væntanlegur til íslands laust eftir miðnætti í nótt. Ráðherrann kom frá Moskvu, þar sem hann var í gær viðstaddur útför Chernenkos, fyrrum formanns sov- éska kommúnistaflokksins. Shultz ræðir við Geir Hall- grímsson, utanríkisráðherra, og íslenska embættismenn, en sið- degis heldur hann áfram för sinni til Bandaríkjanna. Strax eftir komuna þangað leggur hann upp í ferðalag um Kanada með Ronald Reagan, Bandaríkjaforseta. Morgunblaðið/Árni Sæberg Rauðmagi í soðid! ÞAÐ MÁ búast við að rauðmagi lendi á veizluborði einhvers borgarbú- ans strax næstu daga því reykvískir hrognkelsaveiðimenn eru farnir að fá’ann. Enn er veiði tiltölulega lítil en þess má vænta að hún aukist á næstu vikum. Myndin af þessum glaðbeitta grásleppukarli var tekin við Grandagarð í gær. 75 % háskólanema stefna í störf tengd hinu opinbera „í REYNDINNI eru það á milli 75% og 80% þeirra sem innrita.sC í Háskóla Islands, sem Ijóst eða leynt stefna í ævistarf sem er í tengslum við aðra starfsemi en atvinnulífíð,” segir Magnús Gunnarsson, framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambands ísiands, m.a. í samtali við Morgunblaðið, þar sem Magnús lýsir áhyggjum sínum vegna vals háskólanema á námsgreinum, sem Magnús telur vera vísbendingu um ógnvænlega þróun fyrir íslenskt atvinnu- líf. í máli Magnúsar kemur fram að hátt virðast stefna að því að 21,3% háskólanema, eða 882 nem- leggja kennslustörf fyrir sig eru ar, eru við heilbrigðisbrautir Há- 1.312 talsins, eða 32% háskóla- skólans, þeir sem á einn eða annan nema, og laganemar eru 378 tals- ins. „Samtals eru þeir sem mér virðist sem stefni að þvi að starfa aö námi loknu á einn eða annan hátt f þjónustu hins opinbera 2.633 talsins, eða 64% af heild- inni,“ segir Magnús. Magnús bendir jafnframt á að nemendur í viðskipta- og verk- fræði- og raunvfsindadeild séu 1.610 talsins og vægt áætlað fari um 30% þeirra til starfa hjá hinu opinbera. Hér sé þvf um 75% til 80% háskólanema að ræða, sem stefni að ævistarfi ótengdu at- vinnulifinu, eins og Magnús orðar það. Framleiðslugreinarnar standi því frammi fyrir þeirri ógnvæn- legu staðreynd að menntað fólk sæki ekki í þær. Sjá nánar frétt og viðtal við Magnús Gunnarsson á bls. 4.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.