Morgunblaðið - 20.03.1985, Blaðsíða 40
40
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. MARZ 1985
atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna
Ræsting
kona óskast til ræstinga á skrifstofu. Uppl.
hjá húsverði milli kl. 1 og 5.
Fiskifélag íslands,
Ingólfsstræti 1,
(horni Ingólfsstrætis og Skúlagötu).
Skrifstofustúlka
óskast
til almennra skrifstofustarfa.
Þarf aö geta hafið störf sem fyrst. Góð
enskukunnátta nauðsynleg. Miðað er við
hálfsdagsstarf í fyrstu en hugsanlega fullt
starf siðar.
Uppl. i síma 29073 og 29671 á skrifstofutíma.
Fiskvinnslustörf
Óskum eftir aö ráða duglegt og reglusamt
starfsfólk í snyrtingu og pökkun í frystihúsi
voru. Unnið eftir bónuskerfi og gera má ráð
fyrir mikilli vinnu. Hjá fyrirtækinu er starfrækt
gott en ódýrt mötuneyti. Vistarverur starfs-
fólks og allur aðbúnaður er góður.
Nánari upplýsingar veitir Siguröur Arn-
þórsson yfirverkstjóri í síma 97-8891 og á
kvöldin í sima 97-8881.
Búlandstindur hf,
Djúpavogi.
80LANDSDNDUR H/F
Hagvílngur hf.
OSKUM EFTIR AD RAÐA:
Skrifstofumann (7)
til starfa hjá stóru deildaskiptu innflutnings-
fyrirtæki í Reykjavík.
Starfssvið: Yfirumsjón, ábyrgð og framkvæmd
á toll- og verðútreikningi fyrirtækisins.
Við leitum að manni sem hefur starfsreynslu
í útreikningi og útfyllingu á toll- og verðút-
reikningsskýrslum.
Viökomandi þarf að geta unnið sjálfstætt og
skipulagt störf annarra. Starfið er laust 1.
maí nk. eða fyrr.
Ritara (353)
til starfa hjá þjónustufyrirtæki í Reykjavík.
Við leitum aö jákvæöum og hressum manni
sem hefur góða almenna menntun og fallega
framkomu.
í boði eru mjög góð vinnuaöstaöa og góð
laun. Laust eftir samkomulagi.
Skipulagsfræðing (642)
Þjónustustofnun, gagnavinnsla, áætlana-
gerð og stefnumótun.
Starfsfólk viö tölvur
Við leitum að fólki fyrir fjölda viöskiptavina
okkar í Reykjavík til að starfa viö kerfissetn-
ingu, forritun, tölvustjórnun og tölvuritun.
Út á land
Arkitekt (640)
Verkfræöi- og teiknistofa á Vesturlandi.
Skipulagsverkefni svo og önnur verkefni.
Efnafræðing (641)
Iðnaðarfyrirtæki á Norðurlandi. Vinnslueft-
irlit og vöruþróun.
Hótelstjóra (22)
til að reka á eigin reikning lítið hótel/mötu-
neyti á Vesturlandi. Fá herbergi, en mögu-
leikar á svefnpokaplássi. Gæti veriö heppi-
legt fyrir matsvein/kjötiðnaöarmann meö
reynslu af sjálfstæöum rekstri. íbúö fylgir.
Vinsamlegast sendið umsóknir á
eyðublöðum sem liggja fframmi á
skrifstofu okkar, merktar númeri
viðkomandi starfs.
Gagnkvæmur trúnaður.
Hagvangur hf.
RADNINGARÞJÓNUSTA
GRENSASVEGI 13. R
Þórir Þorvarðarson,
Katrín Óladóttir.
SIMAR 83411 & 83483
Framkvæmdastjóri: Ólafur Örn Haraldsson.
REKSTRAR- OG
TÆKNIÞJÓNUSTA.
MARKADS- OG
SÖLURADGJÖF.
ÞJÓDHAGSFRÆOI-
ÞJÖNUSTA.
TÖLVUÞJÓNUSTA.
SKODANA- OG
MARKADSKANNANIR,
NAMSKEIÐAHALD.
Stúlkur
Viljum ráða nokkrar stúlkur til verksmiðju-
starfa.
Kexverksmiöjan Frón hf.,
Skúlagötu28.
Bílaumboð
Óska eftir vel launuðu starfi við sölu nýrra og
notaðra bíla. Hef góöa þekkingu og reynslu.
Tilboð sendist augld. Mbl. merkt: „R — 10 75
17 00“ fyrir 30. mars nk.
Guðný Jóns-
dóttir - Minning
Fsdd 20. desember 1919
Dáin 9. marz 1985
I dag verður til moldar borin frá
Fossvogskapellu mágkona mín
Guðný Jónsdóttir, en hún andaðist
í Borgarspítalanum aðfaranótt
laugardagsins 9. marz sl. eftir
skamma legu, aðeins 65 ára að
aldri.
Mig langar til að minnast þess-
arar mágkonu minnar örfáum
orðum nú þegar leiðir skilja að
sinni, og þakka henni samfylgdina
á liðnum árum.
Guðný var fædd að Selkoti í
Þingvallasveit þann 20. desember
árið 1919, dóttir hjónanna Guð-
rúnar Einarsdóttur og Jóns
Bjarnasonar, sem þá bjuggu þar.
Árið 1936 fluttu þau hjónin til
Reykjavíkur með dæturnar sínar
fimm, þar sem Jón faðir hennar
stundaði trésmíðar fram á elliár.
Guðný ólst því upp í Þingvalla-
sveitinni fram til 16 ára aldurs, en
eftir það dvaldi hún að mestu í
foreldrahúsum í Reykjavík, en fór
þó að vinna fyrir sér við ýmis
störf, sem títt var um ungar stúlk-
ur í þá daga, um skólanám var víst
lítið að ræða utan barnaskóla í
sveitinni svo og lftilsháttar i
kvöldskólum eftir að til Reykja-
víkur kom. Hún var elst fimm
systra, og má segja að sérstakur
andi og samheldni hafi einkennt
þær alla tíð og það svo að fátítt
mátti heita.
Árið 1946 giftist Guðný, Guð-
mundi R. Jónatanssyni bifreiða-
stjóra og bifreiðakennara og síðar
baðverði við Sundhöll Rvíkur og
bjuggu þau bæði í Reykjavík og
Kópavogi þar til þau slitu sam-
vistum árið 1972, en tveimur árum
síðar andaðist Guðmundur 74 ára
að aldri.
Þeim Guðnýju og Guðmundi
varð ekki barna auðið, en systkin
sem misst höfðu móður sína ung
að árum tóku þau að sér og ólu
upp sem væru þau þeirra eigin
börn, Eyrúnu Jónsdóttur og Þor-
varð Jónsson, sem nú eiga á bak að
sjá ástríkri fósturmóður, sem ekki
reyndist þeim síður en þótt þau
hefðu verið hennar eigin börn,
einnig dvöldust hjá þeim Guðnýju
og Guðmundi systurdætur hans,
um lengri eða skemmri tíma, og
var þar sem um eina fjölskyldu
væri að ræða.
Guðný var greind kona, fjölhæf
listelsk og listræn og virtist hafa
og hafði gott vald á hverskyns list-
iðnaði, og var þá sama hvort um
var að ræða saumaskap hverskon-
ar, myndlist eða jafnvel trésmíðar
allt lék í höndum hennar, þá var
natni hennar við blóm og gróður
viðbrugðið, einnig hafði hún gott
vald á bundnu máli, og tónlistar-
hæfileikar voru henni í blóð born-
ir.
Til eru eftir hana bæði ljóð og
lög þó að fáir utan hennar nán-
ustu vissu um það, því hún var ein
þeirra, sem ekki báru slíkt á torg.
Nú síðustu árin starfaði Guðný
við síma- og afgreiðslustörf við
tilraunastöðina á Keldum í Mos-
fellssveit og var hún ákaflega
ánægð með það starf og samskipti
sín við starfsfólk stöðvarinnar,
sem reyndist henni frábærlega vel
í hennar erfiðu veikindum, sem
ber vott um að samskiptin hafi
verið gagnkvæm, og fyrir það skal
nú þakkað.
Ég og mín fjölskylda svo og
mágar hennar og systur og þeirra
fjölskyldur viljum að lokum færa
henni innilegar þakkir fyrir sam-
fylgdina og allar samverustund-
irnar, sem geymast munu í minn-
ingunni meðan ævin endist, sér-
staklega vil ég og konan mín
þakka þeim Guðnýju og Guð-
mundi alla hjálpina þegar við átt-
um í erfiðleikum á okkar fyrstu
búskaparárum, það verður aldrei
þakkað sem vert er.
Mig langar til að láta fylgja hér
lítið ljóð, sem hún gerði eitt sinn,
og mér finnst að geti vel verið mín
hinstu kveðjuorð til hennar nú að
leiðarlokum.
Sólrún, sofðu vært, Sólrún, við ljóðin mín,
kvöldstjörnur skína skært, skært líkt og
augun þín.
Húmkvöldið færir fró, friðurinn líður hljótt,
humar um hæð og skóg, Hrönn býður góða
nótt.
Guð blessi minningu minnar
góðu mágkonu.
Valdimar Lárusson
t
Þökkum auösýnda samúö viö fráfalt og jarðarför eiginkonu minnar,
RANNVEIGAR SVANHVÍTAR BENEDIKTSDÓTTUR.
Sérstaklega þökkum viö starfsfólki á fjóröu hæö á Sóivangi, Hafn-
arfiröi, fyrir góöa umönnun. Fyrir hönd barna, tengdabarna og
barnabarna,
Halldór Ásgeirason.
t
Þökkum innilega auösýnda samúö viö andlát og útför systur minnar.
mágkonu og fööursystur,
INGIBJARGAR ÓSK ARSDÓTTUR,
Laugarnesvegi 116.
Guómundur Óskarsson,
Þórgunnur Þorgrlmsdóttir
og börn.
t
Innilegt þakklæti til allra þeirra sem sýndu mér samúö og
hluttekningu viö andlát og jaröarfðr mannsins mins,
ÞORSTEINS ÞÓRDARSONAR.
Guö blessi ykkur öli.
Guörún Eyjólfsdóttir.
t
Viö þökkum innilega auösýnda samúö og vináttu viö andlát og útför
fóstursonar mins og bróöur,
STURLU STEINSSONAR.
Guö blessi ykkur öll.
Britt Steindórsson
Ofl
Steinn Einar Steinsson.