Morgunblaðið - 27.03.1985, Side 6

Morgunblaðið - 27.03.1985, Side 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. MARZ 1985 Messan V Eg hef lengi ætlað mér að rita hér í dálkinn um útvarps- messur, en ekki komið því í verk af einhverjum ástæðum, kannski vegna þess að predikunin hefir ekki hrifið mig nægilega uppúr skónum, fyrr en nú á sunnudag- inn, að í stól Garðakirkju steig ungur prestur, séra örn Bárður Jónsson, er flutti skínandi predik- un er vel má sjá stað á prenti. Vil ég leyfa mér að minnast á örfá atriði í máli séra Arnar. í fyrsta lagi kom séra Örn fram með þá kenningu að senn stæði fyrir dyrum .. trúarleg vakning á íslandi. Byggði séra Örn þessa skoðun á þvi, að á umliðnum öld- um hefði oft komið fram vakning heilags anda víða um heim, og slík vakning hefði einmitt átt sér stað á Vesturlöndum, á allra síðustu árum. Eitt sérkenna þeirrar vakn- ingar væri fyrirbeiðsla, og bæðu nú kristnir menn víða um lönd sérstaklega fyrir íslensku þjóð- inni. Gaf séra Örn sterklega til kynna að þetta fólk vænti ... mikils trúarlegs atburðar á ís- landi. Ég hef ekki heyrt þessa kenningu fyrr en fagna henni mjög, því hversu dásamleg verður ekki sú stund er birtir yfir landi voru, og hið andlega Ijós upp- tendrar sálirnar. Sjá, ég sendi yður. . . En séra Örn notaðist ekki bara við eigin orðabelg, hann seildist og í skjóðu séra Jóns Vídalín, sem reyndar fæddist að Görðum 1666. Hræddur er ég um að sumum hreintungustefnumanninum þætti klúðurslegt málfarið hjá séra Jóni, en söm er snilldin. Og texti Jóns vakti hjá mér þá hugsun hversu vonlítið er aö ætla sér að hefta umbreytingu tungunnar, mál vort hlýtur ætíð að bera keim af umhverfinu og umbyltingu lífsháttanna. En hitt er náttúru- lega alvarlegra mál, þegar málfar vort tekur að laga sig að málheimi fjarlægra menningarsamfélaga, þá er vissulega hætta á ferðum. Það var annars athyglisvert, hve alþýðlegt málfarið var hjá séra Erni Bárði. Þannig eiga prestar að vera, þeir eiga að tala tilgerðar- laust og beint til fólks og taka dæmi úr daglegu lífi, máli sinu til áréttingar. Þessu til stuðnings vil ég nefna smá dæmisögu úr predikun séra Arnar. Þar segir frá konu nokk- urri er kom sárþyrst eftir Guðs orði, til prests síns eftir fjórtán ára bænastand. En hefurðu nokk- urn tímann gefið þér tíma til að hlusta á Guð? spurði prestur. Nei, ég hef alltaf verið að biðja, sagði konan. Þá skaltu nú hvíla þig svo- lítið á bænagerðinni, en hlusta þess í stað í svo sem 15 mínútur á dag, til dæmis á meðan þú grípur í prjónana þína. Nokkru síðar birt- ist konan aftur hjá presti: Nú finn ég návist hans. . . og ég þekkti eigi Þannig brýst ljósið til okkar í gegnum litla dæmisögu, sem segir okkur að hvíla eyrun andartak frá skarkala heimsins, og þá muni oss berast vísbending. Séra örn trúir því að Guð sé persóna, sem tjáir sig óbeint í táknum og vísbending- um og stendur okkur nærri. Guð er þannig ekki óljós andi á sveimi um algeim, hann er persónulegur, gæddur vilja og þrám. Einn mesti guðfræðingur þjóðarinnar sagði eitt sinn við mig, er ég spurði hann að því, hver væri skýringin á því, að algóður Guð legði stundum óbærilega byrði og sorgarklafa á herðar sumra einstaklinga. Lestu Jobsbók, þar er rætt um þennan leyndardóm. Máski er þar að finna þann persónulega vin er öllu veld- ur? Ólafur M. Jóhannesson ÚTVARP / S JÓN VARP Fjallað um aðskilnaðar- stefnuna í S-Afríku ■■■■■ Hinn vikulegi OA 20 þáttur „Mál til umræðu" er á dagskrá útvarps í kvöld kl. 20.30. Að þessu sinni er það þó ekki þeir félagar Matthías Matthíasson og Þóroddur Bjarnason sem stjórna þættinum heldur nemendur í öðrum bekk Leiklistarskóla íslands og fjallar þátturinn um að- skilnaðarstefnu stjórn- valda í Suður-Afríku. Þátturinn er unninn í tengslum við NOD, sam- starf framhaldsskóla- nema á Norðurlöndum, en í tilefni af ári æskunnar standa námsmenn á Norð- urlöndum fyrir miklu framtaki í samvinnu við hjálparstofnanir kirkn- anna i viðkomandi lönd- um, til að bæta kjör svartra í Suður-Afríku, þá sérstaklega hvað varðar menntamálin. Hápunktur verkefnisins er á morgun, fimmtudag, en þá verður fyrirtækjum boðinn vinnukraftur námsfólks í einn dag gegn greiðslu lágmarkslauna. Fénu sem safnast verður varið til styrktar æskulýðsdeildar Samkirkjuráðs Suður- Afríku til uppbyggingar menntamála sem fyrr I þættinum í kvöld verður fjallað um kyn- þáttaaðskilnaðinn í Suð- ur-Afríku en í kosningum 1948 sigraði Þjóðernis- flokkurinn og í kjölfarið var aðskilnaðarstefnan fullmótuð og bundin stjórnarskrá. Rakin verð- ur þróun mála fram til dagsins í dag, fjallað um menntunar og menning- armál í Suður-Afríku og leikin tónlist inn á milli. Fræðslumynd um hugsýki ■i Síðast á dag- 40 skrá sjónvarps “ í kvöld er kan- adísk fræðslumynd um rannsóknir á þunglyndi eða hugsýki eins og það er oft kallað. Fjallar myndin um sálfræðiprófessor sem varð fyrir því óláni að verða gripinn sjúklegu þunglyndi og er sagt frá því sem hann gekk í gegn- um. Þá verður rætt um rannsóknir sem gerðar hafa verið á orsökum hugsýki eða þunglyndis. Ymsir hafa haldið því fram að þunglyndi sé efnaskiptasjúkdómur, þ.e. efnaskipti heilans séu óeðlileg, aðrir vilja meina að sjúkdómurinn sé að- eins sálræns eðlis. Nýjustu rannsóknir benda þó til þess að hvort tveggja muni koma til og einnig að eiginleikinn að verða gripinn slíku þung- lyni sé ef til vill arfgeng- ur. Hins vegar þurfi ákveðið áreiti úr um- hverfinu til þess að þung- lyndi komi fram. Sam- kvæmt þessu þurfa því ekki allir þeir sem erfa eiginleikann, að verða gripnir hugsýki, heldur þarf sambland með- fæddra eiginleika og áhrifa umhverfisins. Loks verða sýndar í þættinum tilraunir sem gerðar hafa verið til að ráða bót á hugsýkinni. David Attenborough í skógarferð. Frumskógarlíf 4. þáttur myndaflokksins Lifandi heimur ■i Fjórði þáttur 40 breska heim- “ ildamynda- flokksins Lifandi heimur er á dagskrá sjónvarps í kvöld og nefnist hann Frumskógarlíf. í þessum þætti heim- sækir David Attenbor- ough stærstu frumskóga jarðarinnar, á Amazon- svæðinu, í Malaysíu og víðar, í þeim tilgangi að kanna hið fjölskrúðuga dýra- og plöntulíf sem þar þrífst. Attenborough lætur fátt aftra sér í rannsókn- arferðum sínum og í þess- um þætti vílar hann það ekki fyrir sér að klifra upp í risa tré nokkuð í regnskógi Asíu til að kanna hið fjölskrúðuga dýralíf sem eitt tré getur haft að geyma. Rannsakar hann hvert belti fyrir sig, og þær mismunandi dýra- tegundir sem lifa á hverju belti. En plöntulífið er ekki síður fjölskrúðugt en dýralifið og fáum við til dæmis að berja augum, stærsta blóm veraldar, sem ku vera all sérkenni- legt, svo ekki sé meira sagt. ÚTVARP MIÐVIKUDAGUR 27. mars 7.00 Veöurfregnlr. Fréttir. Bæn. A virkum degi. 7.20 Leikfimi. Tilkynningar. 7.55 Daglegt mál. Endurt. þáttur Siguröar G. Tómas- sonar frá kvöldinu áöur. 8.00 Fréttir. Tilkynningar. Dagskrá 8.15 Veðurfregnir. Morgunorð: — Niels Arni Lund talar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: . Albert" eftir Ole Lund Kirkegaard. Valdls Óskars- dóttir les pýöingu Þorvalds Kristinssonar (3). 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynn- ingar. Tónleikar. 9.45 Þing- fréttir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veður- fregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). 10.45 islenskir einsöngvarar og kórar syngja. 11.15 Ur ævi og starfi Islenskra kvenna Umsjón: Björg Einarsdóttir. 11A5 Islenskt mál Endurtekinn þáttur Guörúnar Kvaran frá laugardegi. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til- kynningar. 12^0 Fréttir. 12.45 Veöur- fregnir. Tilkynningar. Tón- leikar 13út0 Barnagaman Umsjón: Sólveig Pálsdóttir. 13J0 Þýsk dægurlög 14.00 „Eldraunin" eftir Jón Björnsson Helgi Þorláksson les (5). 14.30 Miödegistónleikar Hornkonsert I Es-dúr eftir Christoph Förster. Barry Tuckwell og St. Martin-in- the-Fields hljómsveitin leika: Neville Marriner stjórnar. 14A5 Popphólfið — Bryndís Jónsdóttir. 15M Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Johann Sebætian Bach — Ævi og samtlö eftir Hendrik Willem van Loon. Þýtt hefur Arni Jóns- son frá Múla. 19.05 Afmælismót Taflfélags Húsavlkur. Friðrik Ólafsson flytur skákskýringar. 19.25 Aftanstund. Barnaþáttur meö innlendu og erlendu efni: Sðguhorniö — Skipiö sem gat siglt bæði á sjó og landi, sögumaður Halldór Torfason. Kanlnan meö köfl- óttu eyrun og Högni Hinriks, sögumaöur Helga Thorberg. 1150 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.40 Lifandi heimur. 4. Frum- skógallf. Jón Múli Arnason les (3). 16.50 Síödegistónleikar Sellósvlta nr. 1 I G-dúr eftir Johann Sebastian Bach. Gunnar Kvaran leikur. 17.10 Slðdegisútvarp Tilkynningar 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvðldfréttir. Tilkynningar. 19.45 Málræktarþáttur Baldur Jónsson formaöur Is- lenskrar málnefndar flytur. 19-50 Horft I strauminn með Kristjáni Róbertssyni. (RUVAK.) 20.00 Útvarpssaga barnanna: ■ Grant skipstjóri og börn hans“ eftir Jules Verne. Ragnheiður Arnardóttir les MIÐVIKUDAGUR 27. mars Breskur heimildamynda- flokkur I tólf þáttum. Umsjónarmaöur David Att- enborough. I þessum þætti er m.a. sýnt hiö ótrúlega fjöl- skrúðuga llf sem eitt risatré I regnskógí I Aslu hefur að geyma. Þýðandi og þulur Óskar Ingi- marsson. 21.50 Herstjórinn. Sjöundi þátt- ur. þýöingu Inga Sigurðssonar (13). 20.20 Mál til umræöu Þátturinn fjallar um aöskiln- aðarstefnu stjórnvalda I Suður-Afríku og er unninn af nemendum í öðrum bekk Leiklistarskóla Islands. 21.00 Organleikur I Kristskirkju Höröur Askelsson leikur á tónleikum I mars I fyrra. a. Svlta eftir Jean Adam Guilain. b. Prelúdla I e-moll eftir Nik- olaus Bruhns. c. Inngangur og passa- caglia I d-moll eftir Max Reg- er. 21.30 Að tafli Jón Þ. Þór flytur skákþátt. Bandarfskur framhalds- myndaflokkur I tólf þáttum, gerður eftir metsölubókinni .Shogun'' eftir James Cla- veil. Leikstjóri Jerry London. Að- alhlutverk: Richard Chamb- erlain, Toshiro Mifune og Yoko Shimada. Þýðandi Jón O. Edwald. 22.40 Baráttan viö hugsýkina. Kanadfsk fræðslumynd um rannsóknir á þunglyndi. orsökum þess og tilraunir til aö ráöa bót á þvf. Þýðandi Jón O. Edwald. 23.10 Fréttir (dagskrárlok. 22.00 Lestur Passlusálma (44) 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsíns. 22.35 Tlmamót Þáttur I tali og tónum. Um- sjón: Arni Gunnarsson. 23.15 Nútfmatónlist Þorkell Sigurbjðrnsson kynn- ir. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. 10.00—12.00 Morgunþáttur Stjórnandi: Kristján Sigur- jónsson. 144)0—15.00 Eftir tvö Stjórnandi: Jón Axel Ólafs- son. 15.00—16.00 Nú er lag Gömul og ný úrvalslög að hætti hússins. Stjórnandi: Gunnar Salvars- son. 16.00—17.00 Vetrarbrautin Þáttur um tómstundir og úti- vist. Stjórnandi: Júllus Einarsson. 17.00—18.00 Tapaö fundið Sögukorn um soul-tónlist. Stjórnandi: Gunnlaugur Sig- fússon. SJÓNVARP

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.