Morgunblaðið - 20.03.1985, Blaðsíða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. MARZ 1985
Vatnsleysuströnd:
Framkvæmdir við sjóvarnargarða
Vognm, 18. mars.
FRAMKVÆMDIR sUnda yfir við
sjóvarnargarða á Vatnsleysu-
strönd. Sl. föstudag tók fréttaritari
Mbl. meófylgjandi myndir af
vinnu vid sjóvarnargarða við bæ-
inn Neðrí-Brunnastaði i Vatns-
leysuströnd. Samkvæmt skýrslu
um ástand sjóvarnargarða sem
kom út fyrir nokkrum árum er tal-
in þörf á að laga sjóvarnargarðana
á 2,4 km svæði í Vatnsleysustrand-
arhreppi. Grjótið sem fer í garöana
er tekið úr grjótnámi sem er
skammt norðan byggðarínnar í
Vogum. E.G.
Stjóm BSRB:
Gjaldþrot þúsunda
launamanna blasir við
— vegna okurkjara á íbúðarlánum
Á stjórnarfundi BSRB á mánudag
var samþykkt einróma að skora á
Stórýsugengd
á Selvogsbanka:
Veiðibanni
frestað
ÁKVEÐIÐ hefur verið að fresta
fyrirhuguðu veiðibanni í hólfi á Sel-
vogsbanka til miðnættis miðviku-
daginn 27. þessa mánaðar. Ástæðan
er sú, að þar hefur orðið vart mikill-
ar stórýsugengdar, að því er segir í
fréttatUkynningu frá sjávarútvegs-
ráðuneytinu.
Á þessu svæði hafa allar veiðar
verið bannaðar á undanförnum
árum frá 20. mars til 15. mai. í lok
þessarar viku mun Hafrannsókna-
stofnunin kanna ástand svæðisins
betur.
ríkisstjórn tslands og Alþingi að
gera nú þegar ráðstafanir til að bæta
úr því ófremdarástandi, sem stjórnin
segir að hafi skapast í fjármálum
heimilanna vegna þess misræmis
sem orðið er á launum og verðlagi.
í ályktuninni segir, að óhjá-
kvæmilegt sé að gerbreyting verði
á lánskjörum, en afleiðingar okur-
kjara á ibúðarlánum sé að leiða til
gjaldþrots þúsunda launamanna.
Loks ítrekar stjórn BSRB fyrri
ábendingar sínar um úrræði, en
þau felast i að verðtrygging launa
og íbúðarlána fylgist að, lánstími
á öllum lánum til íbúðarhúsnæðis
verði lengdur og sú ráðstöfun taki
einnig til þeirra lána sem þegar
hafa verið tekin, ársvextir af verð-
tryggðum lánum verði lækkaðir i
2% og vextir af ibúðarlánum komi
til frádráttar við álagningu út-
svars. Ennfremur bendir stjórn
BSRB á að veita eigi verulegu
fjármagni til aukningar félags-
legra íbúða, í þeim tilgangi að
fjölgað verði a.m.k. um 1200 slíkar
íbúðir á næstu 3 árum.
Starfandi kennarar framhaldsskóla:
Stjórnvöld semji nú
þegar við kennara
dregnu ósk til stjórnvalda, að þau
semji nú þegar við kennara um
lífvænleg laun svo þeir geti sinnt
því starfi af alúð sem þeir hafa
menntað sig til en þurfi ekki að
vera á sífelldum snöpum eftir
aukavinnu eða leggja á sig óhóf-
lega yfirvinnu í skólunum."
Ályktunin frá kennurum MR er
svohljóðandi:
„Við undirrituð, starfandi kenn-
arar við Menntaskólann í Reykja-
vík, lýsum þungum áhyggjum
okkar vegna þess ástands, sem
rfkir nú í skólanum, þegar aðeins
rúmur helmingur kennara gegnir
störfum. Kennaraskorturinn bitn-
ar mjög misjafnt á nemendum
skólans; sumir hafa flesta kenn-
ara sína, en aðrir nær enga, og má
öllum vera ljóst, hverjar afleið-
ingar það hefur.
Við beinum þeirri eindregnu ósk
til stjórnvalda, að þau gangi nú
þegar til samninga við Hið ís-
lenzka kennarafélag og leiðrétti
kjör kennara, svo að þeir sjái sér
fært að gegna því starfi, sem þeir
hafa menntað sig til.“
ASÍ um samningana í haust:
Grundvallaratriði að
frjálst verði að semja
um kaupmáttartryggingu
ins og fleiri ráðamanna um að það
bann verði að framlengja en það er
augljóst mál, að ef á að gera samn-
inga til lengri tíma, verður að vera
frjálst að semja um þær kaupmátt-
artryggingar, sem aðilar vinnu-
markaðarins koma sér saman um,“
sagði forseti ASl.
„ÞAÐ ER grundvallaratriði í kom-
andi kjarasamningum að bann við
kaupmáttartryggingu launa verði af-
numið,“ sagði Asmundur Stefánsson,
forseti ASL á blaðamannafundi fyrír
helgina.
„Það liggja að vísu fyrir yfirlýs-
ingar formanns Sjálfstæðisflokks-
Forsætisráðherra um fulla kauptryggingu:
„Ékki bara varhuga-
vert heldur rangt'
-U
„ÉG HEF margsinnis lýst því yfir, að
ég tel ekki bara ákaflega varhugavert
heldur rangt að taka upp fulla kaup-
máttartryggingu á laun. Þetta hef ég
sagt svo og formaður Sjilf-
stæðisflokksins, Þorsteinn Pálsson,"
sagði Steingrfmur Hermannsson, for-
sætisriðherra, er blm. Mbl. spurði
hann hvað hann vildi segja um þi
skoðun ASÍ-forystunnar að rétturinn
til frelsis um að semja um kaupmitt-
artryggingu væri grundvallaratriði.
Forsætisráðherra sagðist að
öðru leyti ekki vilja tjá sig um mál-
ið að svo komnu. Sagði einungis að
ýmsar leiðir væru til í þessu sam-
bandi og fundur um þetta mál yrði
í næstu viku.
Flóð á Flateyri
STARFANDI kennarar við fram-
haldsskóla í Reykjavfk hafa undir-
rítað ilyktun, sem Morgunblaðinu
barst f gær, þar sem skorað er i
stjórnvöld að ganga nú þegar til
samninga við kennara. Ályktunin er
samhljóða fri öllum skólunum,
nema Menntaskólanum í Reykjavík,
þar sem brugðið er út fri textanum
að nokkru. Yfirlýsingar eru svohljóð-
andi:
„Við undirritaðir, starfandi
kennarar við framhaldsskóla í
Reykjavík og nágrannabyggðum,
lýsum yfir þungum áhyggjum
vegna þess ástands sem nú er í
skólum okkar og fer dagversnandi.
Nemendum sem sækja kennslu þá
sem boðin er fækkar sífellt og er
nú svo komið að tilgangslaust er
að reyna kennslu f einstökum
greinum. Auk þess ætti öllum
þeim sem þekkja til skólastarfs að
vera ljóst að vegna skipulágs skól-
anna er ekki unnt til lengdar að
kenna einstakar greinar en sleppa
öðrum.
Yfirvöldum hlýtur einnig að
vera ljóst að því lengur sem dregst
að semja við kennara þeim mun
meiri líkur eru á að skólastarf
þessa misseris hafi verið til einsk-
is með þeim afleiðingum sem af
hljótast, félagslegum og fjárhags-
legum, auk þeirrar tafar sem verð-
ur á námi. Vandanum hefur þá
verið velt yfir á haustið, þegar ný-
ir nemendur bætast í hóp hinna
sem fyrir voru og að öllu eðlilegu
hefðu komið í stað þeirra sem
brautskráðust.
Við viljum því beina þeirri ein-
FLateyri.
NEÐRI hluta eyrarinnar á Flateyri flæddi allan í hafrótinu sem gerði
aðfaranótt 7. marz sl. Vatn komst m.a. í frystigeymslu og vinnusal
frystihússins. Meðfylgjandi myndir sýna fléðið á Flateyri.
Fréttarítari
Fræðslunefnd Fáks:
Fjórðungsmót sunnlenskra
hestamanna FH 85 kynnt
Verkalýðsráð Sjálfstæðisflokksins:
Tafarlausar aðgerð-
ir í húsnæðismálum
FRÆÐSLUNEFND Fáks efnir til al-
menns fundar í Félagsheimilinu við
Bústaðaveg á morgun, fimmtudag-
inn 21. mars, og hefst hann kl. 20.30.
Það verður í mörgu að snúast
hjá Fáksfélögum og öðrum hesta-
mönnum á Suðurlandi í vor og
sumar. Á félagssvæði Fáks, Víði-
völlum, verða í vor haldin mót á
vegum íþróttadeildar Fáks, firma-
keppni og hvítasunnumót. Auk
þess verður þar haldið Fjórð-
ungsmót sunnlenskra hesta-
manna, FH 85, dagana 27.—30.
júní.
Þetta mun verða stærsta og um-
fangsmesta hestamannamót, sem
haldið hefur verið í Reykjavík
fram til þessa og hefur mikið verið
unnið að undirbúningi og fram-
kvæmdum á félagssvæði Fáks.
Á fundinum annað kvöld mun
Birgir R. Gunnarsson gjaldkeri
Fáks kynna framkvæmdir við
nýja félagsheimilið á Víðivöllum
og fyrirkomulag veitinga á fjórð-
ungsmótinu. Guðmundur ólafsson
formaður uppbyggingarnefndar
mun kynna undirbúningsstörf og
framkvæmdir á Víðidalssvæðinu.
Þá munu þeir Gunnar Dungal
formaður framkvæmdanefndar
mótsins og Gísli B. Björnsson
framkvæmdastjóri FH 85 skýra
frá tilhögun og framkvæmd móts-
ins, svo sem þátttökuskilyrði gæð-
inga, kappreiðahesta og kyn-
bótahrossa, aðstöðu fyrir hesta
mótsdagana, umferð að og frá
mótssvæðinu, bílastæði, tjald-
stæði, snyrtiaðstöðu o.fl. Þá verð-
ur dagskrá mótsins rædd og reið-
leiðir frá mótssvæðinu kynntar.
Loks verður sýnd kvikmynd
Guðlaugs Tryggva Karlssonar frá
Fjórðungsmóti hestamanna á
Vesturlandi, FH 84.
Fræðslunefnd Fáks hvetur fé-
lagsmenn og aðra hestaáhuga-
menn að fjölmenna á fundinn.
FRAMK V ÆMDASTJÓRN Verka-
lýðsráðs Sjálfstæðisflokksins kom
saman til fundar þriðjudaginn 19.
mars og ræddi meðal annars þann
vanda sem steðjar að launafólki og
þó sérstaklega húsbyggjendum. Sam-
þykkti ráðið einróma ályktun um
þessi mál og fer hún hér á eftir.
Fundur framkvæmdastjórnar
Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins
haldinn 19. mars 1985, krefst taf-
arlausra aðgerða af hálfu stjórn-
valda varðandi afleiðingar af mis-
gengi lánskjaravísitölu og þróun
kaupmáttar launafólks, sem hefur
aukið vanda húsbyggjenda svo, að
víða stefnir í algjört greiðsluþrot
og eignamissi.