Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmars 1985næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    242526272812
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    24252627282930
    31123456

Morgunblaðið - 20.03.1985, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 20.03.1985, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLADIÐ, MIDVIKUDAGUR 20. MARZ 1986 Dýrkeypt sérfræðingaráð um ríkis framkvæmdir Iðnaðarráðherra ræðst gegn sukkinu — eftir Hörð Bergmann Undanfarnar vikur hefur al- menningur i landinu fengið óvenju skýra innsýn í áhrif sérfræðinga og embættismanna á fslensk stjórnmál, einkum á fjárfestingu í 8tórverkefnum á vegum ríkisins. í janúar fengum við nýjar skýr- ingar á þvi háa raforkuverði sem sligar jafnt heimili og almennan atvinnurekstur. Málsvarar orku- veldisins hafa fengið að göslast áfram með óþarfar, arðlausar framkvæmdir, fjármagnaðar með erlendum lánum. Og ekki hefur til þessa skort á fulltingi ríkisvalds- ins og mikils meirihluta á Alþingi. Við sitjum nú uppi með virkjanir sem geta framleitt a.m.k. 700 gfga- wattstundir umfram það sem markaöur er fyrir um þessar mundir, eða rúmlega helming þess sem almenningsveiturnar nota. Og færð hafa verið rök fyrir þvf aö þetta hækki verð til þeirra um allt að 50% vegna kostnaöar af þessari ríflegu fjárfestingu. (Greinargerð Finnboga Jónssonar í stjórn Landsvirkjunar.) Forstjórar Landsvirkjunar hafa f svörum sínum bent á að orkuspár hafi reynst of rfflegar, hag- kvæmast sé að virkja stórt og „umframorkugetan“ þurfi að vera 250 gigawattstundir til aö hægt sé að mæta rýrum vatnsárum. Þetta virðist mér að sfnu leyti staðfesta ýmis megineinkenni á vinnu- brögðum og viðhorfum sem reynst hafa örlagarik — og tfmabært er orðið að rfsa gegn: 1) Vanmat á vilja almennings og atvinnurekenda til að spara raforku sem sffellt hækkar f verði. 2) Vanþekking á mikilvægum ein- kennum á atvinnuþróun i vest- rænum iðnríkjum, m.a. upp- gangi iðngreina sem nota litla orku og styðjast við rafeinda- tækni og no.kun nýrra boðleiða sem spara orku. (Fjarskipta- tæknin.) 3) Ofmat á hagkvæmni stærðar- innar. Bftir að stóru stökkin hófust í virkjunum og línulögn- um var hætt að meta f alvöru hagkvæmni við að virkja smátt og losna við þann gífurlega kostnað sem fylgir lfnulögnum. Bændur, sem létu einkaraf- stöðvar sfnar drabbast niður, eru farnir að endurskoða af- stöðu sina í ljósi þess orkuverðs sem stórhugurinn hefur fært þeim! 4) Allt of háar öryggiskröfur um varaafl eru gerðar með hliðsjón af því að f ýmsum greinum er raforkan ekki samkeppnishæf við innflutta orkugjafa, jafnvel olfu. í slfkum tilvikum er auð- vitað sjálfsagt að nota ódýrasta kostinn, og hætta að taka mark á útreikningum þeirra sem tengjast orkustofnunum rfkis- ins á þvf hvað beri aö telja „þjóðhagslega hagkvæmt”. Hagkvæmnishugtakið minnir á alvarlegustu mistök teknókrat- anna f orkubransanum: allt of lág- ar kostnaðaráætlanir. Frá seinni árum höfum við dæmi um virkjan- ir sem reyndust tvöfalt dýrari f stofnkostnaði að raungildi en gert var ráð fyrir f framkvæmdaáætl- un. (Sigalda.) Einnig má minna á Hörður Bergmann „Afstaða Sverris Her- mannssonar, iönaöar- ráöherra, vekur vonir um aö komiö sé aö tíma- mótum og hætt veriö að slá stórlán erlendis í hæpna fjárfestingu.“ að Búrfellsvirkjun fór um 40% fram úr áætluðum kostnaði. 1 ljósi þessa þarf hin afdráttarlausa og eftirminnilega yfirlýsing Sverris Hermannssonar, iðnaðarráðherra, í Mbl. 3. febr. sl. ekki að koma á óvart: Þessari orkuveizlu er lokið.“ Sverrir Hermannsson tekur af skariö Allar orkustofnanir rfkisins, og jafnvel rammgerðasta vígið, Landsvirkjun, hafa verið í sigtinu hjá iðnaðarráðherra sfðan hann tók við völdum. Sama gildir um ýmsar stórframkvæmdir, sem bú- ið var að gera vænlega hag- kvæmnisútreikninga fyrir. Um Sjóefnavinnsluna á Reykjanesi sagði hann f áðurnefndu viðtali: „Þar standa menn nú upp fyrir haus f botnlausum skuldum, 300 millj., allt í erlendum skuldum, sem rfkið er f fullri ábyrgð fyrir og breytilegur framleiðslukostnaður á salttonni nærri tvöfaldur á við það sem spænska saltið er boðið á hér.“ Hér var farið að gæta áhrifa frá úttekt sem ráðherrann lét Iðntæknistofnun gera. Eins og vænta mátti varð niðurstaða sér- fræðinga, sem engra hagsmuna höfðu að gæta í sambandi við framhald fyrirtækisins, allt önnur en hinna sem voru á kafi í fram- kvæmdinni. Iðnaöarráðherra virt- ist ofboðið. Það fékk þjóðin glöggt að heyra f kvöldfréttum Ríkisút- varpsins af umræðum á Alþingi um skýrslu ráðherrans um Sjó- efnavinnsluna fimmtudaginn 28. febrúar. „Verkfræðingastóðið“ sem þarna var að verki skyldi stöðvað. „Það verður ekki að óbreyttu haldið áfram með þetta verkefni," sagði ráðherrann og gagnrýndi sérstaklega óheyrilega háan hönnunar- og ráðgjafar- kostnað og nafngreindi þrjár verkfræðistofur og greindi frá þeim upphæðum sem þær höfðu sent reikning fyrir. Hér hafði greinilega verið brot- ið blað f sögu samskipta stjórn- málamanna og sérfræðinga f landi voru. Gagnrýnin endurskoðun var hafin á tillögum og áætlunum að- ila sem beint og óbeint höfðu hagsmuna að gæta i sambandi við verkefnin sem þeir fjölluðu um og framkvæmd þeirra. Með hliðsjón af þvf hve tillögum og útreikning- um, sem þannig eru til orðnir, hef- ur lengi verið tekið gagnrýnislftið er ástæða til að fagna þessum tfð- indum. Og vona að fram verði haldið sem horfir. Hagsmunatengsl stjórn- málamanna og sérfræðinga Það sem hingað til hefur ein- kennt tengsl og samskipti stjórn- málamanna og þeirra sérfræðinga og embættismanna sem hafa ann- ast áætlana- og tillögugerð um stórframkvæmdir á vegum ríkis- ins endurspeglar veikleika full- trúalýðræðisins með sorglegum og afdrifarfkum hætti. Hvað eftir annað hafa allir þingmenn tiltek- inna kjördæma sameinast um að ná til sfn slfkum framkvæmdum — hvað sem það kostar heildina. Til þess að koma slfkum áformum í framkvæmd þarf stuðning sér- fræðinga, jákvæðar niðurstöður af hagkvæmniútreikningum verk- og hagfræðinga. Og hingað til hefur ekki reynst sérlega erfitt að út- vega þá. Verkfræðistofurnar og verktakafyrirtækin, sem hafa sprottið upp með þátttöku f orku- veislunni og notað þar sleifar f stað skeiða, vænta sffellt nýrra og stærri verkefna. Og fram til þessa hafa slfkar vonir ræst allt of oft eins og stóru taprekstrarfyrirtæk- in við Kröflu, á Grundartanga og Reykjanesi sanna. Þarna fara nefnilega hagsmunir hlutaðeig- andi stjórnmálamanna og reikn- imeistara saman. Þeir fyrrnefndu útvega kjósendum sfnum upp- gripavinnu — þeir sfðarnefndu kollegum sfnum — og f sumum til- vikum eigin fyrirtækjum. í ljósi þess sem áöur er sagt um afstöðu Sverris Hermannssonar, Hvað höfum við lært? eftir GuðnQju Guðmundsdóttur Friðbjörgu Haraldsdóttur Ingibjörgu Guðmundsdóttur 1 ræðu og riti undanfarna daga hefur borið á þeim hugtakarugl- ingi að kvennapólitfsk afstaða sé það sama og þverpólitfsk afstaða. í þessari grein langar okkur til að fjalla um þetta tvennt og fleira sem kemur f hugann þegar 8. mars 1985 er nýliðinn, reyna að forðast hleypidóma og þröngsýni en gera tilraun til að svara spurningunni: Hvað getum við lært af þeim mis- tökum sem ollu þvf að samstaða kvenna um fundarhald 8. mars si. klofnaði í tvær fylkingar? Kvennapólitísk hugmyndafræði Kvennapólitfsk hugmyndafræði, öðru nafni feminismi, byggir á þeirri kenningu að til sé kvenna- menning, sem gerð hefur verið ósýnileg með þvf m.a. að karlar, .sem hafa haft menntun, tfma og peninga til að stunda ritstörf hafa aðeins skrifað um það sem körlum hefur þótt þess virði að skrifað væri um. Á þessum skilningi byggjum við Kvennalistakonur starfsemi okkar fyrst og fremst að okkar mati. Þegar þvf er haldið fram að við séum ekki pólitfskar viljum við svara, að við séum einmitt mjög pólitfskar. Feminismi er pólitfk, þar sem persónuleg reynsla kvenna og persónulegt mat er full- gild áBtæða skoðanamyndunar. Okkur er vel stætt á þessum skilningi okkar á meðan sameigin- legur sögulegur skilningur sam- einar okkur og hugmyndafræðin er afdráttarlaus, sem um leið gef- ur möguleika á mikilli breidd f hreyfingunni. Þverpólitískt samstarf Þegar aftur á móti er talaö um þverpólitfskt samstarf kvenna er átt við allt annað. Þá taka sig saman aðilar úr hinum ýmsu stjórnmálaflokkum, samtökum og félögum með það fyrir augum að framkvæma vissa aðgerð sem er, eða ætti að vera skfrt afmörkuð og tfmasett. Svona samstarf er vandasamt og þarfnast góðs und- irbúnings. En hvernig mætti standa að slfku samstarfi? Áður en hafist er handa þarf að huga að ýmsu. Hver hópur þarf að velja sem fulltrúa konur, sem þekktar eru að þvf að eiga auðvelt með að taka þátt f samstarfi, vera lausar við öfgar og virða skoðanir annarra. Það er ekki sfst f svona starfi sem sú hætta getur skapast að konur telji hverja aðra eign flokks, félags eða atvinnugreinar fremur en sjálfstæðan einstakl- ing. '85-nefndin er þverpólitísk. Þar gera konur úr öllum flokkum, fé- lögum og samtökum tilraun til að „Kvennapólitísk hug- myndafræði, öðru nafni feminismi, byggir á þeirri kenningu að til sé kvennamenning, sem gerð hefur verið ósýni- leg með því m.a. að karlar sem hafa haft menntun, tíma og pen- inga til að stunda rit- störf hafa aðeins skrifað um það sem körlum hef- ur þótt þess virði að skrifað væri um.“ vinna saman að bættum hag kvenna. Kvennalistinn Samtök um kvennalista voru einu samtökin sem sáu sér fært að taka þátt f báðum kvennafundun- um 8. mars sl., f Félagsstofnun stúdenta og Háskólabfói. Þetta sýnir að okkur hefur tekist að fara upp úr hægri-vinstri hjólförunum, og að innan Kvennalistans er pláss fyrir allar konur sem aðhyll- ast þriðju stefnuna, þ.e.a.s. kvennapólitfsku stefnuna sem stendur svo fyllilega fyrir sfnu. Þetta leiðir aftur hugann að þeirri spurningu hvaö kvenna- listakonur eigi að eyða miklu af orku sinni, tfma og vinnu f að reyna að sætta hægri og vinstri ágreining meðal þeirra kvenna sem hafna kvennapólitfskri hug- myndafræði. Vissulega er verk- efnið verðugt, en eftir að ágrein- ingur er kominn upp á annað borð virðist það býsna erfitt. Þarna komum við aftur að þvf hvað vandaður undirbúningur er árfðandi. Klrpejáriure;lijum, 13. m»r». AÐALFUNDUR Sjálfstæðisfélags Borgarfjarðar var haldinn 12. mars 1985 á Brún í Bæjarsveit. Á fundinn mættu þingmennirn- ir Friðjón Þórðarson og Valdimar Indriðason. Fluttu þeir báðir er- indi og töluðu um þjóðmál og það sem er efst á baugi hjá þingflokki og rfkisstjórninni. Þó ber að nefna tvö mál sem mest voru rædd, það er aö segja lánskjaravfsitöluna og þann vanda sem hún veldur öllum þeim sem lán taka til framkvæmda og þann Lokaorð Ef þverpólitisk aðgerð á að tak- ast þarf að velja verkefni sem Ifk- legt er að heppnist. Þegar vel tekst til eflast konur, samanber kvenn- afrfdagurinn 1975, en það hefur neikvæö áhrif þegar illa tekst. Konur eflast f meðvindi, en eru fljótar að draga sig inn f skel sfna þegar þeim mistekst, samanber allar þær konur sem sátu heima að kvöldi 8. mars f ár. Með þetta f huga verðum við konur að taka afstöðu, hver fyrir sig — hlusta á eigin rödd. tíuóný tíuðmundsdóttir, Friðbjörg iUrMsdóttir og Ingibjörg tíuð- mundadóttir eru krennalistnkonur úr Reykjnneokjördmmi. hægagang, sem er við endurskoð- un framleiðsluráðslaganna. Staða landbúnaðarins er slæm sem stendur, þvf bændur geta ekki velt framleiðslukostnaðinum beint út f verðlagið. Fundurinn var vel sóttur og eftirtaldir menn kosnir f stjórn: Jón Pétursson Geirshlíð, formaður, Bernhard Jóhannesson Sólbyrgi, Davlö Pétursson Grund, Ánton Ottesen Ytra-Hólmi og Vff- ill Búason Ferstiklu. Bernhard. Sjálfstæðisfélag Borgarfjarðan Jón Pétursson kjörinn formaður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 66. tölublað (20.03.1985)
https://timarit.is/issue/119999

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

66. tölublað (20.03.1985)

Aðgerðir: