Morgunblaðið - 20.03.1985, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 20.03.1985, Blaðsíða 64
 KEILUSALURINN OPINN 10.00-00.30 MIÐVIKUDAGUR 20. MARZ 1985 VERÐ í LAUSASÖLU 25 KR. BHM-mál í Kjaradómi: Gætu dregist langt fram eftir aprfl — segir formaður Kjaradóms „ÞAÐ GÆTI dregist langt fram eftir aprflmánuði að kveða upp dóma í málum BHM-félaga. Við vorum fyrst í dag að fá gögn í hendur og málflutningur í fyrsta málinu, máli HÍK, hefst ekki fyrr en á fímmtudag. Okkar hugsun nær ekki mikið lengra í bili. En það er engin ástæða til að ætla að það verði dæmt í máli kennara á undan hinum,“ sagði Benedikt Blöndal hrl., formaður Kjaradóms, í samtali við blaðamann Mbl. í gærkvöld. Hann sagði að öll mál BHM-fé- laganna þyrftu að skoðast í sam- hengi og að fáránlegt væri að Með 1,5 kfló af hassi innanklæða: Söluverðmæti um 750 þús- und krónur UNGUR maður var handtek- inn á Kefíavfkurflugvelli síð- degis í gær með hálft annað kfló af hassi innan klæða. Hann var fluttur til Reykja- víkur og er þar nú í varð- haldi. Maður þessi, sem ekki hefur áður komið við sögu fíkniefna- mála hérlendis, kom með Flug- leiðavél frá Luxemborg. Toll- gæslan á Keflavfkurflugvelli hafði haft nasasjón af því, að hann kynni að reyna að smygla ffkniefnum inn f landið og fund- ust þau á honum við leit. Gangverð á hassgrammi mun nú vera nærri 500 krónum, þannig að áætlað söluverðmæti þess magns, sem hann var með, er ekki undir 750 þúsundum króna. ætla að dómar i þeim féllu fyrir mánaöamótin. „Mér er sagt að af hálfu rfkisstjórnarinnar hafi þvi verið lýst yfir á þingi í dag, að stjórnin myndi beita sér fyrir því, að Kjaradómur hraðaði störfum. Það er rétt að taka fram vegna þess,“ sagði Benedikt Blöndal, „að það segir enginn Kjaradómi fyrir verkum. Við tökum þann tíma sem við þurfum og í dag veit enginn hversu lang- ur sá tfmi kann að verða." »i; ,t a "" n:::: n g /«•• •••• illnnnggf'gn »» Morgunbladið/ Júlíus Útifundur Kennarasambands íslands og Launamálaráðs BHMR KENNARASAMBAND Islands og launamálaráö BHMR stóöu aö útifundi á Austurvelli í gsr. Valgeir Gestsson, formaöur KÍ, hélt þar rsöu, ásamt fulltrúum BHMR og nemenda. í rsðu sinni sagöi Valgeir m.a. aö samkvsmt könnun KÍ vsru aðeins 42% kennara ákveðin f að halda áfram kennslu, en um 500 kennarar hugleiöi að hstta kennslu á hausti komanda. Valgeir sagöi, að kennarar f Hinu fslenska kennarafélagi sttu stuðning Kenn- arasambandsins allan: Sjá nánari fréttir á bls. 4 og viðtöl viö stúdentsefni á bls. 26 og 27. Nýtt yfirlit Þjóðhagsstofnunan Samdráttarskeiði í þjóðar- búskap lauk á árinu 1984 þjóðarframleiðsla jókst um 2lA % Þjóöarframleiösla tslendinga er talin hafa aukist um 2Vi% á árinu 1984, en í október síöastliönum bentu spár Þjóöhagsstofnunar til þess aö þjóöarframleiöslan 1984 myndi dragast saman um 1,2% Nú er því spáö, aö í ár vaxi þjóöar- framleiöslan um 1 %. í nýju yflrliti Þjóöhagsstofnunar yflr þróun efnahagsmála segir, að þaö sé Ijóst, aö samdráttarskeiöinu f þjóðarframleiöslunni, sem hófst 1982, hafl lokið í fyrra. Aukin útflutningsframleiðsla á árinu 1984 er meginskýring þess, að þjóðarframleiðsla jókst þá um 2‘Á%, en heildarvöxtur útflutningsframleiðslunnar nam tæplega 12% af raunveru- legu verðgildi. Framleiðsla á sjávarvörum jókst um 11%, áli um 5Vfe %, kisiljárni pm 22% og öðrum iðnaðarvörum um 21%. Þrátt fyrir þessa aukningu útflutnings 1984 og spá um Larissa Tarkokvskí til utanríkisráðherra: Leitar ásjár vegna sonar síns og móður „VIÐ RÆDDUM saman um kvikmyndir Tarkovskí, starfsaðstæður hans, fjölskyldumál og aösUeöur sonarins. í þvf sambandi tjáöi ég henni samúö okkar og bauö fram aöstoð okkar f von árangur," sagöi Geir Hallgríms- son, utanríkisráðherra, í samtali viö blm. Mbl. vegna fundar hans og Larissu Tarkovskí, eiginkonu sovéska kvikmyndageröarmannsins Andrei Tarkovskfs sfðdegis í gær. Morgunbla*i»/Arni Sæberg Larissa Tarkovskí ásamt Geir Hallgrfmssyni, utanríkisráðherra. „Ég er að sannferast um að litlar þjóöir fái jafnvel megnað meiru en stórþjóöir, þegar á reynir,“ sagöi Larissa eftir fundinn. Sem kunnugt er ákváðu Tar- kovski-hjónin að dvelja áfram á Vesturlöndum er Ijóst var að sovésk stjórnvöld töldu Tar- kovski óæskilegan kvikmynda- gerðarmann og myndu hindra hann i starfi sfnu á sovéskri grundu. Þá ákvörðun tóku Tar- kovskf-hjónin á ttaliu 1982 og hafa þau reynt alla tfð sfðan að fá 14 ára gamlan son sinn til sfn. Þvf hefur verið synjað og dvelur hann hjá 84 ára gamalli móður- ömmu sinni i Moskvu. Andrei Tarkovskf hélt héðan af landi brott sl. mánudag, en Larissa ákvað að dvelja hér lengur og leita stuðnings íslendinga f bar- áttunni fyrir sameiningu fjöl- skyldunnar. Gekk hún í þeim til- gangi á fund Geirs Hallgrfms- sonar, utanríkisráðherra, f gær. Morgunblaðið hafði samband við Christiane Bertuchini, túlk og samfylgdarkonu Larissu Tar- kovskí, eftir fundinn með utan- ríkisráðherra og sagði hún: „Larissa er mjög bjartsýn eftir fundinn við utanríkisráðherr- ann. Hann sýndi máli hennar mikinn og mannúðlegan skiln- ing. Reyndist ekki vera sú stffa persónugerð, sem hún hefur svo oft hitt fyrir á meðal ráða- manna, f leit að aðstoð fyrir son sinn og móður. lslendingar sýnt okkur góðan skilning og við erum fullvissar um að utanrfkisráðherrann mun aðhafast eitthvað f þessu máli. LarÍBsa kvaðst vera að sannfær- ast um að litlar þjóðir fái jafnvel megnað meiru en Btórþjóðir, þegar á reyndi. Það var góð ákvörðun að flengjast á Islandi," sagði Bertuchini. Þær verða væntanlega hér fram á fimmtu- dag. nokkra aukningu 1985 er halli á viðskiptum við útlönd enn mik- ill. Má einkum rekja það til mikils innflutnings 1984 og þungrar vaxtabyrði af erlend- um skuldum. Fyrstu tölur benda til að viðskiptahallinn hafi verið 4.100 milljónir króna 1984, eða um 6% af þjóðarfram- leiðslu. í október sl. var spáð að hann yrði 5%. Nú er spáð, að hallinn verði lítið undir 6% 1985 en gert var ráð fyrir 4,5% halla í spánni í október sl. „Við- skiptahalli ásamt verðbólgu eru erfiðustu efnahagsmálin, sem að íslendingum steðja," segir í yfirliti Þjóðhagsstofnunar nú. Verðbólga á árshraða var komin niður í 15% fyrir kjara- samningana og gengislækkun- ina í nóvember. Þá tók verð- bólgan mikinn kipp á ný en þrátt fyrir það var meðalverð- hækkun milli áranna 1983 og 1984 minni en nokkurt ár frá 1983 eða 29%. Horfur virðast á því, að um mitt þetta ár verði verðbreytingar komnar í 15—20% árshraða. „Eftir mitt ár er meiri óvissa í verðlags- málum," segir Þjóðhagsstofnun, „einkum vegna óvissu um kjara- samninga, sem eru flestir upp- segjanlegir frá 1. september næstkomandi, þótt þeir gildi formlega til ársloka." Á árinu 1984 jukust þjóðarút- gjöld til neyslu og fjárfestinga um rúmlega 3%. Atvinnuleysi reyndist Bvipað 1984 og var 1983 eða rúmlega 1% af mannafla. t ársbyrjun 1985 voru færri á atvinnuleysisskrá en á sama tima siðastliðin 2 ár.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.