Morgunblaðið - 27.03.1985, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 27.03.1985, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. MARZ 1985 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. MARZ 1985 33 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 330 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 25 kr. eintakiö. Málefnin ráða ingflokkur og fram- kvæmdastjórn Fram- sóknarflokksins hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu þess efnis, að ekki verði séð að önnur ríkisstjórn en sú sem nú situr fái ráðið við þau verkefni sem framsóknar- menn telja brýnust og fleiri mikilvæg verkefni sem við blasa. Jafnan ályktuðu þessar valdastofnanir Framsóknar- flokksins á þann veg, að kosn- ingar nú myndu augljóslega tefja mjög afgreiðslu nauð- synlegra mála og jafnvel stefna þeim í voða. Þá árétta þingflokkur og framkvæmda- stjórn, að Framsóknar- flokkurinn standi heill að stjórnarsamstarfinu og hann muni ekki víkja sér undan þeim stóru þjóðfélagsverk- efnum sem flokkurinn vinnur nú að, eins og það er orðað. í sjálfu sér er það merki- legt, að þingflokkur og fram- kvæmdastjórn í flokki for- sætisráðherra skuli sjá til þess ástæðu að gera ályktun af þessu tagi. Forystusveit flokksins telur nauðsynlegt að stöðva vangaveltur innan hans um að stjórnarsam- starfið sé að bresta fyrir til- stilli Framsóknarflokksins og einnig að þörf sé á því út á við að styrkja pólitískar undir- stöður stjórnarsamstarfsins með þessum hætti. Þess hefur orðið vart í ályktunum frá Sambandi ungra framsóknarmanna og á fundi Framsóknarfélags Reykjavíkur, að ýmsir fram- sóknarmenn séu teknir að ef- ast um gildi stjórnarsam- starfsins. Með samþykkt sinni hafa þingflokkur og framkvæmdastjórn nú bund- ið enda á vangaveltur manna um að stjórnin fari frá vegna einhiiða ákvarðana fram- sóknarmanna. Steingrímur Hermannsson, forsætisráð- herra og formaður Fram- sóknarflokksins, hefur hins vegar sagt, að stjórnin muni ekki lifa af aðra eins koll- steypu í efnahagsmálum og varð við gerð síðustu kjara- samninga. Með ályktun sinni nú eru framsóknarmenn einnig að koma því á framfæri, að það séu ekki þeir heldur hugsan- lega sjálfstæðismenn sem vilji spilla fyrir ríkisstjórn- inni. Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokks- ins, og Steingrímur Her- mannsson, forsætisráðherra, skiptust á orðsendingum í fjölmiðlum fyrir helgina í til- efni af orðum sem höfð voru eftir Friðrik Sophussyni, varaformanni Sjálfstæðis- flokksins, og túlkuð eru á þann veg, að hann vilji kosn- ingar sem fyrst. I Morgunblaðsviðtali af þessu tilefni segir Þorsteinn Pálsson meðal annars, að Framsóknarflokkurinn hafi verið órólegur í stjórnar- samstarfinu upp á síðkastið. Framsóknarmenn hafi birt lista um ágreiningsefni, sem til stjórnarslita gætu leitt. Með þeirri samþykkt fram- sóknarmanna sem hér hefur verið lýst er tekinn af allur vafi í þessu efni. Framsókn- armenn vilja að stjórnin starfi áfram og hraðað verði afgreiðslu mikilvægra mála og þeir nefna tvö þeirra, að- stoð við húsbyggjendur og bændur vegna fjárhagserfið- leika og nýsköpun í atvinnu- lífi, fyrir utan samráðið við aðila vinnumarkaðarins. í Morgunblaðsviðtalinu sagði Þorsteinn Pálsson það ekki tímabært að svara spurningum um kosningar eins og sakir standa og bætti við: „Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldrei hlaupist frá verkum, þegar hann hefur átt aðild að ríkisstjórn. Við mun- um láta málefnalegar for- sendur ráða framhaldi þessa samstarfs." Séu þessar yfirlýsingar all- ar dregnar saman er ljóst, að þeir Þorsteinn Pálsson og Steingrímur Hermannsson eru sammála um að ræða ekki kosningar núna og láta málefni ráða lífi ríkisstjórn- arinnar. í sjálfu sér kemur þetta engum á óvart. Sú spurning vaknar, hvort þau málefni sem framsóknar- menn leggja höfuðáherslu á í nýgerðri samþykkt sinni séu þau einu sem ráða því, hvern- ig stjórnarsamstarfið þróast. Sé litið á þau atriði, sem sjálfstæðismenn hafa lagt mesta áherslu á af stórmál- um má nefna landbúnaðar- málin og sjóðamálið svonefnda. Hvorugt þeirra nefna framsóknarmenn. Um framgang þessara mála sömdu stjórnarflokkarnir há- tíðlega síðasta sumar og ályktuðu um í yfirlýsingu frá því í byrjun september 1984. Nýjustu rokunni út af lífi ríkisstjórnarinnar er lokið. Framsóknarmenn hafa gert hreint fyrir sínum dyrum fram til miðstjórnarfundar í apríl. Næstu stóryfirlýsinga sjálfstæðismanna er að vænta á landsfundi þeirra strax eftir páska. Morgunblaðið/Árni Sæberg Djúpsprengja á dekki El Grillo. Eins og sjá má hefur mikill botngróöur hlaðist á sprengjuna, enda hefur El Grillo legið á sjávarbotni í rúm 40 ár, eða síðan skipinu var sökkt eftir loftárás þriggja þýzkra flugvéla 10. febrúar 1944. Sprengjur sóttar á 36 metra dýpi í E1 Grillo KAFARAR hafa unnið að því undanfarna daga að ná djúp- sprengjum úr flaki brezka olíuskipsins El Grillo, þar sem skipið liggur á 36 metra dýpi fyrir utan höfnina á Seyðis- firði. Búið var að ná upp 18 djúpsprengjum í fyrrakvöld og eyðileggja þær. í gær átti að reyna að ná tveimur síðustu sprengjunum. Hefur verkið gengið vonum framar. Að þessu verkefni unnu sex kafarar frá varnarliðinu SUrfsmenn " Undhelgisgaezl- _____________________________________________________________________________________________ unnar og kafarar varnarliðsins Kvöldið eftir að fyrstu sprengjurnar náðust voru þ«r brenndar fyrir uUn Seyðisfjarðarkaupstað. Uka upp skotfæri úr E1 Grillo. á Keflavíkurflugvelli, en þeir eru einnig sprengjusér- fræðingar, og einnig tveir kafarar frá Landhelgisgæzl- unni og einn sprengjusér- fræðingur. Eins og gefur að skilja er þetta mjög erfitt og vandasamt verkefni. Kafar- arnir mega aðeins vera 15 mínútur í kafi í einu á þessu dýpi og eftir þann tíma verða þeir að fara upp á yf- irborðið og mega ekki kafa næst 12 tíma. Að öðrum kosti eiga þeir á hættu að fá kafaraveikina svonefndu, en hún lýsir sér þannig að loftbólur myndast í blóðinu. Vegna mikillar hættu, sem er samfara djúpköfun sem þessari, voru menn í viðbragðsstöðu á Keflavík- urflugvelli. Ef alvarlegrar kafaraveiki hefði orðið vart, átti þyrla varnarliðsins að sækja kafarann til Seyðis- fjarðar og flytja hann upp á Egilsstaði. Þar átti að bíða Hercules-flugvél og flytja kafarann til Skotlands til læknismeðferðar. Vélin hefði orðið að fljúga rétt ofan við sjávarflötinn, því maður með kafaraveiki þolir ekki að fljúga í mikilli hæð. Ljósmyndari Morgun- blaðsins Árni Sæberg, sem er kafari og fyrrum varð- skipsmaður, fylgdist með aðgerðum á Seyðisfirði. Hann kafaði m.a. niður í E1 Grillo og tók myndir á 36 metra dýpi er kafarar unnu að því að ná um sprengjun- um. Notaði Árni til verksins sérstaka neðansjávarm- yndavél, sem er í eigu Stef- áns Hjartarsonar kafara. Talsmenn Landhelgis- gæzlunnar lýstu yfir sér- stakri ánægju með sam- starfið við varnarliðið við þetta verkefni. Þetta eru mennirnir sem náðu sprengjunum úr El Grillo. Talið frá vinstri: Halldór Gunn- laugsson, M. Richardsson, Þórður Þórðarson, J. Jeffries, yfírmaður kafaranna, W. Spoerer, G. Torres, S. Pino og E. Seuter. AF ERLENDUM VETTVANGI eftir HEDRICK SMITH Er Gromyko nú annar valdamesti maðurinn í Moskvu? Það hefur komið bandarískum sérfreðingum um málefni Sovétríkj- anna verulega á óvart, hve miklu hlutverki Andrei Gromyko.uUnríkis- ráðherra Sovétríkjanna hefur gegnt við valdatöku Mihails Gorbachev sem leiðtoga kommúnisUflokksins þar í landi. Er Gromyko nú af mörg- um Ulinn nest valdamesti maðurinn í hópi ráðamanna í Kreml. Gromyko, sem nú er 75 ára að aldri, fékk það mikil- væga hlutverk, sem um leið fól í sér mikinn heiður fyrir hann, að mæla fyrir kjöri Gorbachevs sem flokksleiðtoga. Að öllu jöfnu er það einhver úr hópi keppi- nauta hins nýja leiðtoga, sem beðið hefur lægri hlut fyrir hon- um, er þetta gerir, en einnig hef- ur það gerzt, að sá, sem næst æðstur er í valdaröðinni, hefur- fengið þetta hlutverk og með það í huga er óhætt að líta svo á, að Gromyko skipi nú háan sess á meðal valdamannanna í Kreml. Að formi til er Nikolai A. Tikhonov forsætisráðherra næst æðstur valdamaður Sovétríkj- anna og það var hann, sem á síð- asta ári mælti fyrir kjöri Konst- antins Chernenko sem æðsta manni flokks og ríkis. Sú stað- reynd, að gengið var framhjá Tikhonov að þessu sinni, er af mörgum skoðað sem sönnun þess, að honum kunni að verða vikið enn frekar til hliðar á næstu mánuðum, er Gorbachev tekur að velja yngri menn með sér í forystu kommúnistaflokks- ins. En þeir eru til, sem þykjast finna á þessu aðrar skýringar. Þeir halda því fram, að líkur bendi til þess, að Gromyko, sem nú er í fararbroddi fyrir gömlu forystumönnunum yfír sjötugt kunni að hafa verið andvígur því að fela yngri manni eins og Gorbachev valdamesta hlutverk- ið að svo komnu. Ef þetta er rétt, þá var Gromyko fenginn til þess að flytja útnefningarræðuna í stöðu flokksleiðtoga eingöngu til þess að sýna fram á, að eldri mennirnir hefðu lagt blessun sína yfir kjör hins nýja leiðtoga. Benda má á nýleg fordæmi fyrir því, að forysta flokksins hafi notfært sér útnefningu nýs flokksleiðtoga til þess að sýna fram á einingu innan forystunn- ar eftir innbyrðis deilur. Sem dæmi má nefna, að í nóvember 1982 var það Chernenko, sem mælti fyrir skipun Yuris Andro- pov í stöðu flokksleiðtoga, en sá fyrrnefndi hafði verið aðal keppinautur Andropovs um þetta embætti og varð síðan næst æðsti valdamaðurinn í valdastiga flokksins. Bandariskir sérfræðingar um málefni Sovétríkjanna telja margir að útilokað sé að túlka síðustu atburði þar með nokk- urri vissu, fyrr en ljóst sé, hve mörgum af æðstu embættum flokks og ríkis Gorbachev á eftir að gegna. Menn eru hins vegar almennt sammála um, að eins og er virðist Gromyko vera næst valdamesti maður Sovétríkjanna og að Gorbachev verði að minnsta kosti i utanríkismálum að lúta vilja hans. Verður Gromyko forseti? Sumir þykjast skilja atburða- rásina að undanförnu á þann veg, að Gromyko kunni jafnvel að koma til greina sem forseti Sovétríkjanna, en sú staða losn- aði einnig við dauða Chernenkos. Einnig geti vel verið, að Grom- yko taki við af Tikhonov, sem forsætisráðherra, en sá síðar- nefndi er nú nær áttræður að aldri. Jafn kunnir fræðimenn um málefni Sovétríkjanna og próf. Andrei Gromyko Jerry F. Hough við Duke-háskól- ann í Bandarikjunum, halda þvi fram, að með því að leggja áherslu á samskiptin við Banda- ríkin, friðsamlega sambúð og samninga um afvopnun í ræðu sinni við embættistökuna, hafi Gorbachev verið að sýna fram á sömu stefnu og þeir Chernenko og Gromyko hafa haldið fram síðan síðla á síðasta sumri. „Gorbachev er að lýsa þvi yfir, að hann sé sammála utanrikis- stefnu Gromykos,” segir Hugh. Hann heldur því fram, að nýi leiðtoginn, sem er tiítölulega óreyndur i utanríkismálum, hafi látið Gromyko þetta svið eftir að mestu að sinni á meðan hann sjálfur snýr sér að innanlands- og efnahagsmálum. Skoðanir eru aftur á móti skiptar á meðal sérfræðinganna um það, hvort Gorbachev sé sáttur við þá hugmynd, að utan- ríkisráðherrann verði forseti, en það er fyrst og fremst virð- ingarstaða sem flokksleiðtog- arnir hafa þó alltaf viljað skipa sjálfir til þess að auka á stjórn- máiaverðleika sína og álit bæði heima og erlendis. Því er haldið fram, að Gorb- achev hafi haldið fast fram þeim rétti Chernenkos að vera bæði flokksleiðtogi og forseti í senn og þá með það að markmiði að geta sjálfur gert kröfur til þess síðar að gegna báðum þessum emb- ættum samtímis. Aðrir sérfræðingar eins og Vernon V. Asparturian prófess- or í stjórnmálavísindum við há- skólann i Pennsylvaniu draga það mjög í efa, hvort eldri for- ystumennirnir I Kreml séu því sammála, að hann fái að ná svo miklum völdum. Þegar allir forystumennirnir í Kreml gengu í hóp að dánarbeði Chernenkos i síðustu viku og vottuðu hinum látna og ekkju hans virðingu sína var Gromyko þar þriðji i röðinni og kom næst- ur á eftir þeim Gorbachev og Tikhonov. Gromyko gekk þannig framar reyndum flokksforingj- um eins og Viktor V. Grishin leiðtoga flokksins i Moskvu og Grigory V. Romanov, sem sæti á í stjórnmálaráði flokksins. Samt hefur Gromyko aldrei gegnt mikilvægu hlutverki i flokks- kerfinu, enda þótt hann hafí ver- ið utanrikisráðherra i 28 ár. Margir sérfræðingar lita á þetta sem sönnun um vaxandi völd Gromykos en um leið minnkandi völd Romanovs, sem af sumum var álitinn voldugasti keppinautur Gorbachevs um stöðu flokksleiðtogans. (Hedeick Smith er fréttaritari fyrir New York Times. i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.