Morgunblaðið - 27.03.1985, Síða 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. MARZ 1985
— eftir Erling
Garðar Jónasson
í Morgunblaðinu 23. febrúar síð-
astliðinn, ritar Júlíus Sólnes at-
hyglisverða grein um hvað hann
kallar „óbyggðastefnuna" og
þróun byggðar á höfuðborgar-
svæðinu.
Greinin er kannski fyrir þær
sakir athyglisverðari að hér skrif-
ar maður sem alinn er upp á
landsbyggðinni, þ.e. á Akureyri,
þar að auki elst hann upp á tíma
mikillar upplausnar í atvinnulegu
tilliti á þeim stað, sem tímabilið
1950—1960 var, og landsbyggðar-
fólk, ekki síst Akureyringar, fjöl-
menntu til hernaðarframkvæmda
á Suðurnesjum.
Júlíus er einnig vel menntaður
verkfræðingur og má ætla að
hann skoði með akademiskri
rökfræði þau atriði sem hann rit-
ar um í ofangreindri grein.
Um árabil hefur Júlíus að auki
unnið að sveitarstjórnarmálum á
Seltjarnarnesi og einnig verið í
framboði til Alþingis fyrir Norð-
urlandskjördæmi eystra.
Hér er því kominn þátttakandi í
bráðnauðsynlega umræðu sem
hefur land undir fótum og ætla
má að geti lagt umræðunni um
byggðamál verulegt lið.
Spurningar þær sem við verðum
að finna svar við í þessari umræðu
er hvort við höfum gengið þennan
veg til bættrar stöðu þjóðfélagsins
og hvort við nú séum á réttri leið.
Sú byggðarröskun sem nú virð-
ist hafin er að mínu mati þjóð-
hagslega stórhættuleg og við
henni þarf að sporna, gegn henni
þurfa allir að sameinast og byggja
þann öldubrjót sem dugar um ein-
hverja framtíð.
Væntanlega þarf ekki að rekja
þau sögulegu atriði á þessrai öld
sem urðu til að raska búsetu
manna á landsbyggðinni og hraða
uppbyggingu höfuðborgarsvæðis-
ins.
atriði:
Fyrsta: Staðsetning Alþingis,
stjórnarráðs og bankakerfis í
Reykjavík. Annað: Hernaðar-
framkvæmdir í seinni heimsstyrj-
öld og þriðja, tæknivæðing land-
búnaðarins.
Það eru fyrst og síðast stjórn-
valdsaðgerðir sem stýrt hafa
byggðarþróun í landinu og munu
gera það áfram.
Sú fullyrðing Júlíusar að upp-
bygging Reykjavíkursvæðisins
hafi átt sér stað eða sé af arðsemis
rökum er fjarri lagi, því þvert á
móti hafa meðaltekjur á Reykja-
víkursvæðinu verið í lægri kantin-
um, til lengri tíma litið, en víða á
landsbyggðinni.
Ég held því einnig fram að þar
erum við Júlíus sammála, að það
þjónar ekki hagsmunum sveitarfé-
laga við Faxaflóa að fá til sín öldu
íbúaaukningar, bara fyrir það eitt
að ráðamenn berja höfðinu við
stein í byggðarmálum.
Ég vil halda því fram að megin-
ástæðan fyrir ömurlegri stöðu
efnahagsmála nú sé gegndarlaus
þjóðhagslega óarðbær fjárfesting
á Reykjavíkursvæðinu, en ekki
eins og Júlíus og fleiri vilja halda
fram, hið gagnstæða, að þjóð-
hagsleg arðgjöf verði þá fyrst
tryRKÖ ef öll landsins börn verði
staðsett á jarðskjálfta- og rign-
ingarsvæðinu við Faxaflóa, og
aðrir hlutar landsins verði útivist-
arsvæði.
Allir landsmenn eru stoltir af
Reykjavík sem höfuðborg og vilja
veg hennar og íbúa hennar sem
mestan og bestan, en landsbyggð-
arfólk mun ekki skrifa upp á
gegndarlausar vitleysur í fjárfest-
ingu þar endalaust.
Hvaða fjárfestingar á maðurinn
við er sjálfsagt að spyrja, það eru
t.d.:
1. Breiðholtssamingur verkalýðs-
félaga og ríkisvaldsins.
2. Sífelld aukning íbúðarrýmis á
íbúa.
3. Hjákátlegar og snarvitlausar
fjárfestingar í verslunar- og
bankahöllum.
4. Stórvítaverðar fjárfestingar
landbúnaðarmilliliða í Reykjavík.
5. Hallabyggingar Aðalverktaka.
Fleiri atriði mætti tilnefna; já
miklu fleiri.
En það sem er áberandi er aðal
fjárfestinganna, steinsteypa,
steindauð steinsteypa sem ekki
gefur krónu í arðgjöf.
Byggöastefnan
Meginverkefni viðreisnarstjórn-
arinnar var að koma lagi á óráðsíu
eftirstríðsáranna og laga efna-
hagsmál íslendinga að fyrirkomu-
lagi vestrænna ríkja, þetta tókst
með harðfylgi og samstöðu
Sjálfstæðis- og Alþýðuflokks.
í atvinnulegu tilliti varð ekki
um miklar byltingar að ræða í
hefðbundum atvinnugreinum.
Þetta var eðlilegt þar sem meg-
inverkefnið var að koma þeim á
réttan kjöl, reisa þá atvinnuvegi
við.
Stóriðja og stórvirkjun á við-
reisnarárunum var stórt skref í
rétta átt.
Árið 1967 var svo komið að 40%
af útflutninsverðmæti voru síldar-
afurðir en þá hvarf síldin. Það
varð myrkur um miðjan dag í
efnahagsmálum fslendinga.
í kjölfar þessara atburða stofn-
aði þáverandi forsætisráðherra,
Bjarni Benediktsson, atvinnu-
málanefndir í öllum kjördæmum
sem skildu gera tillögur um skipt-
ingu fjármagns sem ríkisstjórnin
útvegaði til að söðla um til
bolfiskveiða og frystiiðnaðar í
sjávarútvegi og fleiri nýrra at-
vinnutækifæra.
Meðal annars voru þá keyptir til
landsins fjórir fyrstu skuttogar-
arnir og gerðir samningar um
fleiri.
Á undarlega skömmum tíma
náðist jafnvægi í efnahagsmálum
og 1970 voru íslendingar farnir að
safna fyrningum aftur.
En þá á þeim tíma átti sér stað
Erling Garðar Jónasson
„Það þjónar ekki hags-
munum sveitarfélaga
viö Faxaflóa aö fá til sín
öldu íbúaaukningar
bara fyrir þaö eitt aö
ráöamenn berja höföinu
við stein í byggðamál-
um.“
merkileg röskun byggðar. íslend-
ingar tóku sig til og fluttu í stór-
um stíl til útlanda i leit að at-
vinnu.
Stóra spurningin er hvaðan
flutti þetta fólk? Eftir því sem ég
best veit var það næsta einvörð-
ungu frá Faxaflóasvæðinu.
Ut af fyrir sig er það ekki
merkilegt því samdrátturinn varð
að sjálfsögðu mestur í þjónustu-
iðnaði og byggingariðnaði.
Þessi iðnaður var fyrst og
fremst á Reykjavíkursvæðinu þótt
sú atvinnugrein sem olli þessu
væri úti á landi.
Félagsleg úttekt á þessum at-
burðum væri skemmtilegt og fróð-
legt viðfangsefni fyrir Félags-
fræðideild Háskólans.
Árið 1971 urðu þau kaflaskipti í
byggðarmálum að á grundvelli
ofangreindra atburða setti svo-
kölluð vinstri stjórn á fót Fram-
kvæmda- og byggðastofnun, sem
hafði að meginverkefni að efla at-
vinnulíf á landsbyggðinni eftir
settum markmiðum á hverjum
tíma.
Að mínu mati hefur ofangreind
stofnun staðið undir merki og orð-
ið meginatvinnulífi okkar Islend-
inga að ómetanlegu gagni, hinu er
svo ekki að leyna að stórfenglegar
flugeldasýningar, öfund og já, oft
á tíðum ólýsanleg illgirni stjórn-
málamanna Faxaflóasvæðisins
hafi valdið óbætanlegu tjóni og
gert stofnuninni næsta ómögulegt
að vinna verkefni sín.
Ég hef áður skrifað grein um
greinda skammsýni, þá vegna
skrifa þáverandi borgarstjóra í
Reykjavík, Birgis ísleifs, og Morg-
unblaðsins um þessi mál.
Byggðastefnan frá 1971 var
heilbrigð stefna, sem hefur lagt
betri kjölfestu undir meginat-
vinnufyrirtæki okkar íslendinga
en nokkuð annað frá því land
byggðist.
Ég vil ekki hugsa þá hugsun til
enda hver staða okkar væri nú í
efnahagsmálum hefði ekki verið
staðið að málum svo sem viðreisn-
arstjórnin gerði og vinstri stjórn
1971.
Þá væri auðn í atvinnumálum
Reykvíkinga og alvarlegur land-
flótti þaðan.
Þeir stjórnmálamenn sem gera
sig seka um að skrumskæla ofan-
greinda atburðarás og kasta rýrð
á þá uppbyggingu sem átt hefur
sér stað, eiga ekki erindi við okkur
Íslendinga, hvar svo sem í flokki
þeir standa.
Ég bið sérstaklega þess að jafn
greindur og góður drengur sem
kunningi minn Július Sólnes er,
átti sig á að við verðum að taka
saman á árinni við íslendingar,
hvar svo sem við búum í okkar
fagra, góða og gjöfula landi.
Óbyggöastefnan
Sá samdráttur sem nú á sér stað
í ísienskum atvinnumálum á sér
allt aðrar skýringar en rangar
fjárfestingar í sjávarútvegi á und-
anförnum áratug, þeirra er fyrst
og fremst að leita til aðstæðna
utan við stjórnarsvið okkar,
kreppu í viðskiptalöndum okkar
og þróunar á gengi bandaríska
dollarsins.
Lánastefnan hefur sennilega
verið röng og valdið óviðráðanleg-
um fjármagnskostnaði í sjávar-
útvegi, fyrst og fremst.
Hér má ekki gleyma ríkisstyrkt-
um sjávarútvegi Norðmanna og
Kanadamanna sem veldur okkur
aö sjálfsögðu óbætanlegum skaða
Byggðastefna
Júlíusar Sólnes
En þó má nefna t.d. þrjú aðal-
Græna byltingin
brotin á bak aftur
— eftir Guðrúnu
Tómasdóttur,
Ingibjörgu Jónsdóttur
og Þórunni
Marteinsdóttur
Við fórum nokkur úr Laugar-
neshverfi á fund borgarstjóra í
Glæsibæ 16. febr., full bjartsýni,
þar sem borgarstjóri hafði sagt í
viðtali við Morgunblaðið að hann
teldi mikilvægtað fá álit hverf-
isbúa á einstökum hverfismálum
sem þeir þekktu betur til en borg-
aryfirvöld, jafnframt því að fá
ábendingar frá borgarbúum um
hvað mætti betur fara í borginni
(Mbl. 13. febr.).
Það er nefnilega svo að við hér í
Laugarneshverfi erum afar
óánægð með ágang á grænu blett-
ina okkar þ.á m. má telja bygg-
ingu SS-hallar, framkvæmdir við
Sigtún og nú það sem fyllti mæl-
inn er ágangur á grænu blettina
við Laugarneskirkju.
Voru það því sár vonbrigði er
hr. borgarstjóri lét sér fátt um
finnast álit hverfisbúa en endur-
tók í sífellu að hann sæi ekkert
nema gott eitt um mál þessi að
segja, hann sæi ekki að bygg-
ingarnar myndu skaða nokkurn.
Það var sem sagt einungis hans
skoðun sem skipti máli.
Særði það okkur enn meir er
hann sagði á fundi með Hlíða- og
holtabúum 19. febr. að sáralítil
sem engin mótmæli væru gegn
byggingu á blettinum við Kringlu-
mýrarbraut.
Þótti okkur hverfisbúum sem að
fundir þessir hefðu verið sýndar-
mennskan ein — það skipti hann í
raun engu máli hvað íbúarnir
hefðu um málin að segja.
Til nánari skýringar er um að
ræða smáhorn við hraðbrautina
Kringlumýrarbraut við enda
Hofteigs og Laugarnesvegar sem
er skipulagt sem grænt svæði
enda stóð Birgir ísl. Gunnarsson
þar rétt fyrir neðan á Lækjar-
teignum og horfði upp eftir um-
ræddum bletti er hann sagði: „Hér
sést glöggt hvernig gróðurinn eltir
malbikið (ljósmynd og viðtal í
Mbl. 28. júní ’73), en þess má geta
að þetta var ekki löngu fyrir kosn-
ingar í þá gömlu góða daga er
Græna byltingin var í heiðri höfð.
Heyrst hefur úr ýmsum áttum
að fyrirhuguð sé nýting krikju-
„Vonum viö aö borgar-
yfirvöld muni taka
manneskjulegt um-
hveríl fram yfir það sem
fjárhagslega er hag-
kvæmt.“
túns milli Hofteigs og Kirkjuteigs.
Ekki eru nema rúm 10 ár síöan
mikil læti urðu hér í hverfinu
vegna sömu bletta er sóknar-
nefndin hugðist byggja safnaðar-
heimili á öðrum hvorum blettin-
um. Öllum byggingum á blettinum
var harðlega mótmælt og var
borgaryfirvöldum afhent mótmæli
undirrituð af hundruðum manna
gegn byggingum á þessum tveim-
ur blettum þ.e.a.s. á kirkjutúninu
og við Kringlumýrarbraut.
Lausn á þessu máli varð ekki
auðfengin en svo mikið mátu
Laugarnesbúar grænu blettina
sína að heldur kusu þeir að
skemma hina fallegu heildarmynd
listaverks Guðjóns Samúelssonar
þ.e.a.s. Laugarneskirkju en
skemma grænu svæðin sín.
Hvaö mælir svo mjög á
móti byggingum á þess-
um blettum?
1. Við hverfisbúar erum stuðn-
ingsmenn grænu byltingarinnar
en bandarískar stúdíur hafa leitt
það eindregið í ljós að aukin
stresseinkenni, verri geðheilsa og
aukin glæpatíðni standi í réttu
hlutfalli við aukna steinsteypu og
fækkun grænna útivistarsvæða.
2. Kirkjutúnið ágæta gleymdist
heldur ekki á skipulaginu en þar
var skipulagður skrúðgarður af
Jóni H. Björnssyni, teiknaður af
Herði Bjarnasyni húsameistara
ríkisins 1960. Hr. borgarstjora var
að vísu ekki kunnugt um þetta á
fundinum f Glæsibæ en Þorvaldi
S. Þorvaldssyni, starfsmanni
borgarskipulags Reykjavíkur, er
fullkunnugt um fyrirhugaðan
skrúðgarð þarna skv. greinargerð
hans 28. nóv. ’84.
3. Bygging á blettinum við
Kringlumýrarbraut hefur hingað
til ekki þótt æskileg vegna:
a) Þar liggja aðalæðar skolpræsa-
og hitaveitukerfis hverfisins.
b) Hefur það þótt eyðileggja þá
stílhreinu mynd sem gömlu
húsin í kring mynda og sér það
væntanlega hver maður sem
óskerta sjón hefur. Einnig
skerðir það sýn að Laugarnes-
kirkju en Guðjón Samúelsson
gerði ætíð ráð fyrir stórum
grænum lystisvæðum framan
við verk sín (sbr. Háskóli ísl.).
c) Þess má geta að eldri hjón, af-
komendur eiganda jarðarinnar
Kirkjubóls sem náði yfir drjúg-
an hluta hverfisins og jafn-
framt gefendur kirkjulóðarinn-
ar ekki bara búa við húsvegg-
inn á fyrirhugaðri byggingu en
eiga lítið horn og einkainnk-
eyrslu sem takast eiga undir
framkvæmdir þessar að þeim
forspurðum. Þykir okkur nú
þrengt að þessum eigendum
fyrrverandi höfuðbóls hverfis-
ins.
d) íbúar Laugarteigs, Hofteigs,
Hrísateigs og Laugarnesvegar
hafa verið afar ánægðir með
takmörkun umferðar um götur
þeira eftir lokun þeirra. Afar
slæmt yrði því að þær yrðu
opnaðar ein eða fleiri ásamt
þeirri aukningu umferðar sem
fleiri stofnanir kalla á. Þeir
sem til þekkja vita að akstur
frá Laugarnesvegi út á Sund-
laugarveg er lifshættulegur,
fljótt yrði því þörf á opnum
hringakstri, væntanlega um
Hrísateig.
e) Til munu vera ólögfestir staðl-
ar sem kveða á um fjarlægð
bygginga frá hraðbrautum. Við
staðsetningu byggingar þessar-
ar hafa staðlar þessir gleymst.
f) íbúar í nágrenninu plöntuðu
trjám á bletti þessum á ári
trésins í samvinnu við borgar-
yfirvöld og hlýtur það að vitna
um ringlureið þeirra að ætla nú
að skemma þá vinnu.