Morgunblaðið - 20.03.1985, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. MARZ 1985
23
Verður verðbólgu-
hraðinn 6,7 % á 4.
ársfjórðungi 1985?
f FRÉITABRÉFI Vinnuveitendasam-
bands íslands, „Úr atvinnulífínu",
reynir llagdeild VSÍ að gera sér grein
fyrir verðbólguhorfum og meta hækk-
un framfærsluvísitölu fram í tímann.
í spánni segir að verðbólguhraði á
einu ári hafi verið á 3. ársfjórðungi
1984 13,9%, en á 4. ársfjórðungi
50,3%. Á 1. ársfjórðungi ársins 1985
er svo gert ráð fyrir að verðbólgan sé
34,7% á heilu ári, en að hún detti
niður í 11,5% á 2. ársfjórðungi, verði
8,0% á hinum þriðja og 6,7% á fjórða
ársfjórðungi.
Forsenda þessarar spár er eins
og segir í fréttabréfinu: „Eins og
staðan er núna er verðbólgan á
fyrri helmingi ársins nokkuð vel
fyrirséð, en bæði peningastefna
stjórnvalda og óvissa í kjaramálum
orsaka það að lítið er hægt að spá
um síðari helming. í því sambandi
verður hver og einn að búa sér til
eigin dæmi um mismunandi rás at-
burða til að gera sér grein fyrir
áhrifum á verðlagi. Tvenns konar
aðaldæmi má setja upp. Annars
vegar þar sem kjarasamningr nást
fyrir 25. júní, samkvæmt samningi
VSf og ASÍ. Hins vegar þar sem
nýir samningar verða ekki fyrr en í
haust.
Hér er sett fram nokkurs konar
útgangsspá sem byggir á þeirri for-
sendu að engar launahækkanir
verði eftir 1. maí og að gengis-
stefna stjórnvalda haldi. Þessari
útgangsspá má síðan breyta í takt
við þá atburðarás sem hverjum og
einum þykir réttast að miða við.“
MorgunblaSið/Arnór
Sigurvegararnir í sveitakeppni á bridgehátíð — Pólska landsliðið og ólympíumeistararnir. Talið frá vinstri: Martens,
Tuszinszky, Przybora og Romansky.
Bridgehátíð lokið:
SPÁ UM HÆKKUN FRAMHIRSLUVÍSITÖLU -útgangsspá-
50,3%
-• j——
, » Arshraði
Arsfjórðungshækkun
3A,7%
13,9%
, 1 10,7% 11,5%
1 1 7,7% 8,0% A 7„
r - i
1 3,35 2,8* I 1,9* ! —.1 ’ * 1 1 •
1 r-:- "H—f >
3-84 4-84 1-85 2-85 3-85 4-85
Arsfjórð
ungar
Stöplalínurit yfír spá hagdeildar VSÍ eins og það er birt í fréttabréfinu.
Pólsku ólympíumeistararn-
ir unnu sveitakeppnina
PÓLSKU ólympíumeistararnir Rom-
ansky, Tuszinszky, Martens og
Przybora sigruðu í sveitakeppninni á
bridgehátíð sem lauk sl. mánu-
dagskvöld. Hlaut sveitin 140 stig en
sveit Úrvals varð í öðru sæti með 137
stig og danska sveitin Utrecht þriðja
með 132 stig.
Alls mættu 36 sveitir til keppn-
innar sem var spiluð með
Monrad-fyrirkomulagi 14 spila
leikir. Sveitir þórarins Sigþórs-
sonar og Jóns Baldurssonar byrj-
uðu mótið mjög vel og voru efstar
eftir 4 umferðir og spiluðu saman
í 5. umferð þar sem sveit Jóns
vann með miklum mun. Sveit Jóns
tapaði síðan með nokkrum mun
fyrir Pólverjunum og Úrvali í síð-
ustu umferðunum og endaði i 6.
sæti i keppninni. Á meðan spilaði
danska sveitin Utrecht gegn Þór-
arni og Bandaríkjamönnunum og
vann báða leikina örugglega og
þar með varð 3. sætið þeirra.
Pólska sveitin spilaði gegn Ragn-
ari Magnússyni i siðustu umferð
og vann þann leik 20—10 og þar
með mótið.
Lokastaðan:
Martens Póllandi 140
Úrval 137
Utrecht Danmörku 132
Suðurgarður 124
Zia Mahmood Bretlandi 124
Jón Baldursson 121
ólafur Lárusson 118
Sigurður B. Þorsteinsson 117
Ragnar Magnússon 113
Verðlaun fyrir 3 efstu sætin
voru 1200, 800 og 500 dollarar.
Keppnisstjórar voru Agnar Jörg-
enssen og Guðmundur Kr. Sig-
urðsson og höfðu þeir í nógu að
snúast.
„Hverjir kaupa
allar þessar
IBM PC einkatölvur?“
f