Morgunblaðið - 27.03.1985, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 27.03.1985, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. MARZ 1985 27 Morgunblaðið/Ól.K.Mag. Karl Agúst Úlfsson, Guðrún Stephensen og Borgar Garðarsson. Fyrir aftan þau standa Ingibjörg Björnsdóttir hvíslari og hjálparhella og Stígur Steinþórsson, sem gerði leikmyndina. á sig fá, þó ýmislegt bjáti á. Kannski er hún heldur glaölégri en gengur og gerist með fólk á hennar aldri og það væri betra ef fleiri væru eins og hún.“ Und- ir þetta tóku Borgar og Karl Ág- úst. „Hún sér alltaf björtu hlið- arnar á öllum málum," heldur Guðrún áfram. „Mér hefur fund- ist ákaflega ánægjulegt að vinna þetta hlutverk. Að vísu olli það mér miklum kvölum fyrst í stað hvað ég þarf að syngja mikið. Ég hef nefnilega sáralitið sungið, nema þá fussumsveiið hennar Soffíu frænku. En ég hef fengið mikið hrós frá drengjunum hér fyrir sönginn svo nú er ég alveg óhrædd við þetta." „Bekkurinn er uppbót á per- sónuleika Valborgar og hug- myndaflug," sagði Karl Ágúst Úlfsson um hlutverk sitt. „Með hans hjálp leikur hún fyrir sjálfa sig og áhorfendur persón- ur úr lífi sínu. í þessu hlutverki eru miklar sveiflur og snögg veðrabrigði. Bekkurinn sveiflast eftir því á hverju Valborg þarf að halda. Það er gríðarlega skemmtilegt að glíma við að finna lausn á þessari persónu, sem þó er ekki persóna. Það er gaman að reyna að finna jafn- vægið, því bekkurinn sýnir mannlega viðkvæmni og heldur einnig uppskrúfaðar hátíðarræð- ur, svo eitthvað sé nefnt.“ Þessi sýning hefur þá sérstöðu að leikhúsgestum gefst kostur á að fá mat fyrir sýninguna og er hann borinn fram frá kl. 19.00. Borðhaldi lýkur um kl. 20.30 þeg- ar sýningin hefst. Á matseðlin- um er boöið upp á mat að dönsk- um hætti. Einnig verða síðdeg- issýningar og þá er boðið upp á kaffi og með því, svo sem Napó- leonskökur og dönsk vínarbrauð. Borgar Garðarsson sagði að lokum að leikmyndin miðaðist við að hægt væri að fara með sýninguna í leikför, hvort sem er innanbæjar eða út á land, þegar sýningum lýkur á Litla sviði Þjóðleikhússins. Góð pólitík um lífið og tilveruna - segir Borgar Garðarsson leikstjóri, um leikritið Valborg og bekkurinn sem Þjóðleikhúsið frumsýnir í kvöld Þjóðleikhúsið frumsýnir í kvöld á Litla sviðinu leikritið „Valborg og bekkurinn" eftir danska leik- ritahöfundinn Finn Methling, í þýðingu Þrándar Thoroddsen. Leikstjóri er Borgar Garðarsson og leikmvnd er eftir Stíg Steinþórs- son. I hlutverki Valborgar er Guð- rún Þ. Stephensen, en Karl Ágúst Úlfsson leikur bekkinn. „Þetta er fyrsta verkið sem ég leikstýri," sagði Borgar Garð- arsson, er blm. Morgunblaðsins leit inn á æfingu fyrir nokkrum dögum. „Um leikritið get ég sagt að það var skrifað árið 1973 og frumsýnt í Danmörku. Síðan hefur það verið sýnt í fjölmörg- um löndum og hefur notið mik- illa vinsælda á Norðurlöndum. Ég þekki verkið vel frá fyrri tíð, því ég lék sjálfur í því árið 1976 í Finnlandi. Ég kann það mjög vel og bý að því. Þessi uppfærsla er þó ekkert í líkingu við þá sýn- ingu. Það væri líka ómögulegt, t.d. vegna þess hve ég og Karl Ágúst erum ólíkir menn.“ — En bekkurinn, hvernig er hægt að leika hann? „Bekkurinn er í raun persónu- gervingur, sem Valborg býr til. Valborg er ekkja og leikritið fjallar um það er hún sest á garðbekk og spjallar við hann um líf sitt, ástir og hjónaband. Garðbekkurinn hjálpar henni við að rifja upp smáatriðin og þau leika siðan atvik úr lífi Valborgar og bregða sér í gervi margra persóna. Verkið er í mjög léttum dúr, en samt sem áður má segja að í því sé góð pólitík um lífið og til- veruna. Þetta er skemmtilegt verk, enda verður að vera gaman í leikhúsinu. Gott verk á að vera skemmtilegt, en þó þannig að leikhúsgestir leiði seinna hug- ann að því sem sagt var. Ég tel Borgar Garðarsson leikstjóri. að þetta verk sé þannig. Það leið- ir hugann að vandamálum aldr- aðra, hvernig litið er á þá og hvernig ætlast er til að þeir hagi sér. Valborg er lífsglöð kona sem er ekkert á því að hætta að lifa. Textinn er allur í bundnu máli, en flýtur þó áfram sem eðlilegt tal. Það er mikið sungið og rifjuð upp þekkt alþýðulög úr ýmsum áttum. í upphafi var ákveðið að halda alveg þessu danska andrúmslofti sem er í leikritinu, en reyna ekki að heimfæra það upp á ísland. Þrándi Thoroddsen hefur tekist þetta mjög vel og alveg náð þess- um svokallaða danska húmor." Guðrún Stephensen sagði að Valborg væri mjög mannleg persóna. „Þetta er mjög skemmtilegt hlutverk," sagði hún. „Valborg er svo glaðsinna og bjartsýn og hún lætur ekkert OOEHOC-BHOOBEOC IH 30B 0‘ I! Bolholt BH O C WM OQ gH O O 0 C 0 Suðurver Vornámskeið 1. apríl — 16. maí Líkamsrækt og megrun fyrir konur á öllum aldri ★ Morgun-, dag- og kvöldtímar. ★ Tímar 2 eöa 4 sinnum í viku. ★ Lausir tímar fyrir vaktavinnufólk. ★ Byrjendaflokkar — framhaldsflokkar 60 mín. strangir tímar, megrunarflokkar eöa rólegir tímar. ★ Allir finna flokk viö sitt hæfi hjá JSB. ★ Sturtur, sauna, Ijós. Fullkomin Ijósastofa í Bolholti. £ Líkamsrækt JSB Innritun stendur yfir \fc Símar 83730 Suöurveri — Sími 36645 Bolholti. Kennarar: Suöurveri: Bára, Anna, Sigríöur, Agnes. Bolholti: Bára, Anna, Sigríöur. Lestunar- áætlun Skip Sambandsins munu ferma til íslands á næstunni sem hér segir: HULL/GOOLE: Dísarfell 8/4 Dísarfell 22/4 Dísarfell 6/5 Dísarfell 20/5 ROTTERDAM: Dísarfell 9/4 Dísarfell 23/4 Dísarfell 7/5 Dísarfell 21/5 ANTWERPEN: Dísarfell 10/4 Dísarfell 24/4 Dísarfell 8/5 Dísarfell 22/5 HAMBORG: Dísarfell 29/3 Dísarfell 12/4 Dísarfell 26/4 Dísarfell 10/5 Dísarfell 24/5 HELSINKI/TURKU: Arnarfell 9/4 Hvassafell 22/4 OSLÓ: Hvassafell 1/4 Mælifell 17/4 FALKENBERG: Arnarfell 26/4 LARVÍK: Jan 4/4 Jan 15/4 Jan 29/4 Jan 13/5 GAUTABORG: Jan 3/4 Jan 16/4 Jan 30/4 Jan 14/5 KAUPMANNAHÖFN: Jan 2/4 Jan 17/4 Jan 1/5 Jan 15/5 SVENDBORG: Jan 1/4 Jan . 18/4 Jan . 2/5 Jan . 16/5 ÁRHUS: Jan . 1/4 Jan . 18/4 Jan . 2/5 Jan . 16/5 GLOUCESTER, MASS.: Jökulfell . 13/4 HALIFAX, KANADA: Jökulfell ....... 14/4 SKIPADEILD SAMBANDSINS Sambandshúsinu Pósth. 180 121 Reykjavík Sími 28200 Telex 2101 Wterkurog kj hagkvæmur auglýsingamiöill! EH BX3 EE J C t*I»J u ö KM O O O [*M O O [*M ÞM 0 C [*M
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.