Morgunblaðið - 20.03.1985, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 20.03.1985, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. MARZ 1985 49 iðnaðarráðherra, og stöðvun framkvæmda við Sjóefnavinnsl- una á Reykjanesi vakna vonir um að komið sé að tímamótum á þess- um vettvangi og hætt verði að slá stórlán erlendis í hæpna fjárfest- ingu. Athygli manns hlýtur að beinast að Austfjarðakjördæmi, þar sem ráðgert er að setja niður næsta stóriðjufyrirtæki byggt á hæpnum, bjartsýnum hagsmuna- útreikningum. Ég á auðvitað við kísilmálmvinnsluna á Reyðarfirði. Hvað verður um áhættufyrirtækið á Austfjörðum? Það sérfræðingaálit, sem veldur mestu um að kísilmálmvinnsla er enn á dagskrá, nefnist „Kísil- málmverksmiðja á Reyðarfirði — Niðurstöður hagkvæmniathugun- ar — Lokaskýrsla verkefnisstjórn- ar iðnaðarráðuneytisins". Þessi skýrsla var lögð fram í mars 1982 og olli miklu um að Alþingi sam- þykkti að halda verkefninu áfram um sinn. Ég hef lengi litið á hana sem eins konar skólabókardæmi um álitsgerðir af þvf tagi sem lýst er hér á undan; hæpna röksemda- færslu og vafasamar ályktanir. Verksmiðjan er talin verða sam- keppnishæf á tíma sem eldri verk- smiðjur notuðu 70% af afkasta- getu sinni þrátt fyrir hlutfallslega hærri fjármagns- og flutnings- kostnað en hjá þeim. Gert er ráð fyrir vissri stöðnun í efnaiðnaði: „Ekkert bendir til að önnur efni leysi kísilmálm af hólmi á þeim sviðum sem hann er notaður f dag.“ Gæði vinnuafls á Islandi eru talin til tekna þótt megnið af kís- ilmálmi heimsins séu framleitt í grónum iðnrfkjum og torskilið hvaða sérgáfur við kunnum að hafa til að vinna í stóriðjuverum. Augum er lokað fyrir meginein- kennum hagrænnar og tæknilegr- ar þróunar í heiminum og mark- aðsaðstæður afgreiddar með hefð- bundnum hætti stóriðjupostula: „Sem stendur er verð á kísilmálmi í lægð ...“ en „... viss batamerki á lofti.“ (Bls. 59.) Batamerkin reyndust þau að lægðarverðið, 1.250 dalir fyrir tonnið, fór á næstu misserum niður f 850 dali. Það er meira að segja beitt setn- ingarfræðilegum brögðum til að láta líta svo út að hér sé um álit- legt fyrirtæki að ræða: „Fyrirtæki í silikon-framleiðslu fá en stór og nokkurn tíma tekur að öðlast við- urkenningu þeirra. En að fengnu viðskiptasambandi er salan auð- veld.“ Berið síðustu tvö orðin sam- an við raunveruleikann sem lýst er í fyrri málsgreininni og hinu skilyrta upphafi hinnar sfðari! Alvarlegast fyrir almenning í landinu er þó það að hvorki í þess- ari skýrslu né á seinni stigum hef- ur verið gert ráð fyrir því að verk- smiðjan greiddi rafmagnið á kostnaðarverði frá nýjum virkjun- um. Síðast var þetta staðfest í við- tali við Geir Gunnlaugsson, fram- kvæmdastjóra fyrirtækisins, í við- tali í NT 20. febrúar sl. Um það atriði er m.a. eftir honum haft: „Það er ljóst, að það orkuverð, sem rætt hefur verið um hér, 18—20 mill, er ekki samkeppnisfært f dag.“ Þetta þýðir einfaldlega að ekki verður fram haldið nema bjóða væntanlegu hlutafélagi um verksmiðjureksturinn raforkuna undir kostnaðarverði. Og nú er bara að biða og sjá hvað setur. I ljósi sfðustu atburða hlýtur maður að mega binda vonir við Sverri iðnaðarráðherra. Vænta þess að hætt verði að slá lán í erlendum bönkum i plön und- ir draumafabrikku á Reyðarfirði. Þau hafa þegar kostað rúmar 40 milljónir. Það er betra að nema staðar við það mark en 350 millj- óna markið eins og gert var á Reykjanesi. Að vísu vekur það með mér nokkurn ugg að Sverrir skuli þurfa að ná endurkjöri í Aust- fjarðakjördæmi. Hins vegar höf- um við fengið það bitra og dýr- keypta reynslu af samtvinnuðum sérfræðingaráðum og kjördæma- poti að nú hlýtur að vera komið að tímamótum. Hver kærir sig um að halda því fjárhættuspili áfram? Er ekki orðið tímabært að hags- munir heildarinnar ráði meira? Hörður Bergmtnn er fræðslu- fulltrúi hjá Vinnueftirliti ríkisins. Aðalfundur FVB: Skorar á stjórnvöld að draga ekki úr fram- kvæmdum við byggingu B-álmu Borgarspítala AÐALFUNDUR Félags velunnara Borgarspítalans var haldinn nýlega. Félagsmenn eru um 350. Tilgangur félagsins er m.a. að bæta aðstöóu sjúklinga sem njóta þjónustu Borg- arspítalans, bæta og efla alls kyns þjónustu svo sem lækningu, endur- hæfingu og vísindastarfsemi f Borg- arspítalanum, efla og styrkja fyrir- byggjandi starfsemi f heilbrigðismál- um innan veggja spítalans, stuðla að auknum skilningi almennings og stjórnvalda á starfsemi Borgar- spítalans í Reykjavík með málefna- legri kynningu og umræðu og stuðla að því að Borgarspítalinn sé aðlað- andi og vinsæll vinnustaður og að vinnuaðstaða sé þar jafnan sem beat Félagið selur minningarspjöld til styrktar starfsemi sinni og eru þau afgreidd f anddyri spftalans og einnig er hægt að fá þau af- greidd í sfma spftalans, 81200. Meðal verkefna FVB má nefna kaup á myndbandstæki og spólum, sem félagið gaf spftalanum. Eru myndbandasýningar dag hvern fyrir sjúklinga. Þá hafa verið í at- hugun kaup á smásjá til nota við nákvæmar skurðaðgerðir. Skreyt- ing á göngum spftalans og anddyri er einnig í deiglunni. Loks má nefna að nú á skirdag hefur félag- ið forgöngu um að Lögreglukórinn kemur f heimsókn og skemmtir sjúklingum og starfsfólki með söng sínum. Utvegun skemmti- krafta til að koma fram í spítalan- um er eitt af verkefnunum á stefnuskrá félagsins. Stjórn FVB skipa: Egill Skúli Ingibergsson formaður, Brynjólf- ur Jónsson, Anna Bjarnason, Bjarki Elíasson, Björg Einarsdótt- ir, Hafsteinn Guðmundsson og Tómas Sveinsson. Tólf manna trúnaðarráð skipa: Axel Jónsson, Áslaug Boucher, Friðrik Einars- son, Helga Gröndal, Kalla Malm- quist, Otto Michelsen, ólafur Þ. Jónsson, Reynir Ármannsson, Sig- ríður Lister, Vfðir Þorgrfmsson Sigurlfn Gunnarsdóttir og Þórir Danielsson. Endurskoðendur eru Gerður Hjörleifsdóttir og Gunn- laugur Pétursson. Eftirfarandi ályktun var gerð á aðalfundinum: „Áðalfundur Félags velunnara Borgarspítalans skorar á viðkom- andi stjórnvöld að draga ekki úr framkvæmdahraða við byggingu B-álmu Borgarspftalans. Félag velunnara Borgarspítal- ans bendir á brýna þörf fyrir þá þjónustu sem ráðgert er að veita með starfsemi B-álmunnar.“ (FréUatilkyuiaf) Starfsaðferðir hringorma- nefndar harðlega gagnrýndar Þau Sigrún Helgadóttir, Ifffræðingur, og Ævar Peteraen, forstöðumaður Nátt- úrufræðistofnunar fslands, með rítið Selir og hringormar. En samtökin Land- vernd fólu þeim, ásamt þriðja líffræðingnum, Stefáni Begmann, að kanna tiltæk gögn um seli, selveiðar, hringorma f fiski og tilurð og starfsaðferðir hringorma- nefndar og leggja mat á röksemdir nefndarínnar fyrir fækkun í selastofninum við landið. Morgunblaðið/Júllus Starfsaðferðir hringormanefndar eru harðlega gagnrýndar f riti, sem Landvernd gaf nýlega út og nefnist Selir og hringormar, eftir náttúru- fræðingana Sigrúnu Helgadóttur, Stefán Bergmann og Ævar Petersen. Ritið fjallar um lifnaðarhætti sela, selveiðar og áhrif þeirra á selastofna hér við land, hringorma i fiski og skipun og starfshætti hringormanefndar. Telja höfundar ritsins að enn liggi ekki fyrir nægar rannsóknir og niðurstöður þeirra, til þess að hægt sé að taka einhliða ákvörðun um fækkun sela. En eins og kunn- ugt er, hóf hringormanefnd verð- launagreiðslur fyrir seladráp vorið 1982 og hélt því áfram 1983 og 1984. Á nýlegum fundi Landverndar meö fréttamönnum sögðu þau Sig- rún Helgadóttir og Ævar Petersen, að meðal annars sem að þeirra mati væri að finna hringormanefnd til foráttu væri að engir líf- eða nátt- úrufræðingar hefðu verið skipaðir i hana í upphafi, en hagsmunaaðilar hins vegar átt þar sæti. Sérstakur kafli er í ritinu um frumvarp til laga um selveiðar við ísland, sem nú liggur fyrir alþingi. Um það sögðu þau Sigrún og Ævar, að með því væri verið að lögbinda aðgerðir hringormanefndar, auk þess sem landbúnaðarráðuneytið væri að gefa upp forn réttindi til þess að ráða þessum málum, fengist frumvarpið samþykkt. Höfundarnir sögðust ekki taka afstöðu með eða móti fækkun sels- ins í ritinu, heldur benda á ýmis- legt, sem betur hefði mátt fara i vinnubrögðum hringormanefndar og einnig ýmsar staðreyndir og til- gátur varðandi seli og hringorma. T.d. kemur þar fram að fáir selir geta staðið undir hárri hringorma- tíðni, þannig að „fækkun sela gæti leitt til aukinnar sýkingar þeirra sela sem eftir eru og því orðið vita gagnslaus". Ritið Selir og hringormar er 101 bls. að stærð. Mikill fjöldi heimilda var kannaður við samningu þess, einkum íslenskar heimildir og rannsóknaskýrslur, en einnig er- lendar. Eysteinn G. Gíslason, bóndi í Skáleyjum á Breiðafirði, skrifar viðauka, Um sel og selveiðar á Breiðafirði, og í heimildaskrá eru ekki aðeins nefndar þær heimildir sem notaðar voru við samningu ritsins, heldur taldar upp ýmsar aðrar heimildir um seli og hring- orma, til fróðleiks og hagræðis fyrir þá sem vilja kynna sér selamál nán- ar. í sama tilgangi fylgir skrá yfir blaðagreinar, sem birst hafa um efnið undanfarin ár. „Alþýöuleikhúsiö hefur meö þessari sýningu skoriö sig úr sem þaö leikhus sem sterkast stendur í vetur ...” , E.E. (Utvarpið) „Inga Bjarnason leikstjóri hefur skapaö skemmtilega sýningu. ... Gréta nýtur sterkrar túlkunar Ásu Svavarsdóttur sem er allt aö því djöfulleg ... Morgunblaöió „... þessa stundina þaö sem frjóast er í islenskri leiklist. Allt frábærar persónulýsingar sem mynda stórskemmtilegt samspil ... Þessi sýning rís víöa mjög hátt í leik og uppsetningu, hún er spennandi, djörf og skemmtileg." bjóðvillinn .... Þessi sýning er enn eitt dæmi um hve mikill þróttur er í starfi (Alþýöuleikhússins).“ NT „... áhrifamikiö og failega leikiö leikverk. ... Alþyöuleikhúsinu til sóma.“ DV „Sé þaö nú satt aö góö leikstjórn sé fyrst og fremst í því fólgin aö kalla fram — og jafnvel knýja fram — góðan leik, sem ég trúi — þá er Inga Bjarnason ein af þessum stóru — því stelpurnar leika hver annarri betur." _ _ ... E.E. (Utvarpið) Klassapíur eftir Caryl Churchill Sýnt í Nýlistasafninu Vatnsstíg. Miöapantanir í síma 14350. flL, ALÞÝÐU- v-..... r) LEIKHÚSIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.