Morgunblaðið - 20.03.1985, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 20.03.1985, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLADID, MIÐVIKUDAGUR 20. MARZ 1985 Að halda upp á afmæli: Kveðja til ríkisins frá „verkfræðingi“ — eftir Þorstein Helgason Leyfisbréfið Nýlega var ég að taka til í skrifborðsskúffu hjá mér og rakst þá á gamalt bréf, sem reyndist vera frá iðnaðarmálaráðuneytinu og gaf mér heimild til þess að nota starfsheitið verkfræðingur. Bréfið var ritað í september 1960 og eru því brátt liðin 25 ár frá útgáfu þess. Kom því upp í huga mér sú spurning, hvort ástæða væri til þess að fara að undirbúa afmæl- isfagnað. Er bréfið barst mér upphaflega í hendur, varð ég fullur metnaðar og sjálfstrausts, að hafa þegar við 23 ára aldur hlotið leyfi til þess að nota þaö starfsheiti, sem ég kaus helst að nota um ævina. Ekki hafði vegurinn að þessu marki verið sléttur og heflaður, heldur lá að baki strangt nám erlendis og síðan mat Verkfræðingafélags ís- lands á námsárangrinum. Varð leyfisveitingin mér því frekari hvatning til þess framhaldsnáms er ég þegar stundaði. Framhaldid Næstu 15 árin eftir að hafa fengið í hendur leyfisbréf iðnað- arráðuneytisins var ég við nám og störf erlendis. Formlegu námi mínu í verkfræði lauk með hæstu vísindagráðu, sem háskólar veita, doktorsgráðu. Jafnframt kenndi ég verkfræði við háskóla minn, stundaði þar rannsóknir og hafði eftirlit með rannsóknum annarra. Síðustu 6 árin erlendis starfaði ég við verkfræðilegar rannsóknir við eina af virtustu rannsóknastofn- unum sem um getur á þeim fag- sviðum sem ég stundaði. Ýmsar ástæður lágu að baki þeirri ákvörðun minni að flytjast aftur til fslands. Þar á meðal að kennsla til fullnaðarprófs í verk- fræði hófst við Háskóla íslands. — eftir Sverri Pál Erlendsson Enginn fer í grafgötur lengur um það að kennarar við fram- haldsskóla eiga í harðri kjarabar- áttu. Þegar þetta er ritað eru tvær vikur liðnar frá því um 70% kenn- ara gengu frá störfum sfnum. Þá var ljóst að vinnuveitendurnir, hið opinbera, höfðu ekki nýtt þann þriggja mánaða uppsagnarfrest sem við kennarar höfum að lögum til annars en nefndarstarfa sem þau virðast ekki sjálf treysta á né trúa. Staða mála nú, þegar þetta er skrifað, er sú að fundur kennara hefur samþykkt með 65% atkvæða gegn 35% að ganga ekki til starfa að svo stöddu, enda hafi forsendur lítt breyst frá 1. mars. Vera má að þessi afstaða kennara verði rang- túlkuð og þess vegna tel ég skylt Hafði ég áhuga á að stunda kennslu og rannsóknir og sótti því um þær stöður sem buðust á mín- um fagsviðum. Varð árangurinn sá, að ég var skipaöur í dósents- stöðu við háskólann í árslok 1975. Mætti því ætla, að enn frekari ástæða væri til hátíðahalda á heimili mínu á þessu ári. Samkvæmt lögum nr. 77/1979 um Háskóla íslands má engum manni veita prófessorsembætti eða dósentsstarf við háskólann nema meirihluti þar til kvaddrar dómnefndar hafi látið í ljós það álit, að hann sé hæfur til þess. Enn fremur skal leitað álits hlut- aðeigandi háskóiadeildar áður en forseti íslands skipar prófessor eða menntamálaráðherra dósent í starf. Ekki mun mikið um það inn- an ríkiskerfisins, að svo sé vandað til mannráðninga. Er ég kom fyrst til starfa við háskólann, var mér sagt af sam- starfsmönnum þar, að skammt væri í, að framgangskerfi kæmist þar á, er leyfði hækkun úr dós- entsstöðu upp I prófessorsemb- ætti, að undangengnu hæfnismati. Gekk maður því glaður til verks og hugsaði mest um aö ná þeim ár- angri í starfi, að til verðleika yrði metið. Kom þar til hvort tveggja, metorðagirni og einlægur áhugi á bættum kjörum. Dósent við háskólann á nú þess kost að sækja um tveggja launa- flokka hækkun á grundvelli sér- stæðs árangurs í rannsóknum. Hins vegar á hann enn engan kost á stöðuhækkun í prófessorsemb- ætti á sama grundvelli. Er því oft á tíðum erfitt að horfa framan í fyrri starfsfélaga erlendis, sem hafa nú margir hverjir starfað sem prófessorar um árabil. Dugar þá skammt að segja, að maður hafi margsinnis verið dæmdur hæfur til þess að gegna prófess- orsembætti við skólann, ef sönn- unargagnið skortir. Stóri sannleikur Vitað var frá upphafi að kjör kennslukrafta við háskólann voru ' að greina nemendum og foreldrum þeirra frá stöðu mála. Þeir kennarar sem gengu frá störfum óttast mjög um hag nem- enda og aðgerðir hafa því miður komið hart niður á þeim. Þeim vanda hefði mátt afstýra hefðu stjórnvöld sýnt einhvern vilja til að vernda skólana og nemendur og ganga til alvörusamninga við kennara. Það hafa þau ekki gert. Ef kennarar gengju nú að störfum gengju þeir að óbreyttu ástandi og hefðu enga tryggingu fyrir nein- um kjarabótum. Tilmæli ríkis- stjórnar um að kennarar komi til starfa fela ekki í sér neinn ádrátt eða tryggingu fyrir kjarabótum umfram það sem samninganefnd ríkisins hefur þegar boðið og kennarar hafnað, enda litlu bætt- ari með 2—3 þús. króna kaup- hækkun á mánuði. Kannanir sýna hins vegar að við eigum miklu meira skilið. Þorsteinn Helgason „Við lestur þessarar töflu uppgötvaði ég skyndilega, að væri túlkun fulltrúans rétt, hafði ég hafnað á röng- um skóla með tilliti til tekjuöflunar fyrir mig og fjölskyldu mína.“ léleg. Hins vegar hefur stóri sann- Ieikur verið að birtast nú hina sfð- ustu daga. í yfirstandandi kjaradeilu há- skólamenntaðra manna og rfkis- ins hefur fulltrúi fjármálaráðu- Sverrir Pill Erlendsson Á þessari stundu getur ekkert bjargað skólunum og hag nem- enda nema ákveðin trygging stjórnvalda fyrir svo miklum neytisins stöðugt haldið því fram, að dagvinnulaun skipti engu máli, aðeins heildartekjur. Máli sínu til stuðnings birti hann í Morgun- blaðinu þann 7. mars töflu yfir reiknaðar heildartekjur ýmissa aðildarfélaga BHM. Við lestur þessarar töflu uppgötvaði ég skyndilega, að væri túlkun full- trúans rétt, hafði ég hafnað á röngum skóla með tilliti til tekju- öflunar fyrir mig og fjölskyldu mína. Eg hefði átt að sækja um starf við einhvern menntaskólann í stað Háskóla íslands. Nú uni ég í reynd ekki þeirri túlkun fulltrúans, að dagvinnu- tekjur skipti engu máli. Þó ég telji mig enn ungan, fer ekki hjá því, að sú hugsun hvarfli að manni, að maður geti hrokkið upp af ein- hvern daginn. Ef svo færi, væru lífeyrisgreiðslur til fjölskyldu minnar háðar daglaunatekjum mínum og árafjölda í starfi. Hér ber geysilega á milli í samanburði við verkfræðinga á almennum markaði, því ekki eru aðeins dag- vinnulaun mín miklu lægri en þeirra, heldur stígur greiðslu- hlutfall lífeyrisins svo löturhægt hjá ríkinu, að öryggisleysi fjöl- skyldunnar er nöturlegt. Tækist nú svo vel til, að ég næði að lifa vel umfram meðalæviskeið íslendinga, er ekki eins víst, að maður kærði sig um sæluna, vegna þess að lífeyririnn væri enn háður dagvinnutekjum. Hverjar eru svo þessar marg- rómuðu dagvinnutekjur? Jú, mán- aðarlaun mín fyrir marsmánuð voru 32.099 krónur og taka mið af hæsta launaflokki dósenta. Hins vegar kom í Ijós í grein Eiríks Bjarnasonar I Morgunblaðinu 13. mars að byrjunarlaun verkfræð- ings í Stéttarfélagi verkfræðinga (SV), það er að segja í félagi verk- fræðinga sem starfa utan ríkis- forsjár, væru 33.145 krónur. Til þess að ná samningsbundn- um dagvinnulaunum verkfræðings innan SV með þó ekki væri nema 10 ára reynslu í starfi, þyrfti ég að vinna 55 klukkustundir i yfirvinnu á mánuði hverjum. Skiptir tíminn sem fer til þess að afla teknanna nokkru máli, Indriði? Það er mikil náð að fá að vinna fyrir ríkið! Hver er ég? Eins og væntanlega kemur fram hér að ofan, tel ég mig vera vel menntaðan verkfræðing með langa og góða reynslu á þeim starfssviðum sem ég hef lagt fyrir mig. Hvað aðrir hugsa, er svo ann- að mál. Ríkisvaldið hefur sagt mér, með „Á þessari stundu getur ekkert bjargað skólun- um og hag nemenda nema ákveðin trygging stjórnvalda fyrir svo miklum kjarabótum að kennurum sé unnt að sættast á þær.“ kjarabótum að kennurum sé unnt að sættast á þær. Von okkar kennaranna sem út gengum er sú að stjórnvöld gang- launastefnu sinni, sem til þessa hefur endurspeglast fyllilega í Kjaradómi, að ég teljist ekki jafn- gildur þeim verkfræðinemum, sem ég á þátt í að útskrifa frá Háskóla fslands á hverju ári. Kennsla og rannsóknir eru ríkinu augljóslega einskis virði. Framtíð þjóðarinnar skiptir engu máli, þegar einungis er litið fram til nokkurra mánaða í senn. Almenningur hefur ekkert meira álit á mér. Maður verður oft var við það, að háskólakennarar eru taldir vera einhverjar afætur þjóðfélagsins, sem vinna aðeins nokkrar klukkustundir í viku hverri og það í aðeins nokkra mánuði ársins, rétt eins og aðrir virðingarmenn á borð við alþing- ismenn. Ef til vill eiga hin bágu launakjör sinn þátt í þessu áliti. Ef til vill á maður þetta skilið. Mitt er ekki að dæma. Kannski ríkisvaldið og almenn- ingur hafi rétt fyrir sér eftir allt saman, og hugmyndir mínar um sjálfan mig séu aðeins hugarórar eða mikilmennskubrjálæði. Ef svo er, þá er alveg eins gott að hætta þessari vitleysu og snúa sér að öðrum arðbærari verkefnum. Má það varla dragast á langinn, því hin örvandi uppljómun sköpun- arstarfsins á nú í hörðu stríði við dapurleika hversdagslífsins. Starfsgleðin fer æ þverrandi. Afmælisveislan Nú eru senn 25 ár frá því að ég fór að kalla mig verkfræðing og 10 ár frá því að ég fór að kalla mig dósent. Ég hef ekki efni á því, eins og stendur, að bjóða til veislu. Viðhorf mitt til verkfræðings- heitisins hefur ekkert breyst og langar mig því að lyfta mér og mínum smávegis upp. Hvernig má það þá verða? Miðað við ofan- greindar upplýsingar væri eðli- legast að fara þá tekjuöflunarleið, að hætta störfum hjá ríkinu og leita fyrir sér sem verkfræðingur hjá einhverju ráðgjafarfyrirtæki, þó ekki væri annað en byrjunar- laun í boði. Kannski einhver fyrr- verandi nemandi sæi aumur á mér. Mér hefur verið sagt, að innan- búðarmaður í BYKO hafi hærri byrjunarlaun en ríkið greiðir mér nú. Ef til vill er laust starf þar, ef gömlu nemendurnir vilja ekki sjá mig. Hvað er nú símanúmerið? Kannski má slá upp veislu með haustinu. 15. mars, 1985. Þorsteinn Helgnson er dósent í byggingnrerkfræði rid Hískóln ís- lands. ist fyrir því að unnt sé að ná sam- komulagi sem geri okkur mögulegt að hefja störf á ný. Von okkar er jafnframt sú að nemendur haldi stillingu og segi sig ekki úr skólum á meðan ekki er fullreynt hvort skólunum verði bjargað. Von okkar er sú að við getum sem fyrst tekið upp þráðinn og starfað með nemendum okkar og félögum sem enn eru við skólana. Allar þessar vonir eru bundnar því sem áður segir, að stjórnvöld reynist samningahæf. Nauðsynlegt er að muna að bar- átta okkar nú er fyrst og fremst háð i þeim tilgangi að tryggja nemendum nú og framvegis góða skóla með vel menntuðum og þjálfuðum kennurum. Það hlýtur að teljast ómaksins vert. Við erum ekki í stríði við skól- ana okkar eða nemendur. öðru nær. Það eru máttugri yfirvöld sem skera úr um það hvort við getum snúið til baka eða neyðumst til að festa okkur í öðrum störfum og okkur óljúfari. Srerrir Pill Erlendsson hefur rerið kennnri rið Menntaskóltnn i Ak- urejri. Opið bréf til nemenda og aðstandenda þeirra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.