Morgunblaðið - 20.03.1985, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 20.03.1985, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. MARZ 1985 23 Verður verðbólgu- hraðinn 6,7 % á 4. ársfjórðungi 1985? f FRÉITABRÉFI Vinnuveitendasam- bands íslands, „Úr atvinnulífínu", reynir llagdeild VSÍ að gera sér grein fyrir verðbólguhorfum og meta hækk- un framfærsluvísitölu fram í tímann. í spánni segir að verðbólguhraði á einu ári hafi verið á 3. ársfjórðungi 1984 13,9%, en á 4. ársfjórðungi 50,3%. Á 1. ársfjórðungi ársins 1985 er svo gert ráð fyrir að verðbólgan sé 34,7% á heilu ári, en að hún detti niður í 11,5% á 2. ársfjórðungi, verði 8,0% á hinum þriðja og 6,7% á fjórða ársfjórðungi. Forsenda þessarar spár er eins og segir í fréttabréfinu: „Eins og staðan er núna er verðbólgan á fyrri helmingi ársins nokkuð vel fyrirséð, en bæði peningastefna stjórnvalda og óvissa í kjaramálum orsaka það að lítið er hægt að spá um síðari helming. í því sambandi verður hver og einn að búa sér til eigin dæmi um mismunandi rás at- burða til að gera sér grein fyrir áhrifum á verðlagi. Tvenns konar aðaldæmi má setja upp. Annars vegar þar sem kjarasamningr nást fyrir 25. júní, samkvæmt samningi VSf og ASÍ. Hins vegar þar sem nýir samningar verða ekki fyrr en í haust. Hér er sett fram nokkurs konar útgangsspá sem byggir á þeirri for- sendu að engar launahækkanir verði eftir 1. maí og að gengis- stefna stjórnvalda haldi. Þessari útgangsspá má síðan breyta í takt við þá atburðarás sem hverjum og einum þykir réttast að miða við.“ MorgunblaSið/Arnór Sigurvegararnir í sveitakeppni á bridgehátíð — Pólska landsliðið og ólympíumeistararnir. Talið frá vinstri: Martens, Tuszinszky, Przybora og Romansky. Bridgehátíð lokið: SPÁ UM HÆKKUN FRAMHIRSLUVÍSITÖLU -útgangsspá- 50,3% -• j—— , » Arshraði Arsfjórðungshækkun 3A,7% 13,9% , 1 10,7% 11,5% 1 1 7,7% 8,0% A 7„ r - i 1 3,35 2,8* I 1,9* ! —.1 ’ * 1 1 • 1 r-:- "H—f > 3-84 4-84 1-85 2-85 3-85 4-85 Arsfjórð ungar Stöplalínurit yfír spá hagdeildar VSÍ eins og það er birt í fréttabréfinu. Pólsku ólympíumeistararn- ir unnu sveitakeppnina PÓLSKU ólympíumeistararnir Rom- ansky, Tuszinszky, Martens og Przybora sigruðu í sveitakeppninni á bridgehátíð sem lauk sl. mánu- dagskvöld. Hlaut sveitin 140 stig en sveit Úrvals varð í öðru sæti með 137 stig og danska sveitin Utrecht þriðja með 132 stig. Alls mættu 36 sveitir til keppn- innar sem var spiluð með Monrad-fyrirkomulagi 14 spila leikir. Sveitir þórarins Sigþórs- sonar og Jóns Baldurssonar byrj- uðu mótið mjög vel og voru efstar eftir 4 umferðir og spiluðu saman í 5. umferð þar sem sveit Jóns vann með miklum mun. Sveit Jóns tapaði síðan með nokkrum mun fyrir Pólverjunum og Úrvali í síð- ustu umferðunum og endaði i 6. sæti i keppninni. Á meðan spilaði danska sveitin Utrecht gegn Þór- arni og Bandaríkjamönnunum og vann báða leikina örugglega og þar með varð 3. sætið þeirra. Pólska sveitin spilaði gegn Ragn- ari Magnússyni i siðustu umferð og vann þann leik 20—10 og þar með mótið. Lokastaðan: Martens Póllandi 140 Úrval 137 Utrecht Danmörku 132 Suðurgarður 124 Zia Mahmood Bretlandi 124 Jón Baldursson 121 ólafur Lárusson 118 Sigurður B. Þorsteinsson 117 Ragnar Magnússon 113 Verðlaun fyrir 3 efstu sætin voru 1200, 800 og 500 dollarar. Keppnisstjórar voru Agnar Jörg- enssen og Guðmundur Kr. Sig- urðsson og höfðu þeir í nógu að snúast. „Hverjir kaupa allar þessar IBM PC einkatölvur?“ f
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.