Morgunblaðið - 27.03.1985, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. MARZ 1985
41
Inga Þorsteins-
dóttir - Minning
Fædd 2. september 1918
Dáin 17. mars 1985
í dag verður til moldar borin frá
Kópavogskirkju frú Inga K. Þor-
steinsdóttir, Nýbýiavegi 58, er lést
í Landspítalanum að morgni 17.
þessa mánaðar.
Inga var fædd í Reykjavík 2.
september 1918, næst yngsta barn
hjónanna Jóhönnu Greipsdóttur
frá Haukadal í Biskupstungum og
Þorsteins Finnbogasonar, kennara
og síðar bónda í Fossvogi.
Ung missti hún móður sína en
Þorsteinn hélt heimili áfram
ásamt börnum sínum. Inga var að-
eins 16 ára er hún tók við húsmóð-
urhlutverki á heimili föður síns.
Af börnum Jóhönnu og Þor-
steins eru á lífi Haukur, búsettur i
Svíþjóð, Katrín húsfreyja í Fells-
koti og Finnbogi, búsettur í
Reykjavík. Látin eru Jóhanna,
Friðþjófur og Hildur.
Árið 1951 giftist Inga Jóni Kr.
Þorsteinssyni, húsasmíðameist-
ara. Þeim varð ekki barna auðið,
en Inga átti son, Þór Erling, og
reyndist Jón honum sem besti fað-
ir. Þór Erling er kvæntur Guðnýju
Sverrisdóttur og eiga þau 6 börn.
Jón lést í desember 1976.
Aldrei finnur maður eins vel og
þegar veikindi steðja að hvað gott
er að eiga góða ættingja og vini.
Kom það best í ljós í veikindum
hennar. Síðastliðið eitt og hálft ár
höfum við fylgst í von og fyrirbæn
með hetjulegri baráttu kjarkkon-
unnar Ingu frænku við erfiðan
sjúkdóm er lagði þessa lífsglöðu
konu alltof fljótt að velli.
Sérstakar þakkir langar okkur
að færa starfsfólki á deild 13D,
einnig læknum og hjúkrunarfólki
+
Otför dóttur okkar og móöur,
ÓLAFÍU SIGRÚNAR ODDSDÓTTUR
hárgreiöslukonu,
Kórsnesbraut 91,
fer fram frá Fossvogi fimmtudaginn 28. mars kl. 15.00.
Petrea Georgsdóttir,
Oddur Jónsson,
Tinna Halldórsdóttir,
Oddur Halldórsson,
Valgaröur Halldórsson.
Geisladeildar Landspítalans.
Fjölskylda okkar vottar Þór
Erling og fjölskyldu og öðrum
ættingjum dýpstu samúð. Við
biðjum Ingu frænku Guðs bless-
unar.
Rósa og Steini
Móöir min, tengdamóöir og amma,
INGA K. ÞORSTEINSDÓTTIR,
Nýbýlavegi 58,
Kópavogi,
veröur jarösungin 27. mars frá Kópavogskirkju kl. 15.00.
Þór Erling Jónsson, Guóný Sverrisdóttir,
og barnabörn.
Minning:
Siguröur Hjálmar
Þorsteinsson
Fæddur 6. mars 1918
Dáinn 9. september 1983
Síðbúin kveðja frá samstarfs-
mönnum.
Á meðan prentaraverkfall stóð
yfir 1 haust, svo engin blöð komu
út, var til moldar borinn vinur
okkar og samstarfsmaður, Sigurð-
ur H. Þorsteinsson, Bræðraborg-
arstíg 10 í Reykjavík.
Sigurður hóf störf hjá
Málmsmiðjunni Hellu hf. í
Reykjavík í september 1949 og
starfaði þar til dauðadags. Þrjátiu
og fimm ára starf hjá sama fyrir-
tæki lýsir mjög vel því trausti sem
Sigurður bar til okkar, og því
trausti sem hann sýndi öllu sem
hann tók sér fyrir hendur. Sigurð-
ur var ákaflega hagsýnn og út-
sjónarsamur og kom það sér vel í
starfi hans. Oft þurfti hann að
smíöa hjálpartæki sem léttu
okkur störfin og spöruðu okkur
mikla vinnu. En Sigurður smíðaði
fleira. I sínum tómstundum lagði
hann mikla vinnu og hugvit í lík-
anasmíði. Hann gerði fullkomin
líkön af mörgum skipum og skút-
um, og studdist þá mest við ljós-
myndir. Hann var ekki ókunnur
skipum og bátum, því um það
snerist lífið hjá honum. Hann
hafði svo mikinn áhuga á sjósókn
og útgerð, að hann smiðaði sinn
eigin bát.
Aðal starfssvið okkar í Hellu hf.
er að steypa hluti úr áli og kopar.
Þarna voru ótæmandi möguleikar
fyrir svo listhneigðan mann sem
Sigurð, að útfæra og smíða lista-
verk, og liggja eftir hann ógrynni
af hlutum á því sviði svo sem hús-
gögn, bókastoðir, lýsislampar,
spegilrammar og margt fleira.
Síðustu hlutirnir sem hann smíð-
aði hjá okkur voru stjörnur til að
skreyta loftið í gömlu kirkjunni í
Aðalvík á Ströndum. Þetta var
hans kirkja, því Sigurður var ætt-
aður frá Neðri-Miðvík í Aðalvík.
í fáum skrifuðum orðum er ekki
hægt að þakka Sigurði fyrir sam-
fylgdina, en við geymum allir góð-
ar minningar um þann sómadreng
sem eyddi með okkur svo löngum
tíma.
Við vottum eftirlifandi eigin-
konu hans, Matthildi Elíasdóttir,
og börnum þeirra hjóna okkar
+
Þökkum samúö og hlýhug viö fráfall og jaröarför
INGVARS PÁLMARSSONAR
•kipstjóra,
Barmahlfö 20.
Öllu starfsfólki á sjúkradeild G, Hrafnistu, þökkum viö frábæra
umönnun og hjúkrun.
Pálmi Ingvarsson,
Auöur Ingvarsdóttir, Siguröur Eirfksson,
Siguröur Ingvarsson, Vélaug Steinsdóttir,
barnabðrn og barnabarnabðrn.
dýpstu samúð og biðjum guð að
fylgja þeim um ókomna framtíð.
Samstarfsmenn í Málm-
smiðjunni Hellu hf.
+
Þökkum auösýnda samúö og vinsemd viö andlát,
BJARGAR BJARNADÓTTUR,
Aóalbóli,
Reyöarfiröi.
Sérstakar þakkir til starfsf ólks h júkrunarheimilisins Egilstööum fyrir
góöa umönnun.
Fyrir hönd barna, tengdabarna og barnabarna.
Unnur Benediktsdóttir,
Ingólfur Benediktsson,
Sverrir Benediktsson.
+
Látinn er
GUÐMUNDUR H. ARNÓRSSON,
Snorrabraut 67,
Reykjavfk.
Útför hans fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 1. april kl. 15.00.
Ásta Bogadóttir,
börn, tengdabörn og barnabörn.
+
Þökkum innilega hlýhug og samúö viö fráfall og útför
GUDMUNDAR G. HAGALÍN,
rithöfundar,
umhyggju starfsfólks sjúkrahúss Akraness og hjálpsemi nágranna
i Reykholtsdal.
Unnur Hagalfn,
og aöstandendur.
+
Faöir okkar, tengdafaöir, afi og langafi,
ÁRSÆLL KRISTÓFER JÓNSSON,
fyrrv. kaupmaöur f Hafnarfiröi,
lést 25. mars i gjörgæsludeild Landakotsspitala. Fyrir hönd tengda-
barna, barnabarna og barnabarnabarna.
Börnin.
+
Innilegar þakkir þeim er sýndu okkur samúö og hlýhug viö andlát
og útför eiginmanns mins, fööur okkar og tengdafööur,
KÁRA GUDJÓNSSONAR,
Hagamel 28.
Lillý Asa Kjartansdóttir,
Kjartan J. Kórason, Laufey Eyjólfsdóttir,
Guöjón Kárason.
Rv^ií:
Jarðarfarar-
skreytingar
Kistuskreytingar, krans-
ar, krossar.
Græna höndin
Gróörarstöö viö Hagkaup,
simi 82895.
+
Eiginkona min,
HELGA SIGURÐARDÓTTIR,
lést aöfaranótt 26. mars.
Fyrir hönd barna okkar, foreldra hennar, systkina, tengdamóöur
og vandamanna,
Kristinn Helgason.
+
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkar samúö og hlýhug vlö
fráfall og jaröarför,
ÞÓRHILDAR BRYNJÓLFSDÓTTUR,
Breiövangi 14,
Hafnarfiröi.
Jón Guðmundsson,
Salbjörg Jónsdóttir,
Valgeröur Þórarinsdóttir,
Valgerður Steinarsdóttir.
+
Móöir okkar og tengdamóöir,
RANNVEIG V. GUDMUNDSDÓTTIR,
Laufásvegi 38,
andaöist föstudaginn 22. mars sl.
Útförin fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn 29. mars kl. 10.30 f.h.
Guömundur Sigurjónsson, Ellen Bjarnadóttir,
Sigriöur Sigurjónsdóttir, Friörik Guömundsson,
Katrfn Sigurjónsdóttir, Jón Magnússon,
Kjartan Sigurjónsson, Bergljót Jónsdóttir,
Unnur Bjarnadóttir.
Kransar, kistuskreytingar
BORGARBLÓMÍÐ
SKiPHOLTÍ 35 SÍMÍ: 322I3