Morgunblaðið - 20.03.1985, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 20.03.1985, Blaðsíða 44
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. MARZ 1985 44__________ In memoriam: Þórður Þórðarson lœknir Fæddur 6. nóvember 1904 Dáinn 10. mars 1985 Sunnudaginn 10. mars 1985 lést Þórður Þórðarson læknir eftir stutta legu. Þórður var fæddur 6. nóvember 1904. Ekki kann ég að rekja ættir hans og uppruna en faðir hans drukknaði í róðri áður en hann fæddist. Hann tók stúdentspróf 1923 og lauk prófi frá læknadeild Háskóla íslands 1929. Næstu árin stundaði hann framhaldsnám bæði hér á landi og í Þýskalandi en sérfræðiviðurkenningu í lyf- lækningum hlaut hann 1942. Frá árinu 1943 starfaði hann við lyf- læknisdeild Landakotsspítala þar til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir 1974. Yfirlæknir deildarinn- ar var hann í 20 ár. Jafnframt störfum við spítalann stundaði Þórður heimilislæknisstörf á stofu sinni og hélt þeim störfum raunar áfram allt fram á síðasta ár. Jafn- framt var hann um langt skeið trúnaðarlæknir Landsbanka ís- lands. Þórður tók á sínum yngri árum mikinn þátt í félagsstörfum lækna og var um skeið formaður Lækna- félags Reykjavíkur og var gerður heiðursfélagi þess á síðastliðnu ári. Á starfsferli sínum fór Þórður margar námsferðir til Þýska- lands, Bretlands og Bandaríkj- anna. Starfsævi Þórðar sem læknis spannar þannig hvorki meira né minna en 55 ár. Á Landakoti starfaði hann í meira en 30 ár. Á þessum árum hafa orðið meiri framfarir í læknisfræði en á nokkru öðru tímabili í sögu mannkyns. íslendingar hafa að sjálfsögðu notið góðs af þeim framförum. Berklaveiki, sulla- veiki, holdsveiki, lömunarveiki hafa svo til horfið. Meðalævin hef- ur lengst og nýir sjúkdómar tengdir velmegun og hagsæld tek- ið við. Þórður var alla tíð með á nótunum, las mikið og fór náms- ferðir allt fram á síðustu ár. Síð- ustu ferðirnar fór hann til Chic- ago fyrir örfáum árum. Þeir sem þekkja til slíkra námsferða, þar sem fundahöld og fyrirlestrar standa frá morgni til kvölds, vita hversu erfiðar slíkar ferðir geta verið. Það hef ég fyrir satt, að eng- inn hafi verið þaulsætnari en t Útför eiginmanns mins og fööur okkar, SIGURDAR ÓLAFSSONAR, skólaatjóra, Sandgarói, veröur gerö frá Fossvogskapellu föstudaginn 22. mars kl. 10.30. Blóm og kransar eru afþakkaöir, en þeim sem vildu minnast hans er bent á liknarstofnanir. Guörún Hansen, Ólafur G. Sigurðsson, Skúli A. Sigurósson, Ragnheiöur Siguróardóttir, Ingi H. Sigurósson. t Þökkum innilega auösýnda samúö viö andlát og útför GUORÚNAR C. JENSEN, Langholtsvegi 105. Aóalheióur Ármann, Árni Bjarnason, Kristín Árnadóttir, Stefán Melsted, Ágúst Árnason, Ingibjörg D. Kristjánsdóttir. t Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vináttu viö fráfall eigin- manns mins, fööur, tengdafööur og afa, ARNGRÍMS JÓHANNS INGIMUND ARSONAR, Odda. Sérstakar þakkir til þeirra sem aöstoöuöu okkur á einn eöa annan hátt. Erna Arngrlmsdóttir, Jón Arngrlmsson, Jóhann B. Arngrimsson, Ingimundur Arngrfmsson, Guójón H. Arngrimsson, Helga L. Arngrfmsdóttír, Þórdls Loftsdóttir, og barnabörn. Baldur Sigurósson, fna Gestsdóttir, Sólveig Halldórsdóttir, Þorbjörg Haraldsdóttir, Signý Hermannsdóttir, Haraldur Ingólfsson Lokað verður eftir hádegi í dag vegna útfarar GUÐNÝJAR JÓNSDÓTTUR. Tilraunastöð Háskólans. Keldum. Skrifstofur okkar veröa lokaðar fyrir hádegi i dag, vegna jarðarfarar. Brunabótafélag íslands Laugaveg 103. Þórður þótt kominn væri hátt á áttræðisaldur. Enda var það svo, að Þórður hélt fyllilega sínum hlut í viðræðum við yngri mennina í faglegum efnum. Á Landakoti ríkir nokkuð sér- stakt andrúmsloft, sem ekki er hægt að lýsa. Einn þeirra sem hef- ur átt stóran þátt í að skapa það var einmitt Þórður. öll árin frá því Þórður hætti störfum við spít- alann var hann þar daglegur gest- ur. Hann kom til að ræða við okkur læknana um skjólstæðinga sína og fáa lækna hef ég þekkt, sem hugsuðu svo vel um velferð sjúklinga sinna. Hann kom einnig til að drekka með okkur kaffisopa og ræða um daginn og veginn. Allt fram á síðustu stund kom hann á fræðslufundi okkar sem haldnir eru á hverjum laugardagsmorgni yfir vetrarmánuðina. Nokkuð ör- uggt var að hitta Þórð og félaga hans Björn Guðbrandsson og Úlf- ar Þórðarson á sunnudagsmorgn- um í morgunkaffi á Landakoti áð- ur en þeir héldu af stað í fugia- skoðun. Þær stundir hafa oft verið ánægjulegar. Þórður var maður hæglátur og kurteis í allri framkomu en þó ákveðinn og stefnufastur. Hárfín kímnigáfa var ríkur þáttur i fari hans. Umgengni hans við sjúkl- inga var til fyrirmyndar og þeir töluðu um hann með mikilli virð- ingu. Hann þekkti takmörk sín og hikaði ekki við að leita álits koll- ega sinna, ef hann taldi það koma sjúklingnum til góða. Landakotsspítali er fátækari eftir en áður. Við kollegarnir á spítalanum söknum vinar okkar og sendum eiginkonu hans, Lou- isu, og dóttur þeirra Kristrúnu, innilegar samúðarkveðjur. Olafur Örn Arnarson yfirlæknir Landakotsspítala Það kom mér ekki á óvart, er ég frétti andlát Þórðar Þórðarsonar yfirlæknis, því veikindi herjuðu fyrir nokkru síðan á þennan vask- lega og sístarfandi mann, kominn yfir áttrætt. Hann starfaði allt til síðasta dags ævi sinnar og sinnti sjúklingum sínum af sömu elju og hugulsemi, þó greinilega mætti sjá, að veikindi höfðu sett mark sitt á hann sjálfan. Ég var lánsamur að hafa haft Þórð heitinn fyrir lækni í meira en tvo áratugi, og nú minnist ég þess er ég las listann yfir þá lækna í sjúkrasamlagiAu, sem vildu og gátu bætt við sig sjúkl- ingum, og mér tjáð, að þessi væri góður læknir; en að sjálfsögðu vóru hinir það líka, þó allir séu misjafnlega góðir frá hendi skap- ara síns. Og svo var stofan hans alveg í „sentral" þeirrar hringiðu, sem Reykvíkingar komnir til ára sinna hafa triplað í hraða og amstri daglegrar umgengni við búðir og stofnanir í Austurstræti. En sú hljómkviða á einnig til sem fyrrum angurværa tóna, þegar blómarósir blakta og berast á, og sem Tómas skáld lét ekki fara fram hjá sér og skaut skjólshúsi yfir og eignaði þeim ljóðlínur um Austurstræti. Það er ekki lengra síðan en þrjár, fjórar vikur, að ég var sem Jarðarfarar- skreytingar Kistuskreytingar, krans- ar, krossar. Græna höndin Gróörarstöö viö Hagkaup, simi 82895. oftar á tali við Þórð heitinn um heilsuleysi að sjálfsögðu, að mér varð að orði við hann: „Það vildi ég, að þú værir minnst tuttugu ár- um yngri, því þú ert frábær lækn- ir, auk þess sem er svo gaman að ræða við þig um skáldskap, póli- tík, heimspeki og kommakarlana." En þetta var bara alltof sjaldan hægt, vegna fólksfjöldans, sem beið í ofvæni að röðin kæmi að sér. Þó gafst eitt og eitt tækifæri til þess á gangstéttum Austurstrætis eða Hallærisplaninu að bera sam- an tíðindi um ástand og heilsu, auk alls kyns uppákoma í þjóðfé- laginu, sem ekki er hægt að draga af ályktun með blóðþrýstings- mæli, þótt Þórður ætti einn svo nýtískulegan, að það pípti í hon- um, þegar blóðstreymið rann ekki lengur sjálfviljugt uppámóti. En hvað sem var rætt um, þá tindr- uðu augun að viðbættum hressi- legum hlátri hjá þessum vini mín- um og lækni, sem bar aldurinn vel, gjörvilegur og beinn í baki. Það var ekki ætlun mín, að láta frá mér langhund í minningu Þórðar Þórðarsonar læknis. Hann hefði ekki kært sig um slíkt, hefði ég stungið því að honum, að ég ætlaði að minnast hans, færi hann héðan á undan mér, er við fyrir stuttu síðan gáfum okkur nógan tíma til frétta, því þá einsog endranær var Þórður mættur til starfa löngu áður en skiltið á hurðinni hans sagði til um; en jafnan uppúr tólf á hádegi fór fólk að fylla biðstofuna, og oft mátti heyra: „Mikið er gott að hann er kominn." Og hann fór ekki fyrr en síðasti sjúklingurinn hvarf inn fyrir hurðina, sem var á renni- braut, og sá þægilegi kliður, sem heyrðist þegar henni var rennt frá, gladdi oft óþolinmóðan, sem heyrði kallið: Næsti! Með þessum orðum kveð ég velmetinn lækni minn, Þórð Þórð- arson, sem ætla má að haldi áfram að segja: Næsti — ef orð Jónasar Hallgrímssonar eru full- gild: „Meira að starfa Guðs um geim.“ Ég votta aðstandendum samúð mína. Nú bíðum við þess að bráðum komi þessi broslausi dagur — og svo þetta högg. Þegar líf okkar er að lokum aðeins eitt lítið spor i morgundðgg. (Matthías Johannessen/Tveggja bakka veður) Kristinn Magnússon Kveðja frá lyflæknum Landakotsspítala Starfsferill Þórðar Þórðarsonar við Landakotsspítala var langur. Þar starfaði hann fyrst sem að- stoðarlæknir Matthíasar Einars- sonar í nokkur ár og frá 1943 sem sérfræðingur í lyflækningum, en hann hafði hlotið viðurkenningu sem sérfræðingur 1. október 1942, 7. í röðinni af íslenskum lyflækn- um. Á þessum langa starfsferli urðu verulegar breytingar á allri starf- semi Landakotsspítala. Lengi var Þórður eini sérfræðingur spítal- ans í lyflækningum, en smám saman fjölgaði samstarfsmönn- um, og árið 1%2, er Landakots- spitali varð deildarskipt sjúkra- hús, varð Þórður fyrsti yfirlæknir lyflæknisdeildar. Því starfi gegndi hann þar til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir 1974. Ekki hætti Þórður þó læknis- störfum, enda engin ellimörk á honum að sjá. Segja má að hann hafi unnið fullt starf, þar til ný- lega. Enda þótt Þórður væri við störf á Landakoti 7 daga vikunnar og tæki fullan þátt í vaktaskipt- ingu lyflækna, hélt hann þó alla tíð áfram að sinna stórum hópi sjúklinga, sem valið höfðu hann sem heimilislækni og vildu ekki af honum sjá. Því starfi hélt hann áfram, eftir að hann hætti störf- um á spítalanum og reyndist hon- um raunar erfitt að minnka við sig, því svo mikið leituðu sjúkl- ingar til hans. Jafnframt sinnti hann umfangsmiklum störfum sem trúnaðarlæknir Landsbanka íslands og sem ráðgefandi sér- fræðingur á Elliheimiíinu Grund. Það munu vera 34 ár frá því að ég fyrst kynntist Þórði, en þá hóf ég kandidatsstörf á Landakoti. Frá því ári er mér minnisstæð hjálpsemi hans, góðvild gagnvart byrjandanum. Þá og ávallt síðar fannst mér áberandi hin óbrigðula háttvísi Þórðar gagnvart sjúkling- um og samstarfsfólki. Þá er mér minnisstætt, hversu auðvelt Þórð- ur átti með öll læknisstörf og gat unnið þau fljótt og vel. í þrengri hópi nutu sín vel kímni Þórðar og hin lifandi frásagnargáfa. Þessum hæfileikum hélt Þórður fram á síðasta dag. Þótt hann mætti síðustu árin þola hvað eftir annað þungbær veikindi, hélt hann samt andlegum kröftum og var jafn skýr og skemmtilegur og áður og minnið afburða traust. Fram á síðustu ár sótti Þórður fundi og námskeið innanlands og utan og sýndi þannig meiri áhuga á viðhaldsmenntun en ýmsir þeir sem yngri eru. Við munum sakna þess að geta ekki leitað til Þórðar um ráðlegg- ingar varðandi málfar, en smekk- ur hans og kunnátta voru jafn óbrigðul, hvort sem um íslenskt mál eða latneskt var að ræða. Eftir að Þórður hætti störfum hér á Landakoti hélt hann áfram að sækja vikulega fræðslufundi spítalans á laugardagsmorgnum og marga morgna aðra kom hann við hjá okkur í stuttar heimsóknir. Við lyflæknar munum sakna þess- ara heimsókna og minnumst með hlýhug góðs samstarfs við Þórð Þórðarson. Tómas Á. Jónasson í dag er til moldar borinn vinur minn, nábúi og heimilislæknir, Þórður Þórðarson. Rösk 30 ár átti ég þess kost að vera í nálægð þessa mæta manns. Mikil náðargjöf er að vera fæddur til ákveðinna starfa, og dýrmæt hvatning hlýtur að vera slíkum manni að finna sig hafa valið rétt og vera vel metinn af verkum góðum, en þá umsögn tel ég við eiga um Þórð lækni og starfsferil hans. Vinur hans frá skólaárunum sem ég á mikil sam- skipti við hefur lýst honum sem mjög fjölgáfuðum manni. Ég hygg að allir sem kynntust Þórði muni sammála þeim ummælum. En gáf- ur nýtast misvel. í Þórðar dæmi hygg ég þær hafi nýst á hinn heillavænlegasta veg í göfugu starfi. Sú var mín reynsla er ég leitaði til hans margsinnis í langvinnum veikindum konu minnar. Samur og sannur var hjálparvilji hans jafnt um daga sem nætur. í reynd sannaði hann að góður læknir hef- ur ekki fastan vinnutíma heldur kemur og græðir hvenær sem þörfin krefur. Ávallt mátti treysta á hjálp og leiðsögn Þórðar Þórð- arsonar. — Læknis- og lífsferli Þórðar lauk samtímis. Fjölmargir munu á þessum degi hugsa til hans með hlýju og þakklæti, og í þeirra nafni gerist ég svo djarfur að senda ekkju hans og dóttur innilegar samúðarkveðjur. Björgvin K. Grímsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.