Morgunblaðið - 20.03.1985, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 20.03.1985, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. MARZ 1985 Syeinafélag málmiðnaðannanna á Akranesi: Fimm ályktanir frá aðalfundi MORGUNBLAÐINU hafa borist fimm ályktanir aðalfundar Sveinafé- lags málmiðnaðarmanna á Akranesi sem haldinn var 27. febrúar sídast- Hthw SMA ályktar um Seðlabankann Fundurinn lýsir stuðningi við fram komna þingsályktunartil- lögu Eyjólfs Konráðs Jónssonar um Seðlabanka íslands. í gegnum tíðina hefur þessi stofnun vaxið sem gauksungi í spörvahreiðri frá þvi að vera skúffustofnun í Lands- banka íslands í þá ófreskju sem í raun ræður öllu í þjóðfélaginu, og stjórnvöld virðast hafa misst alla stjórn á. Stjórnendur eða stjórn- andi Seðlabankans virðast segja ríkisstjórnum fyrir verkum í flest- um málum enda í flestöllum stjórnum og ráðum þessa lands og í flestum þeirra formaður. ar var rofinn sá umsamdi réttur launþega um tryggingu launa mið- að við almennt verðlag í landinu. Þessi aðgerð átti að ganga að verðbólgunni dauðri að mati stjórnvalda og kaupmáttur að ha- ldast óbreyttur. Við launþegar vit- um nú hvaða afleiðingar það hefur haft, allt hefur hækkað hröðum skrefum langt umfram launa- hækkanir og kaupmáttur ráðstöf- unartekna hefur stórlækkað. I lánamálum hefur þó keyrt um þverbak allar hugsanlegar vísi- tölur sem í gangi eru mæla hækk- anir á lánum, svo að allar forsend- ur sem fólk gaf sér við íbúðarkaup eru brostnar og margir sjá litla von um að geta haldið íbúð sinni. Það er krafa fundarins að stjórnvöld taki þessi mál af fullri alvöru til afgreiðslu strax og láti af þeirri gerræðislegu framkomu við launþega sem hefur einkennt öll störf núverandi ríkisstjórnar. SMA ályktar um heimilisstörf Vakin skal athygli á því að þau verðmæti sem heimavinnandi fólk skapar verði seint metin til fjár. Má til dæmis nefna uppeldisstörf sem spara ríki og bæ stórfé árlega. Það er því sanngirniskrafa, að heimilisstörf njóti stuðnings og virðingu til jafns við önnur þjón- ustustörf. Leiðrétt verði augljóst ranglæti varðandi tryggingamál heimavinnandi kvenna bæði hvað varðar fæðingarorlof, slysatrygg- ingabætur, skattamál og lífeyris- greiðslur. SMA ályktar um fræðslumál Brýna nauðsyn ber til að mörk- uð verði skýr framtíðarstefna í at- vinnumalum íslendinga. Sú stefna verður að grundvallast á nútíma- aðstæðum og þeim horfum, sem eru varðandi tækniframfarir, menntun og þekkingu i náinni framtíð. Leggur fundurinn áherslu á að almenn menntun taki í mjög auknum mæli tillit til framtíðarþarfa atvinnulífsins. Efla ber fag- og tæknimenntun við Fjölbrautaskólann á Akranesi og í tengslum við hann verði gert átak í því að bjóða upp á eftirmenntun, fullorðinsfræðsíu og námskeiða- hald. SMA ályktar um laun og lánamál í tíð núverandi ríkisstjórnar hefur þróun í launa- og lánamál- um verið launþegum þung í skauti. Með afnámi kaupgjaldsvísitölunn- SMA ályktar um rétt verka- fólks til uppsagnarfrests Fundurinn lýsir yfir stuðningi við fram komið frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 19/1979, um rétt verkafólks til uppsagnar- frests frá störfum og til launa vcgna sjúkdóms- og slysaforfalla. Starfsmenn í undirstöðu- atvinnuvegi þjóðarinnar, fisk- vinnslu, hafa orðið að sæta því að verða sviptir tekjum sínum með viku fyrirvara og það oft langtím- um sarnan. Um 70% af skráðu atvinnuleysi á sl. ári var hjá fiskvinnslufólki eða í störfum tengdum fisk- vinnslu. Það hlýtur að vera alvar- legt áhyggjuefni að starfsfólk í fiskvinnslu, sem er undirstöðuat- vinnuvegur þjóðarinnar, skuli búa við slíkt öryggisleysi umfram aðra þjóðfélagsþegna og veldur þvf að fólk sækir úr þessari atvinnu- grein, jafnvel þótt það hafi marg- ra ára starfsreynslu að baki. Slíkt hlýtur að bitna á atvinnugreininni og gæðum framleiðslunnar. Það hljóta þvf að vera hagsmunir þjóð- arbúsins í heild að bæta úr þessu ófremdarás tand i. (Frétutilkynniiif;) INNLENT Kristinn Einarsson, formaður Iðnnemasambandsins, Jacqueline Williams frá Suður-Afríku, Árni Þorsteinsson tengi- liður Fjölbrautaskólans í Breiðholti, og Joachim Fisher, starfsmaður Hjálparstofnunar kirkjunnar. Norræn samstaða um að vinna að menntunarmöguleikum svartra í S-Afríku á alþjóðaári æskunnar „SUÐUR-AFRÍKA er nú eina landið þar sem kynþáttaaðskilnaður er bundinn stjórnarskrá. Afleiðing þessa er sú að hvítt fólk ríkir sem herraþjóð með tilheyrandi arðráni og brotum á mannréttindum. íbúar eru 29 milljónir í Suður-Afrfku, en af þeim eru hvítir menn aðeins 4,6 milljónir.*' Þetta kemur m.a. fram í blaði NOD, sem stendur fyrir Nordisk Operation Dagsværk eða Norræn samstaða. 1 tilefni af ári æskunnar standa námsmenn á Norðurlöndum fyrir miklu framtaki f samvinnu við hjálparstofnanir kirknanna f viö- komandi löndum til að veita félög- um sínu í þriðja heiminum mennt- unarmöguleika. Ætlunin er að al- menningur og þá sérstaklega ungt fólk verði frætt um ástandið í S-Afríku. Hápunktur verkefnisins verður 21. mars en þann dag mun fyrirtækjum boðinn vinnukraftur námsfólks gegn greiðsiu lág- markslauna. Fénu sem safnast verður varið til styrktar æskulýðs- deildar samkirkjuráðs Suður- Afríku til uppbyggingar mennta- mála. Hér á landi er stödd Jacqueline Williams frá Suður-Afríku en hún starfar við æskulýðsráðið þar. Hún ætlar að ferðast um landið og halda fundi vfða um mál svartra í Suður-Afríku. Með henni verða fulltrúar NOD ’85 á íslandi. í ályktun sem undirrituð er af öllum forsætisráðherrum Norður- landanna segir m.a.: „Við á Norð- urlöndum lifum f friði og erum meðal hinna ríkustu f heimi. Allt sem við getum gert hefur því mikla þýðingu. Norræn samstaða ’85 er unnið fyrir æskufólk sem hefur flúið undan kynþátta- aðskilnaðinum, apartheid, f sunn- anverðri Afríku." Hvað varðar mig um þjóðarhag? firínwej, 18. mara. VARLA ER um annað rætt en verk- fall kennara og sýnist sitt hverjum um réttmæti þess. Ekkert álitamál er að þeir sem tjón bíða eru nem- endurnir og einnig virðist liggja Ijóst fyrir að þeir sem höfuðsokina bera á þessu ástandi eru kennar- arnir. Kennarar réðu sig til starfa síðastliðið haust og vissu þá að hverju þeir gengu. Þess vegna verður að líta svo á að þessi deila sé skipulögð af ráðnum hug og til þess eins að koma illdeilum af stað og skapa glundroða f þjóðfé- laginu. Ef svo væri ekki hefðu þeir klárað skólaárið og verið taldir menn að meiru. En meirihluti kennara, þrátt fyrir margumtalaða menntun og ábyrgð, báru ekki gæfu til að ljúka skólaárinu, heldur kusu þeir vafasamari stríðsaðgerðir. Að óreyndu vil ég ekki trúa þvf að menntamálaráðherra láti und- ir höfuð leggjast að höfða mál á hendur kennurum, til að fá úr því skorið hvort þeim beri ekki skylda til aö ljúka skólaárinu. Einhvern veginn finnst mér erfitt að útiloka þá hugsun að þarna sé um pólitfska fram- kvæmd að ræða, þar sem hugsaö er um það eitt að gera „helvftis ríkis8tjórninni“ nógu mikla bölv- un. Þar komum við kannski að kjarna málsins. Það hefur verið opinbert leyndarmál að kommún- istar og taglhnýtingar þeirra hafa ævinlega barist gegn ríkj- andi skipulagi og þá ekki vandað aðferðirnar, eða eins og einn for- sprakki kommúnista sagði: „Hvað varðar mig um þjóðarhag?" Alfreð Jónsson Ábendingar frá Áfengisvamaráði: Neysla áfengs öls hefur hvergi dregið úr drykkju 1. Undanfarin misseri hefur mjög gætt áróðurs þeirra, sem ábata hafa af áfengissölu fyrir auknu frjálsræði f dreifingu áfengis og aukinni neyslu. 2. Á sama tfma og talið er rétt og skylt að lögbjóða notkun bfl- belta af öryggisástæðum og tak- marka tóbaksreykingar af heilsu- farslegum ástæðum láta æ fleiri sefjast af andróðri hagsmunaafla gegn takmörkun þar sem vímuefn- ið áfengi á í hlut. 3. Þó látast a.m.k. þrefalt fleiri af völdum áfengisneyslu en f um- ferðarslysum. 4. Aðeins fjórðungur þeirra sem látast vegna drykkju er úr hópi þeirra er teljast ofdrykkjumenn. — Samt er sífellt reynt að kenna þeim um allt tjón sem áfengið veldur. 5. Áfengisvarnaráði, sem reynir að gæta skyldu sinnar sem hlut- laus ríkisstofnun, hefur ekki tek- ist að finna neitt land í heiminum þar sem neysla áfengs öls hefur orðið til að draga úr drykkju og tjóni af hennar völdum. 6. Þó að kaupgeta færi þverr- andi á árinu 1984 og áfengisútsöl- ur væru þá um tima lokaðar vegna verkfalls opinberra starfsmanna dró ekki úr drykkju. Þvert á móti óx heildarneysla vínanda á hvert mannsbarn. Líkleg orsök er fjölg- un vínveitingahúsa. 7. Marktækar kannanir á við- horfum til áfengismála eru vanda- samar og ekki á færi annarra en Vegna umræðna á Al- þingi um frumvarp til laga er heimilar sölu á áfengu öli hefur Áfeng- isvarnaráð sent allsherj- arnefnd neðri deildar Alþingis ýmis gögn. Meðal þeirra eru þau minnisatriði varðandi áfengisneyslu og áhrif hennar sem hér birtast. hlutlausra kunnáttumanna er beita vísindalegum aðferðum af ýtrustu nákvæmni. Barnalegt er að gera ráð fyrir því að í könnun HP komi fram óvefengjanleg sannindi um raunverulega afstöðu þjóðarinnar til áfengismála. 8. Um 70% barna í 7. bekk grunnskóla í Reykjavík neyta ekki áfengis. Hlutfallið kann að vera svipað í grunnskólum annars stað- ar. Hætt er við að hlutfallið yrði óhagstæðara ef áfengt öl yrði lög- leyft. 9. í þeim nágrannalöndum vor- um þar sem bjórdrykkja er mikil, svo sem Danmörku, Þýskalandi, Hollandi og frlandi, er neysla ann- arra vímuefna en áfengis mjög mikið og vaxandi vandamál. 10. Það er lögmál vimuefnamis- notkunar að vímuefnaneytandinn byrjar yfirleitt á veikum vímuefn- um en fer yfir í sterkari og hann byrjar á smáum skömmtum og fer yfir í stærri skammta. Áfengur bjór inniheldur vímuefnið vínanda og áhrif þess eru jafnskaðleg fyrir flesta vefi líkamans hvort heldur það kemur inn í hann blandað miklu eða litlu vatni. 11. Próf. Sigurður Líndal álítur að innflutningur áfengs öls sé ólöglegur. Lögfræðingarnir Finn- ur Torfi Stefánsson og Olafur Walter Stefánsson skrifstofustjóri komust að sömu niðurstöðu er þeir rannsökuðu lögmæti innflutnings áfengs öls að tilhlutan fyrrverandi dómsmálaráðherra. 12. Fjölgun vínveitingahúsa er ekki náttúrulögmál. Ráðherra veitir leyfin og hefur heimild til að afturkalla þau eða takmarka, bæði hvað snertir veitingatíma og hvaða tegundir má veita. Borgar- stjórn Reykjavíkur, bæjarstjórnir og sýslunefndir geta synjað ráð- herra um heimildir til að gefa út vínveitingaleyfi. 13. Gera má ráð fyrir, miðað við erlendar rannsóknir, að kostnaður hins opinbera vegna áfengisneyslu sé a.m.k. þrefaldar tekjurnar og er ekki nema hluti þess kostnaðar vegna meðferðar og endurhæf- ingar drykkjusjúkra. 14. Þótt menn greini á um vægi margra orsakaþátta áfengissýki dylst samt engum, sem það vill sjá, að þar er hlutur áfengisins ótvíræðastur og stærstur. Skiptir litlu máli litur þess, ilman eða bragð ef magnið er nægilegt. Áfengisvarnaráð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.