Morgunblaðið - 20.03.1985, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 20.03.1985, Blaðsíða 60
60 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. MARZ 1985 Stella ósigrandi BIKARMÓT í skíöagöngu, Þorra- mótiö, fór fram í Seljaiandsdal vió ísafjörð um síóustu helgi. Keppt var í öllum flokkum 13 óra og eldri. Gottlieb Konráösson, Ólafsfiröi, vann auöveldan sigur í göngu 20 ára og eldri, þar sem aöal keppi- nautur hans, Einar Ólafsson, var ekki meö. Hann dvelur nú í Svíþjóö viö æfingar og nám. Tvennir tvíburar tóku þátt í mót- inu á isafiröi. i flokki 13—15 ára stúlkna kepptu þær Ósk og Auöur Ebenezerdætur. Auöur vann aö þessu sinni, var aöeins fjórum sek- úndum á undan tvíburasystur sinni, Ósk. Stella og Málfríöur eru einnig tviburasystur, en þær keppa í flokki 16—18 ára. Stella hefur ver- iö ósigrandi í skíöagöngu frá því aö hún byrjaöi aö keppa fyrir fimm árum. Úrslit í skíöagöngunni uröu þessi: Karlaflokkur 20 ára og eldri, 15 km mín 1. Gottlieb Konráösson, Ó 43.14 2. Haukur Eiríksson, A 45.15 3. Ingþór Eiriksson, A 47.13 4. Einar Yngvason, í 49.04 5. Brynjar Konráðsson, I 61.12 Orengir 15—16 ára, 7,5 km min Ðaldur Hermannsson, S 21.51 Ingvi Óskarsson Ó. 22,36 Rögnvaldur Ingþórsson i. 23.25 Friörik Einarsson, Ó 23.35 Heimir Hansson, í 24.09 17—19 éra piltar, 10 km Ólafur Valsson, S 33.55 Baldvin Kérason, S 34.36 Bjarni Gunnarsson, í 35.08 Guömundur Kristjánsson, í 35.37 Ólafur Björnsson, Ó 36.32 Sigurgeir Svavarsson, Ó 36.37 Brynjar Guöbjartsson, í 37.10 13—15 ára atúlkur, 2,5 km Auöur Ebenesardóttir, í 8.16 Ósk Ebenesardóttir, 1 8.20 Eyrún Ingþórsdóttir, 1 9.11 Magnea Guöbjörnsdóttir, Ó 9.39 Herdis Pálsdóttir, Ó 9.43 Ólöl Einarsdóttir, Ó 10.10 Margrét Traustadóttir, Ó 10.42 16—16 ára stúlkur, 3,5 km Stella Hjaltadóttir, i 12.54 Málfríöur Hjaltadóttir, í 17.02 13—14 ára drengir, 5 km Sölvi Sölvason, S 18.20 Magnús Erlingsson, S 18.35 Óskar Einarsson, S 20.07 Grétar Björnsson, Ó 20.28 Óskar Jakobsson, í 21.51 • Valdís Hallgrímsdóttir úr UMSE setti níu fslandsmet á mótinu. Valdís lyfti 110 kg í réttstööulyftu sem er vel af sér vikið. Hér er Valdís í réttstöðulyftunni. Morgunblaðiö/Svavar • Stella Hjaltadóttir, ísafirói, hef- ur veriö ósigrandi í skíóagöngu fré því hún byrjaöi aö keppa. Hér er Stella ettir einn sigur sinn í göngukeppni t vetur. Metaregn á Dags-mótinu í kraftlyftingum ÞAD VAR sannkallað metaregn é fyrsta Dags-mótinu í kraftlyfting- um sem haldiö var um helgina é Akureyri. Hvorki fleiri né fasrri en 17 íslandsmet, 2 unglingamet og 26 Akureyrarmet voru sett é mót- inu sem er þaó mesta sem sett hefur verið é kraftlyftingamóti í héa herrans tíö. Þeir fjölmörgu áhorfendur sem fylgdust með mótinu fengu svo sannarlega aö sjá hádramatíska keppni á milli flestra af snjöllustu kraftlyftingamönnum landsins. „Kraftur, leikni, fegurð" voru ein- kunnarorö mótsins og þaö var því vel viö hæfi aö tvær stúlkur tóku þátt og sýndu karlpeningnum hvaö fólst í þessum oröum. Aö öörum ólöstuðum má segja aö þær Laufey Kristjánsdóttir og Valdís Hallgrímsdóttir hafi stolið senunni. Valdís keppti í 56 kg fl. og setti alls níu islandsmet, lyfti mest 70 kg í hnébeygju, 45 kg í bekk- Ólafur sigraði í svigi og stórsvigi BIKARMÓT unglinga í alpagrein- um unglinga 13—14 éra, fór fram é Siglufiröi um síóuatu helgi. Ólafur Sigurösson, isafiröi, var sigursæll, sigraöi bæöi í svigi og stórsvigi, nokkuð örugglega. Guörún H. Ágústsdóttir, Siglu- firöi, og Ásta Halldórsdóttir, Isa- firöi, skiptu með sér gullverö- laununum í svigi og stórsvigi. Blíöskaparveöur var á meöan keppni stóö báöa dagana. Keppn- in fór fram í Skaröinu fyrir ofan Siglufjörö. Ekki reyndist unnt aö halda mót viö Hól, þar sem ekki er nægur snjór á skíðasvæöinu. Keppendur voru 42 í drengja- flokki og 31 i stúlknaflokki og bjuggu flestir aökomukeppendurn- ir í Iþróttamiöstööinni aö Hóli. Þar hefur nýlega veriö tekin i notkun baöaöstaöa og gufubaö, sem krakkarnir notfæröu sér óspart. Mótsstjóri var Freyr Sigurösson. ÚRSLIT: Stórivig stúlkna: 1. Guörún H. Ágústsdóttir, S 98,33 2. Ásta Halldórsdóttir, i 99,88 3. Geirný Geirsdóttir, R 100,29 4. Geröur Guömundsdóttir, UiA 100,56 5. Sólveig Gisladóttir, A 101,39 6. Ágústa Jónsdóttir, í 101,95 Stórsvig drengja: 1. Ólafur Sigurðsson, i 92,13 2. Vilhelm Þorsteinsson, A 94,51 3. Jón Ingvi Árnason, A 95,14 4. Kristinn Svanbergsson, A 95,43 5.-6. Jón Ólafur Arnason, i 95,59 5.-6. Jóhannes Baldursson, A 95,59 Svig stúlkna: 1. Asta Halldórsdóttir, i 108,66 2. Guðrún H. Ágústsdóttir, S 109,08 3. Ágústa Jónsdóttir, i 109,41 4. Margrét Rúnarsdóttir, í 110,46 5. Sólveig Gísladóttir, A 111,75 6. Harpa Víöisdóttir, R 114,12 Svig drtngja: 1. Ólafur Sigurðsson, í 98,00 2. Egill I. Jónsson, R 100,18 3. Jóhannes Baldursson, A 100,43 4, Jón Haróarson, A 100,63 5. Kristinn Svanbergsson, A 100,70 6. Vilhelm Þorsteinsson, A 101,75 • Kéri Elísson setti fslandsmet í bekkpressu, lyfti 168 kg. pressu og 110 í réttstööulyftu eöa samtals 225 kg. Laufey setti 6 Islandsmet, lyfti 65 kg, 40 kg og 100 kg, samtals 205 kg. Skammt á eftir stúlkunum í feg- urö kom kraftajötuninn ógurlegi, Hjalti Úrsus Árnason. Hjalti sýndi allar bestu hliöar á mótinu og und- ir dúndrandi diskótónlist reif hann upp 345 kg í réttstööulyftu, heims- met unglinga sem því miöur fæst ekki staöfest þar sem alþjóölega dómara vantaöi. Þrátt fyrir þetta gífurlega afrek varö Hjalti samt sem áöur aö láta í minni pokann fyrir „Heimskautabangsanum“ Vík- ingi Traustasyni, sem var vægast sagt hrikalegur á þessu móti. Vík- ingur er aldrei betri en þegar hann hefur „Úrsus á milli hrammanna" og þaö kom glögglega í Ijós á Dags-mótinu. 330 kg í hnébeygju, 195 kg í brekkpressu og 320 kg i réttstööulyftu, samtals 845 kg skipa Víkingi í hóp mestu afreks- manna íslendinga í kraftlyftingum, árangur á alþjóölegan mæli- kvaröa. Hjalti lyfti hins vegar 832,5 kg í samanlögöu sem er hreint ótrúlegt miðaö viö aö „Úrsusinn” haföi ákveöiö aö sýna júdó á móti í Reykjavík þennan sama dag. Af því gat þó ekki oröiö, en júdómenn I»l<m)unMnt>it>_ mm eiga þá upplifun eftir aö fá Hjalta til aö koma fram. Þaö liggur viö aö þaö gleymist aö tvö frábær afrek voru unnin á þessu móti, slík var stemmningin í kringum keppni „bangsans" og Úrsusar. Ólafur Sigurgeirsson, for- maöur nýstofnaös kraftlyftinga- sambands, „tjakkaöi" upp 192,5 kg í brekkpressu í 90 kg flokki sem er nýtt, glæsilegt íslandsmet. Góö- vinur hans, Kári Elíson, „krafta- kötturinn", stóö honum ekki aö baki. Þeytti upp 168 kg í bekk- pressu í 75 kg flokki sem er nýtt islandsmet. Kári setti auk þess glæsileg Akureyrarmet í öllum greinum, lyfti 240 kg í hnébeygju og 270 kg í réttstööulyftu, samtals 678 kg og þaö er Ijóst aö Skúli Óskarsson veröur aö fara aö æfa aftur ef hann á ekki aö missa metin í þessum flokki til Kára innan fá- einna ára. Auk þeirra Hjalta og Ólafs keppti annar góöur gestur úr Reykjavík á þessu móti. Höröur Magnússon var meö sýnikennslu í vel útfæröum hnébeygjum og sannaöi svo ekki varö um villst aö hann veröskuldar nafnbótina „hnébeygjutröir. Höröur svitnaöi varla undir 332,5 kg í hnébeygju, lyfti 175 kg í bekk og 300 í rétt- stööulyftu, samtals 807,5 kg sem er frábær árangur. Mest þátttakan var í 90 kg flokknum en þar sigraöi gullsmiö- urinn snjalli, Flosi Jónsson. Þaö var góðmálmaglampi í augunum á Flosa fyrir þetta mót og hann inn- byrti gullpeninginn auðveldlega. Lyfti samtals 645 kg en átti mikiö inni. A góöum degi ætti Flosi aö vera upp á 680 til 690 kg þannig aö 700 kg múrinn gæti brostiö hvenær sem er. Annar í 90 kg flokki varð ís- landsmethafinn Ólafur Sigur- geirsson með 600 kg, Eiríkur St. Eiríksson þriöji meö 467,5 kg og Haukur Ásgeirsson fjóröi meö 455 kg- I 82,5 kg fiokki var einn kepp- andi, Björn Broddason, vaxtar- ræktarmaöur með meiru, og hann sýndi að hann getur gert fleira en bara hnyklaö á sér vöövana. Björn lyfti samtals 380 kg, nokkuö sem hann gæti bætt verulega meö auk- inni reynslu. Annar vaxtarræktarmaöur, Gissur Agnarsson, tók þátt í keppni í 75 kg fl. Lyfti samtals 255 kg- Aöalsteinn Kjartansson hinn 18 ára kraftlyftingamaöur sem aöeins hefur æft í nokkrar vikur, keppti í 60 kg flokki og af ótrúlegu harö- fylgi togaöi hann upp 138 kg í réttstööulyftu og bætti þar með eldgamalt Akureyrarmet Haraldar Ólafssonar. Aöalsteinn lyfti sam- tals 273 kg. Þá er aðeins ótalinn 100 kg flokkurinn en þar sigraöi Jóhann Már Jóhannesson, nýbakaöur Is- landsmeistari unglinga. Jóhannes setti nýtt Islandsmet unglinga i réttstööulyftu, 262,5 kg, og lyfti samtals 600 kg. Fyrirfram var búist viö mikilli keppni á milli hans og Konráös Jó- hannssonar en Konráö varö aö hætta keppni vegna tognunar. Konráö, sem nú er 42ja ára, lætur hins vegar engan bilbug á sér finna og þaö kæmi ekki á óvart þó aö Akureyrarmet fykju í hnébeygjunni í 100 kg flokki næst þegar hann veröur meö. Kári Elíson varö stigahæsti maöur mótsins og vann því Dags- bikarinn, hinn glæsilega farandbik- ar sem keppt var um. 15 keppend- ur tóku þátt sem er nýtt Akureyr- armet og áhorfendur geröu einnig atlögu aö Akureyrarmeti í aösókn. Dags-mótiö skipaöi sér meö þessu í röð helstu kraftlyftingamóta landsins og þaö ætti aö vera hægt aö lofa unnendum þessarar stór- brotnu íþróttar því aö „kraftur, leikni og fegurö" munu setja svip á Dags-mótiö i framtíöinni. FrétUtilkjnning frá Degi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.