Morgunblaðið - 27.03.1985, Page 37

Morgunblaðið - 27.03.1985, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. MARZ 1985 37 Gjafír til Hjálparsveit- ar skáta í Hveragerði llveragerAi, 9. mars. STJÓRN Hjálparsveitar skáta í Hveragerði var fyrir nokkru síðan boðuð á fund Gísla Sigurbjörnssonar, forstjóra Dvalarheimilisins Áss og Ás- byrgis í Hveragerði. Á þeim fundi afhenti hann þeim peningagjöf að upphæð kr. 50.000,00. I»á tilkynnti hann þeim einnig, að hann vildi gefa sveitinni efni í 100 fermetra hús undir starfsemina. Yfirlýsing frá siðanefnd SÍA MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi frá Sambandi íslenskra auglýsingastofa: Á fundi Siðanefndar um auglýs- ingar, sem haldinn var í dag, var tekin fyrir kæra frá AUK hf., Auglýsingastofu Kristínar, vegna auglýsingar frá Steypustöðinni Ósi i Morgunblaðinu 10. mars sl. á bls. 43. í siðanefnd eiga sæti: Hilmar Sigurðsson, Bjarni D. Jónsson og Ernst Backman, fulltrúar Sam- bands íslenskra auglýsingastofa, Sigvaldi Þorsteinsson, fulltrúi Verslunarráðs ísiands, og Guð- steinn V. Guðmundsson, fulltrúi Neytendasamtakanna. Formaður nefndarinnar er Hilmar Sigurðs- son. Allir nefndarmenn voru við- staddir á fundinum og sammála um eftirfarandi niðurstöðu: „Siðanefnd telur að í umræddri auglýsingu sé brotið gegn 5. gr. Siðareglna um auglýsingar, sem hljóðar svo: — Ef samanburður er notaður í auglýsingum skal þess gætt að samanburðurinn sjálfur sé ekki villandi og að hann brjóti ekki gegn grundvallarreglum um sann- girni í samkeppni. Saman- burðaratriði skulu byggð á stað- reyndum sem ganga má úr skugga um og slík. atriði skulu valin sanngjarnlega." Siðanefnd hefur eftirfarandi at- hugasemdir að gera við auglýs- ingu Steypustöðvarinnar Óss: 1. Samanburður er aðeins gerð- ur við einn samkeppnisaðila, þótt vitað sé að fleiri fyrirtæki stunda sama atvinnurekstur. Þetta sam- ræmist ekki „grundvallarreglum um sanngirni í samkeppni", sbr. 5. gr. siðareglnanna. 2. Samanburðurinn sjálfur er villandi í eftirtöldum tveim atrið- um: a) Samanburður á „verði á s-200 skv. verðlista" er villandi, þar sem ýmsar upplýsingar vantar, s.s. um greiðslufrest og vaxtakjör, sem hefur mikil áhrif á raunverulegt verð vöru. b) Samanburður á „staðgreiðslu- verði" er villandi, þar sem auglýs- andi gefur til kynna greiðslufrest hjá sér (sbr. athugasemdina „Greiðist innan mánaðar") en get- ur ekki um hvort slík kjör séu fá- anleg hjá BM Vallá. 3. Samkvæmt upplýsingum Auglýsingastofu Péturs og ólafar í bréfi dags. 10. mars (sic. á að vera 12. mars) er auglýsingin byggð á frétt í Morgunblaðinu 6. mars sl., þar sem verð á steypu frá BM Vallá er tilgreint, haft eftir forstjóra þess fyrirtækis. Hins vegar er algerlega litið fram hjá því, að í umræddu viðtali er einnig haft eftir forstjóra BM Vallár eft- irfarandi: „Sé keypt meira magn getur verðið farið niður í um 2.800 krónur rúmmetrinn ..." Verður ekki annað séð en vísvitandi hafi verið haldið eftir upplýsingum til þess að gera hlut Steypustöðv- arinnar Óss meiri. 4. Siðanefndin telur, að Auglýs- ingastofa Péturs og Ólafar og Steypustöðin Ós hafi sýnt óábyrg og óvönduð vinnubrögð með því að byggja upplýsingar í auglýsingu sinni á blaðafrétt, án þess að ganga úr skugga um hvort fréttin væri rétt og hvort allar nauðsyn- legar upplýsingar komi þar fram. Er í þessu sambandi minnt á 4. gr. siðareglna um auglýsingar, en þar segir m.a.: — 1. Auglýsingar skulu ekki innihalda staðhæfingar eða mynd- ir sem líklegar eru til að villa um fyrir neytandanum, beint eða óbeint, með því að gefa eitthvað í skyn, halda eftir nauösynlegum upp- lýsingum (undirstr. siðanefndar) eða með því að nota tvíræða fram- setningu eða ýkjur." 5. Með hliðsjón af framansögðu telur siðanefnd að auglýsingin frá Steypustöðinni Ósi sé til þess fall- in að valda samkeppnisaðila sín- um (BM Vallá) fjárhagslegu tjóni. Siðanefnd fer fram á það, að um- rædd auglýsing verði ekki birt framar, og að Steypustöðin ós birti nú þegar leiðréttingu í formi áberandi auglýsingar í sama fjöl- miðli þar sem fram komi að upp- lýsingar í auglýsingunni frá 10. mars sl. gefi ekki fullnægjandi mynd af verðlagningu á steypu. 6. Að lokum vill siðanefndin vekja athygli á 1. mgr. 27. gr. 1. nr. 56/1978 um verðlag, samkeppnis- hömlur og óréttmæta viðskipta- hætti, en þar segir svo: „Óheimilt er að veita rangar, ófullnægjandi eða villandi upp- lýsingar í auglýsingum eða með öðrum hætti að beita öðrum slíkum viðskiptaaðferðum, sem sama marki eru brenndar, enda séu upplýsingar þessar og við- skiptaaðferðir fallnar til að hafa áhrif á eftirspurn eða framboð vara, fasteigna, þjón- ustu eða annars þess, sem haft er á boðstólum í atvinnustarf- semi, sem lög þessi taka til, sbr. 2. gr.“ Tekið skal fram, að opinber birting úrskurðar siðanefndar er óheimil án samráðs við nefndina. Virðingarfyllst, f.h. Siðanefndar um auglýsingar Sólveig Olafsdóttir frkv.stj. SÍÁ. Þeir félagar komu að máli við mig og sögðu að þeir væru ákaf- lega þakklátir fyrir þessa höfð- inglegu gjöf og hið góða boð varð- andi húsið, þeir byggju við mikil þrengsli og háði það starfseminni í mörgu. Nýtt hús væri því þeirra stóri draumur. En nú væri þeim vandi á hönd- um. Gísli forstjóri hefði lagt fram eindregnar óskir um það að húsið yrði byggt við litla húsið sem sveitin hefur nú til afnota, en er í eigu hreppsfélagsins, og var í eina tíð slökkvistöð þorpsins. Hreppsnefnd Hveragerðis telur sig ekki geta leyft byggingu á lóð- inni, þar sem það brýtur í bága við skipulag þessa svæðis. í staðinn býður hreppsnefndin hjálparsveit- inni nýja lóð á öðrum stað, þeim að kostnaðarlausu og ýmsa fyrir- greiðslu aðra. Sögðu þeir félagar í stjórninni að hreppsnefndin hefði á undan- förnum árum veitt sveitinni mik- inn og margháttaðan stuðning, með peningaframlögum, fríum af- notum af húsinu, ljósum og hita. Segjast þeir félagar harma þann ágreining sem þarna hafi risið milli þessara aðila, sem hefðu báðir sýnt sveitinni velvilja á liðnum árum og ómetanlegan styrk í starfi. Einnig sögðust þeir ákafiega leiðir yfir þeim óvandaða söguburði sem gengið hefði um þorpið og víðar, varðandi þetta mál, sem þeir teldu ómaklegan og til þess eins að skaprauna þeim félögunum og þeirra ágætu vel- gerðarmönnum. Að lokum sögðust þeir vona að þetta mál ætti eftir að fá þá lausn sem allir gætu vel við unað. Sigrún ARNAR-VIDE0 MYNDBANOAUMBOÐ BREKKUGEROI 19. 108 REYKJAVlK. SlMI 82128. Einkaréttur á íslandi. MYNDIRNAR 1—2 — 3 eru byggðar á metsölubók Belva Plain. Þessi nýjasta bandarlska mini-seria kemur til dreifingar um næstu helgi. Myndirnar eru um pessar mundir settar á myndbönd vlðsvegar um heim og njóta mjög mikilla vinsælda. Frábærar myndir sem fjalla um ástrlöur, sorgir, gleði, ævintýri og raunir. Aöalhlutverk eru l höndum úrvalsleikaranna Lesley Ann Warren, Amn- and Assante og lan McShane og er þaö mikill gæðastimpill tyrir mynd- irnar þvl alkunna er að þau leika aöeins l úrvalsmyndum. 75 ____yglýsinga- síminn er 2 24 80 mmMm/ Vökvaknúnir fallhamrar Margar stæröir. Einnig fyrirliggjandi loft- og vökvaknúnir borar. Höfum vökvaknúnar tennur til aö festa á gröfur. Óskum einn- ig eftir sölumanni á íslandi. Ostre Aker vei 203, 0975 Oslo 9, sími (02) 25 93 10, Noregi. Canon Kr. 167.900 stgr. Canon NP-270 er langódýrasta Ijósritunarvélin í sínum þyngdarflokki. Hentar vel þar sem álag er mikiö. Ljósritar 27 afrit á mínútu í þremur litum, stækkar og minnkar letur, stærö afrita a-3. Þjónusta í öllum landshlutum. Shrifuéiin hf Suöurlandsbraut 12. Símar: 685277 685275 E3 O G

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.