Morgunblaðið - 14.03.1985, Qupperneq 64

Morgunblaðið - 14.03.1985, Qupperneq 64
EUROCAPD y TIL DAGLEGRA NOTA áeiía Ofiig 10.C0-CQ.30 FIMMTUDAGUR 14. MARZ 1985 VERÐ í LAUSASÖLU 25 KR. Sprett úr spori Á ísilögAu Vatnshlíðarvatni á Vatnsskarði í A-Húnavatnssýslu. Morgunbladið/Snorri Snorrason Kennarar felldu að snúa aftur til vinnu Á ALMENNUM félagsfundi HÍK í gærkveldi var samþykkt tillaga stjórnar þess efnis, að kennarar, sem sagt hafa upp störfum, skuli ekki snúa til starfa nú, þrátt fyrir Jean Luc Godard tekur við gull- Ijóninu á kvikmyndahátíðinni í Cannes fyrir mynd sína Prénom Carmen, sem sýnd verður á kvikmyndahátíð. J.L. Godard gestur á kvik- myndahátíð EINN þekktasti leikstjóri Frakka, J.L Godard, kemur á kvikmyndahátíð Listahátíðar sem haldin verður 18.—28. maí. Godard er ásamt Truffaut einn helsti höfundur frönsku nýbylgj- unnar. Margar af kvikmyndum Godard hafa notið mikilla vin- sælda og hefur hann valdið meira umróti en flestir aðrir leik- stjórar á síðustu áratugum. Nýjasta mynd hans „Ég heilsa þér María“ hefur valdið mikilli hneykslun meðal trú- manna í Frakklandi og hefur sums staðar verið bannað að sýna myndina. Godard mun væntanlega koma með þessa mynd með sér og verður hún sýnd á kvikmyndahátíðinni ásamt fleiri myndum eftir hann. áskorun ríkisstjórnarinnar í fyrra- dag. Tillagan var samþykkt með 187 atkvæðum gegn 102, en 6 kennarar skiluðu auðu. 1 samþykkt fundarins segir meðal annars, að það sé ekki á færi annarra en stjórnvalda nú að koma i veg fyrir frekari skaða hvað nemendur varðar. Siðan seg- ir: „Eina lausnin sem nú dugar í þessu máli verður að vera til frambúðar, ella stefnir í enn meira óefni í skólamálum þjóðar- innar í upphafi næsta skólaárs.“ Þegar úrslit atkvæðagreiðslu voru ljós hvatti Kristján Thorlaci- us, formaður HlK, kennara til að standa saman nú sem fyrr og bað þá, sem samþykkt fundarins væru mótfallnir, að hlíta vilja meiri- hlutans. Ef einhverjir væru hins vegar ákveðnir i að snúa aftur til starfa, þá sagði Kristján það ósk sína að þeir biðu með það i nokkra daga. „Ég vona að ríkisvaldið reyni nú að semja við kennara fyrir al- vöru,“ sagði Kristján. Sjómaður og kaupmaður teknir fyrir hasssmygl TVEIR menn, liðlega tvítugur skip- verji á Urriðafossi og fertugur verzl- unareigandi í Reykjavík, hafa verið úrskurðaðir í gæzluvarðhald vegna rannsóknar fíkniefnadeildar lögregl- unnar í Reykjavík á smygli á 2 kfl- óum af hassi. Skipverjinn var handtekinn í Hafnarfirði eftir komu Urriðafoss til landsins. I fórum hans fundust 260 grömm af hassi. Síðar um nóttina var hinn maðurinn hand- tekinn og fundust tæplega 1800 grömm af hassi i fórum hans. Verzlunareigandinn var úrskurð- aður í 15 daga gæzluvarðhald, en skipverjinn í 5 daga gæzluvarö- hald. Skipverjinn er grunaður um að hafa tekið að sér að smygla hassinu inn í landið fyrir verzlun- areigandann, sem er grunaður um að hafa fjármagnað fíkniefna- kaupin. ísfirskir sjómenn boða verkfall Slitnaði upp úr samningaviðræðum við útgerðarmenn SJÓMENN á ísafirði hafa boðað verkfall á togurum og úthafsveiði- skipum frá og með næsta fímmtu- degi, 21. mars, og á öðrum bátum yfír 30 tonnum frá og með 31. mars hafí ekki tekist samningar fyrir þann tíma. I fyrrakvöld slitnaði upp úr samningaviðræðum Sjómannafé- lags ísafjarðar og viðsemjenda þeirra, Útvegsmannafélags Vest- fjarða og smábátaeigendafélags- ins Hugins. Vísuðu útgerðarmenn deilunni til ríkissáttasemjara, sem hefur boðað fund á ísafirði á laugardaginn kl. 16, að því er Sig- urður Ólafsson, formaður Sjó- mannafélagsins, sagði i samtali við blaðamann Mbl. í gærkvöld. Viðræðurnar munu hafa strand- að á einarðri kröfu sjómanna um að fá sérstakar hækkanir til sjó- manna með lengri starfsreynslu. „Það er hreint mannréttindamál," sagði Sigurður Ólafsson. „Sjó- menn einir stétta í landinu njóta engra starfsaldurshækkana. Mönnum er borgað sama kaup hvort heldur þeir eru viðvaningar eða sjómenn með áratuga reynslu. Við viljum fá þessu breytt.“ Ástæða þess að verkfallsboðun- in er tvískipt er sú, að sögn Sig- urðar Ólafssonar, að með því móti lendir ekki allur þungi hugsanlegs verkfalls á línu- og netasjó- mönnum, sem hafa í verkfallsað- gerðum undanfarinna vikna orðið að hætta veiðum þegar i stað á meðan togarar og stærri skip hafa getað haldið áfram allt upp í einn mánuð. I Sjómannafélagi ísafjarðar eru um 150 félagar. Shultz á * Islandi GEORGE Shuitz, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, var væntanlegur til íslands laust eftir miðnætti í nótt. Ráðherrann kom frá Moskvu, þar sem hann var í gær viðstaddur útför Chernenkos, fyrrum formanns sov- éska kommúnistaflokksins. Shultz ræðir við Geir Hall- grímsson, utanríkisráðherra, og íslenska embættismenn, en sið- degis heldur hann áfram för sinni til Bandaríkjanna. Strax eftir komuna þangað leggur hann upp í ferðalag um Kanada með Ronald Reagan, Bandaríkjaforseta. Morgunblaðið/Árni Sæberg Rauðmagi í soðid! ÞAÐ MÁ búast við að rauðmagi lendi á veizluborði einhvers borgarbú- ans strax næstu daga því reykvískir hrognkelsaveiðimenn eru farnir að fá’ann. Enn er veiði tiltölulega lítil en þess má vænta að hún aukist á næstu vikum. Myndin af þessum glaðbeitta grásleppukarli var tekin við Grandagarð í gær. 75 % háskólanema stefna í störf tengd hinu opinbera „í REYNDINNI eru það á milli 75% og 80% þeirra sem innrita.sC í Háskóla Islands, sem Ijóst eða leynt stefna í ævistarf sem er í tengslum við aðra starfsemi en atvinnulífíð,” segir Magnús Gunnarsson, framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambands ísiands, m.a. í samtali við Morgunblaðið, þar sem Magnús lýsir áhyggjum sínum vegna vals háskólanema á námsgreinum, sem Magnús telur vera vísbendingu um ógnvænlega þróun fyrir íslenskt atvinnu- líf. í máli Magnúsar kemur fram að hátt virðast stefna að því að 21,3% háskólanema, eða 882 nem- leggja kennslustörf fyrir sig eru ar, eru við heilbrigðisbrautir Há- 1.312 talsins, eða 32% háskóla- skólans, þeir sem á einn eða annan nema, og laganemar eru 378 tals- ins. „Samtals eru þeir sem mér virðist sem stefni að þvi að starfa aö námi loknu á einn eða annan hátt f þjónustu hins opinbera 2.633 talsins, eða 64% af heild- inni,“ segir Magnús. Magnús bendir jafnframt á að nemendur í viðskipta- og verk- fræði- og raunvfsindadeild séu 1.610 talsins og vægt áætlað fari um 30% þeirra til starfa hjá hinu opinbera. Hér sé þvf um 75% til 80% háskólanema að ræða, sem stefni að ævistarfi ótengdu at- vinnulifinu, eins og Magnús orðar það. Framleiðslugreinarnar standi því frammi fyrir þeirri ógnvæn- legu staðreynd að menntað fólk sæki ekki í þær. Sjá nánar frétt og viðtal við Magnús Gunnarsson á bls. 4.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.