Morgunblaðið - 27.03.1985, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 27.03.1985, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. MARZ 1985 35 Eins og kunnugt er af fréttum í Morgunblaðinu, voru hljómsveit- arnótur af aríunni „Come dal ciel precipita" úr óperunni Macbeth eftir Verdi, sem Viðar hafði æft sérstaklega fyrir lokahluta keppn- innar, ekki komnar í hendur Sin- fóníuhljómsveitarinnar tveimur dögum fyrir keppnina. Var því vafamál hvort Viðar syngi aríuna án hljómsveitar, syngi annað verk, eða hreinlega hætti keppni. Á laugardagsmorgun fundu starfs- menn Sinfóníuhljómsveitarinnar nóturnar í pósthúsinu i Póst- hússtræti og því fór betur en á horfðist, og í keppninni söng hann „Come dal ciel precipita" við und- irleik Sinfóníuhljómsveitarinnar. Viðar var spurður að því hvers vegna hann hefði lært í Svíþjóð en ekki í „Mekka" tónlistarinnar, í Austurríki eða á Ítalíu. „Þegar ferill frægra og þekktra söngvara er skoðaður, kemur í ljós að sænskir söngvarar hafa náð mjög langt á alþjóðlegum vettvangi. Þetta gefur vísbendingu um að Svíar standi mjög framarlega hvað kennslu varðar," segir Viðar og bætir því við að það eigi ekki eingöngu við um karlaraddir. Hann segist ekki hafa hug á því að kenna söng á næstunni. „Kennslan bindur söngvarana of mikið,“ út- skýrir hann. „Ég hef orðið var við það í mínu söngnámi aö þegar kennararnir eru uppteknir við að sinna sinni listgrein, kemur það óneitanlega niður á kennslunni. Ég stundaði söngkennslu með námi í Svíþjóð, þar sem ég kenndi nokkrum nemendum undir stjórn Sállström, kennara míns.“ — Framtíðaráætlanir? „Það er óskaplega erfitt að segja nokkuð um framtíðaráætlanir 1 dag, en eins og allir vita er erfitt að hafa söng að aðalstarfi á ís- landi. Til dæmis framfleyti ég mér og fjölskyldu minni meö því að starfa við bókaútgáfu. Vissulega væri þó gaman að fást við söng að aðalstarfi og halda söngnáminu áfram, því að mínu mati er maður aldrei fullnuma í söng,“ sagði Við- ar Gunnarsson að endingu. — Btom Tækifærin byggjast á manni sjálfum - segir Ásdís Krist- mundsdóttir sem varö í 2. sæti mér og hún er alveg stórkostlegur kennari. Hún hjálpaði mér mjög mikið fyrir keppnina, en það var mikil vinna að undirbúa sig fyrir hana.“ — Lýkur þú þá 8. stigs prófi í vor? „Nei. Veistu það, að mér finnst ég ekki vera tilbúin til þess; til dæmis að halda einkatónleikana sem fylgja því að ljúka 8. stigs prófi og mér finnst ég ekki kunna nægilega mikið í tónlist til þess. Ég býst fastlega við að ljúka 8. stiginu vorið ’86 og síðan er ég ákveðin í að fara út í framhalds- nám.“ Ráðstefna um framtíð Háskólans FÉLAG háskólakennara boð- ar til ráðstefnu um framtíð Háskóla íslands fostudaginn 29. mars, klukkan 13 til 18, í Háskólabíói. Ráðstefnan er öllum opin. Meðal þeirra sem flytja erindi eru: Guðmundur Magnússon rektor, Sveinbjörn Björnsson prófessor, Stefán ólafsson lekt- or, Jónas H. Haralz bankastjóri, Þórir Einarsson prófessor, Har- aldur Ólafsson alþingismaður og Ragnhildur Helgadóttir mennta- málaráðherra. Eftir erindaflutning verður gert hlé, en að því loknu hefjast pallborðsumræður. Sýning Sjón framlengd SJÓN, myndlistarmaður, hefur undanfarið haldið sýningu í Gall- erí Langbrók og kallar hann sýn- inguna „Nobody’s Baby Doll“. Nú hefur verið ákveðið að sýning hans standi lengur en ætlað var, eða til föstudagskvölds 28. mars. (FrétUtil ky nning) Ásdís Kristmundsdóttir. ^Nú orðið eru svo gífurlega margir sem fara i söngnám og það er mikið að gerast í söng hér á landi. Tækifærin byggjast mikið á manni sjálfum. Ég tel mig hafa verið þó nokkuð heppna hvað þetta varðar. Ég hef verið með í einu verki hjá Þjóðleikhúsinu og á von á því að vera með í uppfærsl- Morgunblaðift/Árai Sœberg unni á „Grímudansleiknum“. Þá hef ég sungið einsöng með Mót- ettukórnum, en ég syng í kórnum. Maður þarf bara að vera nógu ákveðinn og duglegur að koma sér áfram og það er um að gera að gripa hvert tækifæri sem gefst,“ sagði Ásdis að lokum. — Btom Nú getur þú eignast Nordmende sjónvarp eða myndbandstæki með aðeins 8.000 króna útborgun. Eftirstöðvar greiðast á átta mánuðum Nordmende hefur ávallt veriö leiöandi fyrirtæki á sínu sviöi. Fyrirtækiö hefur margoft kynnt tækninýjungar, sem keppinautarnir hafa síöan nýtt sér. Vísindamenn Nordmende í Bremen hafa unniö enn einn sigur! NORDMENDE Nú gerir Radíóbúöin þér kleift aö eignast Nordmende sjónvarp eöa mynbandstæki meö aöeins 8.000 króna útborgun og eftirstöövum á átta mánuðum. Þú getur valiö úr fjölbreyttu úrvali tækja. Öll eru þau glæsilega hönnuö og tæknilega fullkomin. Tryggöu þér nýtt Nordmende á góöum kjörum. Skipholti 19. Reykjavik S 29800 Ásdís Kristmundsdóttir, 21 árs, vard í öðru sæti í söngkeppninni, en Ásdís er sópran og byrjaði 12 ára gömul að syngja í barnakór Tónlist- arskólans á Akranesi, sem Guð- munda Elíasdóttir stjórnaði.„Upp úr því fór ég síðan í einkatíma til Guð- mundu,” segir Ásdís. „Ég hóf nám í Söngskólanum í Reykjavík haustið 1980 og hef nú lokið 7. stigi. Kennari minn fyrsta veturinn var Sieglinde Kahman en síðan hefur Dóra Reyndal kennt — Hvert langar þig helst í framhaldsnám? „Það fer nú eftir efnum og að- stæðum. Það fer líka mikið eftir því á hvaða grein ég legg mesta áherslu, hvort ég vel ljóðasöng til dæmis eða óperusöng. En ég er frjáls að því leyti að ég á ekki börn og get því gert það sem mér dettur í hug.“ — Hvað finnst þér um tækifæri og athygli sem ungir söngvarar fá hér á landi?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.