Morgunblaðið - 27.03.1985, Page 2

Morgunblaðið - 27.03.1985, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. MARZ 1985 Stjórn Sambandsins undirbýr ráðningu nýs forstjóra: Valið stendur um Val eða Guðjón Gengið frá ráðningu fyrir aðalfund Sam- bandsins, segir varaformaður þess STJORN Sambands íslenskra samvinnufélaga hefur nú hafið undirbúning að ráðningu næsta forstjóra Sambandsins. Vilji mun vera fyrir því innan stjórnarinnar að hægt verði að greina frá því á aðalfundi Sambandsins í sumar hver verði arftaki Erlends Einarssonar forstjóra, sem lætur af störfum ekki síðar en í árslok næsta árs. Stjórnin að undanskildum formanni hennar, Vali Arnþórssyni, átti viðræður við Guðjón B. Ólafsson, forstjóra Iceland Seafood Corporation, eftir síðasta stjórnarfund, þar sem stjórnin kannaði hug Guðjóns til starfans. „Það er ekkert um þessi mál að segja, annað en að það er ákveðið að það verði búið að ganga frá ráðn- ingu forstjóra fyrir aðalfund Sam- bandsins í Bifröst," sagði Finnur Kristjánsson, varaformaður Sam- bandsins, í samtali við blm. Mbl. í gær, er hann var spurður hvort hann væri því hlynntur að Guðjón B. Ólafsson yrði næsti forstjóri Sambandsins. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins, úr stjórn SÍS, yrði Guð- jón reiðubúinn að taka starfið að sér, ef eftir því yrði leitað við hann og er hann nú ásamt Val Arnþórssyni, formanni stjórnar Sambandsins, talinn einna líkleg- astur til að hreppa hnossið. Axel Gíslason, aðstoðarforstjóri Sam- bandsins og framkvæmdastjóri skipadeildar Sambandsins, hefur einnig verið nefndur í þessu sam- bandi, en þó sjaldnar en þeir Guð- jón og Valur. Sömu heimildir úr stjórn SÍS herma að Valur haldi sig fyrir utan umræðuna um nýjan for- stjóra, þar sem hann sé annar tveggja, sem helst séu orðaðir við starfið. Notaði stjórnin tækifærið til þess að ræða við Guðjón, þar sem hann var staddur hér á landi, en meiningin er að ræða við Val á sama hátt á næsta stjórnarfundi. „Ég hafði ekki hugmynd um að svona lagað væri blaðamatur á ís- landi og það er alveg á hreinu að ég mun ekkert láta frá mér fara um þetta mál,“ sagði Guðjón B. Ólafsson, er blm. Mbl. spurði hann í gær hvort hann gerði sér vonir um að verða ráðinn forstjóri Sam- bandsins. „Stjórn Sambandsins mun fljót- lega fjalla um ráðningu forstjóra á formlegan hátt,“ sagði Valur Arnþórsson, stjórnarformaður Sambandsins, í samtali við blm. Mbl. í gær, „en þó að hún fjalli um það fljótlega, þá er ekki þar með sagt að það verði tekin ákvörðun alveg á næstunni.” Aðspurður um hvort hann myndi taka fullan þátt í þeirri umfjöllun, þegar þar að kæmi, sagði Valur: „Já, ég reikna með að ég setji það á dagskrá á stjórnar- fundi, áður en langt um líður." Valur sagði að ráðning forstjóra Sambandsins hefði ekki verið rædd á stjórnarfundi mjög lengi. BreUrnir Michael Duces, flugmaður, og félagi hans, Francis Sicara, i tröppum Borgarspítaians í júlí í fyrra. Miðnætursólin heillar þá aftur til íslands BreUrnir tveir, Francis Sicara og einkaflugmaðurinn Michael Duces, sem brotlentu einshreyfilsvél á Ei- ríksjökli í fyrrasumar og var bjarg- að þaðan naumlega, hyggja á aðra íslandsreisu nú í sumar. Að sögn Skúla J. Sigurðssonar hjá Loftferðaeftirlitinu hefur hann fengið bréf frá öðrum þeirra og kemur þar fram að flugmaðurinn Michael Duces hafi fest kaup á nýrri tveggja hreyfla flugvél. Vélin á að vera hæfari til flugs hingað til lands og hafi þeir félagar í hyggju að koma hingað í kringum 20. júni eins og í fyrra og freista þess enn á ný að fljúga til Grímseyjar og njóta þar mið- nætursólar 21. júní. Um 90 nemendur í fjórum skólum hverfa frá námi Tveir kennarar komu ekki til starfa MENNTAMÁLARÁÐUNEYTINU var í gær kunnugt um tvo framhaldsskóiakennara, sem ekki snéru aftur til kennslustarfa nú eftir helgina. Ekki er Ijóst, hversu margir framhaldsskólanemendur hafa hætt námi, en Mbl. leitaði í gær upplýsinga hjá fjórum skólameisturum utan Reykjavíkur og kom í Ijós, að um 90 nemendur hafa sagt sig úr þessum skólum. Fjárhagur nemenda farið versnandi „Um 15—20 nemendur hafa hætt námi við Menntaskólann á Egils- stöðum nú, sem er að vísu ekki allt hægt að rekja til stöðvunar skól- ans,“ sagði Vilhjálmur Einarsson, skólameistari ME. „Það heltast allt- af einhverjir úr lestinni þegar líða tekur á árið, en vissulega eru þeir fleiri nú en verið hefur. Ein ástæðan er sú, að fjárhagur nemenda hefur farið versnandi og þeir eru margir sem leggja metnað sinn í að vinna sjálfir fyrir sér á meðan á námi stendur. Það er kostur við áfanga- kerfið að hægt er að sleppa úr önn og önn, sem er viðaminna en að yfir- gefa bekkinn sinn fyrir fullt og allt. Þeir nemendur, sem hættu núna, eru frekar þeir sem stóðu höllum fæti fyrir, voru ekki eins áhugasam- ir um námið og hinir. Einnig er greinilegt að stúdentsefni hafa ekki gefist upp, það er fremur fólk sem er komið styttra í námi, er á fyrstu önnum,“ sagði Vilhjálmur. Að sögn Vilhjálms er ákveðið að kenna 11 daga sem annars heföu verið frídagar og væri þannig unnt að forðast það að skólinn starfaði fram á sumar. „Það skiptir nemend- ur verulegu máli, því þeir verða að fá fulla sumarvinnu til að kosta námið,“ sagði skólameistari ME að lokum. Stúdentsefni halda áfram Þórir Ólafsson, skólameistari Fjölbrautaskólans á Akranesi, sagði nokkuð um það að nemendur hefðu hætt námi. „Það hefur ekki farið fram endanleg liðskönnun hjá okk- ur, en þó er ljóst að formlega hafa um 20—30 nemendur sagt sig úr skóla og líklega eiga einhverjir eftir að bætast við,“ sagði Þórir. „Það eru frekar nemendur sem skemmra eru á veg komnir í námi sem hætta nú, en þeir sem stefndu á útskrift í vor gera það enn,“ sagði hann. þeir sem stóðu lakast hættu „Ekki er enn orðið endanlega ljóst hve margir nemendur hafa hætt námi við Menntaskólann á Laugar- vatni, en líkur eru á að þeir verði um 10 af 170 nemendum,“ sagði Krist- inn Kristmundsson, skólameistari. „Þessir nemendur eru fyrst og fremst í fyrsta bekk skólans, en 3 eru lengra komnir. Ekkert stúdents- Þekkja ekki nokkurn skap- aðan hlut til okkar sögu - segir Einar Olgeirsson um áhugamenn innan Alþýðubanda- lagsins um inngöngu í Alþjóðasamband jafnaðarmanna „ÞETTA er hugmynd hjá mönnum, sem þekkja ekki nokkurn skapaðan hlut til okkar sögu, en ég held að það sé engin stemmning fyrir þessu,“ sagði Einar Olgeirsson fyrrum forustumaður Sósíalistaflokks íslands og einn af forvígismönnum Alþýðubandalagsins við stofnun þess, er hann var spurður álits á þeim áhuga sem er innan Alþýðubandalagsins á að sækja um inngöngu í Alþjóðasamband jafnaðarmanna. Einar segist enga trú hafa á að það sé mikill áhugi innan Alþýðubandalagsins á þessari inngöngu og segist algjörlega á móti henni. Ennfremur var rætt við Ás- eina skynsamlega væri að vilja geir Bl. Magnússon, fyrrum for- ustumann Sosíalistaflokksins, en hann vildi ekki láta hafa neitt eftir sér. Már Guðmundsson hagfræðingur, einn forustu- manna Fylkingarinnar á þeim tíma sem liðsmenn hennar gengu inn i Alþýðubandalagið, sagði aðspurður: „Ég vil ekki Uá mig um mál þetta, sízt í Mbl. Eg tjái mig fyrst á vettvangi Al- þýðubandalagsins.“ Einar Olgeirsson sagði m.a., að hann hefði mikla reynslu af erlendum samskiptum frá fyrri tíð og sú reynsla segði að hið hafa gott og bróðurlegt samband bæði við kommúnistaflokka og sosíaldemókrataflokka, en stað- setja sig utan bandalaga og halda sjálfstæði með sinni ís- lenzku pólitík. Hann gerði að umræðuefni reynsluna frá í tið gamla Alþýðuflokksins og sagði: „Við fengum að vita það þá. Al- þýðuflokkurinn fékk þá fjár- málastyrk frá dönsku krötunum, sem gerðu það að skilyrði að kommúnistarnir yrðu smám saman reknir úr flokknum og fengju hvergi að fara fram. Þess vegna var það, þegar ólafur Friðriksson átti að fara fram í Vestmannaeyjum 1923, að það var kallað til baka vegna þess að Danirnir settu þessi skilyrði. Þeir fóru, dönsku kratarnir, að skipta sér alltof mikið af okkar innanlandsmálum og héldu þessu áfram allan tímann, eins og kom bezt fram í sambandi við lýðveldisstofnunina. Þetta voru voðaleg deilumál og óttaleg vit- leysa, sem varð til þess að Al- þýðuflokkurinn klofnaði, en hann hefði alveg getað haldið saman.“ Einar sagði ennfremur að vel gæti verið að forustumenn Al- þýðubandalagsins í dag þekktu ekki söguna. Einar rakti frekar sögu gamla Alþýðuflokksins og kvað hann hafa verið duglegan við að reka menn úr flokkum, Hannibal hefði verið rekinn, ennfremur Héðinn Valdimars- son, enda væri Alþýðuflokkurinn smár í dag. Hann var þá spurð- ur, hvort hann teldi inngöngu Alþýðubandalagsins í Alþjóða- samband jafnaðarmanna geta leitt til klofnings Alþýðubanda- lagsins. „Maður veit það ekki. Það gæti vel verið að menn álp- uðust til þess en þá býst ég við að það gæti orðið vitleysa hér heima. En ég held að það sé eng- in stemmning fyrir þessu. Þetta er hugmynd frá mönnum sem þekkja ekki nokkurn skapaðan hlut til okkar sögu.“ Einar ítrekaði að lokum, að hann teldi skynsamlegast að hafa hlutina eins og gert hefði verið við stofnun Sosíalista- flokksins, en þá hefði verið sam- þykkt að hafa samband bæði við kommúnistaflokka og sósíal- demókratíska, án þess að ganga í alþjóðasamtök, en aftur á móti hefðu krataflokkar þá aldrei viljað hafa neitt samband við þá. efni hefur hætt. Það eru fyrst og fremst þeir sem mest þurftu að vinna upp vegna lélegs undirbún- ings sem hættu.“ Kristinn sagði skólahald vera að færast í eðlilegt horf, enda hefðu allir kennarar skilað sér aftur til starfa. Margir komnir í vinnu Jón Hjartarson, skólameistari Fjölbrautaskólans á Sauðárkróki, sagði að líkur væru á að um 10% nemenda skiluðu sér ekki aftur I skólann eftir stöðvunina. „Formlega voru 30 nemendur búnir að segja sig úr skóla áður en deilai. leystist og það eru helst þeir nemendur sem lengst eiga að sækja skólann, t.d. frá Vestfjörðum og Austfjörðum. Marg- ir þeirra fóru strax í vinnu og óttast að missa hana ef þeir snúa aftur til skólans nú og verða þannig atvinnu- lausir í sumar. Tveir nemendur, sem hugðust taka stúdentspróf í vor, eru hættir, en aðrir voru skemmra komnir í námi. Skólastarfið er að komast á fullan skrið aftur, enda komu allir kennarar til starfa aft- ur,“ sagði Jón Hjartarson að lokum. Alþjóðlega skák- mótið á Húsavík: Jón L. Arna- son sigraði Náði áfanga að stórmeistaratitli Húsavík. 26. ■ ALÞJÓÐLEGA skákmótinu á Húsavfk lauk í dag meó sigri Jóns L. Árnasonar og náði hann með því áfanga að stór- meistaratitli. Einnig náði Áskell Kára- son fyrsta áfanga að FIDE-meistara- titlL Úrslit i síðustu umferð mótsins urðu þau að Helmers vann Pálma, jafntefli gerðu Jón L. Árnason og Áskell, Lombardy og Karl, Zucker- man og Lein, Kisdall og Helgi og Guðmundur og Sævar. Sigurvegari mótsins var sem áður sagði Jón L. Árnason með 8 vinn- inga. Lein varð i 2. sæti með 714 vinning, Lombardy varð í 3. sæti með 7 vinninga, og í 4. og 5. sæti voru þeir Helgi Ólafsson og Zuck- erman með 6V4 vinning. — Fréttaritari.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.