Morgunblaðið - 20.03.1985, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 20.03.1985, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. MARZ 1985 MORGUNBLAÐID, MIÐVIKUDAGUR 20. MARZ 1985 33 Útgefandi nWafrft hf. Árvakur, Reykjavfk. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthfas Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aöstoðarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Arnl Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjórl Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 330 kr. á mánuöi innanlands. f lausasölu 25 kr. eintakiö. Ríkisstyrkir Norðmanna Undir forystu Jóns Bald- vins Hannibalssonar hefur Alþýðuflokkurinn gert það að sérstöku baráttumáli sínu, að Norðmenn laekki rík- is8tyrki til sjávarútvegs. Tel- ur Alþýðuflokkurinn að þessi norska styrkjastefna spilli afkomu íslensku þjóðarinnar og eyðileggi fyrir íslenskum fiskseljendum markaði í út- löndum. Af málflutningi al- þýðuflokksmanna má ráða, að þeir telja sig vera að taka forystu í baráttu, þar sem öll þjóðin stendur einhuga að baki þeim. Auðvitað vilja allir íslend- ingar að sem auðveldast sé að selja íslenskan fisk fyrir hátt verð erlendis. Þeir líta þannig á að allt sem setur stein í sölu fiskseljenda spilli afkomu ís- lenska þjóðarbúsins. Á hinn bóginn hljóta íslendingar að átta sig á því, að þeir geta ekki ráðið mótun eða fram- kvæmd stjórnarstefnu i öðr- um löndum. Norðmenn líta á ríkisstyrki til sjvarútvegs sem lið í byggðastefnu. Norð- menn hafa ekki skuldbundið sig til að fara að óskum ís- lendinga í byggöamálum. Ef við íslendingar lítum í eigin barm sjáum við fljótt, að þrýstingur eins og Jón Baldvin vill að Norðmenn séu beittir, gæti hæglega haft þau áhrif á okkur að við yrð- um enn harðari og héldum fastar en áður við okkar stefnu. Norðmenn eru okkur skyldir að þessu leyti og jafn- vel ósveigjanlegri en við, þeg- ar rætt er um peninga- og viðskiptamál. Sé það í raun stefna Alþýðuflokksins að fá Norðmenn til að taka upp nýja byggða- og styrkja- stefnu má draga í efa að sú leið, sem flokkurinn hefur valið til þessa, sé hin rétta til að hafa tilætluð áhrif í Nor- egi. Bægslagangur hér á iandi dregur hins vegar athygli að Alþýðuflokknum og formanni hans á atkvæðaveiðum. Þegar rætt er um ríkis- styrki Norðmanna og fisk- veiðar þeirra er nauðsynlegt að velta því fyrir sér, hvort ríkisstyrkir geri Norðmenn betur færa en ella til að stunda sjósókn, auki afla, verðmæti aflans og styrki markaðsaðstöðu. í stuttu máli er unnt að slá því föstu, að ríkisstyrkir bæti ekki neitt af þessu. Þvert á móti leiða ríkisstyrkirnir til þess að haldið er úti alltof stórum flota til að veiða takmarkað magn af fiski. Útgerðarfyr- irtæki á ríkisframfæri eru verr í stakk búin til átaka við veiðar, vinnslu og fisksölu en hin sem lúta stjórn eigenda og eru rekin á ábyrgð þeirra. Alþýðuflokksmenn minnast ekki á þetta atriði í sókn sinni gegn Norðmönnum, enda eru þeir enn þeirrar grundvallarskoðunar, að það sé af hinu góða og leiði til skynsamlegrar nýtingar á fjármunum, að þeir streymi frá skattgreiðendum í ríkis- hítina og þaðan til gæluverk- efna stjórnmálamannanna. Frumkvæði Alþýðuflokks- ins gegn Norðmönnum er þarft að því leyti, að það minnir íslendinga á, að við markaðsöflun og afurðasölu er við harðskeytta keppi- nauta að etja. Á hinn bóginn er óraunhæft að binda miklar vonir við að með bægslagangi af þessu tagi breytum við af- stöðu kaupendanna í Nígeríu eða Bandaríkjunum — þar eru það markaðslögmálin sem ráða. Níöst á Tarkovskí Eins og sjá má af Morgun- blaðsviðtali við Andrei Tarkovskí, rússneska kvik- myndasnillinginn, þá telur hann, að framganga sovéska sendiráðsins í Reykjavík til að hindra sýningar á kvik- myndum eftir sig, sé liður í alhliða pólitískum ofsóknum á hendur sér. „Þeir vilja ekki að myndir mínar séu sýndar og barátta mín fái opinbera umfjöllun," sagði Tarkovskí. Sovésk stjórnvöld níðast ekki einvörðungu á Tarkovskí á listasviðinu, þeir ofsækja hann einnig persónulega. Oftar en einu sinni hefur hann farið þess á leit við sov- ésk yfirvöld, að þau leyfi 14 ára gömlum syni sínum og tengdamóður að fara úr landi. Bréfum um þetta efni hafa Kremlverjar ekki einu sinni svarað. Tarkovskí og kona hans, Larissa, lifa nú í þeirri von, að nýir stjórnar- herrar í Kreml eigi þann vott af mannúð sem þarf til að opna sovésku landamærin fyrir syninum og tengdamóð- urinni. Sýniieg tákn eins og þau að verða við slíkum beiðnum yrðu skýrð þannig á Vestur- löndum, að Mikhail Gorbach- ev ætlaði að halda skynsam- legar á málum en fyrirrenn- arar hans. Er það borin von? Hugvekja á fjölmiðlaöld — eftir Svein Einars8on Menn eru ýmist bjartsýnir eða svartsýnir. Þeim sem hneigjast til svartsýni að staðaldri, er oftlega brugðið um úrtölur og orð þeirra kölluð svartagallsraus. Hinum, þeim bjartsýnu, er ívið meir hampað, enda þykja slík viðhorf fínni og jákvæðari, og lfkindi að þau fæði fremur af sér dug og framtak; einstöku hjáróma raddir tauta þó stundum um blindu og skort á bersýni og minna á áhyggjuieysi strútsins, þegar hann stingur höfðinu niður f sand- inn. Flestir menn eru stundum bjartsýnir, stundum svartsýnir, hvort sem skaphöfn þeirra f heild- ina má teljast björt yfirlitum eða dökk. Þessi geðbrigði mótast af persónulegu gengi og hugðum, hjá sumum af þvf mönnum stendur ekki á sama um þjóðarhag, um at- höfn og menningu þjóðar sinnar, enn aðrir gera sér jafnvel áhyggj- ur út af velferð mannkynsins. Hverju skyldi þessi almenni inngangur um bjartsýni og svart- sýni þjóna? Hvernig væri að kom- ast að efninu? Jú. Að undanförnu hafa verið hér f blaðinu nokkrar umræður um hlut þess sem íslenskt er á þeirri fjölmiðlaöld, sem við erum farin að lifa og gerum sennilega f æ rfkari mæli á næstu áratugum. 1 að minnsta kosti tveimur Reykja- víkurbréfum hefur verið tekið mennilega á þessu máli. Ekki var heldur ófróðlegt að heyra vitnis- burð fréttamanns f Vesturheimi, hið svokallaða frelsi f vali er í reynd ekki alltaf sama og fjöl- breytni í vali eða vandaðra val. Sá, sem hér heldur á penna, er f hópi þeirra sem leiðist vantrú á þvf sem íslenskt er, og fær ekki betur séð en við íslendingar höf- um dæmið fyrir okkur af eigin sögu, hvernig standa má af sér orrahrfðar, þegar menn halda vöku sinni. Hitt er svo kannski satt og á minnið leggjandi, að sag- an gerir f senn að endurtaka sig og vera stöðugt ný. Hvert nýtt dæmi kallar á nýja lausn. Og þó að læra megi af lfkindum, getur komið upp sú staða, að þurfi að finna upp nýjar reikningsaðferðir. Höfum við raunverulega gert okkur grein fyrir umfangi þeirrar byltingar, sem er að dembast yfir okkur, hvort sem okkur líkar betur eða verr, þegar fjarskiptin breytast í nærskipti? Sfðastliðið vor var haldið nor- rænt leiklistarþing í Osló og jafn- framt, að fslensku frumkvæði, efnt til norrænnar leiklistarhátfð- ar, hinnar fyrstu sinnar tegundar. Á þeirri hátfð voru sýnd tvö nýrit- uð leikrit frá hverju Norðurland- anna, og var tilgangurinn að gefa hugmynd um stöðu norrænnar leikritunar í dag. Umræður fylgdu f kjölfar hverrar sýningar. Eftir sýningu á Lokaæfingu eftir Svövu Jakobsdóttur, annars hinna fs- lensku viðfangsefna, hófust tals- verðar umræður um alþjóða- byggju og erlend áhrif. Leikurinn gerist, svo sem kunnugt ætti að vera, í kjarnorkubyrgi, og til dæmis vildi einn sænskur blaða- maður sjá slfkt efnisval ( ljósi þess, að á íslandi væri amerfsk herstöð, gekk reyndar lengra og þóttist kenna, að bandarfsk áhrif væru miklu augljósari á lslandi en hinum Norðurlöndunum. Að- standendur sýningarinnar brugð- ust hinir verstu við og kölluðu sleggjudóma ummæli Svfans, sem reyndar viðurkenndi, að hann væri ekki daglegur gestur á ís- landi. Bent var á, að eðli fslenskr- ar tungu krefðist hreinræktar- stefnu, nefnd orðin tölva, þyrla, þota og sjónvarp, eins og vant er, en þess jafnframt getið, að orð eins og jet, week-end, baby og tele- vision fyrirfyndust ekki f íslensku. Undanfarnar vikur hafa farið aö renna á mig tvær grfmur um það, að við höfum raunverulega nokkurn siðferðilegan rétt til að vera jafn stafffrug í þessum efn- um og við vorum í Ósló. Þessi sænski hrokagikkur hafði aö visu ekki verið daglegur gestur hér, en hvernig er með athugagáfu þeirra, sem hér eru daglegir búendur? Er nokkur hætta á þvf að skiln- ingarvitin slævist lftillega dag frá degi, af þvf við erum svo stolt af tölvu og þotu? Ég þykist sjá ýmis teikn á lofti. Til dæmis er alveg hörmulega komið fyrir þeim, sem reka kvik- myndahús: tæplega helmingur þeirra er nýlega búinn að týna Sveinn Einarsson „Ég þykist sjá ýmis teikn á lofti. Til dæmis er alveg hörmulega komiö fyrir þeim, sem reka kvikmyndahús: tæplega helmingur þeirra er nýlega búinn að týna gjörsamlega niður móðurmálinu og ber það ekki við að koma yfir á íslensku heitum á þeim kvik- myndum, sem á boðstól- um eru ... “ gjörsamlega niður móðurmálinu og ber það ekki við að reyna að koma yfir á íslensku heitum á þeim kvikmyndum, sem á boðstól- um eru; til að sannfærast um þetta, þurfa menn ekki annað en renna augum yfir kvikmyndasiður blaðanna undanfarnar vikur: The Karate Kid, Purple Rain, Ghost- busters, The Natural, Bachelor Party, Conan the Destroyer og svo framvegis. Stjörnubfó virðist þarna vera sýnu verst, en sum önnur kvikmyndahús eru litlu bet- ur á vegi stödd. Þetta tengist kannski að einhverju leyti svoköll- uðum yfirlits- eða kynningar- greinum, sem stundum birtast i blöðunum um erlendar kvikmynd- ir, en heiti þeirra eru nær undan- tekningarlaust kynnt á ensku — og meira segja gengið svo langt, þó að um franskar, ítalskar, þýskar eða Norðurlanda kvik- myndir sé að ræða. Einhvern tíma hefði þetta þótt menningarleg fá- tækt. Til samræmis er svo í út- varpi leitast við að bera sem flest erlend orð og heiti fram á ensku. Eg tek af handahófi nokkur nýleg dæmi: Peter Freuchen heitir nú allt f einu Pfter Freuchen, Real Madrid Rll Madrid, Ingmar Berg- man Ingmar Börgman. Einhvern tíma hefði þetta þótt ómenning. Sannleikurinn er sá, þegar svip- ast er um, að dæmin eru skelfilega mörg. Einna verst stendur skemmtanaiðnaðurinn, sem hér verður ekki gerður að sérstöku umræðuefni, en mér virðist fram- leiðsla dægurlagatexta vera verð- ugt og þarft viðfangsefni fyrir skarpan bókmenntafræðing. Eg hef farið f saumana á nokkrum slfkum textum og tel mig aldrei hafa kynnst annarri eins andlegri lágkúru og ólist. Eftiröpun af eft- iröpun af eftiröpun og engar ræt- ur. Það er hryggilegt, eins margt forvitnilegt og blasir við f hinni nýju tónlist, þá nær samt um leið hin fjölþjóðlega lágmenning þar hámarki sfnu. Ég ætla hér ekki heldur að gera að umtalsefni ambögurnar og málleysurnar f rás tvö, það hafa aðrir gert, né heldur nafnorða- farganið sem setur slíkan svip á flestar þýddar greinar f blöðunum, að þær verða nánast hreinlega óskiljanlegar venjulegu fólki. Svo ekki sé nú talað um stíl. Það er eins og menn séu margir hverjir fullkomlega grunlausir um, að setning á fslensku er öðruvfsi upp byggð en á ensku, að meginhugs- unin á fslensku byggist ekki sfður á sagnorði en nafnorði. Þegar sjónum er beint að þess- um vanda, sem ég hef nú gert f nokkrar vikur, og dæmin hrúgast þannig upp, fer að setja að manni efasemdir um, að allir þeir sem fást við fjölmiðlun i dag, séu i raun þeim vanda vaxnir. Það rifj- ast einnig upp fyrir mér úr starfi mínu (leikhúsinu, að iöulega hafa spyrlar á blaðamannafundum spurt illa eða ekki vegna vanþekk- ingar. En ef svo er komið í dag, hverju má þá búast við, þegar yfir okkur dembast efnin þrenn og fern úr himinhnöttum, hvort sem það nú verður með hjálp endurvarps- skyggnis, þannig að við getum eitthvað haft gát á sjálf, ellegar f beinum sendingum, sem við getum ekki haft nein tögl né hagldir á. Þvf við þurfum ekki að fara I graf- götur með það, að innan fárra ára verður hið þjóðernislausa alþjóða- mál búið að hreiðra um sig á fs- lenskum heimilum, þannig að áhöld verða um það, hvort heyrist þar oftar islenskt orð eða enskt. Hvað er til bragðs að taka? Eða er þetta bara svartagallsraus? Eða einhver þrjóskuleg vanmeta- kennd gagnvart stórþjóðamáli og menningu? Á meðan við trúum þvf enn, að þessi eyja og þessi litla þjóð búi yfir einhverju sérstæðu sem geri hana einstæða, á meðan við trúum þvi, að það geri heiminn fátækari að þurrka út litlar og annars kon- ar menningareiningar — á meðan við trúum þvf, ber okkur að sjálf- sögðu að hugleiða þennan vanda og snúast gegn honum af einurð. Og hæfilegri bjartsýni. Ég held við ættum að byrja á þvi að stofna hér blaðamanna- háskóla — eða kannski er réttara og meira f takt við tfmann að tala um háskóladeild f fjölmiðlafræð- um. Þetta þarf að gera strax og þolir ekki bið. Þarna þarf að kenna fjölda greina, bæði af tæknisviðinu og þvf andlega, en ég nefni hér sem dæmi sögu, inn- lenda sem erlenda, almennan fróð- leik um menn og málefni, þróun stjórnmálasögu, menningarsögu, tungumál — og að sjálfsögðu þarf að leggja sérstaka rækt við hinn íslenska vitundarheim. Og sér- staka rækt þarf að leggja við fs- lenska tungu, málfar og málnotk- un, orðaforða og framburð. Þann- ig mætti lengi telja. En það sem höfuðmáli skiptir er auðvitað þetta: Þegar það landlausa kemur til okkar verður fyrir því jurt, sem stendur í sinni moldu kyrr. Þá er kannski von til, með hæfilegri bjartsýni, aö vel fari á meö þessu tvennu og fremur en hitt verði af sannur auður. Sreiun Einarsson er leiksíjóri og rithöfundur. Rekstrarafkoma Landsvirkjunar hag- stæð um 15,7 milljónir á síðasta ári „Rekstrarafkoma Landsvirkjunar var hagstæð um 15,7 milljónir króna á árinu 1984 og er þetta mikil breyt- ing til batnaðar frá hallarekstri fyrri ára, en svo dæmi séu tekin var rekstrarhallinn 1983 um 21,8 millj- ónir króna og 1982 um 152,1 milljón króna á verðlagi þeirra ára“, sagði Halldór Jónatansson, framkvæmda- stjóri Landsvirkjunar, í samtali við blm. Halldór sagði, að tekjur Lands- virkjunar árið 1984 hefðu numið alls um 2.200 milljónum króna og gjöld um 2.184 milljónum króna að meðtöldum orkukaupum frá Kröfluvirkjun og Hitaveitu Suður- nesja að fjárhæð alls um 160,8 milljónir króna. „Af gjaldaliðum vega vaxtagjöldin þyngst, en þau námu um 1.056 milljónum króna“, sagði Halldór. „Sfðan koma af- skriftir að fjárhæö 629 milljónir króna. Alls nam þvf fjármagns- kostnaðurinn um 1.685 milljónum króna, sem er 83,3% af rekstrar- kostnaðinum f heild, að orkukaup- um frátöldum. Almennur rekstr- arkostnaður var þvf aðeins 16,7%.“ Halldór benti á, að gjaldskrár- verð til almenningsrafveitna hefði aðeins hækkað einu sinni á árinu 1984, þ.e. um 5% hinn 1. maf og hefði þá verið óbreytt frá 1. ágúst 1983. „Frá þeim tima og til siðustu áramóta lækkaði það þvf að raungildi um 20% miðað við bygg- ingarvfsitölu,” sagði Halldór. „Verðið til ÍSAL hækkaöi á árinu úr 9,5 mill á kWst i 12,6 mill hinn 30. nóvember sl. samkvæmt hinum nýja samningi við lSAL. Vegna þessarar hækkunar og gengis- breytinga hækkaði verðið til ÍSAL á árinu um alls 87,6% f fslenskum krónum reiknað. Verðið til Áburð- arverksmiðjunnar fylgdi verðinu til ÍSAL. Verðið til Járnblendifé- lagsins var 5,4 norskir aurar á kWst allt árið, en hækkaði vegna gengisbreytinga um 14,1% f fs- lenskum krónum.“ Er Halldór var inntur eftir því hverjar eignir og skuldir Lands- virkjunar hefðu verið í árslok 1984 sagði hann, að eignir hefðu numið alls um 25.747 milljónum króna og skuldir alls 17.012 milljónum króna. „Eigið fé nam mismunin- um, eða um 8.735 milljónum króna að jafnvirði um 215 milljóna doll- ara eða um 34% af heildareign. Þannig urðu Sogsvirkjanirnar þrjár skuldlaus eign Landsvirkj- unar á árinu og skuldir vegna Lax- árvirkjunar námu aðeins um 57 milljónum króna f árslok. Skuldir vegna hinna svonefndu Búrfells- mannvirkja voru þá komnar niður í um 860 milljónir króna að jafn- virði um 21 milljónar dollara, sem verðmætislega séð svarar til Búr- fellslfnu 1 og 2. Má þvi segja að f árslok hafi Búrfellsstöðin sjálf verið skuldlaus eign, svo og spennistöð Landsvirkjunar á Geit- hálsi, gasaflstöðin f Straumsvík og stór hluti Þórisvatnsmiðlunar." Hlutfall dollars í heildar- skuldum minnkað um 30% á þremur árum Halldór var spurður hvað fælist f þeim ráðstöfunum Landsvirkjun- ar að taka mikið af svokölluðum endurnýjunarlánum undanfarin ár. Hann svaraði, að með endur- nýjunarlánum væri oftast verið að taka ný lán til að greiða upp eldri lán þegar lánstimi þeirra sfðar- nefndu þætti óeðlilega stuttur miðað við afskriftatfma mann- virkja. „Einnig getur tilgangur með slfkum lánabreytingum verið sá að ná hagstæðari vaxtakjörum og breyta skuld úr einni mynt f aðra. Þannig hefur Landsvirkjun með endurnýjunarlánum tekfst að lækka hlutfall bandarfkjadollars i heildarskuld fyrirtækisins úr um 70% árið 1981 f tæp 40% f árslok 1984, auk þess sem Landsvirkjun hefur ekki tekið nein ný langtfma- lán f dollurum á undanförnum þremur árum. Hefur þetta að sjálfsögðu komið sér mjög vel með tilliti til þess hve dollarinn hefur vaxið að styrkleika gagnvart öðr- um myntum á undanförnum ár- um. Enn fremur hefur því mark- miði verið náð, að tekjur Lands- virkjunar i dollurum gera nú meir en standa undir vaxtagreiöslum af dollaralánum fyrirtækisins." Gjaldskrá Landsvirkjunar hækkaði um 14% hinn 1. janúar sl. Halldór var inntur eftir þvf hvort hann teldi horfur á að til frekari gjaldskrárhækkunar þurfi að koma á þessu ári. „Gjaldskrárhækkunin hinn 1. janúar sl. var liður i rekstraráætl- un, sem m.a. gerði ráð fyrir 10% meðalverðbólgu árið 1985 og ákveðnum gengisforsendum," svaraði Halldór. „Miðað við þessar forsendur á ekki að þurfa að koma til frekari gjaldskrárhækkana f ár og reksturinn að verða hallalaus. Hér getur að sjálfsögðu brugðið til beggja vona, en náist verðbólgan niður og takist að halda genginu sæmilega stöðugu á ekki að þurfa að koma til frekari gjaldskrár- hækkana í ár,“ sagði Halldór Jón- atansson, framkvæmdastjóri Landsvirkjunar, að lokum. AF ERLENDUM VETTVANGI Eftir MARK FRANKLAND Hvers er að vænta af „unglingnum“ í Kreml? f ALLRI umræðunni um Mikhail Gorbachev að undanfórnu, hinn nýja leiðtoga Sovétmanna, kemur orðið „ungur“ fyrir mjög reglulega. Þannig er það Ifka með flesta, að þeir binda miklar vonir við æskuna, og þótt Gorbachev sé kannski ekki hinn dæmigerði æskumaður í margra augum, hann varð 54 ára 2. mars sl„ þá er hann hreinn unglingur hji öldungun- um á áttræðisaldri, sem stýrt hafa Sovétríkjunum f nærri áratug. Tiltölulega ungur aldur Gorbachevs vekur vfða miklar vonir. Á Vesturlöndum vilja menn trúa þvf, að hann verði þægilegri viðurskiptis, ekki jafn óútreiknanlegur „Rússi“ og hálfkarlægu gamalmennin, sem rfktu á undan honum, og ólíklegt þykir, að véfréttir Kremlarfræð- inganna muni f bráð kæfa allar vonir um að Gorbachev sé á sinn hátt jafnvel frjálslyndur maður. Aldur rfkisleiötoga segir þó ekki alla söguna. Yngsti maður- inn, sem komist hefur til valda f Sovétríkjunum, var Stalfn, sem var hálffimmtugur þegar Lenin lést árið 1924, en um það bil, sem hann var fimmtugur, hafði hann ýtt til hliðar öllum gömlu keppi- nautunum meðal bolsévika. Elsti maðurinn (að Andropov og Chernenko undanskildum) var Nikita Krúsjeff, sem að vfsu var ekki mjög frjálslyndur en þorði þó að gera upp sakirnar við Stal- ínstfmabilið. Hann var hálfsjö- tugur þegar hann þóttist vera búinn að treysta sig nægilega í sessi. Að einu leyti mun aldur Gorb- achevs setja mark sitt á Sovét- ríkin. Yuri Andropov, sem að- eins var við stjórnvðlinn f tæp- lega hálft annað ár, sagði einu sinni, aö hann þyrfti nokkur ár til að koma lagi á hlutina, og Gorbachev hefur þessi ár, mesti styrkur hans er fólginn i þvf, að hann hefur timann fyrir sér. Leiðtogi Sovétrikjanna á fátt sameiginlegt með forseta Banda- rikjanna. Þegar sá síðarnefndi kemur til Hvita hússins vfkja hundruð embættismanna fyrr- verandi stjórnar úr vegi fyrir honum og mönnum hans og þess vegna getur forsetinn markað stefnuna allt frá fyrsta degi sin- um í embætti. Um Sovétleiðtog- ann gegnir allt öðru máli. Valda- taka hans likist þvf mest þegar nýr konungur tekur við og hann verður áfram að vinna með gömlu ráðgjöfunum og ráðherr- unum. Að vfsu getur hann valið sér sfna eigin aðstoðarmenn en það er allt og sumt. Enn um sinn verður hann að reiða sig á menn, sem eru orðnir gamalgrónir í embætti og ekkert á þeim bux- unum að láta af þvf. Gorbachev mun þurfa nokk- urn tfma til að koma sér vel fyrir og þá en ekki fyrr mun hann geta farið að láta til sín taka. Enginn vafi er á, að gömlu mennirnir muni spyrna við fót- um eftir bestu getu ef hann reynir að breyta kúrsinum en í landi þar sem fjölflokkapólitfk er bönnuð er það stuðnings- mannaliðið, sem mestu máli skiptir. Það er þó ekki auðvelt verk að koma valdamiklum mönnum úr embætti en á það mun lfklega reyna á 27. þingi kommúnistaflokksins, sem talið er, að verði haldið fyrir lok þessa árs. Á þinginu verður miðstjórn- in kosin en hún kýs siðan aftur stjórnmálaráðið. Gorbachev mun fyrst beina geiri sínum að miðstjórninni enda er hún persónugervingur valdastéttarinnar f landinu. Þar sitja valdamestu flokksforingj- arnir, valdamestu ráðherrarnir, hershöfðingjarnir og leynilög- regluforingjarnir og flestir eru þeir orðnir aldnir að árum. Svo er fyrir að þakka löngum og þægilegum valdatfma Brezhn- evs, sem ríkti í 20 ár, frá 1962-82. Miðstjórnin, sem var kosin á síðasta flokksþingi árið 1981 við sumum gömlu mannanna. Hann setti af ráðherra, yfir- menn ýmissa stjórnarskrifstofa og svokallaða „baróna", sem stýra flokksapparatinu f sovét- lýöveldunum, en þegar heilsu hans sjálfs fór að hraka rann þessi herferð út í sandinn. Flest- um þykir hins vegar líklegt, að Gorþachev muni taka upp þráð- inn þar sem frá var horfið. „Æska“ Gorbachevs hefur einnig sinar hættulegu hliðar. Á sama hátt og Stalín og Brezhnev hefur hann fengið tækifæri til að setja sitt mark á sögu Sovétríkj- anna og hann kann að eiga 20 ár framundan á valdastóli. Á þess- Jósef Stalín — yngsti maður sem sest hefur f hásætið { Kreml. Nikita Krúsjeff — sá elsti að und- anskildum Andropov og Chern- enko. Mikhail Gorbachev með Neil Kinnock, formanni breska Verkamanna- flokksins, þegar hann kom til Bretlands f desember sL (319 fullgildir félagar og 151 aukafélagi), var sú elsta f sögu Sovétrfkjanna og meðalaldurinn 63 ár. Að undanskildum verka- mönnum og bændum, sem eru hafðir með upp á punt en skipta engu máli, voru i henni aðeins tfu menn, sem fæddir voru um eða eftir 1930 og þar á meðal Mikhail Gorbachev. Andropov hóf feril sinn f leið- togaembætti með þvi að stugga um tíma mun hann vaxa að völd- um og verða æ ónæmari fyrir gagnrýni og þess vegna er það mikilvægt, að hann fari rétt af stað. Ef hann gerir það ekki er hætt við aö langur tfmi muni lfða þar til einhver annar fær tækifæri til að leiðrétta mistök- in. Mark Frankland er fréttamadur Observer.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.